Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 41 Helgarpopp Strandhögg í s - lenskrar tónlistar Friðrik Karlsson. bile og Sálarinnar á New Music Sem- inar í Kaupmannahöfn sl. haust en þar vöktu hljómsveitimar athygh og umtal fyrir athyghsveröa tónUst. A ráðstefnunni töluðu menn um ís- lensku bylgjuna (Icelandic Wave) sem eitthvað nýtt og spennandi norð- an úr Atlantshafi. Mezzoforte á smá- skífu í Englandi Ef vel tekst til nú er hugmyndin að fara með þessar sömu hljómsveit- ir í svipaða kynningarferð til Hol- lands, Belgíu og Lúxemborgar í vor enda segir Pétur það spumingu um líf og dauða í þessum bransa að lista- mennirnir komi sjálflr á svæðið og sýni sig. Frekari útgáfa á Mezzoforte í Evr- ópu er í burðarUðnum og þá í löndum á borð við Spán og Frakkland en plat- an Fortissimo hefur þegar komiö út í Skandinavíu, Beneluxlöndunum, Japan, Þýskalandi, Sviss og Austur- ríki. Þá er fyrirhugað að gefa lagið No Umit út á smáskífu í Englandi fljótlega. Pétur sagði einkum horft til þeirra hljómsveita sem hér hafa verið nefndar um útgáfu erlendis nú, en fleiri jám væru í eldinum. Þannig væri búið að gera enska útgáfu á lag- inu Aielda (Nobody) með Ný danskri sem hefði komið vel út og í undirbún- ingi væri að gera enska útgáfu við nokkur af bestu lögum hljómsveitar- innar. Þá er að sögn Péturs Kristj- ánssonar talsverður á áhugi á K.K. erlendis og ekki ólíklegt að platan hans, Lucky one, verði komin á evr- ópskan markað áður en langt um Uð- ur. Þaö er því greinilega mikil gróska í útgáfumálum, þó jóUn séu nýliðin og jákvætt að tónUstarmönnum séu sköpuð verkefni á tíma sem annars er frekar daufur í íslensku tónUstar- lífi. Það væri svo feitur bónus ef ein- hver þeirra flytjenda, sem hér hafa verið nefndir til sögunnar, hefði er- indi sem erfiði í útlöndum og næði að skapa sér nafn á alþjóðavísu. íslensk tónUst gerir víðreist þessar vikumar. Sykurmolarnir gáfu út plötuna Stick Around for Joy í fjöl- mörgum löndum fyrr í þessum mán- uði og fór gripurinn m.a beint í 16. sæti breiðskífuUstans í Bretlandi. í þessari viku vom svo gefnar út þrjár plötur með íslenskum flytjendum á meginlandi Evrópu. Það eru útgáfu- fyrirtækin Ps. músík og Steinar sem gefa plötumar út í Evrópu í sam- vinnu við hljómplötufyrirtækið CNR. Tónlistarmennirnir sem um er að ræða eru Todmobile, SáUn hans Jóns míns og Friörik Karlsson. Athyglisverð tilraun Útgáfa sú sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið í undirbúningi í tvö ár en uphaflega stóð til að Sonet útgáfufyrirtækið, sem er það stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, sæi um útgáfu og dreifingu platn- anna ytra en íslensku fyrirtækin töldu hag sínum betur borgið í sam- vinnu við CNR og því var tekið upp samstarf við það fyrirtæki á haust- mánuðum. Með þessari athyglisverðu tilraun er verið að reyna að stækka hlust- endahóp téöra hljómsveita og gefa þeim færi á að sanna sig á alþjóðleg- um markaði. Miðað viö þau viðbrögð Heimíldír poppsíðunnar herma aö íslenskir tónlistaráhugamenn megi vænta athyglisverðrar upp- risu á næstu misserum. Um er að ræða hljómsveit sem dó drottni sínum árið 1986 og hét Pax Vobis. Á raeðan sveitin starfaði, um þriggja ára skeið, voru með- Iimir hennar litt þekktir enda ungir að árum. Nú, sex árum eft- ir andlát Pax Vobis, hafa þeir hms vegar skapað sér nafn hver á sín- um vettvangi. Þegar hljómsveitin kemur saman á ný verður því með góöu móti hægt að tala um Pax Vobis sem súpergrúppu. Meðlimir hljómsveitarinnar á sínum tíma voru þrír, þeir Þcr- valdur B. Þorvaldsson, Geiri Sæm og Skúli Sverrisson. Gítar- og hljómborðsleikarann Þorvald þekkja flestir sem hluta af þrieykinu Todmobile auk þess sem hann hefur getiö sér gott orð sem upptökumaður og pródús- ent. Geiri Sæm hefur gefið út sóló- plötur undir eigin nafni sem hafa fengiö lof gagnrýnenda enda Geiri ekki aðeins lunkinn söngv- ari heldur afbragðs lagasmiður. Skúli Sverrisson hefur verið við nám í hþóðfæraleik í Bandaríkj- unum nokkur undanfarin árbgá þeim tíma hefúr hann skapað sér nafn sem einn af bestu bassaleik- urum í djass-fusion tónhst þar vestra. Fróðir menn segja veg Skúla í bandarísku tónlistarlifi fara vaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki er vitað hvenær þrenning- in kemur saman en tahð er ólík- legt að það verði fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta yfirstandandi árs. liklega seinna en vonandi fyrr. - þrjár íslenskar plötur gefnar út í Evrópu í vikunni Sálin hans Jóns míns. sem kynningarefni með þeim hefur fengið ytra geta menn verið bjartsýn- ir en greinilegur áhugi er fyrir hljómsveitunum í Skandinavíu og Beneluxlöndunum þar sem plöturn- ar verða gefnar út í næstu viku. Sáhn hans Jóns míns er útgefin undir nafninu Beaten Bishops og platan, sem nú kom út, er að mestum hluta efni af plötunni Hvar er draum- urinn? sem kom á markað hérlendis árið 1989. Th viðbótar eru tvö lög hljómsveitarinnar sem hafa komið út á safnplötum. Um einhveija end- urvinnslu er að ræða á lögunum og hafa þau t.d verið hljóðblönduð upp á nýtt. Platan heitir í enskri útgáfu Where’s my Destiny, en samnefnt lag kom út á smáskífu í Skandinavíu fyrir nokkrum vikum og hefur vakið nokkra athygh. Plata Todmobile, sem ber einfald- lega nafn hljómsveitarinnar, er úrval af tveimur fyrstu plötum sveitarinn- ar frá árunum 1989 og 1990. Plata Friðriks Karlssonar, Point Blanc, kom út óbreytt, þ.e.a.s. eins og hún var gefin út hér á landi árið 1990. Eitt sungið lag á spönsku en hin instrumental. íslenskabylgjan Á mánudagskvöldið verða hljóm- sveitirnar með tónleika í Rockefell- er-klúbbnum í Osló þar sem norskir fjölmiðlamenn og aðrir gestir fá tækifæri til að kynnast íslenskri Umsjón Snorri Már Skúlason tónhst í návígi. Hljómsveitin Mezzo- forte verður með í forinni th Noregs og Svíþjóðar og er tilgangurinn ann- ars vegar að spha með Friðrik Karls- syni efni af Point Blanc á tónleikum og hins vegar að fylgja eftir safnplötu Mezzoforte, Fortissimos, frá því í haust. Að sögn Péturs Kristjánsson- ar hjá Ps. músík koma Todmobhe og Sáhn th með að njóta vinsælda Mezzoforte í Noregi, en Mezzoforte hefur vanalega selt í kringum 25 þúsund eintök af sínum plötum í Noregi og því mun nafn hljómsveit- arinnar auglýsa tónleikana vel upp. Á miðvikudagskvöldið munu hljómsveitimar þrjár troða upp í Wow-klúbbnum í Stokkhólmi en áð- ur verður blaðamannafundur með sænsku popp-pressunni. Th stóð að fuhkomna þrennuna með tónleikum í Pumpehuset í miðborg Kaup- mannahafnar en þar sem útgáfan í Danmörku frestast um mánuð þótti rétt að geyma tónleikahald þar th betri tíma. Þegar Pétur var spurður hvaða væntingar menn gerðu sér með út- gáfuna sagðist hann bjartsýnn, sér- staklega eftir frammistöðu Todmo- Todmobile.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.