Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 15 Atvinnuleysið fer vaxandi í Reykjavík, þótt kominn sé febrúar. DV-mynd GVA Þúsundir mæla götumar Atvinnuleysið verður mikið í ár. Þjóðhagsstofnun hefur nýlega spáð í spihn. En atvinnuleysið er van- metið í tölum Þjóðhagsstofnunar, þótt háar séu. Atvinnuleysið á landinu öllu var 3,2 prósent mannaflans í janúar. Spáð er 2,5 prósent atvinnuleysi yfir árið að meðaltali. Það samsvar- ar 3300 manns, sem mæla götumar aö staðaldri. En Þjóðhagsstofnun kannaði líka í janúar, hvort at- vinnuvegirnir ætluðu að fækka eða fjölga við sig fólki. Oft er með réttu talað um, að ekki beri að taka tölur um atvinnuleysi ýkja hátíðlega. Menn skrái sig atvinnulausa, en jafnframt vanti fólk í mörg störf. Nettó-staðan í þessum efnum ætti að koma út úr könnun Þjóðhags- stofnunar nú. Niðurstaðan er, að „nettó“ ætla fyrirtækin að fækka við sig um 400 manns, sem auðvitað mun auka á atvinnuleysið. Þessi fækkun kæmi þá til viðbótar þeim hópi, sem nú þegar er atvinnulaus. Þessi fækkun svarar til 0,3 pró- senta mannaflans. Það sem „er í pípunum" nú í janúar, er offram- boð á vinnuafli, sem nemur 3,2 pró- sent plús 0,3 prósent, samtals 3,5 prósent, þegar tekið er tillit til þess- arar fækkunar, sem ráðgerð er. En miklu fleira kemur til. Skólafólkið „mælist ekki" Spáö er miklu atvinnuleysi hjá skólafólki. Fyrirtækin ætla í ár ekki að ráða jafnmarga í sumar- afleysingar og í fyrra. Þetta virðist munu þýða, að um 1500 manns, sem koma út úr skólunum, muni ekkert fá að gera. Þessi tala skólafólks mælist ekki í hinum opinberu at- vinnuleysistölum. Þetta skólafólk er ekki tahð hluti „vinnuaflsins“. En vissulega mun atvinnuleysi skólafólksins auka á vandann, auka á vandkvæði einstaklinganna og fjölskyldnanna í landinu. Ef við reiknum nú meö, að 1500 skóla- menn muni ganga atvinnulausir í sumar að jafnaði, til dæmis um þriggja mánaða skeið, samsvarar það atvinnuleysi 375 „ársverkum". Það þýðir, að sé því dreift á árið í heild, væri hin rétta tala um at- vinnuleysi á árinu ekki 2,5 pró- sent, heldur um 2,8 prósent. Þetta er nokkurs konar lágmarkstala um það atvinnuleysi, sem í rauninni verður, gangi spárnar upp. Þá má líta á, að fólki á vinnu- markaðinum hér fjölgar, þar sem „aðfluttir" eru fleiri en „brottflutt- ir“. Þessi aðflutningur nam jafnvel nokkrum hundruðum í janúar. Þetta fólk keppir við aðra á vinnu- markaðinum. íslendingar hafa að vísu tilhneigingar, margir hverjir, til að koma sér úr landi, þegar harðnar í ári. Menn hafa mikið far- ið til Svíþjóðar, en þar er atvinnu- ástandið nú slæmt. íslendingar virðast lítið hafa upp úr burtflutn- ingi til Svíþjóðar um þessar mund- ir. En fjöldi fólks bætist hér við á meðan. Þessar vangaveltur sýna, að at- vinnuleysið er vanreiknað í þeim tölum, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér. 3300 ístað 1900 Samkvæmt könnun Þjóðhags- stofnunar ætla atvinnurekendur á landinu öllu að fækka starfsmönn- um um 430 á árinu, sem er 0,5 pró- sent af heildarvinnuafli í þeim greinum, sem könnunin náði til. Mest verður fækkunin í iðnaði, byggingarstarfsemi, verzlun og veitingastarfsemi. Til samanburð- ar má nefna, að á sama tíma í fyrra ætluðu atvinnurekendur að fækka starfsmönnum um 120. Skráð atvinnuleysi mældist 3,2 prósent í janúar. Það samsvarar því, að um 4000 manns hafi verið atvinnulaus í.mánuðinum að með- altali. Þetta er mun meira en í jan- úar í fyrra. Þá mældist atvinnu- leysið 2,6 prósent og 3,1 prósent í janúar 1990. Atvinnuleysið var að meðaltali 1,5 prósent í fyrra, sem samsvarar um 1900 manns. Atvinnuleysiö var 1,3 prósent í janúar árin 1990 og 1989. Kreppan, sem við höfum verið að sigla inn í, birtist þannig mjög skýrt nú. Atvinnurekendur vóru í könnun Þjóðhagsstofnunar beðnir að meta þörfina fyrir afleysingar í sumar. Þörfin er tahn nema 10.800 sumar- afleysingastörfum. Þetta eru 15 prósent færri en mældust á sama tíma í fyrra. Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri Atvinnurekendur á höfuðborgar- svæðinu mátu þörf fyrir 8.150 sum- arafleysingastörf, sem er 5 prósent minnkun frá í fyrra. Á landsbyggð- inni telja atvinnurekendur þörf fyrir 2.660 störf við sumarafleys- ingar. Það er hvorki meira né minna en 35 prósent minnkun frá í fyrra. Þar munar á landsbyggð- inni mest um fækkun sumarafleys- ingastarfa í iðnaði, byggingarstarf- semi, þjónustu og rekstri sjúkra- húsa. Vaxandi atvinnu- leysi í borginni DV ræddi þessar niðurstöður við Óskar Hahgrímsson 1 Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins. Óskar taldi, að draga kynni úr atvinnuleysi á landsbyggðinni, þegar á hði, miðað við venjulega árstíðarsveiflu. Hins vegar kæmi ekki á óvart, að atvinnuleysið ykist á höfuðborgarsvæðinu. Meginhluti atvinnuleysisins er nú á lándsbyggðinni, eða hátt á flmmta prósent. Á höfuðborgar- svæðinu er atyinnuleysið innan við tvö prósent. Óskar nefndi, að nú væru skráðir atvinnulausir hópar, sem ekki hefðu sést á skrá áöur, svo sem ýmsir opinberir starfs- menn. Sumir þeirra hefðu að visu öðlazt rétt á atvinnuleysisbótum síðustu ár. Óskar sagði, að nú væri töluverð tilhneiging til að fækka fólki í verzlunar- og þjónustugrein- um. Samdráttur væri töluverður í byggingariðnaði. Stórum verkefn- um væri að ljúka og ekki séð, hvað við tæki. í venjulegu árferði gætir jafnan talsverðs atvinnuleysis í janúar, en strax í febrúar fer að rætast úr. Ekki er vist, að febrúar verði nú að ráði skárri en janúar, þegar á hefldina er htið. Óskar benti á, að thkynnt hefði verið um uppsagnir 1300 manns á síðasta ársfjórðungi 1991. Ekki væri kominn fram nema hluti af þeim uppsögnum. Hann sagði, að í febrúar hefði fjölgað á atvinnuleysisskrá í höfuð- borginni. Þvi kæmi ekki á óvart, að þaðan sæjust hærri atvinnu- leysistölur í febrúar en var í jan- úar. Gengisfellingar krafizt Atvinnuleysi skólafólks verði töluvert eins og fram hefur komið. Þar kemur fram aukið framboð af vinnuafli, sem nemur 12-13 þúsund manns. Hann benti á, aö fólk væri nú orðið að koma út úr skólunum alveg frá áramótum. Skólafólkið er því nú þegar farið að keppa um störfin við hið hefðbundna „vinnu- afl“. Atvinnumáhn ættu að skána á landsbyggöinni á næstimni. Fryst- ingin var að mestu stöðvuð í des- ember og hún fór yfirieitt htið í gang í janúar. Hún ætti á flestum svæðum að vera komin á skrið í febrúar. Þá eykur lonuveiði og sú síldveiði, sem verið hefur, eftir- spurn eftir vinnuafli aö ráði. Óvíst er, hvemig þessi mál þró- ast. Th dæmis fer það eftir því, hvemig útgerðin mætir aflasam- drættinum. Útgerðarmenn krefjast þessa dagana gengisfelhngar eða skerðingar launa. Ella segjast þeir, margir hverjir, ekki geta staðizt samdráttinn. Við bætist, að fjár- málaráðherra sé að hlaða viðbótar- gjöldum á útgerðina. Þannig bera útgerðarmenn sig iha, svo og fisk- verkendur. Vissulega er þetta tal aht mikið áhyggjuefni, þegar talað er um, hvert stefni í atvinnumál- um. Sum fyrirtækin gætu nú steypzt um koh. En mætir þá útgerðin yfirleitt samdrætti í aflakvóta með einni lokun yfir sumarleyfatímann eða verður samdrættinum dreift á tímabihð fram til 1. september? Þetta er stór spuming, einkum fyr- ir skólafólkið, sem hefur vonazt til að vinna í fiski á landsbyggðinni. 8-10% fækkun í áli Könnun Þjóðhagsstofnunar stað- festir þaö, sem iðnrekendur höfðu fengið út áður, að ætlun atvinnu- rekenda er að fækka starfsfólki í almennum iðnaði í ár um 200 manns. Þetta er rúmt eitt prósent af þeim, sem starfa við „almenn- an“ iðnað í þröngri skhgreiningu. Mikh fækkun verður svo líklega í álinu, svo sem um 8-10 prósent, ef að hkum lætur. í byggingariðnaði er ekki ólíklegt, að starfsfólki verði fækkað um 4,5-5 prósent á árinu. Þetta yrði fækkun um 5-600 manns, eða nánar thtekið „ársverk". Alþýðusambandið og önnur launþegasamtök em að hefja við- ræður um atvinnumáhn við stjóm- völd. Atvinnuleysið er brennandi viðfangsefni, sem mikið er rætt þessa dagana. Áður hafa auðvitað sést svartar spár um atvinnuleysi. En verulegt atvinnuleysi hefur ekki veriö hér síðan 1968-69. Vilhjálmur Eghsson, alþingis- maður og framkvæmdastjóri Verzlunarráðs, minnti menn í DV í vikunni á ástandið 1988. Hann sagði: „Það var í árslok 1988, sem Þjóðhagsstofnun birti dökka spá fyrir árið 1989 vegna slæms ástands í sjávarútvegi. Þá voru um þrjú þúsund manns án atvinnu, og ég spáði því þá, að aht að fimm þúsund manns yröu atvinnulaus. Sem bet- ur fer rættist spá mín ekki, en samt fór atvinnuleysið í tæplega fjögur þúsund manns, þegar mest var.“ Vhhjáhnur segir um stöðuna nú, 1992: „Það kæmi mér ekki á óvart, þótt við ættum eftir að sjá töluna fimm þúsund manns án atvinnu." Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.