Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
43
„Ég hélt að lús kæmi aðeins upp á vanræktum heimilum utangarðsfólks en ekki þar sem nóg er til af öllu,“
sagði örvilnuð kona sem kom með lúsugan son sinn til Óttars. Bæði rödd konunnar og svipbrigði gáfu til
kynna að hún hefði fremur viljað sjá son sinn leggbrotinn en lúsugan. DV-mynd BG
Drengur með
lús í hári
enda líkar henni illa við hitann. En
þvottur kemur ekki í veg fyrir lús.
Einkenni eru mikill kláði og óþæg-
indi í hársverði. Stöku sinnum geta
komið upp alvarlegar sýkingar í
kjölfar þessa ef fórnarlambið klórar
sér-mikið og lengi og fær sár í höfuð-
leðrið sem illt hleypur í. Þetta var
algengt áöur fyrr og fengu margir
eitlabólgu í hnakka af þessum sök-
um.
Meðferð
Meðferð og greining á lús í hári
er einfóld. Bamið klórar sér óeðli-
lega mikið og við skoðun má greina
nitina í hársverðinum. Flestir nota
Lindanum hársápu (Quellada) til að
ráða niðurlögum gestanna marg-
fættu. Lindanum er skordýraeitur
sem virkar á miðtaugakerfi lúsanna
ognitþeirra.
„Taktu þetta ekki svona nærri
þér. Svona faraldrar geta alltaf kom-
ið upp öðru hvoru. Þú getur lesið
leiðbeiningar á íslensku um notkun
lyfsins,'1 sagði ég. „Best er að þvo
stráknum aftur um hárið eftir eina
viku til að drepa niður þá nit sem
liföi af fyrstu umferð með efninu.
Svo finnst mér að aðrir fjölskyldu-
meðlimir ættu að þvo sér upp úr
þessulíka."
Hún horfði á mig með reiðisvip
og strauk síðan hárið frá enninu.
Það glitraði á demanta á fingrunum.
„Ég þvæ aldrei hárið mitt uppúr
einhverju skordýraeitri," sagði hún
þykkjuþungt. „Hvað heldurðu að
hárgreiðslukonan mín héldi? Hún
sem segir alltaf að ég hafi s vo fallegt
ogþykkthár."
Við horfðumst í augu smástund.
Hún brosti svo að skein í mjallhvítar
tennumar.
„Mér finnst þetta svo andstyggi-
legt,“ sagði hún, „en auðvitað þvo-
um við öll hárið upp úr þessu ógeðs-
lega sjampói ef á þarf að halda.“
Við kvöddumst og þau gengu út.
Drengurinn bar þess merki að hafa
eyðilagt lífshamingju og hárprýði
fjölskyldu sinnar um alla framtíð.
Eg þoröi ekki að kasta fram að skiln-
aði gömlu máltæki frá Finni Jóns-
syni: „Þar er lús sem leitað er!“
Lúsin hefur deilt kjömm með
þjóðinni í þessu kalda landi frá önd-
verðu. Víða í sögum er getið um
þetta smávaxna húsdýr, kosti þess
og lesti. í Landnámu stendur að sárt
bíti soltin lús og ótal önnur máltæki
endurspegla þetta aldagamla sam-
býliþjóðaroglúsar.
„Ekki þarf aö troða lúsinni í
skinnstakkinn," stendur einhvers
staðar enda var hún aUs staöar og
liföi góðu lífi á þjökuðum íslending-
um. I Fóstbræðrasögu er getið um
Lúsa-Odda nokkum en hann hafði
um sig ákaflega lúsuga yfirhöfn.
Laxdæla greinir frá Stíganda, úti-
legumanni sem hittir eitt sinn ást-
konu sína þar sem hún gætir fjár á
fjalli. Hún fagnar honum vel og
býðst til að „skoða í höfði honum.“
Stúlkan vill sýna langþreyttum
unnusta sínum bliðu og umhyggju
og leitar honum lúsa.
Erlendir gestir létu lúsarinnar
getið í minningum sínum og íslensk-
ir námsmenn í útlöndum minntust
lúsarheima.
Með batnandi efnahag og velmeg-
un virtist lúsin fara halloka. Hrein-
læti þjóðarinnar breyttist, hún fór
að þvo sér reglulega með þeim af-
leiðingum að æ færri greindust með
eitthvað kvikt á sér. Hárlúsin hefur
þó haldið velli og öðm hvom koma
upp faraldrar í skólum kennurum
og foreldrum til mikillar raunar.
Ægilegtáfall
Einn föstudag kom kona nokkur
örvilnuð á svip á stofuna með vand-
ræðalegan son sinn, 8-9 ára gamlan.
Hún var í mikilli geðshræringu
enda virtist henni illilega bragðið.
„Mér er sagt það frá skólanum að
hann Hannes, sonur minn, sé með
lús,“ sagði hún á innsogi örvænting-
arinnar og stundi síðan þungan í
útönduninni. Það var greinilegt að
þetta þóttu henni verri tíðindi en
orðfengjulýst.
„Við sem alltaf höfum gætt fyllsta
hreinlætis,“ bætti hún við. „Mín
böm þvo sér um hárið á hveijum
degi upp úr vönduðu sjampói frá
viðurkenndum snyrtivömverslun-
um.“ Það var greinilegt aö lúsin
hafði raskað allri hennar hugarró.
„Ég hélt að lús kæmi aðeins upp á
vanræktum heimilum utangarðs-
fólks en ekki þar sem nóg er til af
öllu.“
Hún dustaði rykkorn af smekk-
legri kápu frá Etienne Aigner og
hagræddi snyrtilegri Chanel slæðu
á herðunum. Höfðinu hnykkti hún
til svo að gullið hárið hneig eins og
foss niður á axlirnar. Hún lagfærði
Á laeknavaktinni
annan eymalokkinn vandræðalega
og það stimdi á þrískiptan gull-
hringinn frá Cartier og Rolex gull-
úrið tifaði áleiðis inn í eilífðina á
jöfnum og virðulegum hraða. Hún
lygndi aftur augunum.
„Þetta er voöalegt, Guð minn góð-
ur hjálpi mér!“ endurtók hún án
afláts.
Bæði rödd og svipbrigði gáfu til
kynna að þessi kona hefði fremur
viljað sjá son sinn leggbrotinn en
lúsugan. Drengurinn sat undir þess-
um stunum og ákalli á almættið með
döprum þolinmæðissvip.
Nokkur orð
um lúsina
Höfuðlúsin (pediculus capitis
humanis) er lítil vexti, 2-3 mm á
lengd og unir sér best í hárinu bak
við eyrun og í hnakkanum. Erfitt
reynist þó að sjá lús í hári með ber-
um augum. Lúsareggin kaUast nit
en þau sjást í hársverðinum næst
rótinni með venjulegu stækkunar-
gleri. Kvenlúsin skilar af sér 50-150
eggjum á 30 daga æviskeiði sínu.
Lýsnar hvorki fljúga né hoppa
heldur skríða í hárinu og berast því
við snertingu frá einu barni til ann-
ars. Þær dreifast með greiðu sem
fengin er að láni, húfum, höttum eða
hárböndum. Tíður hárþvottur með
heitu vatni heldur lúsinni niðri
Bútasala
Alls konar bútar, fata- og gardínuefni
Frábært verð
Ath. aðeins næstu viku
Álnabúðin
Suðurveri
S. 679440
EINN ÁSK fwTrfÆbWMA BÍLL Á MÁNli RIFTARGETRÁ HDI í ^ iUN ^
. . . OG SÍMINN ER 63 27 00
CILP ER NÝTTOG
SÉRSTAKT BINDIFRÁ
LIBRESSE.
LITLIR KANTAR BRJÓTAST
UM BUXNABRÚNINAOG
VARNALEKA.
ÞVl ERBINDIÐ ÞANNIG
HLUTI AF BUXUNUM.
Heildsala
Kaupsel sf., Laugavegi 25, simi 27770
...Á FÍNU VERÐI
Startkaplar
200 Amper kr. 639
Loðfóðraðir
skinnvettlingar kr. 543
Barnabílsetur kr. 1.656
Tjöruhreinsir
Sabilex 1 I. kr. 151
Myndband
180 mín. kr. 395
...OG ÓTAL
MARGT FLEIRA
Olíufélagið hf
- ávallt í alfaraleið