Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 19 Frá stjórnarfundi Íslensk-ameríska félagsins í New York. Starfsemi félagsins stendur nú með miklum blóma en í félagaskrá eru 165 manns. Frá vinstri eru Erling Aspelund, Kristín Björnsdóttir, Sigurður Valtýsson, Einar Úlfsson og Björg Pálsdóttir. Fremst til vinstri má þekkja Hólmfríði Steingrímsdóttur. Blómlegt félagslíf íslendinga í New York: . íslensk kvikmyndahátíd fyrirhuguð í haust „OTRULEGT EYJAGJALD Kr. 2.500 án skilmála Tvisvar á dag til VESTMANNAEYJA Helgarpakki: Gisting á Hótel Bræöraborg í tvær nætur med morgunverdi og flug fram og til baka aðeins kr. 7.900 Anna Th. Pálmadóttír, DV, New York: Sfjórnarfundur Íslensk-ameríska félagsins í New York var haldinn á dögunum. Komellus Sigmundsson, fyrrrnn forsetaritari, sem starfar á ný við sendiráðið í borginni, stjóm- aði fundinum. Komelíus var for- seti félagsins á ámnum 1979 og 1980. Að sögn Kornelíusar var fundarsókn mun dræmari í þá daga en hún er nú. í dag eru 165 skráðir meðlimir í félaginu en um 300 manns fá reglulega sendan fréttabækling sem félagið gefur út. Edda Magnusson, sem verið hef- ur forseti félagsins síðastliðin tvö ár, var endurkjörin á fundinum. Er mál manna að í hennar höndum og stjórnarinnar, sem styrkir hana og aðstoðar með ráðum og dáð, hafi félagið verið í stöðugum vexti og standi nú í mesta blóma. Hugamir hittast Samkomur á vegum félagsins á síðasta ári vom mjög vel sóttar. Má þar nefnda þorrablót, þjóðhá- tíðarskemmtun, móttöku í tilefni komu víkingaskipa til New York, boð til heiðurs Helga Tómassyni og jólaskemmtun. Nýverið var svo tekin upp sú nýbreytni að koma saman á veitingastað í miðborginni aðra hverja viku undir yfirskrift- inni „Hugamir hittast". Þetta hefur mælst vel fyrir, en reynslan verður að skera úr um hvort áhugi endist. Á stjómarfundinum bar flestum saman um að upplýsingastreymi milh íslands og félagsins væri stundum ábótavant. Þannig bærust oft ekki tilkynningar um komu ís- lensks hstafólks og annarra áhuga- verðra til New York fyrr en um seinan. Væri vel þegið að sem flest- ir gæfu sig fram áður en þeir koma til New York. Til að koma slíkum upplýsingum á framfæri þarf að senda þær til: The Icelandic Amer- ican Society, 655 Third Avenue, Suite 1863, N.Y., N.Y., 10017, U.S.A. Leikritið Brúðarmyndin Framundan er þorrablót á vegum félagsins þar sem á boðstólum verða rammíslenskar kræsingar og íslenskir skemmtikraftar munu leika fyrir dansi. í lok marsmánaðar verður sett upp leikrit Guðmundar Steinsson- ar, Brúðarmyndin, í enskri þýð- ingu. Mun höfundur verða við- staddur fyrstu sýningarnar. Áætl- að er að sýna leikritið 6-7 sinnum og er þessi viðburður mikið til- hlökkunarefni meðal landa hér ytra. Með haustinu er ráðgert aö halda í borginni íslenska kvikmyndahá- tíð. Sett hefur verið á fót nefnd til að standa að undirbúningi hátíðar- innar. Auk íslendinga sitja í nefnd- inni aðilar úr kvikmyndadeildum tveggja háskóla New York borgar en þeir hafa sýnt hátíðinni mikinn áhuga. Reynt verður að fá gestafyr- irlesara héðan og að heiman til að fjalla um kvikmyndimar. félagsins á stjórnarfundi á dögunum. Kornelíus Sigmundsson, fyrrum forsetaritari, stjórnaði fundinum. Til hægri er Svala Hendriksen, gjald- keri félagsins. DV-myndir Anna Okumenn! Börnum hættir til að gleyma stund og stað! UMFERÐAR RÁÐ SUZUKIVITARA JLXi - 5 dyra - árgerð 1992 Lipur og öflugur lúxusjeppi Staðalbúnaður í Suzuki Vitara, 5 dyra * 1.6 I, 96 ha. vél með raf- stýrðri bensíninnsprautun * Snertulaus kveikja * 5 gíra skiptir m/yfirgír eða 4 gíra sjálfskipting m/yfirgír og sportstillingu/sparnaðarstill- ingu * Aflstýri * Samlæsing hurða ' Rafmagnsrúðuvindur * Rafstýrðir speglar * Höfuðpúðar á fram- og aftur- sætum * Barnalæsingará afturhurðum ' Veltistýri ' Halogenökuljós m/dagljósa- búnaði ' Þokuljós að aftan ' Útvarpsstöng * Gormafjöðrun ' Diskahemlar að framan, skálar að aftan ' Grófmynstraðir hjólbarðar, 195x1 5 ' Varahjólsfesting ' Snúningshraðamælir ' Klukka ' Vindlingakveikjari ' Hituð afturrúða ' Afturrúðuþurrka og sprauta ' Kortaljós * Fullkomin mengunarvörn m/efnahvarfa * Stuðarar, hurðahúnar og speglar í samlit ' Vönduð innrétting ' Litaðar rúður ' Hlífðarlistar á hliðum ' Sílsahlífar ' 55 lítra bensíntankur m/hlífð- arpönnu ' Hreinsibúnaður fyrir aðalljós ■ * Upphituð framsæti “ Framdrifslokur Verð 5 gíra: 1.696.000 Sjálfskiptur: 1.823.000 Til afgreiðslu strax. $ SUZUKI ■■ ' iMP SUZUKI BÍLAfí HF. SKEIFUNNI 17 ■ SiMI 685100 Vitara er með sjálfstæða burðargrind

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.