Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Page 26
Y£ 26 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. Systir Emmanuelle er príorinna St. Jósefssystra af Chambery: Sjálfboðavinna í 75 ár - hér höfum við lifað og starfað og hér viljum við deyja, segir hún Systurnar Emmanuelle, Apollonia og Elisabet í kapellunni á heimilinu í Garóabæ: „Við spurðum aldrei hve mikið fé kæmi frá ríkinu i spítaiann heldur rákum hann bara og í það fóru öll launin okkar. Þannig var það frá upphafi.“ DV-myndir Brynjar Gauti „Það var ekki alltaf tími til að fara með bænirnar á réttum tíma þegar við vorum að vinna á Landakoti," segir systir Emmanuelle. „Þetta hefur verið sjálfboöavinna í 75 ár. Við rákum bara spítalann án þess að spyrja hve miklir pen- ingar kæmu og svona hefur þetta verið frá upphafi. Launin okkar hafa öll farið í reksturinn. En það er svo leiðinlegt að tala um þessi samskipti við ríkið og svo er þetta heldur ekki frágengið ennþá,“ segir hún svolítið dapurlega og slær út höndunum eins og í uppgjöf. Systir María Emmanuelle, príor- inna St. Jósefssystra af Chambery, er 64 ára gömul, yngst systranna ellefu sem búa nú á hvíldarheimili þeirra við Holtsbúð í Garðabæ. Þrjár búa í húsi við Bárugötu í Reykjavík og hafa haft umsjón með Landakotskirkju. Jósefssystur hafa unnið mikið starf á íslandi. Látleysi, auðmýkt og kærleikur einkenna viðmót og lífsviðhorf þessara öldruðu kvenna sem um þessar mundir velta því fyrir sér hvaða úrskurður verður kveðinn upp yfir framtíð sjúkra- hússins sem þær hafa lagt lifsstarf sitt í. Systurnar byggðu fyrir fé regl- unnar og ráku sjálfar St. Jósefsspít- alana í Hafnarfirði og á Landakoti um áratugaskeið. Hver stund var skipulögð og þær lögðu hart að sér. Alla tíð hafa þær átt í stöðugu stríði við íslensk stjómvöld um fé til rekstrarins. Þegar nokkuð rættist úr mjög erfiðri fjárhagsstöðu í kringum ár- ið 1970 kom upp nýtt vandamál: Ljóst varð að ekki fengjust yngri systur til landsins til að halda áfram starfmu. Að lokum var Landakotsspítah seldur ríkinu árið 1976 og árið 1988 var sjúkrahúsið í Hafnarfirði selt bæjaryfirvöldum þar. Árið 1974 var hafist handa við byggingu hvíldarheimihsins í Garðabæ. Um það leyti sem gengið var frá sölunni á spítalanum fluttu systumar til Garðabæjar og urðu áður en langt um leið hluti af bæ- jarlífinu. Heimhið er stórt. í tíu samtengdum húsum em tuttugu eins manns herbergi með baðher- bergi, kapella, eldhús og mötu- neyti. í fyrstu tóku þær að sér bama- gæslu og fóru inn á heimili fólks og léttu undir með þeim sem á þurftu að halda. Sú tíð er nú liðin, enda systumar orðnar aldraðar. Kaþólski söfnuðurinn hefur fengið afnot af sal í húsinu fyrir félags- starf og heimilið er áfram öllum opið sem vilja leita friðar í litlu kapellunni þeirra. Friður og kyrrð er reyndar lík- lega það fyrsta sem gestur á systra- heimihnu tekur eftir. Hvergi er útvarp í gangi né nokkur raf- magnstæki. Þögnin er aðeins rofin af lágum röddum systranna sem eru að fara með bænirnar inni í kapehunni. Skrifstofustúlkan Matthildur varð systir María Emmanuelle „Okkur hður mjög vel héma, hér höfum við lifað og starfað og hér vhjum við deyja," segir systir Em- manueUe þegar hún sest með okk- ur í rúmgóðri setustofunni þeirra. Hún er fædd í Essen í Þýskalandi en kom eins og þær allar tíl íslands frá St. Jósefsreglunni í Kaup- mannahöfn. Skímamafn hennar er MatthUdur, en hún, eins og hin- ar tíu, hefur vahö þann kost að halda í nafnið sem hún tók þegar hún gaf heit sitt fyrir löngu. Allar taka þær nafnið Maria sem fomafn en notast við það síðara. „Eg var 32 ára þegar ég fór í klaustur árið 1959 og hafði þá aldr- ei hugsað mér það áður,“ segir hún. „Ég vann á skrifstofu þá og hafði verið í verslunarskóla í þrjú ár. Eftir stríðið voru mörg börn foreldralaus og þá voru stofnuð heimih fyrir þau. Á hveiju heimili bjuggu tíu börn og á einu slíku langaði mig til að vinna. Móðir mín var alltaf á móti því að ég léti verða af þessu. Við erum sjö systkinin og hún vissi að það yrði hrikalega erf- itt að sjá um tíu böm sem að auki kæmu hvert úr sinni fjölskyldunni. Köllunin var sterk En svo sá ég Jósefssystur á hvíld- arheimili í Þýskalandi. Það var ekki elUheimili heldur hús þar sem systur geta dvahð um tíma og hvílt sig. Og þegar ég sá hana fékk ég köllun um leið. Ég fann þaö svo sterkt að þetta var það rétta fyrir mig.“ Hún hlær og bætir við til útskýringar: „Þetta hefur kannski verið eins og þegar þú sást mann- inn þinn fyrst. Maður finnur það hérna,“ og hún styður hönd á hjartastað um leið. Systir í reglu hehags Jósefs vinn- ur ekki heit sitt strax. í fyrstu fær hún sex mánaða reynslutíma. Síð- an fær hún búninginn og starfar næstu tvö árin án heits. Eftir það gefur hún heit fyrir eitt ár í senn næstu þijú árin. Þrír áratugir á þessu ári „Og síðan er það til eilífðar. En samt sem áður er alltaf hægt að fara. Þetta er svolítið eins og hjóna- bönd í nútímasamfélagi," segir hún og brosir. „Mér fannst aldrei erfitt að gefa heit mitt en í byijun var þetta framandi líf og bænastund- imar margar." Th íslands kom systir Emmanu- elle árið 1962, fyrir nákvæmlega 30 ámm. „Það var ekki alltaf tími th að fara með bænirnar á réttum tíma þegar við vorum að vinna á Landakoti. Þegar ég kom vomm við 32 á Landakoti og 14 systur í Hafnarfirði. Á þeim tíma vorum við flestar hér. Strax frá byijun, þegar við tókum að okkur sjúkhng- ana, höfum við fundið velvhja frá fólki.“ Hún hefur verið príorinna systr- anna frá því 1987. Það ár var hún beðin að koma til íslands aftur eft- ir 5 ára dvöl í Þýskalandi og vera príorinna eldri systranna. Sam- kvæmt reglunum var máhð lagt fyrir allar systurnar og þær veittu henni ahar atkvæði sitt. „Þá kom ég fyrst í þetta hús í Garðabænum. Það var svolítið erfitt að fara th Þýskalands eftir aö hafa veriö hér á íslandi og það var gott að koma hiiigað aftur,“ segir hún. Elsta systirin kom th landsins árið 1932. Systurnar eru orðnar fullorðnar og það er allnokkur ald- ursmunur á þeim flestum og systur Emmanuehe. Þær sjá um aha hluti sjálfar; þvotta, þrif og innkaup. Fjóra daga í viku fá þær þýska matselju en það er eina aðstoðin sem þær hafa þannig að það er í nógu að snúast fyrir príorinnuna. Sú eina með bílpróf „Ég er sú eina sem er með bíl- próf,“ segir systir Emmanuelle. „Ég þarf mikið að fara fyrir syst- umar, leita th læknisins, sjá um öh matarinnkaupin og ýmislegt fleira. Heilsan á systrunum hefur verið ágæt í ár en síðasta ár lá allt- af einhver þeirra á spítalanum í Hafnarfirði." Þrátt fyrir að systurnar séu farn- ar að reskjast hafa þær ekki látið það hafa áhrif á daglegt líf sitt að öðm leyti en því að þær eru hættar vinnu. „Klukkan sjö fómm við th morg- unbænar og klukkan átta messar presturinn okkar. Klukkan hálfniu er morgunverður. Hver hefur sitt ákveðna verk. Klukkan tólf er há- degismatur og síðan hvíldartími. Klukkan hálfþrjú er bænastund í kapellunni. Og á hverjum degi höf- um við andlegan fyrirlestur og sitj- um þá hér í setustofunni okkar og lesum úr Biblíunni. Systurnar vinna mikla handavinnu fyrir bas- ar Landakotskirkju." Hún tekur brosandi upp hálf- prjónaða tuskubrúðu sem liggur á sófabrúninni og sýnir okkur. „Þetta er alla vega vinna. Við sitj- um oft hér með handavinnuna á meðan ein les fyrir okkur. Við borðum snemma kvöldmatinn, um hálfsex, og svo horfum við á frétt- imar í sjónvarpinu. Svo forum við snemma að sofa því systurnar eru orðnar svo fullorðnar." Fólkhringir og þakkar okkur Það hefur mikið verið hringt til systranna undanfarna daga, eftir að Landakotsspítali komst í sviðs- ljós fjölmiðlanna og systir Em- manuehe lét andstöðu systranna við áform yfirvalda opinberlega í ljósi í viðtali við DV þann 5. febrú- ar síðasthðinn. „Fólk hringir og þakkar okkur fyrir starf okkar við spítalann. Við tölum um það og um hvernig þetta hefur verið í gegnum tíðina hjá okkur. Það er gott fyrir mig að heyra eldri systumar tala um gömlu tímana. Við erum eins og fjölskylda hér. Og ef eitthvað kemur upp, eins og gerist í öhum fjölskyldum, getum við alltaf talað um það. Ég tók starf- inu af því að þær kusu mig ahar th að vera príorinna og ef það geng- ur ekki allt sem skyldi þá minni ég þær á að þær kusu mig.“ Hún hlær viö. „En þetta hefur oftast gengið vel...“ -VD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.