Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
45
yfir að hann gerði þá kröfu að stjóm-
amefndin yrði lögð niður og að ég
yrði einn forstjóri félagsins. Nokkru
síðar ræddum við þetta við Kristján
Guðlaugsson og Alfreð Elíasson og^
voru þeir hugmyndinni algjörlega
andsnúnir og vildu óbreytt fyrir-
komulag. Var málið þæft fram og
aftur næstu daga og vikur án þess
að nokkur niðurstaða fengist. Um
miðjan mai var ég farinn að sjá fram
á það að ekki fengjust neinar breyt-
ingar í gegn og þar með taldi ég brost-
inn þann grundvöll sem ég hafði
sætt mig við þegar ég kom heim frá
New York. Það var fyrirsjáanlegt að
nauðsynlega þyrfti að grípa til marg-
háttaðra aðgerða hjá félaginu og ég
sá ekki fram á að það væri mögulegt
miðað við óbreyttar aðstæður. Það
var eilíflega reynt að komast að sam-
komulagi um alla hluti og láta undan
ef menn spornuðu gegn því sem þó
var nauðsynlegt að gera.
Skrifaði
uppsagnarbréf
Ég ákvað því að segja upp og fara
frá Flugleiðum. Tilkynnti ég Óttarri
Möller þetta 19. maí og skrifaði síðan
Emi formlegt uppsagnarbréf. í því
rifjaði ég fyrst upp aðdraganda sam-
einingarinnar og að ég heíði verið
eindreginn talsmaður hennar, enda
hefði ég séð að sú stefna sem þá var
uppi hjá Loftleiðum myndi leiða fyr-
irtækið í glötun. „Þessi eindregna
afstaða mín skapaði mér óvild, svo
vægt sé til orða tekið, og virðist sú
óvild vera fyrir hendi enn í dag.
Vegna versnandi afkomu Loftleiða
og með þrýstingu frá bönkum og rík-
isvaldi tókst sameiningin þó loks í
apríl 1973, og var mér kennt um að
svo fór af þeim Loftleiðamönnum
sem í hjarta sínu voru andstæðir
sameiningunni," sagði ég í bréfinu.
Þessu næst rifjaði ég einnig upp
hvers vegna ég féllst á að koma heim
og taka sæti í stjórnarnefndinni og
minnti á að staðfest hefði verið að
þetta skipulag ætti aðeins að gilda til
aðalfundarins 1976. Þegar ekki ætti
að standa við það sæi ég mér ekki
fært að starfa lengur í stjórnarnefnd-
inni. „Meðvirkandi um afstöðu mína
í máli þessu er sú staðreynd að í
starfl mínu hér, nú í nærri tvö ár,
hef ég orðið var við óþolandi and-
rúmsloft og óvild, sem ég á bágt með
að sætta mig við, og sem mér finnst
ég ekki eiga skilið eftir þrotlaust og
árangursríkt starf í þágu félagsins í
23 ár,“ sagði ég í bréfmu. í lok bréfs-
ins óskaði ég síöan eftir því að fá aö
taka við mínu fyrra starfi vestan-
hafs, einbeita mér að uppbyggingu
Air Bahama, en lét þess jafnframt
getið að ég væri tilbúinn að fara al-
veg frá félaginu, ef ekki semdist. Ég
hafði þá þegar haft samband viö góð-
an vin minn í New York, Charles
Speers. Hann hafði verið yfirmaður
allra markasmála hjá American
Airhnes, en var nú kominn á eftir-
laun. Hann starfaði þó áfram og vann
með Dixson Speas ráðgjafafyrirtæk-
inu. Hann var mikill vinur minn og
kannaði hvaða möguleika ég ætti á
því að fá gott starf hjá einhverju
bandarísku flugfélagi. Speers var vel
kynntur og mikill hæfileikamaður.
Hann var t.d. frumkvöðull að fyrsta
kreditkortinu, sem ætlað var flugfar-
þegum, hinu svokallaða Air Travel
Card. Speers athugaði málið fyrir
mig og vildi koma mér að hjá Pan
American. Það kom þó aldrei til þess
að á það reyndi hvort ég fengi stjórn-
unarstöðu þar.
Ég afhenti Emi Ó. Johnson upp-
sagnarbréfið og setti hann hljóðan
við lestur þess. Bað hann mig síðan
um að draga það til baka meðan
reynt yrði að komast að samkomu-
lagi. Átti ég síðan nokkra fundi með
einstökum stjórnarmönnum sem
urlega áherslu á að halda yrði frið-
inn, hvað sem það kostaði, og töldu
að það gæti kostað ófyrirséð átök ef
ég færi, auk þess sem þeir gætu ekki
séð annan Loftleiðamann sem gæti
komið í minn staö. Ég reyndi í
lengstu lög að standa á sannfæringu
minni og halda mig við fyrri áform
mín. Fannst það vera algjör uppgjöf
að láta undan. Fór þó svo að lokum
að ég samþykkti, hálfnauðugur, að
vera áfram fyrst um sinn. Á stjórnar-
fundi, sem haldinn var 8. júní, var
svo gengið til atkvæða um tillögu
Kristjáns Guðlaugssonar og var hún
samþykkt. Við þá atkvæðagreiðslu
sat ég hjá.
Aðalfundurinn var síðan haldinn
lítt bærileg hugsun að þurfa að búa
viö slíkt. Ég held að flestum stjómar-
mönnum hafi verið vandinn ljós, en
þá skorti kjark til þess að taka
ákvarðanir sem talist gátu óþægileg-
ar.
Flugmannadeilan
Eitt af þeim erfiðu málum, sem við
höfðum við að glíma um þetta leyti,
var mikil togstreita hjá atvinnuflug-
mönnum. Sæmilega hafði gengið að
sameina flestar deildir félaganna og
koma reglu á skrifstofuhaldið. Það
var helst að um nokkra yfirmönnun
væri að ræða í sumum deildanna
vegna hiks og óákveðni þegar þurfti
Stjórnarfundur í Flugleiðum. Frá vinstri: Ottarr Möller, Kristinn Olsen, Bergur G. Gíslason, Alfreð Elíasson, Krist-
ján Guðlaugsson, Örn Ó. Johnson, Birgir Kjaran, Sigurður Helgason, Svanbjörn Frimannsson og Einar Árnason.
lögðu mjög hart að mér að vera
áfram og lofuðu að vinna að þeim
breytingum sem ég fór fram á. 1. júní
sat ég t.d. fund með Óttarri Möller
þar sem hann lýsti þeirri skoðun
sinni aö níu menn ættu að vera í
stjóm félagsins, fimm frá Loftleiðum
og fjórir frá Flugfélagi íslands og síð-
an ættu að vera þrír varamenn frá
Flugfélaginu og tveir frá Loftleiðum.
Þetta var í samræmi við óskir mínar.
Enn málamiðlun
Daginn eftir var haldinn mikill
átakafundur. Fyrst ræddum við sam-
an, ég, Alfreð og Kristján, en síðan
komu Óttarr Möller og Örn Ó. John-
son á fundinn. Kristján hafði sig
mjög í frammi á fundinum og heimt-
aði ellefu manna stjóm í félaginu,
að hann yrði áfram stjórnarformað-
ur og að stjómamefndin sæti óbreytt
áfram. Sögðu þeir bæði beint og
óbeint að ef ekki yrði fallist á þetta
væm mikil átök framundan. Á þess-
um fundi kom glögglega fram sú
andúð sem þeir Kristján og Alfreð
höfðu á mér og var ljóst að þeir vildu
leggja flest í sölurnar til þess að
hindra að ég tæki við sem eini for-
stjóri félagsins. Óttarr og Örn reyndu
að malda í móinn og ná samkomu-'
lagi en ekki var við neina eftirgjöf
komandi af hálfu Kristjáns og Al-
freðs.
Um kvöldið var ég boðaður á fund
þeirra Arnar, Óttarrs, Axels Einars-
sonar og Bergs G. Gíslasonar og stóð
sá fundur næturlangt. Þeir lögðu gíf-
10. júní og þar gátum við tilkynnt 512
milljóna króna hagnað, þrátt fyrir
að farþegum hefði fækkað nokkuð
milli áranna 1973-1975. Þetta, eitt út
af fyrir sig, staðfesti árangur af sam-
einingunni, en ég vissi í hjarta mínu
að árangurinn hefði þó getað verið
miklu betri.
Ósáttur við málalok
Þeir sem kjörnir voru í stjóm á
aðalfundinum vom: Alfreð Elíasson,
Bergur G. Gíslason, Birgir Kjaran,
Einar Árnason, Kristinn Olsen,
Kristján Guðlaugsson, Óttarr Möller,
Sigurður Helgason, Sigurgeir Jóns-
son, Svanbjörn Frímannsson og Örn
Ó. Johnson. í varastjóm voru kjörn-
ir Dagfinnur Stefánsson, Grétar Br.
Kristjánsson, Ólafur Johnson og
Thor R. Thors. Brigir Kjaran lést 12.
ágúst og tók Ólafur Johnson þá sæti
hans í aðalstjórninni, en Halldór H.
Jónsson tók sæti í varastjórninni og
var það upphafið að stjórnarsetu
hans í Flugleiðum.
Ég var mjög ósáttur við þessi mála-
lok. Ég sá fram á að enn myndi drag-
ast að koma á nauðsynlegum umbót-
um í félaginu og stíga skrefið til sam-
einingarinnar til fulls. Þá fannst mér
það veikleikamerki hjá stjóminni að
geta ekki tekið af skarið og ræddi það
sérstaklega við þá Örn 0. Johnson
og Óttarr Möller að ég skildi ekki
uppgjöf þeirra. Þá sá ég líka fram á
að sú óvild, sem ég mætti hjá Alfreð
og ýmsum gömlum Loftleiðamönn-
um, myndi halda áfram og það var
að taka á málunum. Hjá flugmönn-
unum var hins vegar stál í stál. Allt
frá sameiningunni höfðu flugvélarn-
ar verið reknar í nafni gömlu félag-
anna og undir þeirra merkjum og
flugmennirnir, öðmm fremur, litu á
sig sem Flugfélagsmenn eða Loft-
leiðamenn og voru þeir í tveimur
stéttarfélögum. Ákveðið var að setja
upp sérstakan starfsaldurslista og
láta flugmenn hafa forgang í störf
eftir honum. En reglur þessara
tveggja félaga um röðum á listanum
voru mismunandi og sýndu flug-
mennirnir mikinn ósveigjanleika.
Flugrekstrardeildin var undir stjórn
Alfreðs Elíassonar og tókst honum
ekki að ná neinum tökum á málun-
um. Hann leit fyrst og fremst á sig
sem Loftleiðamann og varð það til
þess að flugmenn frá Flugfélaginu
tortryggðu hann enn frekar og voru
ekki tilbúnir til neinnar samvinnu.
Kom þetta mál hvað best upp á yfir-
borðið er Flugleiðir tóku breiðþotu í
notkun. Það var skoðun mín að
nauðsynlegt hefði verið að taka á
málinu strax og fá stjórnvöld til þess
að skipa sáttanefnd eöa úrskurðar-
nefnd, eins og raunar var gert síðar
þegar deilan var komin út í óefni.
Kristjánvíkur
En þótt hugmyndin um breytt
stjórnskipulag hafi veriö slegin af
fyrir aöalfundinn 1976 var flestum
fullljóst að einungis var um tíma-
spursmál að ræða hvenær yrði að
breyta skipulaginu. Erni Ó. Johnson
fannst, ekki síður en mér, andrúms-
loftið í fyrirtækinu bæði þrúgandi
og erfitt og vildi auk þess gjarnan
fara að minnka við sig störf. Vorið
1977 ræddum við þessi mál oftsinnis
og Örn reyndi einnig að tala Loft-
leiðamenn til og fá þá til þess að fall-
ast á tillögur sem voru í sama dúr
og þær sem áður höfðu komið fram,
að ég yrði einn forstjóri fyrirtækis-
ins. En við það var ekki komandi.
Þeir Kristján og Alfreð lýstu yfir því
að ég væri enginn Loftleiðamaður og
að þeir myndu aldrei láta félagið í
mínar hendur. Það varð hins vegar
að samkomulagi að ég tæki við
stjómun tveggja deilda sem Örn
hafði áður, innanlandsfluginu og
stjómunarsviðinu. Þegar sú tillaga
var borin upp á stjómarfundi í félag-
inu brást Áifreð hinn versti við og
bauðst til þess að taka stjórnunar-
sviöið sjálfur. Og enn var reynt að
halda friðinn. Vitanlega sáum við að
það var óráð að bæta á hann svo
umfangsmiklu verkefni og varð að
ráði að Örn var áfram yfirmaður
stjórnunarsviðs, en ég tók hins vegar
við innanlandsfluginu.
Ekki tilbúinn til
þess að fara
Samkvæmt samkomulaginu, er
gert var við sameininguna 1973,
skiptust þeir Örn Ó. Johnson og
Kristján Guðlaugsson á um að gegna
stjómarformennsku í Flugleiðum. 1.
júni 1977 rann tímabil Kristjáns út
og Örn tók við stjórnarformennsk-
unni að nýju. Kristján var hins vegar
kjörinn varaformaður. Eftir samein-
inguna var látið heita svo að Kristján
gegndi lögfræðistörfum fyrir Flug-
leiðir, en sú var ekki raunin, þar sem
annar maður annaðist þau störf.
Hafði Kristján því ekki annað hlut-
verk hjá félaginu en að gegna stjórn-
arformennskunni. Þegar hann hætti
því starfi þótti eðlilegt að hann léti
af störfum og rýmdi skrifstofu sína,
enda var hann kominn á áttræðisald-
ur. En Kristján var ekki tilbúinn til
þess að fara og öllum til mæðu þurfti
að fara með máhð fyrir stjórnarfund.
Sá fundur var haldinn 2. júní 1977.
Dagfinnur Stefánsson flutti tillögu á
fundinum um aö afgreiðslu málsins
yrði frestað, en Örn Ó. Johnson lýsti
því strax yfir að það myndi engu
breyta. Var síðan gert hlé á fundinum
og ræddu þeir Svanbjörn Frímanns-
son og Halldór H. Jónsson þá eins-
lega við Kristján og lögðu aö honum
að fara frá félaginu. En Kristján lét
ekki segjast og þurfti þvi að koma til
atkvæðagreiðslu. Var samþykkt með
5 atkvæðum gegn 4 að Kristján færi.
Sat ég hjá við þá atkvæðagreiðslu.
Strax og niöurstaðan var fengin stóð
Kristján upp og gekk á dyr. Eftir
brottfor hans var gerð breyting á
herbergjaskipan í skrifstofubygging-
unni og fengum við Örn þá loksins
viðunandi skrifstofur og gátum tekið
á móti mönnum, sem áttu erindi við
okkur, án þess að þurfa að hlaupa í
önnur herbergi.
(Nokkrar millifyrirsagnanna
eru blaðsins.)
LABALL
áDENGSA
& félögum
tívnitu/,
Dengsa þekkja allir úr sjónvarpi.nu,
hann þekkir lika alla „svo vel ‘,
hann er svo mikiö svoleiöis.
Hann bíöur líka öllum á jólaball meö sér
og félögum sínum. Þaö koma fullt af
krökkum, Hemmi Gunn, Glámur og
Skrámur, jólasveinninn og margir, margir
aörir í heimsókn. Sungin eru öll alvöru
jólalögin, auk þess sem Dengsi, Hemmi
og fleiri taka lagið. Þaö veröur svo mikið
skemmtilegt, Jaaaááú.