Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
23
Dansað í Sea World. Færni Yolöndu og dansmeyjanna hennar er ótrúleg. Þær geta sveifl-
að mjöðmunum eins og þær séu ekki i nokkrum tengslum við aðra líkamshluta.
Það er oft mikið að gera i símanum á skrifstofunni hjá Yolöndu.
DV-myndir A.St. o.fl.
Húladansmær
og stödvarstjóri Flugleiða í Orlando
- stjómar afgreiðslu 800 flugfarþega á viku og er prímadonna dansflokks sem sýnir í Sea World
Seiðandi eyjatónlistin og undurfagrar meyjarnar eru nátengdar sól og
sumri. Yolanda um borð í lítilli bátkænu.
Anna Bjamasan, Flórída;
Hún er dökk á brún og brá, and-
litsfall kynstofns hennar er áber-
andi, há kinnbein og ávalar línur,
svipurinn lýsir festu en skapar þó
traust þegar við fyrstu sýn, brosið
er mjög smitandi, húðin fallega
brún og hárið hrafnsvart. Slegið
nær það næstum niður í mitti.
Stundum er því vafið í hring á höfð-
inu en einstöku sinnum er hún með
það slegið. Þetta er Yolanda
Aulava, hawaiisk að ættemi og
uppruna, en hefur um árabil búið
og starfað í Orlando í Flórída.
Yolanda er mörgum íslendingum
kunn. Þeir hafa átt við hana við-
skipti þótt þeir viti kannski ekki
mikið um hana. Hún er nefnilega
stöðvarstjóri Flugleiða á Orlando-
flugvelh í Flórída. Og vinnur þar
af leiðandi við afgreiðslu farþega
við brottför Flugleiðavélanna til
íslands.
En Flugleiðir fljúga aðeins tvisv-
ar í viku til Orlando og eins og
fleiri vinnur Yolanda því meira en
eitt starf. Hitt starfið er afar frá-
brugðið stöðvastjórastarfinu. Hún
dansar seiðandi húladansa í poly-
nesíu-sýningum í Sea World eins
oft og hún getur komið því við með
stöðvarstjórastarfinu.
Vissi lítið um
ísland við ráðningu
„Ég vissi ekki mikið um ísland
þegar ég hóf störf hjá Flugleiðum
í febrúar 1988. Ég vissi aðeins að
ísland var eyja eins og heimaland
mitt nema min eyja er græn en ís-
land er hvítt. Síðan hef ég komist
að raun um aö við eigum fleira
sameiginlegt, eins og t.d. virk eld-
flöll og einnig það að fjörusandur-
inn okkar er svartur eins og ykkar
en hann er hvítur víðast annars
staðar í heiminum,“ sagði Yolanda
er við hittum hana að máli á skrif-
stofu hennar á Orlandoflugvelli.
„Skrifstofan" hennar er ekki stór,
eiginlega aðeins skrifborðsaðstaða
í homi lítils herbergis þar sem gólf-
rými er lítið vegna fjölda tækja og
annars búnaðar og margir þurfa
þar að ganga um. Á töflum á veggj-
um má sjá tölur um farþega til
hinna ýmsu borga en þessar tölur
sýna yfirleitt alltaf að hvert sæti
er skipað í Flórídaferðum Flug-
leiða. íslendingar eru þar oftast
nær í miklum minnihluta. Mikiö
ber á Norðurlandabúum, Þjóðveij-
um og Frökkum en segja má að
fólk alls staðar úr heiminum not-
færi sér þessar feröir milli gamla
qg nýja heimsins með viökomu á
íslandi.
Ákveðin
en sanngjöm
Yolanda er eini starfskrafturinn
á Orlandoflugvelli, sem fær laun
sín greidd frá Flugleiöum. Aðrir
sem lúta hennar stjóm og starfa
viö brottfór og komu Hafdísar og
Fanndísar, hinna nýju og rómuðu
farkosta Flugleiða í Orlandoflug-
inu, em starfsmenn fyrirtækis sem
annast afgreiðslu allra véla í leigu-
flugi sem koma til Orlando, og
Flugleiðir kaupa þjónustu af. Það
fyrirtæki nefnist Page og er tals-
vert fyrirferðarmikiö í flugaf-
greiðslu á McCoy flugvellinum í
Orlando.
Yolanda tekur starf sitt sem
stöðvarstjóri Flugleiða alvarlega og
sinnir því af árvekni. Hún er
ákveðin í skoðunum en gætir þó
fyllstu sanngimi. Á slíku þarf oft
að halda því stundum er það meö
ólíkindum hvað töskum farþega
hefur fjölgað í dvöl þeirra í Flórída
og margir prísa sig sæla fyrir að
það er töskufjöldinn en ekki þyngd
þeirra sem gildir í Ameríkufluginu.
„Það er vel skiljanlegt vegna mik-
illar dýrtíðar á íslandi að flestir
farþegar séu með mikinn farangur
þegar þeir halda heim frá Or-
lando,“ sagði Yolanda.
Er við spurðum hana um „heims-
frægan" drykkjuskap íslendinga
erlendis sagði hún að nokkur vand-
ræði hefðu hlotist af því í fyrstu en
nú væri það alger undantekning
ef vín sæist á einhverjum. Af-
greiðsla farþeganna gengur oftast
snurðulaust en þess væra þó dæmi
aö tungumálaerfiðleikar hefðu
valdið vandræðum og að fólk, sem
vildi finna út úr hlutunum sjálft,
hefði t.d. tekið rangt eftir hliðnúm-
eri við brottfór, en þetta em aðeins
minni háttar vandræði sem voru
leiðrétt án vandræða.
Öll fjölskyldan
í dansinum
Ég beindi talinu aö ferli Yolöndu
á danssviðinu og þeim spumingum
mínum svaraði hún jafn ljúflega
og hinum varðandi flugafgreiðsl-
una.
„Langflestum litlum stelpum á
Hawaii er beint inn á dansbrautina
þegar þær em kornungar og þá
læra þær húladansinn, alveg eins
og litlar stelpur á Vesturlöndum
læra ballett. Húladansinn er okkar
ballett," sagði Yolanda.
„Ég er fædd á Oahu, þriðju
stærstu eyjunni í Hawaii, en þar
er m.a. höfuðborgin Honolulu. Ég
lærði dans mjög ung og hef alla
ævi stundað hann, fyrst af ein-
skærum áhuga en síðar sem at-
vinnu. Ung að ámm kynntist ég
eiginmanni mínum, sem er frá
Samoaeyjunum 1 Polynesíu. Hann
er fjölhæfur listamaður á sviði
dans og tónlistar og semur dansana
sem dansflokkurinn sýnir á sýn-
ingunum í Sea World. Dóttir okkar,
Jerusha, sem er ekki nema fimm
ára en er einnig komin í dansinn
og farin að sýna með dansflokkn-
um. Við höfum víða komið fram,
m.a. sýndi flokkurinn um tíma hjá
Sea World í Ohio,“ sagði Yolanda.
Nýstárleg og
skemmtileg sýning
Það er greinilegt að fæmi dansar-
anna í sýningunni er ipjög mikil
og áhorfendum þykir mikið til en
innilegastu viðtökurnar fær þó
Jerasha litla, dóttir Yolöndu, og
þegar hún lýkur sínum þætti á hún
hugi og hjörtu áhorfenda.
Sýningin í Sea World er ákaflega
viðamikil og kom mér og samferða-
mönnum mínum (og reyndar flest-
um sýningargestunum að þvi er
virtist) svo sannarlega á óvart.
Sýningin stendur í rúma tvo
klukkutíma og er jafnan eitthvað
að gerast á sviðinu allan tímann.
Undursamlega fagrar suðurhafs-
eyjadansmeyjar dansa seiöandi og
jafnframt heillandi dansa í skraut-
legum „strápilsum" í öllum regn-
bogans litum. Þá koma einnig fram
í sýningunni karldansarar í
skrautlegum lendaskýlum. Kynnir
sýningarinnar og jafnframt aðal-
söngvari greinir i söng frá sögu
suðurhafseyjaskeggja, syngur und-
ursamlega fallega söngva þeirra og
dansararnir sýna dansa frá ýmsum
tímabilum í sögu eyjanna, allt frá
þvi fyrir daga kristinna trúboða,
sem þangaö leituðu, þar til eyjam-
ar urðu „ameríkaníseraðar“.
Þama kemur fram nýstárlegur eld-
gleypir og undraðust allir við-
staddir fimi hans og getu. Auðtrúa
íslendingar stóðu á öndinni yfir því
hvernig hann gat dansað með mörg
logandi blys án þess að kveikja í
sjálfum sér eða húsinu!
Á meðan á danssýningunni
stendur er borinn fram mjög ljúf-
fengur matur, bæði ávextir, salöt,
framúrskarandi fiskur, súrsætt
svín, kjúklingur og fleira góðmeti.
Hægt er að fara á kvöldsýninguna
án þess að kaupa sig inn í garðinn
en hún fer fram í veitingastaðnum
Aloha Polynesian Luau.
- Verða árekstrar milli þessara
tveggja ólíku starfa þinna? Hvort
starfið á meiri ítök í þér?
„Árekstrar eru engir. Þaö er tekið
fullt tillit til Flugleiðastarfsins þeg-
ar starfsskráin er samin í Sea
World sýningunum. Það er erfitt
að segja um hvort starfið á meiri
ítök í mér, ég elska þau bæði. Ég
er alin upp við húladans, hef hann
í blóðinu, en ég stundaði nám í við-
skiptafræðum og þannig hef ég
undirstöðumenntun fyrir starf
mitt sem stöðvarstjóri," sagði Yo-
landa.
- Hefurðu tekiö eftir íslenskum
eða annarra landa Flugleiðafarþeg-
um á sýningunum í Sea World?
„Þaö hefur komið fyrir að ég hef
kannast við andlit en farþegamir
þekkja mig greinilega ekki enda
eiga þeir ekki von á að sjá mig
þama upp á sviðinu í litskrúðugu
strápilsi," sagði Yolanda og brosti
sínu seiðandi og smitandi brosi sem
nær ekki aðeins til augnanna held-
ur alls andlitsins.