Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 32
4 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Reykjavík fyrr og nú „Núerveður til að skapa" Harrastaðir árið 1928 - mynd Stefán Thorarensen Harrastaðir árið 1992 - DV-mynd Brynjar Gauti Suður í Skerjafirði er skemmtileg og fjölskrúðug þyrping einbýlis- húsa á ölliun aldri. A þeim slóðum iðkaði meistari Þórbergur Mullers-æfingar sínar, allsber í fjörunni, og þar hitti Tómas Guð- mundsson Drottin á fornum vegi og hóf með honum endurbætur á heiminum eins og frá er greint í ljóðinu. Höfn og stóriðja í Skerjafirði Þéttbýliskjami á þessum slóðum á m.a. rætur að rekja til glæstra drauma Einars skálds Benedikts- sonar og ýmissa fjársterkra at- hafnamanna fyrri tíma. Drauma um Port Reykjavík - stóra haf- skipahöfn við Skerjaíjörð, virkjun Þjórsár, rekstur áburðarverk- smiðju og uppskipun frá Skeija- firði á áburði til útflutnings. Nú eru það helst götuheitin „Fossagata“ og „Þjórsárgata“ sem minna á þessi stórfenglegu áform Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson er aldrei sáu dagsins ljós. En íbúða- byggð á þessum slóöum dafnaði engu að síður allt frá öðrum áratug aldarinnar og í byrjun seinni heimsstyqaldar náði nokkuð sam- felld byggð frá Skildinganesi og allt norður að Skiidinganeshólum þar sem nú eru Hjónagarðar Félags- stofnunar stúdenta. Litli og stóri Skerjafjörður í stríðinu setti flugvallargerðin strik í þessa byggð. Fjöldi húsa varð að víkja fyrir vesturflugbraut- inni en byggðin klofnaði í tvennt, norður- og suðurhluta eða - eins og málvenjan kveður á um - Litla, og Stóra-Skerjaljörð. Upphaflega töluðu þó Reykvíkingar ætíð um byggðina suður í Skildinganesi en ekki um Skeriafjörðinn eins og síð- ar varð alsiða. Þorp fremur en hverfi Aðkomumenn sem setjast að í Stóra-Skeijafirði, sunnan flug- brautar, verða þess fljótlega varir að þeir hafa flutt í þorp, fremur en venjulegt borgarhverfi. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. íbúðabyggðin á sér sögu sem sjálf- stæð heild og sem reyndar tilheyrði ekki Reykjavík heldur var í lög- sagnarumdæmi Seltjamamess fram til 1932. í hverfmu býr ennþá fjöldi fólks sem komið er yfir miðj- an aldur, sem fætt er í Skeijafirðin- um, þekkist vel innbyrðis og kann skil á sögu húsanna og íbúum þeirra. Auk þess er það töluvert algengt að böm þessa fólks reisi sér hús við foðurleifðina eða þar í ná- grenninu enda vora upphaflegu byggingalóðimar í Skeijafirðinum óvenju stórar. Þá má geta þess að flugvöllurinn hefur einangrað hverfið frá öðram borgarhlutum og skerpt mjög útlínur svæðisins. Höfuðból og önnur hús Eftir stríð varð nokkurra ára stöðnun í húsasmíðum við Skerja- fjörðinn en um 1960 tóku að risa þar einbýlishús og hefur þeim fjölg- að jafnt og þétt síðan. Ýmsir helstu mektarmenn samfélagsins hafa komið sér þar vel fyrir í gerðarleg- um einbýlishúsum við sjávarsíð- una. Reykvíkingar úr öðrum borgar- hvérfum leggja gjaman lykkju á sunnudagsbíltúrinn suður í Skeijafórð í því skyni að skoða þessi hýbýh stórlaxanna. En það breytir ekki hugmyndum hinna innfæddu Skerfirðinga um það hver séu helstu höfuðbóhn á þess- um slóðum. Það era Reynistaður, Austumes og Harrastaðir. Eggert Claessen, hri., bankastjóri og síðar stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, byggði Reynistað í bæjarstæði gamla Skildingames- bæjarins og nefndi hús sitt eftir Reynistað í Skagafirði þar sem afi hans og nafni, Eggert Briem, var sýslumaður. Ingimar Brynjólfsson, stórkaupmaður og annar eigandi, I. Brynjólfsson og Kvaran, bjó í Austumesi og byggði nýtt hús á lóðinni en Stefán Thorarensen, apótekari í Laugavegsapóteki, byggði Harrastaði. Þessi hús era öðrum fremur stolt þeirra Sker- firðinga sem muna fyrri tíma. Harrastaðir Skerfirðingum brá því illa á Þor- láksmessu um síðustu jól þegar eldsvoði stórskemmdi Harrastaði á örskammri stundu. í fljótu bragði virðist húsið svo illa farið að eng- um kom í hug að það verði endur- reist. Gamhr Skerfirðingar höfðu því gjaman orð á því að mikil eftir- sjá yrði af húsinu. Harrastaðir vora sennilega fah- egasta húsið í Skeijafirðinum að öhum nýjum einbýhshúsum þar með töldum. Húsið er látlaust og stílhreint en yfirveguð hlutíoh þess ljá því einstæðan þokka. Þá er herbergjaskipan og aht fyr- irkomulag innan dyra sérlega hag- anlegt. Að sunnanverðu og garð- megin á neðri hæð era þijár sam- hggjandi stofur, hljóðfærastofa með htlum útbyggðum blómaskála, bókhlaða í miðju og borðstofa með dyrum út í garð. Búrskápar og rúmgott eldhús era að norðan- verðu en aöahnngangur og stór for- stofa í vesturenda og er stigi úr forstofunni upp á loft þar sem era fiögur svefnherbergi og lágt geymsluloft þar fyrir ofan. Stefán apótekari Stefán byggði húsið eftir danskri verðlaunateikningu árið 1928. Hann var um margt athyghsverður maður. Hann var um árabil einn atkvæðamesti apótekari landsins, formaður Apótekarafélags íslands um tuttugu ára skeið, heiðursfélagi þess og sat lengi í skólanefnd Lyfia- fræðingaskólans. En jafnframt var hann áhuga- samur kunnáttumaður á ýmsum öðrum sviðum eins og m.a. má sjá á gömlu myndinni af Harrastöðum sem hér birtist og sem hann tók sama árið og húsið var byggt. Þá var Stefán aha tíð mjög áhuga- samur um búskap og hugðist reka bú á Harrastöðum en viðbyggingin, hægra megin á myndunum var upphaflega hesthús og fiárhús. En það var langt suður að Harra- stöðum frá Reykjavík árið 1928 og leiðin oft ill yfirferðar á vetram. Þá var það mikih ókostur að sækja þurfti aht neysluvatn upp í Gríms- staðaholt. Stefán seldi því Harra- staöi og flutti aftur th Reykjavíkur árið eftir en keypti þess í stað Salt- vík á Kjalarnesi þar sem hann undi glaður við sveitastörfin þegar tími gafst á sumrin. Aðrir eigendur Á fyrri hluta fiórða áratugarins bjó á Harrastöðum Bjöm Bjöms- son, kaupmaður og veitingamaður, seni stofnsetti Hressingarskálann og rak Bjömsbakarí. Bjöm var al- bróðir Áma guhsmiðs en háhbróð- ir þeirra, sammæðra, var Haraldur Ámason kaupmaður. Þegar Bjöm flutti af landinu um miðjan fiórða áratuginn, keypti húsið finnskur konsúh, Lúðvík Andersen, og bjó hann þar fram undir stríðslok. Árni kaupmaður, sonur Háraldar Árnasonar, átti húsið og bjó í því á árunum 1944-52 en meðal sona Árna er Bjami í Brauðbæ sem kveðst eiga mjög skemmtilegar endurminningar frá þessum bernskuslóðum. Á þeim árum var útihúsið nýtt á hinn fiölbreytilegasta hátt. Þar var m.a. þvottahús, strauherbergi, bíl- skúr, kartöflugeymsla, geymsla fyrir skotvopn og skotfæri hús- bóndans, vínkjahari og samkomu- staður fyrir krakkana í hverfinu sem hafa þá líklega ekki haft að- gang að skotvopnunum og áfeng- inu. Þá hafði Sigfús Halldórsson, tónskáld og listmálari, vinnustofu í útihúsinu um skeið en hann var fiölskylduvinur þar á bæ. Sturla Friðriksson erfðafræðing- ur átti Harrastaði og bjó þar í fimmtán ár th 1967 en byggði sér síðan einbýhshús sem stendur spölkorn suðvestur af húsinu. Þá keypti Harrastaði Friðrik Sig- urbjömsson sem þar bjó til dauða- dags árið 1986. Ekkja hans, Hall- dóra Helgadóttir, bjó síðan áfram í húsinu þar th eldsvoðann bar að. Friðrik var sonur Sigurbjörns Þor- kelssonar í Vísi. Hann var um tíu ára skeið lögreglustjóri í Bolungar- vík, starfaöi við Morgunblaðið um skeið og var síðan skrifstofustjóri Háskólans. Úr öskunni í endurreisn Þegar ég ákvað að fialla um Harrastaði í einum þessara Reykja- víkurpistla gerði ég ráð fyrir að skrifin yrðu minningargrein um gamalt hús sem brátt heyrði sög- unni th. Sú frétt kom því skemmti- lega á óvart að Guðmundur Jóns- son húsasmíðameistari hefði nú nýverið keypt húsið og lóðina, harðákveðinn í því að koma Harra- stöðum í upprunalegt horf og búa þar sjálfur. Telur hann langhag- kvæmast að byggja húsið aftur upp þrátt fyrir umtalsverðar bruna- skemmdir. Og þar heldur réttur maöur á hamrinum því Guðmundur er þjóðkunnur hagleikssmiður sem er jafnframt flestum fremri í endur- bótum gamaha húsa. Hann var m.a. yfirsmiður við Bessastaða- stofu og Viðeyjarstofu og stjómaði endurbyggingu Iðnaðarhússins í Lækjargötu eftir brunann þar 1986. í ljóði Tómasar Guðmundssonar, Nú er veður th að skapa, sem vikið var að hér í upphafi, segir skáldið frá því er hann mætir Drottni á fömum vegi í Skeriafirðinum. - Og Drottin segir við skáldið: „Nú er vor um allan geiminn! Nú er veður th að skapa! Og lengi hef ég ætlað mér að endurbæta heiminn." Síöan greinir ljóðið frá því hvern- ig skáldið og Drottinn endurbæta heiminn í sameiningu. Það fer engum sögum af því hvort Guðmundur húsasmíðameistari hafi hitt Drottin á förnum vegi í Skeijafirðinum. Engu að síður er full ástæða th að óska honum veð- urs til að skapa þar og endurbæta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.