Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 21 Ásakanir Wiesenthal-stofnunar- innar á hendur Eðvald Mik- son/Hinrikssyni mn meinta stríðs- glæpi hans í Eistlandi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafa vakið mikla umræðu hérlendis. Þar hefur spumingunni um sekt eða sakleysi Miksons verið velt upp frá ýmsum hhðum og nýjustu frétta um leit að frumskjölum málsins, er varpað geti skýrara ljósi á máhð, er beðið með eftir- væntingu. Hins vegar hefur minna verið gert af því að skoða sögulegan bakgrunn artburðanna í Eistlandi á þeim tíma sem Mikson starfaði þar. Sjálfstæðisbarátta Eistlendinga á sér langa og sviptingasama sögu, aht frá síðustu öld. Það er saga sem einkennist af nálægð rússneska keisaradæmisins og síðar Sovét- ríkjanna og af stríðsátökum þar sem Þjóöveijar ná stundaryfirráð- um í báðum heimsstyijöldum. Meðal Eista er það fyrst og fremst bullandi þjóðemishreyfing og þjóð- ernisandi sem rekur þá áfram. Ógnarstjórn Stalíns 1939 er örlagaár fyrir Eistland. Þá skrifuðu Hitler og Stahn undir griðasamning sinn. I honum vom ákvæði um að tugþúsundir Þjóð- veija, sem búsettir höfðu verið í Eystrasaltsríkjunum í fjölda ára- tuga, yrðu að flytjast á brott. Sá brottflutningur gekk fljótt fyrir sig þótt Þjóðveijarnir hefðu orðið að skhja eftir mikil verðmæti í land- inu. Þeir vissu sem var að Sovét- menn ætluðu að leggja Eystrasalts- ríkin undir sig. Líf þeirra, fyrrum yfirstéttar í ríki zarsins, var í hættu. Sumarið 1940 höfðu Sovétmenn náð yfirráöum í Eistlandi og var landið innlimað í Sovétríkin. Þá hófst alræmd ógnarstjórn komm- únista. Fyrsta árið voru 60 þúsund manns fluttir nauðarflutningum úr landinu eða drepnir. Þjóðverjum fagnað í júní 1942 réðust Þjóðveijar á Sovétríkin. Eistar náðu reyndar að frelsa hluta lands síns áður en Þjóðverjum var tekið fagnandi í Eistlandi 1941, eftir um árs ógnarstjórn af hálfu kommúnista. Þar fór fram tvenns konar uppgjör: annars vegar gegn þeim er höfðu starfað með ógnarstjórn kommúnista og hins vegar gegn gyðingum. Mikson tók virkan þátt i fyrrnefnda uppgjörinu en hafnar þátttöku i hinu síðarnefnda. Wiesen- thal-stofnunin er á öðru máli. DV-mynd GVA hörku. Það er yfirmaður Miksons á þessum tíma, Sandberger, sem stjórnar lögreglunni, þeirri þýsku og eistnesku, og þessari herferð gegn gyðingum jafnhhða uppgjör- inu við ógnarstjóm Sovétmanna," segir Þór. Aðeins uppgjör við kommúnista? Menn spyija sig hvort, og jafnvel hvernig, Mikson hafi getað forðast að lenda í þessum aðgerðum Þjóð- verjanna, sem fóru fram meðan hann var undir þeirra stjórn. Þar getur spurningin um hollustu eða trúnað við þýska yfírmenn vaknað. Auk þess vekur vitneskjan um mikla grimmd og hörku heima- manna, sem unnu með Þjóðverjum í sumum hemumdum ríkjum, til að mynda Lettlandi, upp spurning- ar. í ævisögu sinni, Úr eldinum til íslands, segist Mikson ekki hafa komið nálægt ofsókninni á hendur gyðingum, aðeins uppgjörinu við ógnarstjórnina. „Spurningunni um þátttöku hans í gyðingaofsóknum nasista verður ekki fyhilega svarað fyrr en gögn málsins liggja fyrir. Það er útilokað að átta sig á þessum spurningum á þessari stundu," segir Þór. Öfgargyðinga og Eista Hann bendir á þá hhð málsins sem snertir gyðinga í dag sem er galli á þeirra málatilbúnaði. „í þeirra huga er ekki um tvenns konar uppgjör að ræða í Eistlandi. Þeir hugsa aðeins um útrýmingu gyðinga. Reyndar tengdust gyðing- ar hka ógnarstjóminni og þvi spurning hvort Mikson hafl hand- tekið gyðinga á þeirri forsendu aö um væri að ræða fólk tengt stjórn Sovétmanna í landinu. Það eru tvennar öfgar í þessu máh. Afstaða gyðinganna er á þann veg að allir sem unnu með Þjóð- verjunum á einhvern hátt hafi ver- ið skóSveinar Hitlers, nasistar, glæpamenn og úrhrök. Hitt öfga- Sögulegtbaksvið atburða í Eistlandi í seinni heimsstyrjöldinni: Gat Mikson sneitt hj á voðaverkum nasista? Þjóðveijamir komu á vettvang en Eistar fögnuðu þeim engu að síður sem frelsurum og var landið undir þýskum yfirráðum næstu þijú ár. Þjóðveijar sýndu hins vegar enga thburði í þá átt að veita Eistum sjálfstæði. 1944 vom Sovétmenn mættir aft- ur við landamæri Eistlands og þrátt fyrir kröftuga mótspyrnu var ógnarstjóm kommúnista komin th valda fyrir árslok það ár. 30 þúsund Eistar flúðu þá th Svíþjóðar og um 33 þúsund th Þýskalands. Eftir yfirtöku Sovétmanna voru 20 þúsimd Eistar fluttir nauðugir úr landi árin 1945-46 og 40 þúsund 1949. Óvíst er um afdrif fjölda þeirra. Sögusviðið er aht annað en ein- falt í Eistlandi á þessum tíma. Þar var aht að gerjast í senn: þjóðemis- hyggja og barátta við risann í austri og hemám Þjóðveija og tvíþætt samstarf við þá gegn ógnarstjóm Stalíns og gegn gyðingum. Hryllileg martröð „Það er óhætt að segja að saga þessarar þjóðar frá 1939 og fram yfir stríð sé hrylhleg martröð. Eist- ar lenda milh steins og sleggju. Fyrst með griðasáttmála Hitlers og Stahns og innlimim Eystrasalts- ríkjanna. Þá hefst einhver versta ógnarstjóm sem sögur fara af í Eystrasaltsríkjunum, með fjölda- morðum, nauðungarflutningum og almennri kúgun,“ segir Þór White- head, prófessor í sögu við Háskóla íslands. „Síðan koma Þjóðverjamir. Þá gerist það sama og í Úkraínu og víðar í Vestur-Rússlandi: Þeim er fagnað sem frelsurum undan þessu oki. Hins vegar átta Eystrasalts- þjóðirnar sig fljótt á því að Þjóð- verjar ætla sér ekki að gefa þeim neitt sjálfstæði heldur aö halda þeim eins og hjálendum. Það olh vonbrigðum. Nokkur fjöldi Eist- lendinga slóst reyndar í hð með Þjóðverjunum og sumir fóm með þeim inn í Rússland en það er aht saman afskaplega dapurlegur kafh.“ Stilltupp viðvegg Nýr kafli hefst þegar Rússarnir era lagðir af stað í vesturátt og nálgast Eystrasaltsríkin aftur. Eystrasaltsþjóðirnar sjá að gúlag- kerfið er aftur að hvolfast yfir þær. „Það rennur upp fyrir Eistum að búið er að setja þá upp við vegg og þá ganga margir þeirra th hðs Við Þjóðveija. Himmler gekkst í að stofnaðar voru vopnaðar SS-sveit- ir, Waffen-SS, í Eystrasaltsríkjun- um sem skipaðar vom þarlendum mönnum. Þessar sveitir börðust af geyshegri hreysti, ekki fyrir Hitler, heldur th þess að reyna að bægja Rauða hernum aftur frá sínu landi. Eistlendingar áttu engra kosta völ. Þeir urðu að velja á mhh og völdu Þjóðveijana sem skárri kost af tveimur slæmum. Þeir vissu að Rússamir ætluðu að tortíma þjóð þeirra og menningu og innhma þá í Sovétríkin um aldur og ævi.“ Uppgjör við kommúnista En hvemig tengjast þessir at- burðir Eðvald Mikson, aðstoðar- lögreglustjóra stjórnmálalögregl- unnar, og ákæmnum á hendur honum? Eftir að Þjóðveijar taka Eystra- saitsríkin á sitt vald sumariö 1941 fer fram uppgjör. Annars vegar við aha þá er tengdust ógnarstjóm Stalíns í þessum ríkjum, uppgjör sem svipar um sumt th þess upp- gjörs við handbendi nasista sem fór fram í lok seinni heimsstyijaldar- innar í þeim löndum Evrópu þar sem nasistar höfðu verið með sinn her. í þessu uppgjöri er fjöldi manns handtekinn og líflátinn. „Þessir atburðir eru skhjanlegir þegar á það er horft sem hafði farið fram í þessum löndum á tímabihnu 1939-1941. Eðvald Mikson er með í þessu uppgjöri sem lögreglumaður í póhtísku lögreglunni sem starfaði undir stjóm Þjóveija, nánar thtek- ið undir stjóm yfirmanns SS og öryggislögreglunnar, Martins Sandbergers. Mikson hefur aldrei dregið dui á það,“ segir Þór. Helförinhefst En Sandberger og hans dehdir í Eistlandi höfðu annað verkefni samhliða þessu. Það vom gyðinga- morðin. Má segja að helfórin hetjist í Eystrasaltsríkjunum með því að Þjóðveijar gera Lettland að blóð- vehi fyrir gyðinga. 1941 hefjast fjöldamorð á gyðingum fyrir utan Rigu. Þar eru tugþúsundir gyðinga leiddir th slátrunar. Þetta fólk er aht saman skotið niður og grafið í fjöldagröfum. Th em hroðalegar lýsingar á þeim atburðum. í Eistlanch vom fáir gyðingar, 4-5 þúsund. Þjóðveijamir tilkynntu strax haustið 1941 að þeir væm búnir að leysa gyðingavandamáhð í Eistlandi. í desember 1941 er Mik- son handtekinn. „Það er gengið í skrokk á gyðing- unum mjög fljótt og af gífurlegri viðhorfið hefur komið upp í Eystra- saltsríkjunum upp á síðkastið. Þar er htið á mennina, sem börðust meö Þjóðverjunum gegn Sovét- mönnum, sem þjóöhetjur - af eðh- legum ástæðum. Samvinnan meö Þjóðveijunum var síðasta vömin gegn ógnarstjóm Stalíns. í Eistlandi er thhneiging th að afneita ahri þátttöku í grimmdar- verkum Þjóðveijanna, Eistar neita að horfast í augu við þá skuggahhð á sjálfstæðisbaráttu sinni. Því er varla hægt að taka mark á yfirlýs- ingu eistneska utanríkisráðuneyt- isins um sakleysi Miksons. Þeir eru ekkert búnir að rannskaka þetta mál,“ segir Þór. Hvareru frumskjölin? „Spuming mín er: Hvað er th af skjölum um þetta og hvar eru frumskjöhn. Þessi bók eftir Saare, sem kom út fyrir 20 árum, er greini- lega engin heimhd út af fyrir sig. Hún er skrifuð í þeim thgangi aö ófrægja manninn. Kommúnista- stjórnin í Eistlandi ófrægði alla útlaga á skipulagðan hátt. Án frumskjala hefur bókin ekki mikið ghdi sem sönnunargagn,“ segir Þór. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.