Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 7 Fréttir Formaður Skólastjórafélags Reykjavikur: Þreyttur á atvinnurógi rádherra - segir skólafólk hljóta að endurskoða samstarf sitt við menntamálaráðuneytið „Menntamálaráöherra er svo ókunnugur kennarastarfinu aö hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er aö segja. Hann byggir áht sitt á gróusögum. Viö erum orðin þreytt á þessum eilífu svívirðingum og at- vinnurógi. Samtök skólastjórnenda og kennara hljóta aö taka til endur- skoðunar allt samstarf sitt við ráöu- neytið, til dæmis varðandi nefndar- setu. Það er ófært að vinna undir þessu," segir Kári Amórsson, for- maður Skólastjórafélags Reykjavík- ur. Kári lýsir furðu sinni á ummælum menntamáiaráðherra um vannýtta daga í starfi grunnskólanna en í sam- tali við DV í vikunni kvaðst hann hafa heyrt kvartanir um óeðlileg frí hjá grunnskólanemendum. Þar sagð- ist hann meðal annars ætla að láta kanna hvemig frídagar nemenda, starfsdagar kennara, séu nýttir enda hafi ráðuneytið engin fyrirmæh gefið um slíkt. , Jtáðherrann ætti aö leita sér upp- lýsinga til fræðslustjóranna og ann- arra embættismanna varðandi þær sögusagnir sem hann heyrir. Það sæmir ekki embætti hans að fara Formaður Samfoks: Ráðherra mun ekki takastaðreka fleygísamstarfið „Sé það markmið menntamálaráð- herra að reka fleyg í samstarf for- eldra og kennara mun þaö ekki tak- ast,“ segir Unnur Hahdórsdóttir, formaður Samband foreldrafélaga í gmnnskólum Reykjavíkur (Samfok), í tilefni viðtals sem DV átti við Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra í vikunni. í viðtalinu vitnaði Ólafur til fundar með foreldrum barna í Breiðholts- skóla sem fram fór í vikunni. Sagði hann foreldra hafa gagnrýnt svokall- aða starfsdaga kennara, mikh frí í kringum próf og að á stundum væru böm einungis um 10 minútur í tím- um. Að sögn Unnar, sem var frummæl- andi á fundinum, veittist hún ekki að kennurum heldur ræddi skipulag skólamála almennt. Th dæmis heíði hún velt upp þeirri spumingu hvort ekki mætti staðsetja starfsdaga kennara betur með tilhti th gæslu- hlutverks skólanna. í því hefðu ekki fahst efasemdir um ghdi þessara daga. Að sama skapi hefði hún talað um að óeðlhegt væri að lengd skóla- ársins miðaðist við göngur og réttir. Þá segir Unnur það misskilning að foreldrar hafi kvartað yfir því við ráðherra að böm komi heim eftir 10 mínútur í tíma. Hins vegar hafi hún rætt nýtingu skólatímans á prófa- tíma þvi aö þá sé skóladagurinn í stysta lagi hjá yngstu bömunum. í því sambandi hafi gagnrýnin ekki beinst að kennumm enda séu kenn- arar líka foreldrar sem þekki gæsluáhyggjur vegna bama sinna að eiginraun. -kaa Stjömuleikur KKÍ: Eðvaldverður heiðursgestur Körfuknattleikssamband íslands hefur ákveðið að Eðvald Hinriksson verði heiðursgestur KKI á stjömu- leik sem verður í Laugardalshölhnni á morgun klukkan 14. KKÍ vhl nota þetta tækifæri th að sýna stuðning sinn í verki við Eðvald Hinriksson og fiölskyldu hans á táknrænan hátt. í stjörnuleiknum leikur landsúrvahð gegn Suður- nesjaúrvah. Eðvald Hinriksson er einn af frum- kvöðlum körfuknattieiksins á ís- landi. Hann reisti fyrstu körfuna í Vestmannaeyjum 1948. -JKS með gróusögur sem hann síðan getur ekki staðið við,“ segir Kári. Kári bendir á að í reglugerð frá 1984 sé fiöldi starfsdaga ákvarðaður og fuhyrðir hann að eftir henni sé farið. Samkvæmt reglugerðinni geta starfsdagar kennara flestir orðið níu en fæstir sex, aht eftir því hvernig almennir frídagar falla th. Á yfir- standandi skólaári eru þessir starfs- dagar átta. Dagana eiga kennarar og skólastjórnendur að nýta th undir- búnings og skipulags á skólastarfi. Næsti starfsdagur grunnskólanna í Reykjavík er á þriðjudaginn, skipu- lagður af Skólaskrifstofu Reykjavík- ur og fræðslustjóranum í Reykjavík. Kári segir það áhyggjuefni hversu mikh útþynning hafi orðið í fram- kvæmd menntamála á íslandi. Mikh þensla hafi verið í menntakerfinu á undanfómum árum, einkum á fram- haldsskólastiginu, án þess að fram- lög th menntamála hafi aukist. Síð- asthðin 20 ár hafi þau verið um 14 til 15 prósent af þjóðartekjum. í raun hafi þenslan í kerfinu því orðið á kostnað gmnnskólans. -kaa BERÐU HANNSAMAN VIÐ ÞAÐ BESTA. NISSAN PRIMERA Sérhönnuð fjölliðafjöðrun tekin beint úr hinum fullkomna Nissan 300 ZX sportbíl.' 2,0 I. 16 ventla vél sem skilar miklu afli og er jafnframt Ijúf, hljóðlát og sparneytin. ECOY '91: Primera í öðru sæti Danmörk: Bíll ársins, valinn af samtökum danskra bílaskríbenta Þýskaland: Gullna stýrið, Bild am Sontag Sigurvegari í samkeppninni um heimsins besta bíl 1992, Auto Car & Motor Finnland: Valkostur ársins, hjá helsta bílablaði Finna, Tuulilasi Portúgal: Bíll ársins, valinn af stærsta bílablaði þar í landi; Troféu Volante de Cristal Noregur: Besti nýi bíll ársins, valinn af lesendum Motor tímaritsins Bíll ársins hjá Norska Dagblaðinu, stærsta dagblaði landsins Bretland: Bíllinn okkar í ár, kjörinn af AUTO Express Ítalía: Bíll Evrópu 1991, valinn af samtökum ítalskra bílaskríbenta (UIGA) Premio dell Attualita 1991; Motor magazine Spánn: Vinsælasti bíll ársins, Popular útvarpsstöðin Holland: Dráttarbíll ársins, samtök tjaldvagna og hjólhýsaeigenda Belgía: Fjölskyldubíll ársins, valinn af Félagi belgískra bifreiðaeigenda VTB-VAB Verð frá 1.313.000.kr.-.stgr. fyrir utan ryðvörn og skráningu Grunnmálmur Cation electrodeposition Miðlag málningar Aðallag málningar sem hentar sérstaklega vel fyrir Islenskar aðstæður. Sýning laugardag og sunnudag 1400-1700 Komdu og reynsluaktu Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.