Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Side 16
16
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
Skák
i>v
Karl Þorsteins varð íslands-
meistari í atskák um síðustu helgi
er hann bar sigurorð af Helga Ól-
afssyni í einvígi sem sýnt var í
beinni útsendingu í Sjónvarpinu.
Jafntefli varð í fyrri skák þeirra
félaga eftir miklar sviptingar en
Karl vann seinni skákina eftir mis-
tök Helga í miðtaflinu.
Sextán skákmenn hófu keppni í
úrslitunum og tefldu tyeir og tveir
tveggja skáka einvígi. í fyrstu um-
ferö fóru leikar svo að Jóhann
Hjartarson vann Ögmund Kristins-
son tvöfalt; Helgi Ólafsson vann
Gunnar Bjömsson 2-0; Jón L.
Árnason vann Guðmund Gíslason
2-1 eftir bráðabana; Friðrik Ólafs-
son vann Magnús Sólmundarson
1,5-0,5; Karl Þorsteins vann Hauk
Angantýsson 2-0; Þröstur Þórhalls-
son vann Sævar Bjamason tvöfalt;
Hannes Hlífar Stefánsson vann
HaUdór G. Einarsson, 2-0, og Ró-
bert Harðarson vann Andra Áss
Grétarsson 1,5-0,5.
í fjórðungsúrslitum vann Jóhann
Róbert í báðum skákunum, Helgi
vann Þröst 2-1 eftir bráðabana, Jón
L. vann Hannes 1,5-0,5 og Karl
vann Friðrik tvöfalt.
Helgi vann Jón 1,5-0,5 í undanúr-
slitum og Karl hélt áfram sigur-
göngu sinni með því að leggja Jó-
hann að velli í báðum skákunum.
Þeir Helgi og Karl voru því einir
uppistandandi á sunnudagskvöld
og það kom í þeirra hlut að útkljá
sín mál í beinni útsendingu sem
Hermann Gunnarsson stýrði af
sinni alkunnu hpurð.
Skemmst er frá því að segja aö
skákimar vom hinar skemmtileg-
ustu, einkum þó sú fyrri, sem
„skipti um eigendur" oftar en einu
Karl Þorsteins varð atskákmeistari íslands 1992 eftir spennandi einvígi við Helga Ólafsson
24. - Hd8!, né 24. Hel vegna 24. -
Bc3 og 25. - Rd4.
23. Dxd6 Hd8 24. Dc7 Rxd4 25. Dxb7
Hd6 26. h3 h6 27. a4 He8 28. b5 Hee6
29. Kh2 Kh7 30. g4 axb5 31. axb5 He2
32. Kg3 Rb3? 33. Ha7 Hg6 34. Dxf3
Hb2 35. Dc3 Hbl 36. Dc2 Hgl+ 37.
Kh2 Rd4 38. Dd3
Og Helgi gafst upp.
Þrír Norður-
landameistarar
íslendingar vom sigursælir í ein-
staklingskeppni norrænnar skóla-
skákar, sem fram fór í Skövde í
Svíþjóð í hðinni viku. Teflt var í
fimm aidursflokkum og eignuðust
íslendingar Noröurlandameistara í
þremur þeirra.
í elsta flokki, skákmanna fæddra
1972-1974, áttu íslendingar tvo
stigahæstu keppenduma, Þröst
Ámason og Sigurð Daða Sigfússon.
Þeim gekk þó ekki sem skyldi.
Þröstur fékk 4 v. (af 6 mögulegum)
og hafnaði í 4. sæti; Sigurður Daði
fékk 3 v. og 6. sæti. Svíinn Mikael
Jonsson varð hlutskarpastur, hlaut
5 v.
Norðmaðurinn Roy Fylhngen
sigraði í flokki skákmanna fæddra
1975-1976, fékk 4,5 v. Þorleifur
Karlsson fékk 3 v. og 7. sæti og
Magnús Örn Úlfarsson 2,5 v. og 9.
sæti.
í yngri flokkunum gekk dæmið
upp af hálfu íslendinga. Helgi Áss
Grétarsson sigraði af öryggi í flokki
14-15 ára og þurfti svo sem ekki að
koma á óvart. Hann er yfirburða-
maður í þessum flokki - tæpum 400
stigum hærri en næsti maður!
Helgi fékk 5 v. af 6 mögulegum -
Spennandi atskák-
einvígi í Sjónvarpinu
- íslenskir Norðurlandameistarar í yngstu aldursflokkunum
sinni og lauk á endanum með jafn-
tefli. Karh tókst síðan aö vinna
seinni skákina og hreppa titil at-
skákmeistara íslands. Karl leyfði
aðeins eitt jafntefli í keppninni og
er óhætt að segja aö hann sé vel
að sigrinum kominn. Þröstur Þór-
hahsson varð atskákmeistari ís-
lands í fyrra, þannig að svo virðist
sem alþjóðlegu meistaramir séu
síst lakari en stórmeistaramir í
þessari tegund skákar.
1. einvígisskákin:
Hvitt: Helgi Ólafsson
Svart: Karl Þorsteins
Kóngsindversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. Bg5!?
Helgi bryddar hér upp á harla
fáséðum leik, í stað 7. 0-0, sem al-
gengast er. Óhætt er að segja að
þetta herbragð hans hafi heppnast
prýðhega því að Karl þurfti nú að
eyða dýrmætum mínútum af um-
hugsunartíma sínum.
7. - h6 8. Bh4 De8!?
Eftir 8. - g5 gæti hvítur skotið inn
9. dxe5. Karl víkur drottningunni
undan og ógnar nú á miðborðinu.
9. dxe5 dxe5 10. Rd5 Rxd5 11. cxd5
f5?!
Með þessum leik leggur Karl
fullmikið á stöðuna. Liðsskipan
drottningarmegin hefði mátt hafa
forgang.
12. exf5 gxf5 13. Hcl c6 14. 0-0
Fyrr eða síöar verður hvítur að
hróka og ljúka hðsskipan sinni.
Gagnrýni áhorfenda á þennan leik
virðist ekki réttmæt.
14. - e4 15. Rd4 cxd5 16. Rb5! Rc6!?
Karl hyggst fóma hróknum á a8
fyrir sterkt peðamiðborð en þetta
er hæpiö. Eftir 16. - Ra617. Dxd5 +
á hvítur þó einnig góða stöðu.
17. Rc7 De5
18. Dxd5+?
Eftir 18. Rxa8 Be6 (ef 18. - Bd7 19.
Rc7 Dxc7 20. Dxd5+ o.s.frv.) 19.
Ba6!! á svartur úr vöndu að ráða.
T.d. 19. - bxa6 20. Hxc6 Hxa8 21.
f4!, eða 19. - Db8 20. Db3! og aftur
hlýtur svartur að tapa hði, án þess
að fá nægar bætur.
18. - Dxd5 19. Rxd5 Bxb2 20. Hbl Be5
21. f4 Bg7 22. Hbcl
Hvitur er nú peði undir en virk-
ari staða gefur honum nægileg
gagnfæri.
22. - Rd4 23. Bh5 Be6 24. Re7+ Kh7
25. Hxb7 Hab8 26. Hxa7 e3! 27. Rg6?
Betra er 27. h3! með tvísýnni
stöðu.
27. - Hf7 28. Ha3?
Hér var 28. Re7 til baka mögulegt.
28. - Hc7! 29. Hdl e2 30. Hel Bf7?
Hér er 30. - Rc2 einfaldur vinnings-
leikur. Ef 31. Hxe2 Bd4+ 32. Kfl
Hbl + 33. Bel Bc4! og tjaldið fehur.
31. Ha6 Hc6? 32. Hxc6 Rxc6 33. Hxe2
Bxg6?
Ekki er 33. - Rd4 eins einfait og.
það htur út fyrir að vera, vegna 34.
He7 Bxg6 35. BfB! o.s.frv. Hins vegar
Skák
Jón L. Árnason
er 33. - Bd4+ og áfram 34. Kfl Bc4,
eða 34. Khl Hbl+ 35. Bel Bxg6
býsna óþægilegt. Nú sleppur Helgi
með jafntefli.
34. Bxg6+ Kxg6 35. He6+ Kh5 36.
Hxc6 Kxh4 37. h3! Hb2 38. a4 Kh5 39.
a5 Ha2 40. a6 Bd4+ 41. Kh2 Bf2 42.
Hf6 Ha3 43. Hxf5+ Kg6 44. g4 Bh4
45. Kg2 Hxa6 46. He5 Ha2+ 47. Kf3
Ha3+ 48. He3 Hxe3
Og jafntefh samið.
2. einvígisskákin:
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: Helgi Ólafsson
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 RfB 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0-0 dxc4 8.
Bxc4 De7
Smyslov-afbrigðið sem sjaldan
bregður fyrir nú á dögum. Á ís-
landsmótinu í skák í Garðabæ sl.
haust bryddaði Helgi upp á öðm
sjaldséðu afbrigði gegn Karh: 8. -
Rc6 9. a3 Ba5!? 10. Dd3 a6 11. Re4
b5 og skákinni lauk með jafntefh
um síðir.
9. a3 Ba5 10. De2 a6?!
Leikur sem fehur ekki alls kostar
að uppbyggingu svarts.
11. Bd3 Rc6 12. Re4 Rxe4 13. Bxe4
cxd4 14. exd4 Bd7 15. b4 Bc7 16. Hel
Dd6
Svartur varð að gæta sín á 17. d5
exd5 18. Bxh7+ Kxh7 19. Dd3+ og
drottningin fellur og nú hótar hann
sjálfur 17. - Rxd4! 18. Rxd4 Dxh2+
o.s.frv. 17. g3 f5?!
8 I x#
7 Á 44 A 4
6 1 4fi
5 1
4 á &i
3 &
2 W & A
1 g & s *
ABCDEFGH
18. Bf4! fxe4?
Betra er 18. - Rxd4 en eftir 19.
Rxd4 Dxd4 20. Bxb7 stendur hvítur
betur að vígi.
19. Bxd6 exf3 20. Dc4?
Eftir 20. Dd2! Bxd6 21. d5 á svart-
ur ekkert betra en 21. - Had8 22.
dxc6 Bxc6 og reyna að beijast
áfram með tvo biskupa fyrir
drottninguna.
20. - Bxd6 21. Hxe6 Bxe6 22. Dxe6+
Kh8
Eftir 22. - Hf7 óttaðist Helgi 23.
d5! Be5 og nú 24. Hbl, eða 24. Hfl.
Hins vegar hvorki 24. Hdl? vegna
tapaði í síðustu umferð en það kom
ekki aö sök. Amar E. Gunnarsson
varð í 2. sæti með 3,5 v., sem einnig
er góð frammistaða.
í flokki skákmanna fæddra 1979
og 1980 fór Jón Viktor Gunnarsson
að dæmi nafna síns Guðmundsson-
ar á ólympíumótinu fræga í Buenos
Aires 1939: Gerði sér htið fyrir og
vann ahar skákir sínar! Jón Viktor
sigraði vitaskuld glæsiiega, með 6
v. af 6 mögulegum en þess má geta
að á mótinu í fyrra fékk hann 5 v.
Dani og Norðmaöur komu næstir
með 3,5 v. en Matthías Kjeld fékk
2,5 v. og 10. sæti.
í yngsta flokki, skákmanna
fæddra 1981 og síðar, sigraði Bragi
Þorfinnsson eftir harða keppni við
Bergstein Einarsson. Bragi fékk 5
v., Bergsteinn 4 v. en hann tapaði
í síðustu umferð. Bergsteinn hlaut
jafnmarga vinninga og Finni,
Norðmaður og Dani en hiaut 2.
sætið á stigum.
Frammistaða piltanna í Svíþjóð
sýnir svo ekki verður um vihst að
efniviðurinn er svo sannarlega fyr-
ir hendi hér á landi. Eftir að hafa
skoðað skákir sigurvegaranna í
yngri flokkunum verð ég þó að við-
urkenna að ég hef oft séð þá tefla
betur. En því er ekki að leyna að
þeir bera höfuð og herðar yfir jafn-
aldra sína á hinum Norðurlöndun-
um. Nú er svo komið að íslendingar
hafa hreppt jafnmarga Norður-
landameistaratitla í skólaskák og
ahar hinar Norðurlandaþjóðimar
th samans. Er þá ekki að verða
tímabært að fara að reyna sig við
alvöru skákþjóðir? -JLÁ