Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992.
13
dv____________Vísnaþáttur
Mikla hug-
kvæmni þarf við
gerð bestu ví sna
Skóla- og sjálfsmenntun eru tvö
orö sem sjaldnar heyrast nú en í
æsku þess sem þetta ritar. Ég er nú
fyrir þó nokkru kominn í hóp öld-
unganna, fæddur seint á öðrum
tugnum. En óskólagengnir hafa lík-
lega hvergi á byggðu bóh sem hér
látið jafnóhikað almenn þjóð- og
menningarmál til sín taka. Þetta hef-
ur lengi legið hér í landi. Margir rit-
höfundar fyrri kynslóðar, þó ekki
meirihluti, sótt sér menntun og
sjálfsöryggi í bænda- og Möðruvalla-
skóla eða einn vetur eða svo í Flens-
borgar- eða Kennaraskóla í Reykja-
vík, konumar, þær sem best voru
settar, fóm í Kvennaskólann. Þá eru
ónefndir SamvinnuskóUnn, Verslxm-
arskóUnn, gagnfræðaskólar og elstu
alþýðuskólamir. Með þessum hætti
myndaðist á fyrri hluta þessarar ald-
ar nokkurs konar milUstétt í landinu
sem stóð feti ofar í mannvirðingar-
stiganum en sauðsvartur almúginn.
Ur hópi ofannefndra komu margs
konar fomstmenn þjóöarinnar auk
annarra sem hófust upp úr alþýð-
unni af sjálfum sér og gerðust t.d.
rithöfundar og þingmenn. En óskóla-
gengnir hafa líklega hvergi á byggðu
bóU annars staðar látið djarflegar til
sín taka öU menningarmál. Þá em
ónefndir hagyrðingamir og fræði-
mennimir sem engin skólapróf hafa
sér til halds og trausts. Um þaö síð-
astnefnda höfum við íslendingar,
sem kunnugt er, langa hefð, þótt við
værum löngum fátækir og lögform-
lega ófrjálsir. Hið ríflega sjálfsáUt
okkar og misjafnlega raunhæfa
frægðardrauma sóttum við til fom-
menningar okkar, fornrita og þjóð-
sagna. En við höfum Uka átt styrk
að sækja til úrvalsmanna í fáUðuðum
hópi menntamanna okkar. Samt
fundum við alþýðumenn, sem lögð-
um fyrir okkur ritstörf, til þess hve
fáir menntamenn okkar lögðu þeim
okkar Uð sem ekki fóm almennar
leiðir og jafnvel ekki heldur að þeir
sinntu að gagni upplýsingasöfnun og
varðveislu um alþýðufólk sem fékkst
við skáldskap, hagyrðingunum okk-
ar svoköUuðu. Nú hefur bókmennta-
fræðingunum aldeiUs fjölgaö. Sum-
um þykir jafnvel nóg um. En þeir
virðast alUr með tölu of fínir tíl þess
að leggja sig niður við það sem ég
hér nefndi. Ritdómarastörfin, sem
gagnleg væm, viturlega af hendi
leyst, em auðvitað í þeirra verka-
hrrng, þyKía mér enn sitja um of í
fyrrirúmi. Hagyrðingamir og lausa-
vísnahöfundamir tínast enn ofan í
grafir sínar, vísur og tílefni þeirra
gleymast og enn sem fyrr mglast
þetta aUt saman. Ritsöfn sumra
þeirra Uggja þó í Landsbókasafni og
víðar. En það er þó óyfirstíganleg
vinna fyrir okkur vísnaþáttamenn
að grafa upp fæðingar- og dánardaga
þessa fólks, jafnvel þjóðþekktra
manna, sem sumir hafa gefið út
ljóðakver og þjóðkunnir urðu fyrir
önnur störf.
Kristjánsnafn hafa margir borið og
sumir jafnvel verið Guðmundssynir.
Eftir einn þeirra er þessi vísa:
Störf með áhug færa frið,
fljótt þá Uður stundin,
ánægjan er ekki við
auð né völdin bundin.
Sama má segja um höfund næstu
vísu. Hann ber meira að segja nafn
þjóðþekkts skálds. En er þessi vísa
eftir Kristján FjaUaskáld?
Táta mín er trygg í lund,
þótt tíkar beri heití.
Aldrei mun ég eignast sprund
eins að sínu leyti.
Næst er verðlaunavísa - botninn
ortí Ragnhildur Bjamadóttir. En
kaxm einhver að greina frekar frá
málavöxtum?
TU að binda enda á
aUt sem hrindir trega.
Fáðu í skyndi faldagná
fríða og yndislega.
Ekki myndu nú allir segja að þeir
kvenkostir, sem nefndir em í loka-
hendingunni, þótt góðir séu, væm
þeir einu sem duga kynnu. ViU nokk-
ur búa tíl heUa vísu og senda mér
um þetta efni?
GísU Konráðsson var ættaður úr
Skagafirði og kvæntur, við bú, en
kunnastur fyrir fræðistörf sín. Sonur
þeirra hjóna var Fjölnismaðurinn
Konráð. Hann fór ungur utan og
dvaldist við embættisstörf í Kaup-
mannahöfn aUa ævi. Kom aldrei
heim. Þegar Gísli var orðinn ekkju-
maður settist hann að í Flatey á
Breiðafirði og fékkst við fræði sín.
Hann komst á níræðisaldur. Síðan
er þessi vísa hans:
Tíminn Uður áfram ótt,
aftur náðst ei getur.
Skal ég þá aðra nýársnótt
nár, eða lifa betur?
Þáttastjóri er, eins og áður segir,
og margir vita, kominn af léttasta
skeiði, er því ekki mikið á faralds-
fæti. Þó er stundum í mig hnippt og
veit ég að vísnaþættir em vinsælt
efni í blöðum. Stundum hringir fólk
og segist einmitt kaupa þau eintök
af dagblöðum sem flytja slíkt efni.
Um þetta vUja menn gjarna tala við
kunningja en margir hika við það
núorðið að skrifa okkur vísnaköllun-
um bréf. En eitt slíkt hef ég nýlega
fengið og segir af því síðar.
Tveimur ljótum vísum var að mér
gaukað nýlega en höfunda ekki getíð,
kannski óþarft verk að vera að halda
þeim til haga. Hrepparígur hefur
lengi viðgengist. Eyfirðingur orti:
Skagfirðinga skortir ekki
skjóttar merar,
þó að þær séu
bomberar.
Átti hann þá við að þær væm illa
fram gengnar. Ekki var svarið beint
prúðmannlegt:
Eyfirðingar una best
hjá annarra manna konum.
Og þú ert einn
af þeirra sonum.
í gömlu vísnasafni, sem ekki er á
prenti, er þessi vísa, merkt „Skag-
firsk eftir I og B“:
Fýsir mig að faðma drós
fjarri vem minni.
Líklega hefur piltur ort og stúlka
svarað:
Þar sem ekkert logar Ijós
á leynigöngu þinni.
Hér gæti verið stef úr fomri ásta-
sögu sem endað hefði með ýmsum
hætti.
Vísnavörður var lengi fombókasali
í Reykjavík. Meðal góðkunningja þá
og síðar, Egill Bjamason frá Dalvík,
fyrr ritstjóri, enn bóksali við Hverfis-
götuna. Sá er hér stjómar þætti lítur
þar oft inn og reynir þá að hafa til-
búna vísu. Báðir em hagmæltir,
hann og Egill. Fæstar varðveitast
þær stökur. Hér er þó undantekning
miðlungsvísa:
Egils til ég feta fús
fái ég limum þokað.
Bóka opið hefur hús
þó helvítum sé lokað.
Jón úr Vör
Fannborg 7 Kópavogi
Renault
Sýning um helgina
Renault Clio 16 ventla 140 hestöfl
Við frumsýnum um helgina Renault Clio 16v. sem búinn er
140 hestafla vól, vökvastýri, ABS hemlum, 15" sportfelgum,
brettaútvíkkunum og vindskeiðum að framan og aftan.
Verð frá kr. 1,445,000.-
Renault Clio
Societe
Einnig frumsýnum við nýjan Renault Clio Societe
Þessi vandaði og glæsilegi bíll er nú kominn í sendibílaútgáfu.
Þar munu allir hans kostir nýtast, ásamt því að hann er búinn
stóru flutningsrými. Societe skilar hagkvæmari rekstri.
Verö frá kr. 623,000.- (án vsk)
Renault Clio RN
Renault Clio RN stendur til boða 3ja og 5 dyra.Hann er búinn
60 hö. vél, 5 gíra beinskiptingu og smekklegri og vandaðri
innréttingu. Aftursæti er tvískipt og niðurfellanlegt.
Verð frá kr. 739,000.-
Renault Clio RT
Clio RT er 5 dyra, búinn 80 hö. vél og 5 gíra beinskiptingu eða
sjálfskiptingu. Luxusinnrétting, sportbólstruð sæti, vökvastýri,
höfuðpúðar aftan, rafdrifnar rúður og fjarstýrð samlæsing.
Verð frá kr. 870,000.-
Renault Clio hefur fengið fleiri alþjóðlegar viðurkenningar
en nokkur annar bíll í sama stærðarflokki: "Bíll ársins í
Evrópu 1991", "Gullna stýrið 1991", "Auto Trophy 1991"
svo nokkrar séu nefndar. Umfjöllun evrópskra tímarita um
Renault Clio er öll á einn veg. Meðal umsagna er:
"Renault Clio hefur alla kosti keppinauta sinna, en er rýmri,
með betri aksturseiginleika, er þýðari, með efnismeiri og
vandaðri innréttingu og meiri hljóðeinangrun"
Umsagnir japanskra tímarita eru á þann veg að:
"Japanir eigi ennþá langt í land með að framleiða
bíl eins og Renault Clio".
Sýningin er opin:
laugardag og sunnudag kl. 13 -17
Renault Clio
Metsölubíll í Evrópu
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633