Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1992, Page 29
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992. 41 Helgarpopp Hljómsveitin sem átti stóran þátt í upphafi þjóðlagarokks: The Byrds heldur tvenna tónleika hér á landi Liösskipan hljómsveitarinnar Byrds, sem sækir okkur heim í lok febrúarmánaðar, er ekki sú þekkt- asta. Af fimmmenningunum, sem komu Byrds óafmáanlega á spjöld rokksögunnar um miöjan sjöunda áratuginn, er einn meö í förinni til íslands, Michael Clarke trommuleik- ari. Með honum er í för Skip Battin sem kom til sögunnar áriö 1986 og lék um nokkurra ára skeið með hljóm- sveitinni. Ásamt þeim koma hingað gitarleikaramir Manny Yankers og Umsjón Ásgeir Tómasson Terry Rogers. Sá síðastnefndi er sagður hafa komið við sögu hjá All- man Brothers Band á árum áður. Þessi fjögurra manna útgáfa The Byrds hefur verið á hljómleikaferð mn Bandaríkin og Kanada, sem og Norðurlöndin, Bretland, írland, Þýskaland og Ítalíu. Á dagskránni eru öll þekktustu Byrdslögin, svo sem Mr. Tambourine Man, Turn Turn Tum, Eight Miles High, So You Wanna Be a Rock’n’Roll Star og íleiri og fleiri. Verið er að vinna að heim- ildarmynd um hljómsveitina og þeg- ar þvi verki er lokið stendur til að taka upp nýja plötu. Brautryðjendur Hljómsveitin The Byrds var á sín- um tíma brautryöjandi á sínu sviði. Þaö er rokki í þjóðlagastíl. Hún átti, ásamt Bob Dylan, mestan þátt í að Hillman The Flying Burrito Brot- hers. Trommuleikari þeirrar hljóm- sveitar varð einmitt Michael Clarke sem nokkru áður haföi sagt skihð við The Byrds. Við þessi umskipti stokkaöi Roger McGuinn algerlega upp Uðsskipan The Byrds. En ári síðar kom að þvi að hann skipti um bassaleikara. Þá kom Skip Battin til sögunnar. Saman störfuöu þeir til ársins 1972 er hljóm- sveitin hætti. Þann tíma naut The Byrds mikilla vinsælda og átti meðal annars lag í kvikmyndinni sígildu, Easyrider. En þótt Roger McGuinn legði The Byrds niður árið 1972 komu stofnfé- lagarnir fimm saman þá um veturinn og unnu saman eina plötuna enn. Hún seldist þokkalega en þykir ekki í hópi betri platna The Byrds. Síðan þá hefur lítið farið fyrir hljómsveit- inni þar til nú að Michael Clarke og Skip Battin hafa endurreist hana. Liðsmenn The Byrds hafa þó getið sér gott orð á tónlistarsviðinu. Einn þeirra er þó látinn: Gene Clark dó í fyrra. Af eðlilegum orsökum eins og það var oröað. Þó svo að Roger McGuinn, Chris Hillman og David Crosby séu ekki í þeirri útgáfu The Byrds sem kemur og skemmtir á Hótel íslandi síðustu J helgina í febrúar má hiklaust telja að um merka heimsókn sé að ræða. Fjórmenningarnir sem hingað koma hafa í öllu falli fullt leyfi til að starfa undir nafninu The Byrds. Nafninu sem er tengt upphafi þjóðlagarokks og síðar kántrírokks óijúfanlegum böndum. Tveir liðsmenn The Byrds, sem kemur hingað til lands, léku með hljómsveitinni meðan hún var eitt stærsta nafnið i bandarísku rokki. efla veg þjóðlagarokksins snemma á sjöunda áratugnum. Hljómsveitin sló í gegn með laginu Mr. Tambourine Man sem einmitt er eftir Dylan. Upphafleg áform stofnenda Byrds voru þó ekki svo háleit að verða brautryðjendur af neinu tagi. Þeir ætluðu einungis að sameina meló- dískustu hluta tónlistar The Beatles bandarísku rokki og þjóðlagatónlist. Bítlarnir voru jú aflsráðandi árið 1964 þegar The Byrds varð til. Stofn- endumir voru auk Michaels Clarkes þeir Roger McGuinn, Gene Clark, Chris Hillman og David Crosby. Ro- ger hét reyndar Jim McGuinn fyrstu árin en breytti nafninu árið 1968. Hljómsveitin sendi Mr. Tambour- ine Man frá sér á lítilli plötu í mars- mánuði 1965. Síðla í júní komst lagið í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkj- unum. Mr. Tambourine Man var með á fyrstu stóru plötu The Byrds sem kom út í ágúst það ár. Platan, sem ber nafn hljómsveitarinnar, þykir ein sú merkasta sem út var gefin á sjöunda áratugnum. Staða Byrds í bandaríska poppinu er raun- ar sú aö hljómsveitin þykir ein sú merkasta á sjöunda áratugnum ásamt Beach Boys. Þrátt fyrir mikla velgengni urðu brátt mannabreytingar í The Byrds. Gene Clark hætti árið 1966 og David Crosby og Michael Clarke tveimur árum síðar. Kevin Kelly tók við trommusettinu af Michael og Gram Parsons gekk í hljómsveitina í stað Davids sem stofnaði nokkru síðar Crosby, Stills & Nash. Um þetta leyti var tónlistin orðin nokkuð rafmagn- aðri en fyrr og senn voru brautryðj- endur þjóðlagarokksins orðnir brautryðjendur að nýju: í kántrí- rokki. Þessi umbreyting er fyrst og fremst þökkuð Gram Parsons. Hann stóð þó.stutt við í hljómsveitinni. Árið 1968 stofnuðu hann og Chris Madkur í mysunni hjáNewKids ... ? Greg McPherson, upptökustjóri nýjustu plötu hljómsveitarinnar vinsælu, New Kids On The Blocks, segir að liðsmenn hljómsveit- arinnar hafi einungis sungið um fimmtung af þeim röddum sem heyrist á plötunni. McPherson segir að Michael Johnson og bróö- ir hans, Maurice Starr, umboðsmaöur og stofnandi hljómsveitarinnar, séu raunveru- legu raddimar á hljómleikum og plötum New Kids. Liðsmennimir sjálfir fái aðeins að raula með. Maurice Starr hefur mótmælt þessum ásök- unum og segir að hann og Michael Johnson hjálpi aðeins til í bakröddum. Liðsmenn New Kids On The Block hafi sungið aflar aðalradd- ir plötunnar Hangin’Tough rétt eins og þeir sjái um allan söng á hljómleikum og öðrum plötum. Starr segir ekkert að marka McPher- son sem hafi verið rekinn áður en gerð Hang- in’Tough var lokiö. Upptökustjórinn hefur hins vegar höföað mál til að fá sanngjamar greiðslur fyrir höfundarrétt og hugmynda- vinnu við upptöku plötunnar. Syngja liðsmenn New Kids On The Block sjálfir á plötum sínum og hljómleikum? Nei, segir upptökustjóri þeirra. Hljómsveitin C & C Music Factory var valin verðlaunin sem sa besti karlkyns í rokkinu besta rokkhljómsveit síðasta árs og efhileg- og platan hans, Time Love And Tendemess, asti nýliöinn er bandarísku tónlistarverð- var valin besta rokkplatan. Paula Abdul þótti launin(AmericanMusicAwards)voruafhent frambærilegust rokkkvenna á síðasta ári. á dögunum. C & C Music Factory kom fram Garth Brooks fékk þrenn verðlaun i kántrí- á sjónarsviðið í fyrra og vakti strax athygli geiranum og Reba McEntire ein. Loks má fyrir að blanda áheyrilega saman rokki og geta þess aö Natalie Cole fékk tvenn verölaun danstónlist Enda fékk hún og verðlaun sem fyrir irammistöðu sína á síðasta ári. Hún ,besta hljómsveit og besti nýliðinn í dansgeir- þótti besti tónlistarmaðurinn í poppi fyrir anum. Þá þótti lag hljómsveitarinnar, Gonna fuflorðna og plata hennar, Unforgetable.. - Make You Sweat, besta danslag siðasta árs. With Love, þótti sú besta 1 sama flokki. Michael Bolton fékk bandarísku tónlistar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.