Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Side 27
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992.
39
„Honum hættir til aö líta á
stjómmál eins og kappleik þar sem
mestu máli skiptir að skora mörk.
Þegar hann er sannfærður um
málstað sinn verður honum ekki
þokað. Það er eðh hans að sækja
mál af kappi jafnvel fremur en for-
sjá en hann er rökvís þótt stundum
gleymi hann sér þegar hart er að
homum sótt. Þá á hann það til að
beita fyrir sig hinum ódýrari vopn-
um,“ sagði fyrrum samstarfsfélagi
Sighvats Björgvinssonar heilbrigð-
isráðherra á Alþýðublaðinu. Þar
var Sighvatur ritstjóri 1968-1974,
Niðurskurður í heilbrigðiskerf-
inu og sameining Borgarspítala og
Landspítala eru mál sem valdið
hafa heitum umræðum í þjóðfélag-
inu undanfarið. Hafa spjótin beinst
mjög að Sighvati í þessum umræð-
um og töluvert gengið á. Til að fá
nánari mynd af manninum, sem
valdið hefur þessu íjaðrafoki, leitaði
DV til nokkurra aðila sem hafa orð-
ið honum samferða í gegnum tíðina.
Sighvatur Björgvinsson fæddist
inn í Alþýðuflokkinn vestur á
Ísaíirði 23. janúar 1942. Faðir hans,
Björgvin Sighvatsson, var skóla-
stjóri á ísafirði, formaður Alþýðu-
sambands Vestfjarða og einn helsti
talsmaður krata í bæjarmálapóli-
tíkinni þar vestra. Bjó fjölskyldan
í Alþýðuhúsinu og þar ólst Sighvat-
ur upp.
Á Isafirði var hann jafnan kaUað-
ur Mannsi. í samtölum við ísfirð-
inga á svipuðu reki kom fram að
Sighvatur hefði ekki átt sérlega
mikið saman við önnur börn að
sælda. Á sumrin dvaldi Sighvatur
reyndar löngum hjá afa sínum og
ömmu á Patreksfirði.
Prúður drengur
„Hann var einbimi og látið tölu-
vert með hann heima fyrir. Hann
virtist svolítið einangraður sem
barn, var stilltur og prúður dreng-
. ..
*#*#»***illj
■ •**♦»*«»*;
= - • .
■
**s**.«***4l
*?*»**»*4íÍ
ii;Uíi***«***;*?
**■■*«« „ .TW.á
„Hann virtist svolítið einangraður sem barn, var stilltur og prúður drengur sem var heima að læra meðan
aðrir strákar stunduðu bjölluat og önnur strákapör," sagði jafnaldri Sighvats Björgvinssonar um æskuárin á
ísafirði. DV-mynd Hanna
annaðhvort af því að hafa farið í
gegnum langvarandi háskóla-
menntun eða vinnu að alvarlegum
og erfiðum verkefnum utan vett-
vangs stjórnmálanna. Hann vantar
ákveðna innsýn, dýpt og varkárni
sem kemur skýrt fram ef rætt er
viö starfsfólk á Landakotsspítala
og Borgarspítala þessa dagana.
Háns vettvangur hefur alltaf verið
áróðursstríðið með einum eða öðr-
um hætti og það kapp sem menn
leggja á að koma höggi á andstæð-
ingana, höggva mann og annan,“
sagði Ólafur.
Sighvatur var formaður fjárveit-
inganefndar Alþingis 1987-1991.
Þar kynntist hann Pálma Jónssyni.
„Mér finnst Sighvatur vera skýr
maður og býsna fylginn sér. Hann
er stundum dálítið fljóthuga og
mætti vanda betur orðaval. Sig-
hvatur er fús til bardaga og hefur
gaman af. En hann hefur reynst
mér ágætlega hvorum megin borðs
sem ég var í fjárveitinganefnd.
Hann hafði reyndar orð á sér fyrir
að vera svolítið hrekkjóttur, menn
þóttust ekki geta treyst honum
fyllilega, en því kynntist ég aldrei.“
Sighvatur var framkvæmdastjóri
Norræna félagsins frá 1987 og þar
til hann varð ráðherra. Haraldur
Ólafsson dósent, formaður félags-
ins, segir Sighvat hafa átt mikinn
þátt í að efla félagið.
„Hann var ákaflega duglegur
starfsmaður og útsjónarsamur og
náði góðu sambandi við félags-
menn. Hann vann mikið að því að
rétta við fjárhag félagsins og í öllu
er viðkom starfmu var hann mjög
fljótur að átta sig og koma með til-
lögur. Hann kom ótrúlega miklu í
verk,“ sagði Haraldur.
Ráðherraembættið
hentar ekki
Páll Pétursson hefur lengi starfað
Nærmynd af Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra:
Kappið ber hann ofurliði
- þótti mjög prúður og stilltur á yngri árum
ur sem var heima að læra meðan
aðrir strákar stunduðu bjölluat og
önnur strákapör," sagði jafnaldri
Sighvats á ísafirði.
Sverrir Hestnes var bekkjarbróð-
ir Sighvats í barnaskóla.
„Sighvatur var framúrskarandi
námsmaður í skóla og var „ári á
undan sér“ eins og við segjum hér
á ísafirði. Það kapp sem þykir ein-
kenna Sighvat var ekki svo áber-
andi í æsku nema ef námið er und-
anskilið. Hann tók þátt í skáta-
starfi og tónlistarlifi en var ekki
mjög virkur að öðru leyti. Hann var
ekki gefinn yfir íþróttir eða þess
háttar. Annars hef ég ekki nema
gott eitt um kynni okkar að segja,“
sagði Sverrir.
Fimm læknar
í bekknum
Sighvatur varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1961.
í bekk með Sighvati voru meðal
annara Jón Sæmundur Sigurjóns-
son, fyrrum þingmaður krata og
núverandi deildarstjóri í heilbrigð-
isráðuneytinu, Guðmundur Sig-
urðsson læknir, bróðir Jóns Sig-
urðssonar viðskiptaráðherra,
Skúh Johnsen borgarlæknir og
Pétur Einarsson leikari. Alls voru
flmm læknar í bekk með heilbrigö-
isráðherranum. Sjálfur reyndi
hann fyrir sér í læknisfræðinni en
gekk ekki vel.
Á Akureyri þótti Sighvatur sem
fyrr duglegur námsmaður, prúður
og stilltur.
„Það fór ekki mikið fyrir Sig-
hvati í MA og hann var ekki mikið
með kjaftinn á lofti. Hann var hinn
prúðasti maður og ágætur náms-
maður. Hann var ekki mikið fyrir
útiveru en það mun eiga rætur að
rekja til þess að hann var eyrna-
veikur sem barn og þurfti því að
passa sig. Þó ekki færi mikið fyrir
Sighvati var hann alls ekki daufur.
Hann var bara ekkert að trana
sér,“ sagði Pétur Einarsson leikari.
Guttabandið
Bróðir Péturs, Guttormur Ein-
arsson, stjórnaði danshljómsveit í
MA, Guttabandinu, sem lék dixí-
landtónhst.
„Sighvatur kom inn í hljómsveit-
ina um tíma og lék á klarínett.
Hann var mjög indæll, prúður og
hæglátur en skarpur. Sighvatur
sýndi ágæt tílþrif á klarínettið og
fór vel með það.“
Ráðríkur
Sighvatur byrjaði snemma af-
skipti af pólitík en kapp hans þar
er nokkuð í andstöðu við lúna
prúðu mynd sem æsku- og skólafé-
lagar draga af honum. Mun grein
hans um Hannibal Valdimarsson í
kosningabaráttunni 1967 hafa orðið
kveikjan að ritsljóraferh hans á
Alþýðublaðinu. Fyrrum samstarfs-
maður hans á þeim bæ lýsti Sig-
hvati hér í upphafi en bætir við:
„Sighvatur er vinur vina sinna.
Hann er geðþekkur í viðkynningu
og skemmtilegur í vinahópi. Engu
að síður dylst engum að Sighvatur
er ráðríkur og hann getur verið
kaldhæðinn og stríðinn vilji hann
svo við hafa. En hann er umfram
allt sannfærður um að hann sé að
gera rétt.“
SlegistviðKarvel
Sighvatur var fyrst kjörinn á þing
fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörð-
um 1974 og sat á þingi th 1983. Var
hann fjármálaráðherra í fjóra mán-
uði haustið 1979. í kosningunum
1983 náði hann ekki kjöri. Sighvat-
ur átti í hatrammri baráttu við
Karvel Pálmason um fyrsta sæti
framboðslista Alþýðuflokksins á
Vestfjörðum fyrir þessar kosning-
ar og kosningarnar 1987. Laut hann
í lægra haldi í bæði skiptin. Sig-
hvatur komst þó aftur á þing 1987,
sem uppbótarþingmaður. Karvel
kynntist Sighvati fyrst þegar hann
fór aö hafa afskipti af póhtík, 1974.
„Ég hef sosum ekkert út á Sig-
hvat að setja. Ég hef slegist við
hann og við því er ekkert að segja.
Ég vil að menn séu viljugir að slást,
þannig á pólitík að vera. Varðand’i
niðurskuröinn í hehbrigðiskerfinu
nú er ég þeirrar skoðunar að að-
halds sé þörf en vinnubrögðin
hefðu mátt vera með öðrum hætti.
Það er ekki sama hvernig menn
framkvæma hlutina.“
Karvel segir Sighvat umfram aht
vera flokkspólitíkus og kann ekki
við það.
„í stjórnmálum verða menn að
taka tihit til annars en hagsmuna
flokksins eingöngu. Menn þurfa að
theinka sér mannleg vinnubrögð,
stunda mannleg samskipti. Flokks-
hollustan ein dugar ekki en því er
þó ekki að neita að hann hefur
unnið sig á þar innan dyra. Það er
ekki öllum gefið.“
Verðurpersónu-
legurívöm
í samtölum við þá er kynntust
Sighvati á hans yngri árum og á
öðrum vettvangi en hinum póh-
tíska kemur fram að einkapersón-
an Sighvatur og póhtíkusinn Sig-
hvatur séu frekar ólikir menn.
„Hann var hlédrægur og rólegur
lengst framan af en breyttist þegar
hann fór á kaf í pólitík. Þar er hann
mjög kraftmikhl og ákveðinn,
þrælmælskur málafylgjumaður,
sannkallaður slagsmálahundur í
orðræðu. Kannski er kapp meira
en forsjá en það þarf ekki endhega
að vera ljóður á mönnum. Helsti
veikleiki Sighvats er að hann við-
urkennir ógjarnan að að hann hafi
rangt fyrir sér þó menn reki eitt-
hvað ofan í hann. Þá fer hann í
aht of mikla vörn og á^th að verða
of persónulegur. Hann hættir ekki
við hálfklárað verk og ef hann hef-
ur sannfæringu fyrir að hann sé
að gera rétt eru ekki margir sem
stoppa hann. Þó getur hann alveg
sýnt hpurð í samningum. Hann er
gríðarlega stríðinn en vih ekki að
hann sé tekinn of alvarlega þegar
sá galhnn er á honum,“ segir Pétur
Sigurösson, krati og formaður Al-
þýðusambands Vestijarða.
Aðhöggva
mann og annan
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýöubandalagsins, th-
heyrir „ísafjarðargenginu“ á Al-
þingi.
„Hann er aht of fljótfær og hættir
til að ydda hlutina með dramatísk-
um og ofsafengnum hætti án þess
að gæta að sér. Sagt hefur verið að
Sighvatur hefði aldrei komist yfir
það að vera fjármálaráðherra í að-
eins fjóra mánuði. Hann hefur
lengi verið í biðsal metnaðarins í
Alþýðuflokknum. Hann ólst upp í
náðarfaðmi Gylfa Þ. Gíslasonar og
Emhs Jónssonar í gamla Alþýðu-
flokknum og hefur nánast ahtaf
haft framfæri sitt af flokknum.
Sighvat vantar þá þjálfun, yfir-
vegun og athyghsgáfu sem kemur
með Sighvati á þingi.
„Sighvatur er skarpur og dugleg-
ur en kappið ber gætnina stundum
ofurhöi. Hann er mjög mælskur og
ræður vart við sig þannig að hann
talar allt of langt mál. Hann á mjög
bágt með að viðurkenna að hann
hafi rangt. fyrir sér. Kappið er svo
mikið að hann ber höfðinu við
steininn fram í rauðan dauðann.
Mér er ágætlega vel til Sighvats
og hef átt með honum gott sam-
starf, bæði sem andstæðingur og
samstarfsmaður. Það hefur alla tið
markað Sighvat að hann er ákaf-
lyndur. Það hefur stundum háð
honum verulega og hefur hann því
misstigið sig í sumum herleiðöngr-
um sínum. Kappið ber hann ofur-
liði. Þetta ráðeherramebætti hent-
ar honum ekki. Hann gengur í það
með miklu offorsi og kemur sér þar
af leiðandi í erfið mál.“
Þingmannavísur
Sighvatur þykir orðhagur. Voru
þingmenn í hði viðmælenda á því
að honum hefði farið fram í þeirri
list að setja saman vísu en í fyrstu
þótti kveöskapur hans einkennast
mikið af beiskju og vera ihvígur
mjög. Viðmælanda að vestan þótti
vísur hans þó ekki burðugur skáld-
skapur, dæmigerðar þingmanna-
vísur ekki.
Sighvatur hefur oftar en ekki ort
um formann sinn, Jón Baldvin
Hannibalsson. Hann orti í orðastað
Jóns Baldvins í haust þegar Jón
hafði selt hattinn sinn á Dalvík og
staðið í stappi vegna EES.
Ógnarstuð er á mér núna
og yfirbragðið glæst
ég seldi hattinn og síðan frúna
nú sel ég landið næst.
-hlh