Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. í heimsókn hjá menningarfulltrúanum í London: Ætla að láta verkin tala Anna Hildur Hildibrandsdóttir, DV, Londan: „Ég lit á þetta sem tveggja ára verk- efni og ætla mér að vera hörkudug- legur þann tíma. Maður getur komið inn í svona starf, verið mjög öflugur, friskur og drífandi í einhvem vissan tíma en svo eiga nýir menn að taka við. Ég ætla mér ekki að verða elh- dauður hér,“ segir Jakob Frímann Magnússon sem kom til að sinna starfi menningarfulltrúa við sendi- ráð íslands í London þann 1. sept- ember sl. Það er sjaldnast logn í kringum Jakob. Ráðning hans í starf menn- ingarfulltrúa hér varð tilefni mikils fjaðrafoks í sumar. Þótti ýmsum að þar væri hann að fá stuðning sinn við Alþýðuflokkinn launaðan og fólki, bæði í utanríkisþjónustunni og menningargeiranum, fannst fram hjá sér gengið. Hef ekkert að fela - Hveiju svarar þú þessari gagn- rýni? „Ég fagna því út af fyrir sig að það skuli hafa fundist farvegur fyrir óánægjuraddir einstakra starfs- manna utanríkisþjónustunnar í fjölmiðlum heima; þar með hafa þeir létt á sér og líður vonandi betur á eftir. í sambandi við pólitíkina hef ég ekkert að fela. Það vita allir sem hafa viljað vita að ég hef starfað fyr- ir Alþýðuflokkinn beint og óbeint sl. 10 ár og verið fenginn til að annast þar mörg stór verkefni, einfaldlega vegna þess aö ég kann til verka. Þaö er auðvitað það sem skiptir máli viö ráðningu mína. Ég held aö ég geti alveg fullyrt að það er enginn í utan- ríkisþjónustunni í dag sem hefur þá reynslu, bakgrunn, þekkingu og getu sem þarf til þess að gera þaö sem ég ætla mér að gera hér, með fullri virð- ingu þó fyrir mörgum hæfum mann- eskjum sem þar starfa. Auövitað á að ráða fólk og reka í utanríkisþjón- ustunni eftir getu þess og engu ööru. Það hefur því miður verið landlægt í íslenskum opinberum stofnunum allt of lengi að fólki líðist að sitja og horfa í gaupnir sér.“ Átak í út- flutningi hugverka - En var ekki bara verið að búa til starf og bæta við yfirbygginguna? „Nei, alls ekki. Upphaflega stóð til að bæta við einum manni hér í stööu menningar- og upplýsingafulltrúa. Þegar niðurskurðarhnífar hófust á loft varð að fresta því. Starf menn- ingarfulltrúa við sendiráðið hér var hins vegar látið hafa forgang núna á undan starfi venjulegs sendifulltrúa sem var skorið niður a.m.k. í bili. Þetta var gert í samræmi við þá yfir- lýstu stefnu að gera átak í útflutningi íslenskra hugverka og fjárfesta í ímynd íslands út á við. Aðrar þjóðir, sem hafa látið aö sér kveða í alþjóða- viðskiptum, hafa fjárfest gífurlega íi ímyndunarsköpun sinni og íslend- ingar verða að læra að skoða sjálfa sig í harðri samkeppni við þær. Við | - segir Jakob Frímann Magnússon í viðtali um störf sín „Ég held að ég geti alveg fullyrt að það er enginn í utanríkisþjónustunni í dag sem hefur þá reynslu, bakgrunn, þekkingu og getu sem þarf til þess að gera það sem ég ætla mér að gera hér,“ segir Jakob Magnússon, tónlist- armaður og upplýsingafulltrúi í London. DV-myndir Gisli Guðmundsson eigum mjög góða möguleika og verð- um að læra að nýta okkur þá. Þann- ig sköpum við okkur nafn sem við þurfum á að halda. Allt of fáir vita af þessari nútímalegu menningar- þjóð í norðri sem framleiðir jöfnum höndum hágæöamatvæli og athyglis- verða hst. Fyrr á þessu ári skilaði áliti svo- kölluð útbreiðslunefnd forsætisráð- herra sem sett veu á stofn skömmu eftir fund Reagans og Gorbatsjovs til að kanna möguleika á markvissri markaðssetningu íslands. Eftir margra ára starf, fyrst undir forsæti Helga Ágústssonar, nú sendiherra í London, og síðar Baldvins Jónssonar útvarpsstjóra, skilaði nefndin af sér mjög athyglisverðri skýrslu. Þar er undirstrikað mikilvægi þess að kynna ísland á markvissan hátt sem land hreinleika og gæða - ævintýra- land sem alla ætti að langa til að heimsækja. Og sem þessa miklu framleiðsluþjóð úrvalsfæðu og drykkjarvara og ekki síst þessa miklu og óvenjulegu menningarþjóð. Menn hafa nýverið komist að þeirri niðurstöðu að beinar auglýsingar ná ekki til nema um 3% markhópsins sem þeim er beint að. íslensku fyrir- tækin hér í Bretlandi eru lika á þvi að það þurfi að fara aðrar leiðir og vinna markvisst að útbreiðslu- og kynningarmálum, nokkuð sem síðan skilar sér í svokölluöum óbeinum auglýsingum, þ.e. umtjöllun fjöl- miðla. Heilsíða í Evening Standard kostar 14000 pund, eða um eina og hálfan milljón íslenskra króna, og má auðvitað sjá í hendi sér að það borgar sig að hafa fólk í starfl við að búa til umfjöllun í fjölmiðlum. Hver þáttur í sjónvarpi og grein í blaði verður dýrmæt þegar maður miðar viö svona tölur. Álvöru auglýsingar- herferð myndi hins vegar kosta milljónir á milljónir ofan og að sjálf- sögðu verður ekki lagt í slíkt á tímum niðurskurðar. Þess vegna var starf menningarfulltrúa látið hafa forgang að sinni. Ég reyni svo, jafnhliða starfi mínu sem sölumaður hugverka, að vinna eftir skýrslu útbreiöslunefnd- arinnar og mun eftir fremsta megni leitast við að vinna að sköpun já- kvæðrar ímyndar íslands á alþjóð- legum fjölmiölamarkaði." Að kunna galdurinn - Enolliþaðekkilíkaóánægjuinnan menningargeirans aö alþýðutónlist- armaður væri valinn í starfið? „Eflaust, og sé svo er það skiljan- legt og eðlilegt. Spurningin er hins vegar sú hversu margir þeir eru úr geira svokallaðra klassískra hst- greina sem hafa framið eftirtektar- verð stórvirki á sviði markaðssetn- ingar og flölmiðlavinnu og eru til- búnir að vinna 16 tíma á sólarhring í svona starfi. Það er nefnhega bara hálfur galdurinn að geta framið góða hst. Hinn helmingurinn er að kunna á flölmiðla og markaðssetningu. Það er ekki síður mikilvægt. í því hefur vinna mín verið fólgin meira eða minna sl. 10 ár. Ég hef framleitt kvik- myndir og plötur, skipulagt tónleika og tónleikaferðir og veriö kallaöur th hvort sem er hjá flokkum eða fyr- irtækjum til að sldpuleggja og sjá um alls kyns uppákomur vegna þess að ég kann á þessa hhð málsins. Það hefur líka oft verið sagt um Stuð- menn, mína hljómsveit, að viö kynn- um ekki síður að spila á flölmiðla en hljóðfærin. Það er auðvitað galdur- inn sem hggur að baki því að halda úti eldgamalh hljómsveit. Það má hka segja að þess vegna sé rangt að nota hér starfsheitið menningarfull- trúi. Hjá hinum Norðurlöndunum heita sambærilegar deildir Press- and Cultural Offlce og sendimenn- imir því upplýsinga- og menningar- fuhtrúar sem er nær sanni. Sjálfur vildi ég helst kaha mig útbreiðslu- stjóra hins íslenska vitundariönaðar en það hljómar fullframandlega. Þar fyrir utan er íslensk alþýðu- tónlist að líkindum sú tegund ís- lenskrar menningar sem hvað víðast hefur borið hróður okkar í seinni tíð. Ég stend fastar á því en nokkru sinni að Megas, Bubbi, Sykurmolar, Stuð- menn og flöldamargir aörir sem búa til íslenska tónlist og ný íslensk söng- lög séu auðvitað að leggja sitt af mörkum til íslenskrar menningar. Tíminn einn sker úr um það hvort það er merkilegt eða ómerkilegt. Það eru ekki skríbentar í fllabeinstum- um sem ákveða það. Gengi laganna mun gera það og Bítlamir eru auðvit- að ágætt dæmi um sígilda alþýöutón- listarmenn." Réttlætismál - Þetta hljómar lfl:t og röksemdir í virðisaukaskattsmáhnu fræga. Held- urðu að það hafi skaðað þig í þessu samhengi? „Það hefur vafalaust skaðað mig að þurfa að standa í þessu stappi. Þaö er auðvitað alltaf neikvætt í augum almennings að vera að skorast undan skatti. Þetta er hins vegar álgjört réttlætismál að tónhst hljóti sömu meöferð og aðrar hstgreinar í þess- um efnum. Það er t.d. alveg út í hött að Egill Ólafsson skuh fara upp á svið og leika í Vesahngunum undan- þeginn skatti, leiki síðan í Ryði án þess að virðisaukinn komi til en þeg- ar hann syngur lög eftir sjálfan sig borgar hann skatt. Ég segi það því brýnt réttlætismál að leiörétta þetta. Það gengur ekki að 2000 mihjón króna pakki, sem heitir íslensk menning, sé undanskil- inn virðisauka'á meðan htí.1140 mihj- ón króna pakki, sem heitir tónhst, er skattlagður. Þetta er auðvitað óviðunandi og vér mótmælum ahir,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.