Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. HÚSBYGGJENDUR - HÚSEIGENDUR Tek að mér nýbyggingar. Einnig alis konar viðhald og breytingar á húsum. Geri tilboð. Upplýsingar í símum 32826 og 985-20295. MAGNÚS G. JENSSON byggingameistari FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum gróíleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 RÝMINGARSALA Við rýmum fyrir nýjum vörum. Stólar - sófar - borð - bókahillur - veggein- ingar - videoskapar - fataskápar og skó- skápar. Nýborg c§3 Skútuvogi 4 - sími 812470 - Reykjavík DVALARHEIMILIÐ LUNDUR HELLU Tilboð óskast í innréttingu á 800 mJ húsnæði í byggingu dvalar- heimilisins á Hellu. Húsnæði þetta er nú fokhelt. Verktími er til 30. apríl 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 Reykja- vík, til og með fimmtudegi 5. mars geo.i 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni,7, fimmtudaginn 12. mars 1992 kl. 11.00. IIMNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK ■ ■■■■■ HÁR ■■■■■■ U.Ý.T.T eðlileg að þú færð þá tilfinningu að hafa fengið þitt eigið hár aftur. Hringið eða skrifið jt eftir nánari upplýsingum, 100% trúnaður « RAKARA- 0G vf JH \y hArgreiðslustofan Tjt GREIFESQST TP HRINQBRAUT119 s 22077 íT'STEIAS | A ég vil fá meiri upplýsingar um w Apollo-hár. Nafn: _______ Heimilisfang: Póstnúmer: _ mmmmmm hár ííibieI Matgæðingur vikuiuiar Stórlúða með múskatþaki Hrafnhildur Sigurðardóttir hjá Samvinnuverðum-Landsýn er matgæðingur þessarar viku. Hún býður lesendum upp á stórlúðu með múskatþaki. Hún segir eigin- mann sinn reyndar vera aðalmat- gæðinginn heima fyrir en hún taki þó stundum til höndum í eldhús- inu. Hrafnhildur segist hafa mest gaman af að búa til óvenjulega rétti, er ekki mikið fyrir að mat- reiða þessa hefðbundnu íslensku. „Þessi lúðuréttur er mjög vinsæll heima hjá okkur. Við gerum lítið að því að sjóða fisk á hefðbundinn máta, viljum heldur rétt eins og þennan. Hann er dæmigerður hversdagsréttur á okkar heimili," segir Hrafnhildur um stórlúðu með múskatþaki. Það sem þarf 2-3 stórlúðusneiðar (jafnþykkar) salt hvítan pipar múskat smjörva sítrónusafa í sósuna þarf 1 dós af sýrðum ijóma 2 hvítlauksgeira Hrafnhildur Sigurðardóttir. DV-mynd GVA saxaðan graslauk (helst ferskan) hnífsodd af Dijon-sinnepi Þannigerfarið að Best er að byrja á sósunni. Fínt- skornum hvítlauksgeirunum er blandað í sýrða rjómann, þá lófa- fylh af söxuðum graslauknum og loks hnífsoddi af sinnepi og öllu hrært vel saman. Sósan er látin standa í kæli í hálftíma eða svo. Þá er það fiskurinn Ofnfast fat er smurt með örlítilli smjörvaklípu og lúðusneiðarnar lagðar í það. Safi úr hálfri sítrónu er kreistur yfir sneiðarnar. Þetta er látið stanada í um það bil 5 mín- útur. Þá er hvítur pipar malaður yflr, hóflega, og einnig stráð salti. Loks er fiskurinn þakinn með múskati (ekki spara það) og bakað- ur í ofni við 225 gráður í um það bil 15 mínútur. Tíminn fer eftir þykkt lúðusneiðanna en ofnbakað- ur fiskur verður þurr og bragðlaus sé hann bakaður of lengi. Með þessu er boriö fram ferskt salat að hætti hvers og eins. Hrafnhildur skorar á Ásthildi Pétursdóttur, starfssystur sína hjá Samvinnuferðum-Landsýn, aö vera matgæðingur næstu viku. „Ásthildur er þekkt fyrir gestrisni og góðan mat,“ segir Hrafnhild- ur. -hlh Hinhliðin Langar að hitta Prince - segir Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona Sigrún Eva Ármannsdóttir er oröin landsþekkt söngkona. Him er ættuð frá Ólafsfirði og valdi söngbrautina af eintómri tilviljun fyrir nokkrum ánun. Hún hefur tvisvar sungiö í Landslagskeppn- inni og tekur nú í annað sinn þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Sig- rún Eva þykir syngja sigurstrang- legt lag ásamt söngkonunni Sigríði Beinteinsdóttur. Þar fyrir utan hef- ur Sigrún Eva sungiö með hljóm- sveitinni Upplyftingu á Hótel ís- landi í vetur. Hún segir að breyt- ingar gætu orðiö hjá sér næsta sumar ef hún fer í nýja hljómsveit. „Það verður vonandi mjög spenn- andi ef af verður," segir söngkon- an. í kvöld ræðst hvort Sigrún Eva fer með sigurlaginu til Malmö í Sviþjóð í vor en það heitir Nei eða já. „Ég vonast tÍL að lagið verði í toppbaráttunni," segir söngkonan hæversk. Það er Sigrún Eva sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Sigrún Eva Ármanns- dóttir. Fæðingardagur og ár: 23. janúar 1968. Maki: Birgir Jóhann Birgisson. Böm: Engin. Bifreið: Opel árgerð 1984. Starf: Söngkona og nemi í Háskóla íslands í ensku og frönsku. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Söngur og allt sem er skemmtilegt, til dæmis að borða. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Fjórar tölur fyrir nokkrum árum. Þær gáfu ijögur þúsund. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hafa það gott. Slappa af yfir sjónvarpi eða glugga í bækur og blöð. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna snemma á morgnana. Uppáhaldsmatur: Úps, hvað á ég nú að segja. Æth það séu ekki fiski- bollur með karrísósu að hætti mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Sennilega er það vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég fylgist ekkert með íþróttum en gæti nefnt Jolla (Eyjólf Sverrisson). Uppáhaldstímarit: Ég kíki stund- um í tímarit en á ekkert uppáhalds enda les ég þau eftir efninu sem þau.bjóða. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Mel Gibson. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég læt ekkert uppi um það. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Prince. Uppáhaldsleikarí: Gerard Depar- dieu. Uppáhaldsleikkona: Andie MacDowell. Uppáhaldssöngvari: Prince. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Það veit ég ekki. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpi: Góðar bíó- myndir. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins? Skipti mér ekki af slíkum málum. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Mér finnst engin standa upp úr. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stein- grímur og Anna Björk þegar þau unnu saman. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Spaug- stofumenn. Uppáhaldsskemmtistaður: Heimili mitt. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Leiftur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að mennta mig og hafa það gott. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Feröast um landið og syngja. í fyrrasumar fór ég hringveginn í Frakklandi. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.