Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1991, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1991.
Veiðivon
Fluguköst hjá Ármönnum:
2000 flugukast-
arar hafa lært
leyndardóminn
„Fluguköstin hjá okkur eru að
byrja fyrir alvöru þennan veturinn
en við erum að frá hálfellefu til tólf
á sunnudagsmorgnum héma í
íþróttahúsinu," sagði Daði Harðar-
son, formaður Ármanna, er við
heimsóttum þá í íþróttahús Kenn-
araháskólans, um síðustu helgi. En
þá voru mættir í morgunsárið nokk-
ir áhugasamir flugukastarar. Kenn-
arar þennan morgun voru þeir Kol-
beinn Grímsson, Þorsteinn G. Gunn-
arsson og Stefán Hjaltested.
„Núna fyrir jól er ennþá hægt að
koma nokkrum að en í febrúar marz
komast færri að en vilja. Það hafa
líklega um 2000 flugukastarar lært
hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru
Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn
Þorsteinsson sem hafa lagt grunninn
að þessu mikla starfi og þeir hafa líka
alið upp marga góða kennara í þess-
um kös'tum.
Starfið hjá okkur í vetur verður
fjölbreytt. Hnýtingar verða hjá
Skeggi og skotti á mánudagskvöldum
og svo opið hús á miðvikudögum.
Einu sinni í mánuði verðum með ein-
hverja kynningu á opnu húsi. i félag-
inu eru núna 280 manns,“ sagði Daði
og brá sér til félaganna til að ræða
áfram um veiðiskap. Um hann er
hægt að tala um allan ársins hring,
svo skrítið sem það er nú.
Þaö styttir veturinn að geta æft
fluguköst, sagt veiðisögur og skoðað
veiðimyndir. í Laugardalshölhnni er
líka hægt að æfa fluguköst, hjá Kast-
klúbbi Reykjavíkur. Þangað hafa
veiðimenn líka lagt leið sína til að
nema þessi fræði.
-G.Bender
Þessar rjúpur höfðu ekki miklar áhyggjur af skotveiðimönnum. Þær
höfðu flogið inn á sumarbústaðalandið í Munaðarnesi og voru þar í friði
fyrir rjúpnaskyttum sem eru næstum um allt þessa dagana.
DV-mynd G. Bender
Kolbeinn Grímsson segir áhugasömum nemanda til er við litum inn hjá
flugukösturum um siðustu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
DV-mynd G.Bender
Það var fjör hjá Stangaveiðifélagi Patreksfjarðar og allir skemmtu sér kon-
unglega á árshátíðinni þar. Á myndinni sjást þrír af gestunum sem virtust
„allir“ hafa gaman af. DV-mynd ÁL
Nokkrir þeirra sem persónurnar í bókinni þinni líkjast af algjörri tilviljun
eru hér fyrir utan og vilja ræða við þig.
Nafn:........
Heimilisfang:
Þjóðar-
Sá fingralangi
Neðangreind vísa var fest á tré-
kross sem stóð á leiði hins fram-
liðna. Halldór þessi þótti nokkuð
fxngraiangur og nýtinn á muni
annarra, svo að vægt sé tii orða
tekið:
Þessí Halldór er búinn góðri gáfu,
gekk til svefns þá höldar vöknuöu,
og fór á stjá, er flestir ýtar sváfu,
hjá honum fannst, er aðrir söknuöu.
Andlitið aukaatriði
Hjón nokkur í Kópavogi höföu
eignast sjö stelpur áður en sonur
þehra kom í heiminn. Hjónin
voru aö sjálfsögðu kampakát með
litla hnokkann, enda búin aö biða
lengi eftir strák í bamahópinn.
Skömmú eftii- fæðingu sonarins
var maðurinn spurður iivoru
þeirra strákunnn líktist nú
meira. Maðurinn svaraði að
bragði;
„Iss, viö erum nú ekki farin að
líta á andhtið emtþá.“
Nágrannakærleikur
Séra Sígvaldi haföi átt í miklum
þrætum og illdeilum við Jón ná-
granna sinn og þóttist sá síðar-
nefndi ílla ieikinn í þeim viðskipt-
um.
Einu sinni var séra Sigvaldi aö
messa og varö það óvart á að
mismæla sig því hann sagði:
„Elska skaltu nágranna þinn
sem sjálfan þig.
Jón bóndi var við messuna og
heyrði hvað prestur sagði. Þegar
gengið var út úr kirkjunni vék
Jón sér að prestinum og segir:
„Það er gleðilegt að heyra
hversu hugarfar - yðar hefur
breyst gagnvart nágrönnum yð-
ar, klerkur góöur.“
„Þama var nú um mismæh aö
ræða, áifurinn þinn,“ hreytti séra
Sigvaldi út úr sér. „Það væri brot
á boöorðum Drottins að sýna ná-
granna sínum nokkra miskunn
en hvað náungann snertir, þá eru
þeir sjaldan svo nærri að þeir
flækist fyrir manni."
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ijós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
2. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
Bækurnar sem eru í verðlaun
heita: Á elleftu stundu, Flugan
á veggnum, í helgieipum hat-
urs, Lygi þagnarinnar og
Leikreglur. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðl-
un.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 129
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
tuttugustu og sjöundu getraun
reyndust vera:
1. Elín Ósk Gísladóttir
Frostafold 40,112 Reykjavík
2. Herdís Guðmundsdóttir
Reynigrund 40, 300 Akra-
nesi
Vinningamir verða sendir
heim.