Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991. Nauðungaruppboð á fasteigninni Lyngmói 8, Njarðvík, þingl. eig. Steinsmíði hf., fer fram í dómsal embættisins fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00. Uppboðs- beiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugveiii Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtalinni eign: Engihjalli 3, 5. hæð D, þingl. eigandi Stórhýsi hf„ fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 19. nóvember 1991 kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru Magn- ús Norðdahl hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Veðdeild Landsbanka íslands., Bæjarsjóður Kópavogs og Ólafur Gústafsson hrl. BÆJARFÓGETINN I KÓPAVOGI 1RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnstæknifræðingur/ rafmagnsverkfræðingur Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða rafmagns- tæknifræðing/rafmagnsverkfræðing með aðsetur á Blönduósi. Nánari upplýsingar um starfið veitir svæðisrafveitu- stjóri á Blönduósi. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist fyrir 6. desember nk. Rafmagnsveitur ríkisins Ægisbraut 3 540 Blönduós LÆRIÐ AÐ FLAKA! Fiskvinnsluskólinn og Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar gangast fyrir námskeiði í handflökun þann 20. og 21. nóvember nk. Dagskrá: 20. nóvember Kl. 08.00-10.00 Bókleg kennla. Hráefni, hreinlæti, kæling, pökkun. Kl. 10.00-16.00 Verkleg kennsla við flökun. Kl. 16.00-17.00 Bókleg kennsla. Reiknuð út nýting. 21. nóvember Kl. 08.00-15.00 Verkleg kennsla við flökun. Kl. 15.00-16.00 Bóklegt, farið yfir aðalatriði og reiknuð út nýting. Kl. 16.00 Námskeiðsslit. Leiðbeinendur: Jörundur Garðarsson fisktæknir Arnar Sverrisson flakari. Námskeiðið verður haldið i Fiskvinnsluskólanum, Hvaleyrarbraut 13, Hafnarfirði. Þátttökugjald: 11 þúsund krónur (innifalin bókleg gögn og veitingar). Þátttaka tilkynnist í síma 91-52044 í síðasta lagi 18. nóvember. fiskvinnslunnar FISKVINNSLUSKÓLINN HATIÐNIMEINDYRAFÆLUR Eru meindýr, t.d. mýs, í híbýlum þínum? Láttu þá hátíðnimeindýrafæluna halda þeim hreinum. Hátíðnimeindýrafælan fælir burt flestöll meindýr, t.d. mýs, rottur, flugur og önnur skordýr. Skaðlaust fyrir flest húsdýr. Hátíðnimeindýrafælan fæst á eftirtöldum stöðum: Kópavogi og Hafnarfirði Reykjavík Akranesi Borgarnesi Stykkishólmi Byko Húsasmiðjunni Axel Sveinbjörnssyni Kaupfélagi Borgfirðinga Skipavík Steiniðjunni Timbursölunni (safirði Vélsmiðju Bolungarvíkur Bolungarvík Kaupfélagi Húnvetninga Blönduósi Kaupfélagi Skagfirðinga Sauðárkróki Versl. Sigurðar Fanndal Siglufirði Skapta hf. Akureyri Radíónausti Akureyri Kaupfélagi Þingeyinga Húsavík Stáli hf. Seyðisfirði Árvirkjanum Selfossi Kaupf. Suðurn., járn og skip Keflavík HNOÐRI HF. heildsölubirgðir - sími 687744 Matgæðingur vikunnar_r Karfi í gráð- ostasósu Ásgeir Jónsson, matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti „Allt frá því ég var unglingur hef ég haft gaman af matargerð," segir Ásgeir Jónsson, söngvari og mat- gæðingur vikunnar. „Mest þykir mér gaman að elda fisk og þess vegna vel ég einfaldan fiskrétt fyrir DV. Ég nota karfa í þann rétt og finnst það best en einnig má nota ýsu, steinbít eða skötusel. Þá þarf kannski fleiri kryddtegundir og lengri eldunartíma. Annars finnst mér karfinn hafa verið bestur í þennan rétt,“ segir Ásgeir. Hann segist prófa sig áfram í matargerðarlistinni og þessi réttur sé kominn upp úr mörgum öðrum sem hann hefur fengið víða um heim. „Rétturinn er fljótiagaður og ódýr og það skiptir oft fólki mestu máli,“ segir matgæðingurinn. Og uppskriftin hljóðar svo: 800 g roðflétt karfaflök 1 bolli mysa 1 peh rjómi 1 lauf gráðostur 2 bananar smjörklípa til steikingar estragon krydd hveiti örlítið salt Fisknum er velt upp úr hveitinu og steiktur stutta stund á hvorri hlið. Því næst er mysunni hellt yfir og gráöosturinn brytjaður út í. Estragon er stráð yfir pönnuna eft- ir smekk. Þetta er látið sjóða aðeins niður áður en rjómanum er bætt saman við. Þá er suðan látin koma upp. Undir lokin eru bananar skornir að endilöngu og síðan til helminga látnir á pönnuna en þeir mega aðeins hitna í gegn. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum eða kartöflum. „Ég ætla að skora á frænda minn og listakokkinn Ásgeir Sæmundsson að vera næsti matgæðingur. Hann er útlærður snillingur í matargerð og ég veit að hann lumar á ein- hverju góðu. Ásgeir hefur oft boðið mér í mat og það hefur aldrei brugðist," sagði Ásgeir Jónsson og vildi að síðustu segja: „Verði ykkur að góðu.“ -ELA Hinhliðm Biladella helsta áhugamálið - segir framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur Jónas Garðarsson, framkvæmda- stjóri Sjómannafélags Reykjavík- ur, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Jónas segist sáttur við samn- ingana sem náðust á dögunum milh undirmanna á kaupskipum og kaupskipaútgerðarinnar og seg- ir það markmið sitt aö vinna enn betur að málefnum sjómanna. Sjálfur er Jónas reyndur sjómað- ur því hann var til sjós í tíu ár og fór víöa. Hann var þó ekki í áætlun- arsiglingum heldur var hann á skipum sem fluttu freðfisk. Fullt nafn: Jónas Garðarsson. Fæðingardagur og ár: 8. október 1955. Maki: Harpa Helgadóttir. Börn: Marta María, 14 ára, Jón Sig- urður, 12 ára, Hulda Hrund, 6 ára, og Guðlaug Dagmar, 4 ára. Bifreið: Chevrolet Blazer, árgerð '86. Starf: Framkvæmdastjóri Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Laun: Samkvæmt samningum. Áhugamál: Bíladella er helsta áhugamálið af mörgum. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef aldrei spilað í lottóinu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að ljúka kjarasamningum þegar svona stendur á. Hvað finnst þér leiðinlegast að Jónas Garðarsson. gera? Að borga reikninga. Uppáhaldsmatur: Svartfugl. Uppáhaldsdrykkur: Heineken bjór. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég fylgist litið meö íþróttum. Uppáhaldstímarit: Car and Driver. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Sophia Loren. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Fyrir nokkrum dögum hefði ég helst viljað hitta Hörö Sigur- geirsson. Uppáhaldsleikari: Richard Gere. Uppáhaldsleikkona: Julia Roberts. Uppáhaldssöngvari: Enginn sér- stakur. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hrollur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hall- grímur Thorsteinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bogi Ágústsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur, ég fer lítið út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Mér er liklega skylt að segja Fylkir því það félag er í hverfinu þar sem ég bý. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að vinna enn betur að málefnum sjómanna. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég ferðaðist meðal annars sjóleiðis um ísafiarðardjúp. -IBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.