Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Tortryggni Loftleiðamanna breyttist í hálfgert hatur - útdráttur úr ævisögu Sigurðar Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Flugleiða Forstjórar Flugleiða: Siguróur Helgason, örn Ó. Johnson og Alfreð Elíasson. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að Sigurður fluttist heim að nýju. - Nú fyrir jólin kemur út bókin „í sviptivindum", ævisaga Siguröar Helgasonar, eftir Steinar J. Lúðvíks- son ritstjóra. Sigurður Helgason hafði afskipti af íslenskum ílugmál- um í tæp 40 ár. Hann kom inn í stjórn Loftleiða á frægum byltingarfundi í félaginu. í tæplega hálfan annan ára- tug var hann framkvæmdastjóri Loftleiða í Bandaríkjunum og átti drjúgan þátt í að byggja upp það stór- veldi sem Loftleiðir urðu a sínum tíma. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands og stofnun Flug- leiða árið 1973 kom Sigurður heim og gerðist einn þriggja forstjóra fé- lagsins. Hann gegndi síðan einn for- stjórastöðu félagsins um árabil en á árunum 1984-1991 var Sigurður stjórnarformaður félagsins. í bók- inni rekur Sigurður lífshlaup sitt og þar kemur glögglega fram að ýmis- legt, sem gerðist, var í meira lagi sviptivindasamt. Hér fer á eftir hluti 7. kafla bókar- innar þar sem Sigurður fjallar um það er hann var fenginn til þess að koma heim frá Bandaríkjunum og gerast einn af forstjórum Flugleiða: Flugleiðir- átök og togstreita Með sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða árið 1973 var stigið nýtt skref í íslenskum atvinnurekstri. Aldrei áöur í atvinnusögu landsins höfðu tvö svo stór fyrirtæki samein- ast og það sem gerði sameininguna enn athyglisverðari var að félögin höfðu lengst af háð harða, og jafnvel harðvítuga samkeppni, eins og áöur hefur komið fram í bókinni. Því höfðu ýmsir, ekki síst þeir, sem voru ókunnugir málum og stóðu utan við þau, nokkrar efasemdir um að sam- einingin gæti blessast. Það kom líka fljótt í ]jós að ýmis ljón voru í vegin- um. Kannski var það ekki nema eðli- legt aö starfsfólk félaganna tveggja liti í fyrstu ekki á sig sem Flugleiða- fólk og reyndi að halda uppi merki sinna gömlu félaga sem það hafði jafnvel starfað hjá í áratugi. Flug- mennirnir voru einna harðskeyttast- ir þegar til lengdar lét og skapaði afstaða þeirra hinu nýja félagi veru- lega erfiðleika um tíma. Það sýndi sig einnig fljótt aö meðal stjómenda lifði enn í gömlum glæð- um. Flest var reynt til þess að ágrein- ingur kæmi ekki upp á yfirborðið og þar liti sem flest slétt og fellt út. En undir niðri kraumaði og það, öðru fremur, varð til þess að erfiðlega _ gekk að koma á fullri sameiningu, svo sem að hafði verið stefnt með samkomulaginu árið 1973. Skömmu eftir sameiningu Flugfé- lags íslands og Loftleiða var Sigurður Helgason kallaöur heim frá New York og hann varð einn þriggja for- stjóra Flugleiða. Það var við ýmsa eríiðleika að etja og honum fannst of lítið miða í rétta átt, árangur sam- einingarinnar lét á sér standa. Hann taldi stjómkerfi félagsins leiða til ómarkvissra vinnubragða og þar kom að hann áformaði að fara frá félaginu. Þá loksins var tekið af skar- ið. Annað vinnulag en ég átti að venjast Aðkoman hjá Flugleiðum var eins og vænta mátti. Verið var að vinna að ýmsum útfærsluatriðum samein- ingarinnar og gekk það yfirleitt snurðulítiö fyrir sig. Mér var fengin i skrifstofukompa frammi á gangi. Örn hafði viðlíka kompu, en þeir Kristján og Alfreð voru hins vegar með ágætar skrifstofur á besta stað í húsinu. Út af fyrir sig var þessi vinnuaðstaða óviðunandi, ekki síst fyrir mig sem bæði var góðu vanur og eins þurfti mjög oft aö taka á móti mönnum sem áttu erindi við mig. Var þáoftast ekki um annað að ræða fyrir mig en að fara með þá í fundarherbergi sem var á öðrum stað í húsinu. Það sem kom mér hvað mest á óvart eftir að ég hóf störf hér heima var hversu vinnulag manna var allt öðru vísi en ég hafði vanist á þeim tæpum þrettán árum sem ég var búinn að vera í Bandaríkjunum. Það ríkti strax „bírókratíst" andrúmsloft hjá Flugleiðum. Það gekk mjög erfið- lega að fá það sem beðið var um og aUt stjórnkerfið var mjög þungt í vöfum. Mér fannst líka fólk vera í endalausum fríum, pásum, matar- timum eða kaífitímum. Stundum fannst mér það ekkert ganga sem ég var að gera og lét það fara í taugarn- ar á mér. Auðvitað átti ég að vita það að vinnulag á íslandi var allt öðru vísi en vestra þar sem gífurlegt fram- boð var af fólki og þeir voru einfald- lega látnir hætta sem stóðu sig ekki. Ég var bara orðinn öðru vanur og það tók góðan tíma fyrir mig að kom- ast „inn í kerfið“ hérna, ef svo má að orði komast. Yfirmenn kyntu undirtogstreitu Fyrsta árið höföum við ærinn starfa við að koma á þeirri hagræð- ingu í rekstrinum sem sameiningin bauð upp á. Umtalsverður spamaður náðist á mörgum sviðum og veitti ekki af þar sem ytri rekstrarskilyrði voru mjög slæm bæði á árinu 1973 og árið 1974. Rúmu ári eftir að Flug- leiðir tóku til starfa hafði starfsfólki fækkað um 130. Var fækkunin aðal- lega á söluskrifstofunum, en einnig náðist sparnaöur í almennu skrif- stofuhaldi. Uppbygging Loftleiða og Flugfélags íslands var mjög ólík. Skrifstofur Flugfélagsins voru yfir- leitt litlar og fámennar og voru þær því fremur lagðar niður en Loftleiða- skrifstofurnar. Þegar farið var að segja upp starfsfólki, eða færa það til, myndaðist strax togstreita og jafnvel tortryggni. Stór hluti starfs- fólksins leit enn á sig annað hvort sem Flugfélagsfólk eða Loftleiðafólk og því miður gekk illa að stilla saman strengi þess svo það yrði Flugleiða- fólk. Það hjálpaði heldur ekki að ein- staka áhrifamenn kyntu frekar undir þessum viðhorfum heldur en að slá á þau. Var Aifreð EUasson meðal þeirra, en hann virtist strax loka sig inni í einhverjum ímynduðum Loft- leiðaheimi og telja það skyldu sína að draga taum fyrrverandi starfs- manna Loftleiða, hvernig svo sem mál voru í pottinn búin. Örn tók hins vegar töluvert öðruvísi á málum, jafnvel þótt lengi eimdi eftir af Flug- félagsviðhorfum hjá honum. Ég leit hins vegar á mig sem Flugleiðamann frá fyrsta degi. Það var búið að sam- eina félögin og því voru það hags- munir hins nýja félags sem fyrst og fremst áttu að vera í fyrirrúmi. Þessi viöhorf mín, og það að ég skyldi ekki skilyrðislaust taka undir viðhorf Al- freðs og þeirra manna sem stóðu honum næstir, sköpuðu endalausa tortryggni þeirra í minn garð og átti hún jafnvel eftir að breytast í hálf- gert hatur þegar tímar liðu. Upphlaup vegna eignamatsins Eins og áður hefur komið fram var ákveðið, þegar félögin sameinuöu starfsemi sína, að Landsbanki ís- lands tilnefndi þijá óvilhalla menn til þess að meta eigur félaganna. Ragnar Ólafsson, sem var einn virt- asti hæstaréttarlögmaður landsins, var formaöur nefndarinnar og með honum í henni voru þeir Guðlaugur Þorvaldsson prófessor og Guðmund- ur Bjömsson verkfræðingur. Félögin tilnefndu síðan fulltrúa sína til þess að starfa með nefndinni og afla henn- ar þeirra upplýsinga sem hún taldi sig þurfa. Flugfélag íslands tilnefndi Axel Einarsson lögmann, en Axel var mjög vel metinn maöur og afskaplega laginn við það sem hann tók sér fyr- ir hendur. Framkoma hans, ein út af fyrir sig, varð til þess að vinna honum traust. Stjórn Lofitleiða ákvaö að tilnefna Grétar Br. Kristjánsson lögmann fyrir sína hönd. Ég var mjög ósáttur við þá ákvöröun og óttaðist að Grétár myndi ekki halda nógu vel á málinu fyrir okkur. Ég þóttist vita að nefndin hefði þá tilhneigingu að jafna hlut félaganna sem mest og því var mjög áríðandi fyrir Loftleiðir að hafa duglegan og útsjónarsaman mann til þess að vinna með nefndar- mönnunum og koma ár okkar sem best fyrir borð. Vinna matsnefndarinnar tók lang- an tíma og það var ekki fyrr en 6. febrúar 1976 að hún lagði matsgjörð sína fram. Niðurstaða nefndarinnar var sú að heildareignir félaganna væru um 1,3 nnlljarðar króna sem skiptust þannig aö eign Loftleiða var 685 milljónir króna og Flugfélagsins um 597 milljónir króna. Eignarhlut- follin voru því sem næst 54% Loft- leiðir og 46% Flugfélagið. Þetta voru í raun allt aðrar tölur en við höfðum verið að tala um þegar eignaskipti voru rædd í sameiningarviðræðun- um og vitanlega urðu margir óánægðir, þeirra á meðal ég. Ég gerði mér þó grein fyrir því að á þeim tíma, sem leið frá því að sameiningarvið- ræðumar hófust og þangað til að þeim lauk, versnaði staða Loftleiða stórlega. Félagiö gekk daglega á eigið fé. Því til sönnunar má nefna að í árslok 1970 var eiginíjárstaða Loft- leiða jákvæð um 498 milljónir króna en í árslok 1973 var hún orðin nei- kvæð um 3.649 milljónir króna. í Bandaríkjadölum var þessi upphæð jákvæð um 565.670 dollara árið 1970 en neikvæð um 4.344.552 dollara árið 1973 og hafði staðan því versnað um tæpar 5 milljónir dollara á tímabil- inu. Séu þessar fjárhæðir reiknaðar til núvirðis samkvæmt byggingavísi- tölu er um meira fjón að ræða, eða alls um 800 milljónir króna. Hefði verið gengið frá samningum í árs- byijun 1972, svo sem til stóð, þá hefði þetta hlutfall orðið allt annað. Sjálfur hafði ég búist við því að hlutföllin yrðu eitthvað nálægt 60% Loftleiðir og 40% Flugfélagið. En niðurstaða nefndarinnar var „hæstaréttardóm- ur“. Báðir aðilar höfðu skuldbundið sig til þess að hlíta úrskurði nefndar- innar. Þar varð engu um breytt. Talað um stuld Það varð mikið fiaðrafok út af nið- urstöðum nefndarinnar. Alfreð El- íasson og þeir sem stóðu honum næstir tóku hana mjög nærri sér. Það heyrðist talað um stuld og annað eft- ir því. Þótt ég ætti sjálfur talsverðra hagsmuna að gæta vegna hlutabréfa- eignar minnar í Loftleiðum og niður- stöður nefndarinnar þýddu í raun fiárhagslegt tjón fyrir mig, þá fannst mér það ekki skipta öllu máli. Úr því sem komið var skiptu Flugleiðir meginmáli og hvemig því félagi vegnaði í framtíðinni. Þegar ég hélt þessum sjónarmiðum fram og var ekki óðfús að taka undir gagnrýni á störf nefndarinnar, sem í raun var tilgangslaust, þá var það óðar túlkað þannig af gömlu félögunum mínum í Loftleiðum aö ég væri orðinn hallur undir Flugfélagsarminn og að þeir væru þar með komnir í minnihluta í nýja félaginu! Ákveðinn í að fara frá Flugleiðum Samkvæmt samkomulaginu, er gert var við sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands árið 1973, skyldi fyrsti aðalfundur hins nýja félags, Flugleiða, vera árið 1976. Þurfti reyndar lagabreytingu til þess að slíkt væri mögulegt. Þegar fyrsti að- alfundurinn nálgaðist var farið að huga að því hveijir tækju sæti í stjóm og hvaða stjórnskipulag ætti að vera til frambúðar. Var nú í raun komið að því sem um hafði verið tal- aö að fyrstu árin væri einskonar að- lögunartími hjá félaginu, ætlaður til þess að sníða ýmsa agnúa af, sem óneitanlega urðu í sambandi við sameininguna, og þá einkum og sér í lagi varðandi starfsmannahaldið. Mér varð það snemma ljóst að menn hefðu tæpast kjark til þess að taka á málunum í tengslum við aðalfundinn og þegar 16. febrúar 1976 tilkynnti ég einstökum stjórnarmönnum að ég teysti mér ekki til þess að taka áfram þátt í stjórnamefndinni að óbreyttu ástandi. Voru þau mál, svo og hversu margir menn ættu sæti í stjórninni, nokkuð til umfiöllunar á næstu vik- um. Það var eindregin skoðun mín að stjórnin væri alltof stór og að fækka bæri í henni. Ræddi ég þetta við Öm, Óttarr Möller og Axel Ein- arsson og voru þeir allir sammála mér í fyrstu. Þegar farið var að kanna máhð nánar kom í ljós að menn vom yfirleitt tregir að gefa stjómarsæti sín eftir og var þá strax farið að hörfa og jafnvel að tala uin að fiölga þyrfti í stjóminni til þess að sætta öll sjónarmið. Þetta þótti mér ekki góðs viti. Vildu óbreytt fyrirkomulag 17. mars ræddum við Örn Ó. John- son saman um framtíðarskipulag stjómunar hjá félaginu. Ég lagði að Emi að taka að sér stjórnarfor- mennskuna og kvaðst hann tilleiðan- legur að gegna því starfi í tvö til þijú ár til viðbótar, en lýsti því jafnframt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.