Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Bömin í Grænatúni: Bófar, viljiði skila því sem þið stáluð! - tösku bams, gitar og segulbandstæki stolið „Bófarnir komu og láttu allt í tösk- una hennar Söndru. Þeir tóku gítar- inn og segulbandstækin okkar. Þaö er vont aö þeir tóku gítarinn. Viö vitum ekki hvort þeir eru fullorðnir eða börn eöa bara bófar. Viö viljum bara aö þeir skib því sem þeir stálu. Annars eiga þeir að fara í fangelsi." Þetta sögðu böm á leikskólanum Grænatúni í Kópavogi við DV í gær. Brotist var inn í leikskólann um síö- ustu helgi. Þaðan var stoliö hlutum sem tilfmnanlegt var fyrir börnin og fóstmrnar að missa. Það sem hvarf var meðal annars taska eins barns- ins, gítar sem notaður er til að leika undir söng bamanna, fjögur ný seg- ulbandstæki, eitt með spólunni Pétri og úlfunum í, tvær myndavélar og svokaUaður foreldrasjóður. Guðjón Eggert, 5 ára, sagði að verst væri að gítarinn skyldi hafa verið tekinn. „Þetta snertir mjög daglegt starf okkar,“ sagði Heiða Rúnarsdóttir fóstra í Grænatúni. „Þjófarnir fóm greinilega hér um aUt og stálu öUu því sem þeir hafa hugsað sér að þeir gætu komið í verð. Börnunum hefur verið mikið niðri fyrir eftir að þetta gerðist. Þau hafa verið að ræða hverjir geri svona, að stela frá þeim. Svona þjófnaður er alveg í þversögn við það sem verið er að kenna börn- unum - að ekki eigi að taka neitt frá öðrum. Þau vilja því að þeir sem voru hérna skUi því sem þeir tóku.“ TaUð er að innbrotið hafl verið framið aðfaranótt síðastUðins sunnudags. Rannsóknarlögregla rík- isins hefur málið til meðferðar eins og fjöldamörg önnur innbrot sem framin hafa verið að undanförnu. -ÓTT Innbrotsþjófarnir, sem létu greipar sópa í Grænatúni, tóku töskuna hennar Söndru litlu. Guðjón Eggert, leikskólafélagi hennar, og börnin öll biðja „bóf- ana“ að gjöra svo vel að skila því sem þeir tóku frá þeim. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta var mjög ánægjulegur fundur," sagði Davíð Oddsson eftir viðræður sínar við Margaret Thatcher síðdegis í gær en fundur þeirra stóð yfir í um klukkustund. „Við ræddum meðal annars bresk innanrikismál og komandi kosningar. Einnig ræddum við um Evrópumálin og stöðuna i Rússtandi, atburðina i ísrael og pólitíska hugmynda- fræði. Það kom fram hjá Thatcher að skynsamlegt væri hjá íslendingum að standa utan Evrópubandalagsins. Þetta var afskaplega skemmtilegt samtal," sagði forsætisráðherra. -J.Mar/Símamynd Reuter Máli Péturs Péturssonar læknis vísað frá: Vann ekki sigur, þeir biðu ósigur Héraðsdómur Akureyrar hefur vísað frá málshöföun 35 líkamsrækt- ar- og kraftlyftingamanna á hendur Pétri Péturssyni lækni vegna van- reifunar. Hárra skaðabóta var kraf- ist vegna ummæla Péturs um að kraftlyftinga- og likamsræktarmenn tækju inn skaðlega stera og ættu því við heilsuvandamál að stríða. Pétur segist ekki hafa unnið sigur í máhnu heldur hafi andstæðingar sínir beðið ósigur. „Þegar verið er að krefjast tveggja ára tugthúsvistar verður kröfugerð- in að vera í samræmi við það sem tíðkast þegar um opinber mál er að ræða. Refsikröfunni var því vísað frá,“ sagði Pétur. „Mér skilst að lögmaður stefnenda sé flúinn á fjöh og hafi lokað farsím- anum. Hann hefur ekki verulega ánægju af þessu máli. Það var mál- flutningur hér á mánudaginn en hann mætti ekki og sendi lögfræði- menntaðan dreng í staðinn. Það gerir ekkert til fyrir mig að þetta skuh ekki hafa verið tekið fyrir efnislega því landlæknir og siðanefnd lækna hafa fjaUað um málið og sagt að varn- aðarorð mín hafi haft við rök að styðjast og sú fullyrðing mín að mis- notkunin sé útbreidd. Auk þess hafi ég vérið í rétti og borið skylda til að vekja athygU á þeirri vá sem sterar geta haft 1 för með sér. Þar vann ég sigur því það var efnisleg umfjöll- un,“ sagði Pétur Pétursson. Ekki náðist í lögmann stefnenda. -ÓTT ENGINN VENJULEGUR KLÚBBUR!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.