Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1992.
Fréttir
Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, um sjávarútveginn:
Framsóknarmenn
skilja eftir sig sviðna jörð
„Framsóknarflokkurinn hefur
stjómað sjávarútvegsstefnunni
síðustu átta árin. Hvað stendur eft-
ir? Hann skilur hreinlega eftir sig
sviðna jörð í sjávarútvegi. Það eina
sem Framsóknarflokkurinn getur
státað af er að fiskverðið hefur
hækkað með tilkomu fiskmarkað-
anna. Það er sama hvað annað er
skoðað, útgerðin, fiskvinnslan,
fiskeldið, ástand fiskistofnanna.
Það er allt í rúst. Helmingur ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja er
með vonlausa skuldastöðu. Sjávar-
útvegurinn skuldar um 100 millj-
arða og af þeim eru 50 milljarðar
tapaðir eða mjög tæpir. Ef til vill
er hægt að bjarga einhveijum fyr-
irtækjum, um tíma aö minnsta
kosti, þannig að ekki nema 20 til
30 mfiljarðar tapist í upphafi.
Framsóknarmennskan í sjávarút-
vegi er því ekki leiö sem við getum
farið,“ sagði Þröstur Ólafsson, hag-
fræðingur og aðstoðarmaður utan-
ríkisráðherra.
Steingrímska
- Hversu alvarlegt er ástandið í
sjávarútveginum í raun og veru?
„Það er vægast sagt mjög alvar-
legt þrátt fyrir aðgerðir og góðæri
og stefnumótun sem átti að vemda
fiskistofnana. Ekkert af þessu hef-
ur tekist. Atvinnugreinin er undir-
staða velmegunar á íslandi og
skuldar 100 milljarða króna. Þetta
er auðvitað skefifieg niðurstaða og
segir afit sem segja þarf um hvern-
ig staðan er. Ég tek það fram að
þetta er ekki bara vegna aðgerða
síðustu ríkisstjómar. Hér er um
langan slóða að ræða. Menn hafa
aldrei viljað taka á veilum atvinnu-
greinarinnar. Þess í stað hafa menn
velt vandanum á undan sér og
lappað upp á ástandið,“ sagði
Þröstur.
- Menn fullyrða að hér eigi forr-
áðamenn sjávarútvegsins stóra sök
sjálfir með offjárfestingum.
„Það er alveg rétt. Offjárfestingin
er stór hluti vandans. Upp úr 1970
var Framkvæmdasjóður íslands
settur á stofn. Síðan kom Byggða-
stofnun. Fjármunum var útdeilt og
hugsunin var að með skynsamlegri
útdeilingu fjármagns væri hægt að
hafa stjóm á því hvernig lífskjör-
um væri útdeilt meðal þessarar
þjóðar, ekki síst út um land. Þá var
farið út í það að byggja allt upp.
Menn töluðu um togara á hvert
heimifi. Við uppbyggingu fisk-
vinnsluhúsanna var alltaf miðað
við toppafla og því byggt alltof
stórt. Jafnvel 200 til 300 manna
þorp fengu frystihús sem þurfti
meiri mannskap til að reka en var
til staðar. Þetta var algengt. Þessa
afskræmdu ofstjórn, þar sem ósk-
hyggjan ræður ríkjum, hef ég kall-
að steingrímsku í efnahagslegu til-
liti. Þama er horft fram hjá raun-
veruleika markaðarins og raun-
verulegri getu en búið til óskaland
sem þeir vilja stefna að og fóma
flestu til.“
Misheppnaðar aðgerðir
- Þú hefur sagt að ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar hefði
Þröstur Ólafsson.
betur látið aðgerðimar 1988 og 1989
eiga sig.
„Ég skal viðurkenna að þaö er
of mikið sagt að allt hafi verið
slæmt hjá henni. En sú hugsun,
sem lá að baki aðgerðunum, var
að reyna að komast í gegnum
kreppuna án þess aö þaö kallaði á
nokkurn sársauka, ekki að fóma
neinu. Menn sögðu: Við tökum
bara erlend lán. Það hefur svo sem
heyrst áður. Það má segja að hægt
sé að nota slíka hugsun ef vissa er
fyrir því að vandinn sé tímabund-
inn og að greinin réttist af og end-
urgreiði lánin innan eðlilegs tíma.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
menn vissu að ekki var um tíma-
bundna erfiðleika að ræða. Jafnvel
þótt ástandið væri ekki orðið jafn-
slæmt þá og nú. Það átti að hefja
hreinsunina þá strax. Láta veik-
ustu fyrirtækin fara í gjaldþrot.
Það vanrækti ríkisstjórn Stein-
gríms Hermannssonar. Þegar
stjórn Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs var búin að skuldbreyta í
sjávarútveginum fyrir sjö til átta
milljarða króna vom mörg fyrir-
tæki eftir sem í raun vom gjald-
þrota. Þá var farið í það að búa til
Hlutabréfasjóð handa þeim. Það
var allra versta aðgerðin og aðeins
lenging hengingarólarinnar."
Víðtækar aðgerðir þarf til
- Ef verst settu sjávarútvegsfyrir-
tækin verða látin í gjaldþrot hvern-
ig á þá að leysa vanda þess fólks
sem hjá þeim hefur starfað?
„Það má segja sem svo að um leið
og fyrirtækin eru farin á hausinn
flyfjist fólkið á höfuðborgarsvæðið.
En það er hægt að vinna gegn
þessu. Til þess þarf víðtækar að-
gerðir. Þar má nefna til skiptingu
sveitarfélaga. í stað 10 sveitarfé-
laga á svæðinu verði þau eitt eða
tvö. Þá skiptir ekki máli hvort tog-
arinn er bundinn við þessa bryggj-
una eða hina. Atvinnufyrirtækin,
sem eftir standa, verða að nota
tækifæriö og sérhæfa sig í vinnsl-
unni. Þá er ég ekki hræddur um
að það verði landauðn. Hún mun
hins vegar verða ef stefnan verður
óbreytt."
- Hrynur ekki bankakerfið, tfi að
mynda Landsbankinn, verði farið í
gjaldþrot með verst settu fyrirtækin?
„Nei, ekki ef farið verður út í
þetta hægt og bítandi en ekki allt í
einu. Það þarf að hreinsa út raun-
verulega. Ékki stofna ný fyrirtæki
á grunni þeirra gömlu eða sameina
fyrirtæki um skuldir þeirra gömlu.
Ef þetta verður gert er hægt að
komast út úr þessu. Láta þau verst
settu rúlla fyrst, sjá til með önnur.
Fari þau áfram niður á við veröa
þau gjaldþrota í næstu hrinu. Á
þeim tíma gæfist bönkunum tími
til að stofna afskriftarsjóði til að
taka við höggunum. En umfram
allt þarf hreingemingu þannig að
kvóti og fjármagn, sem bundið var
í þessum vonlausu fyrirtækjum,
fari yfir í þau fyrirtæki sem geta
nýtt sér þaö til hagnaðar. Það verð-
ur að hafa full tök á þessu máli.
Ef geyst er farið gæti Landsbank-
inn farið á hausinn og þá myndi
margt í þessu þjóðfélagi fylgja
með.“
- Er frysting í landi ekki tíma-
skekkja, er hún ekki vonlaus?
„Eins og frysting er rekin núna
stenst hún ekki samkeppni við
frystingu úti á hafi. Ég tel að hún
geti staðist með gjörbreyttum að-
ferðum. Til þess þarf meiri fisk í
þau frystihús sem ætlunin er að
reka. Taka þarf upp vaktavinnu,
sambærilega aðstöðu og frystitog-
ararnir hafa. Eigendur sjávarút-
vegsfyrirtækjanna verða því að
taka tfi hendinni í þessum málum,
það eru þeir sem verða að gera
þaö.“
-S.dór
Steingrímur Hermannsson um hugmyndir Þrastar Ólafssonar:
Ekkert nema þjóðargjald-
þrot blasir við okkur
„Þar sem Þröstur Ólafsson er tal-
ar maður með reynslu. Honum
tókst að setja KRON á hausinn og
virðist vfija að sjávarútvegurinn á
íslandi fari sömu leið. Annars býð
ég ekki í það verði sú fijálshyggju-
leið í sjávarútvegsmálum farin sem
Þröstur er að boða, að láta helming
sjávarútvegsfyrirtækja landsins
fara í gjaldþrot. Það er ekki bara
að ríkissjóður muni tapa milljörð-
um af tekjum sínum og að atvinnu-
leysi muni margfaldast. Lands-
bankinh, sem er með flest sjávarút-
vegsfyrirtæki á sinni könnu, yrði
gjaldþrota með það sama. Við vær-
um komin í vítahring sem myndi
sennilega enda með þjóðargjald-
þroti. ísland yrði ambátt þeirra í
Brussel á efitir. Sannleikurinn er
sá að þessir háu vextir, sem bank-
amir halda uppi og eru að drepa
sjávarútvegsfyrirtækin, eru að
grafa bönkunum eigin gröf haldi
þetta áfram," sagði Steingrímur
Hermannsson, fyrrverandi forsæt-
isráðherra, um þá kenningu Þrast-
ar Ólafssonar aö aðgerðir ríkis-
stjómar Steingríms Hermannsson-
ar til aöstoðar sjávarútvegsfyrir-
tækjum 1988 og 1989 hefðu aðeins
gert illt verra. Og að ekki sé um
annað að gera en að láta verst settu
sjávarútvegsfyrirtæki landsins
fara í gjaldþrot. Þeim sé ekki hægt
að bjarga.
Hvað hefði gerst?
Steingrímur Hermaimsson segir
að í þjóðfélaginu sé allstór hópur,
sem hann kafiar ultra-hægrimenn,
sem yfiÍ! fara gjaldþrotaleiðina til
þess að vinsa úr. Þeirra kenning
sé að sterkustu fyrirtækin eigi aö
lifa, hin að deyja. Sú leið segir
Steingrímuráð sé afskaplega sárs-
aukafufi. Hún muni ekki bara
vaída fýrirtækjunum tjóni heldur
fjölmörgum einstaklingum, byggð-
arlögum úti um land og síðast en
ekki síst bankakerfinu.
„Ég hefði ekki viljaö horfa upp á
þaö hvemig bankakerfið hefði farið
út úr því ef ríkisstjórnin hefði ekki
gripið til björgunaraðgerða árin
1988 og 1989. Það var ekki um það
að ræða að 30 prósent fiskvinnslu-
fyrirtækja hefðu stöðvast. For-
svarsmenn fiskvinnslufyrirtækja
héldu fund á Hótel Sögu haustið
1988 og lýstu því þar yfir að mjög
fá ef nokkur Ðskvinnslufyrirtæki
fæm af stað eftir áramótin
1988/1989 ef rekstrargrundvöllur
þeirra yrði ekki lagfærður.
Það var því ekki um annað að
gera en taka á vandanum. Að því
verki komu margir góðir menn,
Steingrímur Hermannsson.
meðal annarra núyerandi flokks-
bræður Þrastar Ólafssonar. Ég
nefni þar sérstaklega Jón Sigurðs-
son viðskipta- og iðnaðarráðherra
sem lagöi mjög margt gott til þeirra
mála,“ segir Steingrímur.
Gengið er ekki heilagt
- Þröstur segir aö jafnvel þótt
bankavextir yrðu færðir niður á
núlfið myndi það ekki bjarga sjáv-
arútvegsfyrirtækjunum. Þú talar
aftur á móti um nauðsyn vaxta-
lækkunar:
„Þótt ég vilji ekki kenna núverandi
stjómvöldum um það allt þá er búið
að valda hér stórtjóni. Þar vegur til
að mynda ipjög þungt sá 20 prósent
aflasamdráttur sem átt hefur sér
stað. Við þessu og fleiru þurfti að
bregðast strax með ýmsum aðferð-
um. Þar nefni ég fyrst að lækka
þurfti vextina strax niður í 5 til 6
prósent. Nú hafa veriö lögð á sjávar-
útveginn ný gjöld upp á 600 milljónir
króna. Að mínu mati ætti að tak-
marka meira útflutning á ferskum
fiski svo vinnslan hér heima fengi
meira hráefni. í þvi sambandi hefur
komið fram tifiaga um að bjóða allan
afla af íslandsmiðum upp á fiskmörk-
uðum hér heima.
Nú, svo er gengið auðvitað ekkert
hefiagt. Það er bara einn þátturinn
i efnahagsstjómuninni og það
verður að skoðast á hveijum tima.
Ég er ekki með þessu að boða geng-
isfellingu, enda kæmi gengisbreyt-
ing nú að litlu gagni sökum þess
hve sjávarútvegurinn er orðinn
skuldsettur."
Glannaleg fjárfesting
- Sú staðreynd blasir við aö frysti-
togararnir standa vel. Afkoma
þeirra skipa, sem selja afla sinn á
fiskmarkaði, er góð. Fiskvinnslan
stendur aftur á móti hörmulega.
Er frysting í landi úrelt vinnu-
börgð?
„Það er ég ekki viss um. Við höf-
um fjárfest glannalega í frystihús-
um og búnaði. Þaö má segja að víða
hafi menn byggt hreint eins og
kjánar. Það væri hægt að koma
vinnslunni fyrir í helnnngi minna
plássi en hún hefurnu til umráða.
Það er einnig alveg ljóst að mikla
hagræðingu þarf í frystingunni. Sú
hagræðing var hafin og er í gangi
enn. Þegar ég heimsótti fjölmörg
frystihús í sumar sögðu menn mér
að sú hagræðing, sem væri í gangi,
væri tilkomin vegna aðgerða rikis-
stjórnarinnar 1988 og 1989. Þeir
sögðu líka að ef þeir fengju nokkur
ár jafngóð og 1990 gætu þeir greitt
niður skuldir. En því miður datt
þetta allt niður á síöasta ári.
Það er því voðaleg staða sem rík-
isstjómin er að köma þjóðinni í
með því að kippa grundvelfinum
undan sjávarútvegsfyrirtækjunum
fyrst og segja síðan fari þeir sem
fara vilja,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson.
-S.dór