Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
Erlendbóksjá
Dauði og líf
Sylvíu Plath
Sjálfsmorð bandarísku skáldkon-
unnar Sylvíu Plath fyrir þrjátíu
árum veldur enn deilum.
Breska lárviðarskáldið Ted Hug-
hes, sem var kvæntur Sylvíu er hún
tók líf sitt, hefur lengi legið undir
ámæli fyrir framkomu sína viö hana.
Ted Hughes, og systir hans, Olwyn
Hughes, svöruðu fyrir. sig með eins
konar opinberri ævisögu sem ljóð-
skáldið Anne Stevenson samdi í
nánu samstarfi við Olwyn og kallaði
Bitter Fame. Hún kom fyrst út árið
1989. í því verki, sem fjallað var um
hér í bóksjánni á sínum tíma, er
Hughes-íjölskyldan hreinsuð af ailri
hugsaniegri sök í máhnu og sjálfs-
moröiö tahð nánast sjálfgefin enda-
lok taugaveiklaðrar frekjudrósar.
Tvær nýjar bækur
Ekki var þess að vænta að Bitter
Fame yrði síðasta orðið um dauða
Sylvíu, enda eru nú komnar út með
skömmu mhlibili tvær bækur um
dauða bandarísku skáldkonunnar.
Annars vegar er sú frásögn af
dauða Sylvíu sem hér er sérstaklega
íjallað um. Hins vegar Rough Magic
eftir Paul Alexander, fyrrum blaða-
mann við vikuritið Time.
Og það sem Hughes-veldinu finnst
THL DHATH AND I.IFE OF
RONALD HAYMAN
enn verra; bandarískir aðilar eru að
undirbúa gerð kvikmyndar eftir frá-
sögn Alexanders þar sem Ted Hug-
hes er í hlutverki skúrksins.
Margt enn óljóst
Eins og nafn þessarar bókar, The
Death and Life of Sylvia Plath, ber
með sér fjallar Hayman fyrst og
fremst um sjálfsmorð Sylvíu Plath
og aðdraganda þess. Enda tekur
hann fram að hér sé hvorki um ævi-
sögu né endurminningar að ræða -
sjálfur hitti hann Sylvíu aðeins einu
sinni - heldur athugun á vissum þátt-
um í lífi hennar og dauða, oft með
tilvísun til ljóða hennar.
Þegar Sylvia tók líf sitt bjó hún
með ungum bömum sínum tveimur
í lítilli, kaidri íbúð í London. Hún
hafði yfirgefið eiginmanninn fyrr um
veturinn vegna ástarsambands hans
við aðra konu, Assia Wevill, sem
reyndar bjó svo með Hughes í nokk-
ur ár eftir sjálfsmorð Sylvíu og átti
meö honum barn. Það samband end-
aði hins vegar hörmulega þegar Ass-
ia drap sjálfa sig og bam þeirra Hug-
hes á gasi árið 1969 - eftir að hafa
búið lengi við níðingslega meðferð
af hálfu Hughes-fjölskyldunnar að
mati Haymans.
Mikið áfall
Hayman gerir glögga grein fyrir
því hversu alvarleg áhrif framhjá-
haid Hughes hafði á Sylvíu sem trúði
því að samband þeirra tveggja væri
einstakt bandalag tveggja andans
risa.
Hann lýsir einnig ítarlega þeim
aðstæðum sem Sylvía þurfti að búa
við þessa síðustu mánuði lífs síns og
hversu mikið Hughes hefur á sig lagt
til að halda leynd yfir síðustu dögum
hennar. Dæmi um það eru að síðasta
bréfinu sem Sylvía skrifaði til móður
sinnar var stungið undir stól. Sömu-
leiðis dagbókunum sem hún færði
síðustu vikurnar.
Undirbúa kvikmynd
Samkvæmt fréttum breska viku-
ritsins The Sunday Times gengur
Paul Alexander mun lengra í bók
sinni, Rough Magic. Fram til þessa
hefur Ted Hughes einkum verið legiö
á hálsi fyrir sjálfselsku og karlrembu
í samskiptum sínum við Sylvíu á
mjög erfiöri ögurstundu í lífi hennar.
Alexander gengur mun lengra og
fullyrðir að Hughes hafi beitt hana
bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi.
Hann hefur sjálfur samið kvik-
myndahandrit eftir bókinni og er það
nú til athugunar í Holiywood.
Ted Hughes neitar aö ræða málið,
en systir hans, Olwyn Hughes, segir
að bók Alexanders sé „algjört sorp“
sem ekki verði gefin út á Englandi.
Aiexander segir aö breskir útgefend-
ur séu „skjálfandi af hræðslu" við
lárviöarskáld drottningar.
THE DEATH AND LIFE OF SYLVIA PLATH.
Höfundur: Ronald Hayman.
Heinemann, 1991.
Ted Hughes: tvær nýjar bækur sem gagnrýna framkomu hans við Sylvíu
Plath - og kvikmynd á næstu grösum?
Legsteinn Sylvíu: ættarnafnið Hughes hefur enn einu sinni verið höggvið
af legsteininum.
Metsölukiljiir
Bretland
Skáldaögur:
1. Ben Okri:
THE FAMISMEO HOAD.
2. Judlth Krantz:
5. KWy Ferguaon:
STEPHEN HAWKING: OUEST FOR
THE THEORY OF EVBnVTHING.
4. Belty Shine:
MIND MAGIC.
6. Marffn Gllbert:
CHURCHILL: A LIFE.
7. Tlmothy GOOd:
AUEN LIAISON.
*. Tom Bower:
MAXWELL: THE OUTSIOER.
9. Simon Mayo:
SIMON MAYO'S CONFESSIONS.
10. Jeremy Paxman:
FRIENOS IN HIGH PLACES.
9. Llllan Jackson Braun:
THE CAT WHO KNEW A
CARDINAL,
10. John le Carré:
THE SECHET PILGRIM.
11. Mlchael Críchlon:
JURASSIC PARK.
12. Suean laaucs:
MAGIC HOUR.
13. Tony Htllerman:
COYOTE WAITS.
14. Slephen Klng:
THE WASTE LANOS.
15. T.L. Mencour.
SPARTACUS.
DAZZLE.
2. Gobrioi G. Marquez:
THE GENERAL IN HIS
LABYRINTH.
4. Melvyn Bragg:
A TIME TO OANCE.
5. Roaamunde Pllcher:
THE ROSAMUNDE PiLCHER
COLLECTION - 2.
6. Thomaa Harrie:
THE SILENCE OF THE LAMBS.
7. Colin Forbaa:
WHIRLPOOL.
8. Dick Francia:
LONGSHOT.
9. John le Carré:
THE SECRET PILGRIM.
10. Maeve Blnchy:
CIRCLE OF PRIENDS.
Rit almenns eðlis:
1. Peler Meyle;
A YEAR IN PROVENCE.
2. Jlm Garriaon:
ON THE TRAIL OF THE
A8SASSINS.
3. Kltly Ketley:
NANCY REAGAN: THE UN-
AUTHORIZED BIOGRAPHY.
(Byggt é The Sunday Tlmea)
Bandarikin
Skéldeögur:
1. John Griéhém:
THE FIRM.
2. Pat Conroy:
THE PRINCE OF TIDES.
3. V.C. Andrewa:
TWIUQHT'S CHILD.
4. Fannle Flagg:
FRIED GREEN TOMATOES AT
THE WHISTLE STOP CAFE.
5. Judith Krantz:
DAZZLE.
6. Judo Doveraux.
ETERNITY.
7. LaVyrie Sponcer:
FORGIVING.
8. Robln Cook:
VITAL SIGNS.
Rit almenns eðtis:
1. Jlm Garrfaon:
ON THE THAIL OF THE
ASSASSINS.
2. V. Bugliosi & 8.B. Henderaon:
AND THE SEA WILL TELL
3. Deborah Tannen:
YOU JUST DONT UNDERSTAND.
4. R.J. Groden & H.E. Uvlngatone:
HIGH TREASON.
5. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
#. Jlm Marra:
CROSSFIRE.
7. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW i
LEARNED IN KINDERGARTEN.
8. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELLEO.
0. Dlane Ackerman:
A NATURAL HISTORY OF THE
SENSES.
10. Roberl Fulghum;
IT WAS ON FIRE WHEN I LAY
DOWN ON IT.
11. Kenneth C. Davis:
DON'T KNOW MUCH ABOUT
HISTORY.
(Byggt é Ne« Yoit Tlmaa 8ook flevlow)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Jorn Riel:
SIGNALKANONEN OG ANDRE
SKRONER.
2. Andre Brink:
RYGTER OM REGN.
3. Carit Etlar:
GJ0NGEH0VDINGEN.
4. Maiy Wesley:
IKKE EN AF DEN SLAGS PIGER.
5. Betty Mahmoody:
IKKE UDEN MIN DATTER.
6. Herbiorg Wassmo:
DINAS BOG.
7. Regtne Ðeforges:
PIGEN MED DEN BLÁ CYKEL.
8. Lelf Davldsen:
DEN RUSSISKE SANGERINDE.
9. Leil Davidsen:
UHELUGE ALLIANCER.
10. Carlt Ettar;
DRONNINGENS VAGTMESTER.
(Byggt é PollUken Sondag)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
Frændur okkar
simpansamir
Jane Goodall, sem fæddist í Lon-
don árið 1934, kom upp úr 1960 til
þjóðgarðsins í Gombe í Tansaníu
til að rannsaka villta simpansa.
Þær rannsóknir hófust við frum-
stæðar aðstæður enda útlit fyrir
að simpansamir yrðu hraktir af
landi sínu. En brátt varð um við-
amikla starfsemi að ræða sem nú
hefur staðið í þtjá áratugi og tryggt
friðun simpansanna.
Á þessum tíma hefur Goodall
einnig samið nokkrar bækur um
rannsóknir sínar, aflað sér dokt-
orsgráðu og sett á fót sérstaka al-
þjóðlega umhverfisverndarstofn-
un sem einkum berst fyrir vernd-
um simpansanna.
í þessari nýju, skemmtilegu frá-
sögn segir hún frá nokkmm simp-
önsum sem eru henni sérstaklega
eftirminnilegir; lýsir lífl þeirra og
hegðan sem er ýmist góð eða slæm
rétt eins og hjá mannfólkinu. Enda
em simpansarnir líkari mannin-
um en nokkur önnur dýrategund,
eins og greinilega kemur fram í
frásögn Goodalls.
Þessir frændur mannanna hafa
verið í verulegri útrýmingar-
hættu. Þá er nú einkum að finna
í afskekktum skógarsvæðum í
mið- og vestur Afríku - þar sem
þeir hafa frið fyrir siðmenning-
unni.
THROUGH A WINDOW.
Höfundur: Jane Goodall.
Penguin Books, 1991.
Átök og ástir
á þrettándu öld
Sharon Penman skrifar langar
en læsilegar sögulegar skáldsögur
um átök og ástir fyrr á öldum á
Bretlandseyjum.
Here Be Dragons gerist í Eng-
landi og Wales á tólftu og þrett-
ándu öld og lýsir valdabaráttunni
á þeim tíma og lífi þeirra einstakl-
inga sem þar komu einkum við
sögu.
I upphafi sögunnar ræöur Hin-
rik annar ríkjum en á þó í stöðugu
stappi viö konu sína, Eleanor, og
valdagráðuga syni - en þeirra
kunnastir eru Ríkarður, sem kall-
aður var ljónshjarta, og Jóhann
landlausi, yngsti sonurinn og sá
sem tók við þegar Ríkarður féll frá
eftir stutta valdasetu.
Þetta var tími mikilla átaka, ekki
síst eftir að Jóhann tók viö kon-
ungsdæminu. Hann átti við marga
andstæðinga að etja, þar á meðal
fyrirmenn í Wales sem vildu sjálfir
ráða landi sínu. Fremstur í flokki
Walesbúa var Llewelyn sem kail-
aður var hinn mikli. Jóhann fékk
honum dóttur sína bamunga sem
konu og er hún ein helsta söguper-
sónan í þessari ríflega átta hundr-
uð blaðsíðna skáldsögu.
HERE BE DRAGONS.
Höfundur: Sharon Penman.
Penguin Books, 1991.