Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Verkamenn í víngarðinum - íslenskir farandverkaxnenn í vínberjatínslu í Móseldalnum Páll Asgeiisson, DV, Reil am Heissen Stein; Þegar venjulegur meðal íslending- ur opnar flösku af þýsku hvítvíni og höfuga angan þess eðaldrykkjar leggur aö vitum hans er auðvelt að láta sig dreyma. Hvernig væri nú að leggja land undir fót og fara til Þýskalands og tína vínber? Einhver við borðið hefur heyrt um fólk sem hefur látið þann rómantíska draum rætast og ekki séð eftir því. Allir viðstaddra hafa heyrt eitt- hvaö um það hvernig vínberjatínsla fer fram og eru hálfgerðir sérfræð- ingar í þeim efnum þegar betur er að gáð. Samkvæmt þeirri rómantísku draumsýn fer starfið fram í sól og sumaryl. Flokkar kátra verkamanna streyma um akrana og safna þungum fullþroskuðum vínþrúgnaklösum í fötur. Ánægjan skín úr hveiju and- hti og flestir syngja við vinnuna forn uppskerukvæði til dýrðar vínguðin- um eða önnur þjóðlög. Meö reglulegu millibili er gert stuttJilé á vinnunni til þess aö súpa á vínglasi eða til hvíldar. Á kvöldin una menn við leik og dans í hópi annarra verkamanna í víngarðinum. Um þaö leyti sem flaskan er tóm er ákveðið að fara strax um næstu helgi. Þorpið Reil á bökkum Mósel er að flestu leyti dæmigert vínræktarþorp. Þar snýst flest sem snúist getur um vínrækt, víngerð, vínsmökkun, vín- sölu og hátíðahöld tengd hinum ýmsu merkisdögum í vínræktarferl- inu. Þorpið er fremur lítið, þar búa um 1.000 manns en það er þó frá- brugðið öðrum Móselþorpum að einu leyti. Þar býr vínbóndi sém er nokk- urs konar óopinber íslenskur am bassador. Með íslendinga í vinnu í þorpshlutanum Heisser Stein býr Wolfgang Peter, tæplega fertugur vínbóndi sem hefur mikil og sterk tengsl við ísland. Síðan 1980 hefur hann á hveiju hausti haft fleiri eða færri íslendinga í vinnu. Hann hefur tvisvar sinnum komið til eldijallaeyj- unnar og er málkunnugur meira en 200 manns þar og vínið hans, Reiler vom Heisser Stein hefur, að minnsta kosti til skamms tíma, fengist á tveimur íslenskum veitingahúsum, Hótel Sögu og Hohday Inn. Wolfgang er glaðlyndur íslands- vinur sem skilur hrafl í ástkæra yl- hýra máhnu, getur sungið algeng- ustu íslensku drykkjusöngva og er óþreytandi við að segja skopsögur þar sem íslendingar eru í aðalhlut- verkum. íslendingamir hans haustið 1991 eru þrír, sá sem þetta skrifar, Rósa S. Jónsdóttir, tæplega þrítug kennslukona, og Sófus Gústafsson, tvítugur Garðbæingur sem kom hingað í því göfuga augnamiði aö ná tökum á þýsku tungumáh. Þar hefur honum ekkert orðið ágengt því hversdagslega er að mestu töluð enska á heimili Peters-fjölskyldunn- ar. Auk íslendinganna tóku þátt í uppskerunni tveir Pólveijar, einni Dani og 10 Hohendingar en aðeins íslendingamir og Pólveijamir vom ahan tímann. Húsbóndinn talar góða ensku og ágæta hohensku, flestir Sófus og Rósa, fulltrúar islands, sýna samstöðu með Bogdan, fulltrúa Pól- verja, á leið á akurinn. Til hliðar er Didi, einn fulltrúi Hollendinga. Hohendinganna gátu talað einhveija þýsku eða ensku, Pólveijamir ensku, þýsku og pólsku, Daninn dönsku og þýsku en næstum enga ensku og vér mörlandar ensku og hrafl í þýsku. Við þetta má svo bæta ReUerplat sem er máUýskuafbrigði innfæddra og á lítið skylt við þýsku eins og hún er kennd í skólum. Af þessu má ráöa að iðulega ríkti afar flölþjóðlegt andrúmsloft á akrinum og við morgunverðarborðiö og menn skiptust á um að kenna hver öðrum kjammestu blótsyrðin á sínu móður- máh. Iðulega voru ekki færri en fjög- ur tungumál töluð í einu. Rétt er að geta þess að að fenginni reynslu eru pólsk blótsyrði alveg sérstaklega hljómfogur og gefa íslenskum heit- ingum htið sem ekkert eftir. Vínberja- tínsla í 3 vikur Vinnan við hina eiginlegu upp- skeru hófst að þessu sinni viku af október og stóð samfleytt í þijár vik- ur. Wolfgang bóndi ræktar vínvið á tæpum þremur hektumm og upp- sker í þokkalegu ári um 31 þúsund htra af eðlu Móselvíni. Sumarið í ár var sólríkt að miklum hluta, en slíkt ku vera afar gott fyrir vínviðinn en veðurfar haustsins setti hins vegar strik í reikninginn. Rigningar voru ekki á sem ákjósanlegustum tíma og því em horfur á að þrátt fyrir mikla uppskem verði gæðin ekki nema í rösku meðahagi. Um það er að vísu ekkert hægt að segja með vissu fyrr en vínið veröur sett á flöskur en vín- Dæmigert haustveöur við Mósel. bændur, eins og bændur annars stað- ar, taka lífinu með stóískri ró og taka því sem að höndum ber. Þeir vita sem er að þrátt fyrir ahar mannanna uppfinningar og tækniframfarir á móðir náttúra síöasta orðið þegar ræktun eins og þessi er annars vegar. Starfið sem slíkt er hvergi nærri eins rómantískt og ókunnugir hafa thhneigingu th þess að halda. Vissu- lega hefur þaö sinn sjarma fyrstu dagana ef sóhn lætur svo htið aö skína á verkamennina í víngarðinum en eftir nokkra daga fer mesti glans- inn af og þá kemur í ljós aö þetta er eins og hver önnur árstíðabundin stritvinna við uppskeru. Eftir hálfan mánuð er ekki mikih munur á vín- beijaakri við Mósel í rigningu og ís- DV-myndir Páll Ásgeir lenskum kartöflugarði í kaldri haustslyddu. Mikil og erfið vinna Það er unnið sex daga vikunnar og vinnudagurinn hefst klukkan 7.30 með morgunverði. Að honum lokn- um klæöast menn vinnugalla því þetta getur verið fremur óþrifalegur starfi að halda á akurinn gjaman hímandi á vagni aftan í dráttarvél. Hver maður er vopnaöur töng th þess að khppa klasana af trjánum og fótu th þess að setja afraksturinn í. Þegar fatan er full, ca 10 khó, er hún tæmd í þarthgerðan háf sem tekur um 50 kíló og einn úr hópnum hefur það hlutverk að bera hann á bakinu og tæma í stórt ker á vagninum. Á Sófus kannar uppskeru dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.