Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. ★★!4 Ráðagóð frænka ★★ Myndbönd Once Around er önnur tveggja nýrra mynda sem koma Inn á iistann þessa vikuna. Fer hún i níunda saetið. Er um að ræöa gamanmynd með mörgum úrvaisleikurum. Á myndinni sjáum við þrjá þeirra, Hoily Hunter, Richard Dreyfuss og Danny Aiello. 1(1) Naked Gun 2!4 2 (3) State of Grace 3 (2) Kiss before Dying 4 (4) Hróí höttur, príns þjófanna 5(5) Murder 101 6 (7) Mermaids 7 (-) The Russia House 8 (6) Siience of the Lambs 9 (-) Once around 10(8) Perfect Weapon 11 (9) Born to Ride 12(10) Fever 13 (13) Out for Justice 14 (14) LA. Story 15 (12) The Pope Must Die Mótorhjólatöffarar BORN TO RIDE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Graham Baker. Aóalhlutverk: John Stamos, John Stockwell og Terl Polo. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 86 mín. Bönnuó börnum innan 12 ára. Born to Ride er látin gerast í seinni heimsstyrjöldinni. Þaö er aftur á móti nokkuö liðið á mynd- ina þegar hægt er að gera sér grein fyrir þessari staðreynd því að und- ir dynjandi rokktónlist fylgjumst við í byrjun með mótorhjólatöffara í leðurfatnaði að leika hstir sínar í óþökk við yfirvöld sem setja hann í fangelsi. Til bjargar kemur herforingi sem fær töffarann til að þjálfa hersveit sem á að berja á nasistum. Skiptir engum togum að sögusviðið er flutt til Spánar þar sem kappakstur á mótorhjólum stendur fyrir dyrum. Undir því yfirskyni að vera þátt- takendur ætlar herflokkurinn að freista þess að frelsa kjamorkuvís- indamann og dóttur hans. Bom to Ride er meö þvílíkum endemum að stundum er ekki ann- að hægt en hafa gaman af allri vit- leysunni. Sjálfsagt hefði myndin verið skárri ef handritshöfundar hefðu haldið sig við nútímann í stað þess að vera að klessa sögunni fimmtíu ár aftur í tímann. ★★*/2 Leifar kalda stríðsins Ávilligötum SIESTA Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Mary Lambert. Aðalhlutverk: Ellen Barkin, Gabriel Byrne og Julian Sands. Bandarisk, 1987-sýningartimi 100 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Siestaer frumleg kvikmynd. Ekki veit ég deiii á leikstjóranum, Mary Lambert, en greinilegt er að hún sækir fyrirmynd sína meira í evr- ópskar nýbylgjumyndir en banda- rískar myndir. Gallinn er að dæm- ið gengur ekki upp. Heföi Lambert fylgt góðri byrjun, sem minnir um margt á klassískar sakamálamynd- ir, hefði Siesta getað orðið ágætur þriller. Stúlka nokkur vaknar til meðvit- undar fyrir utan flugvöll á Spáni í rauðum kjól einum fata. Hún er útötuð blóði en það er ekki hennar eigið blóð. Hún reynir að muna hvað gerst hefur síðustu daga en án árangurs. Hún heldur til næstu borgar og kannast strax við sig og smám saman fer að rifjast upp fyr- ir henni að hún hafi líkast til drep- ið einhvern. Hér fara að koma brestir í sögu- þráðinn sem ágerast og eftir miðja mynd veit maður alls ekki hvert myndin stefnir enda er Ijóst að leik- stjórinn hefur allt annaö í huga en að gera sakamálamynd og skýring- in á öliu því sem á undan er gengið fær mann til að halda að leikstjór- inn hafi verið í einhverri sérveröld þar sem hvítt er svart og svart er hvítt. Ellen Barkin, Gabriel Byme, Jodie Foster, Martin Sheen, Julian Sands og Isabelia Rossellini leika öll í myndinni og eiga góða spretti inn á milli en geta htlu bjargað. Það besta viö Siesta er tóniistin sem Miles Davis leikur af snilld. -HK Vilji og metnaður ,CT OF WILL Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Don Sharp. Aóalhlutverk: Victoria Tennant, Peter Coyote og Elizabeth Hurley. Bresk, 1989 - sýnlngartimi 200 min. (2 spólur). Leyfð öllum aldurshópum. Barbara Taylor Bradford er ákaf- lega vinsæll breskur metsöluhöf- undur og er prentsvertan varla þornuð af síðum bóka hennar þeg- £ir búið er að gera míniseríu eftir þeim. í Act of Will fylgjumst með ungri og viljasterkri konu sem fórnar öllu fyrir dóttur sína sem á að fá að gera allt sem hún fór á mis við og þessi fórn hennar kemur niður á hjónabandinu. Dóttirin vex úr grasi og verður hinn mesti kven- kostur og nýtur mikillar velgengni í hönnun tískufatnaðar en hún er ekki jafnheppin og móðir hennar þegar ástamálin eru annars vegar. Act ofWill hefur rólega uppbygg- ingu eins og oft er um breskar kvik- myndir af þessari lengd en hún er vel gerð að mestu leyti og heldur áhorfandanum viö efnið. Leikarar standa sig yfirleitt vel, ef Peter Coyotye er undanskilin. Hann er ekki sannfærandi sem breskur stjórnmálamaður. Sean Connery og Michelle Pfeiffer leika aðalhlutverkin House. The Russia ★ !4 ard, fylgir bókinm vel og bregður aldrei út af atburðarásinni eins og hún er sögð þar. Myndin er að stórum hluta tekin í Rússlandi og þar hefst sagan á því að rússnesk kona, Katya, kemur handriti að bók, merktri útgefand- anum Barley Blair, með boöbera til Englands. Þegar boðberinn hef- ur ekki uppi á Blair lætur hann leyniþjónustuna fá handritið. Leyniþjónustan sér að handritið THE RUSSIA HOUSE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Fred Schepisi. Aóalhlutverk: Sean Connery, Michelle Pfeiffer, Roy Scheider og James Fox. Bandarísk, 1990-sýningartimi 118 min. Bönnuó börnum innan 12 ára. The Russia House er njósnaþrill- er af eldri gerðinni og blessunar- lega laus við mikið ofbeldi. Myndin fer nokkuð rólega af stað og það tekur þann sem ekki hefur lesið bók Johns Le Carré, sem myndin er gerð eftir, nokkum tíma að kom- ast almennilega inn í hvað um er að vera. Handritshöfundurinn, hið þekkta leikritaskáld Tom Stopp- inniheldur upplýsingar sem gætu haft afdrifaríkar afleiðingar í vopnakapphlaupinu. Blair er leit- aður uppi en auk þess að vera bóka- útgefandi er hann drykkjumaður og saxófónleikari og hefur lítinn áhuga á heimspólitíkinni. Hann lætur þó undan þrýstingi og fer til Moskvu til að reyna að hafa sam- band við vísindamanninn sem skrifaði handritið sem stílað var til hans. Rússlandsdeildin er virkilega vel gerð kvikmynd. Leikstjórn Freds Schepisi er styrk og handrit Stopp- ards eins og best verður á kosið en samt er eins og neistann vanti. Kannski er ástæðan fyrir að maður fær aldrei brennandi áhuga á sögu- þræðinum sú þíða sem nú er á milli austurs og vesturs. Þegar far- ið er að sýna í sjónvarpinu innan- hússmyndir hjá KGB, fyrrum leyniþjónustu Sovétríkjanna, og öll skjöl gerð opinber þá er dulúðin yfir njósnum í kalda stríðinu horf- in. -HK WAITING FOR THE LIGHT Útgeiandi: Skífan. Leikstjóri: Christopher Mónger. Aóalhlutverk: Shlrley MacLaine, Teri Garr og Clancy Brown. Bandarisk, 1990 - sýningartími 93 min. Leyfð öllum aldurshópum. Waiting for the Light fjallar á gamansaman hátt um fjölskyldu sem flyst úr stórborg í sveitina. Fjölskylda þessi er að vísu nokkuð sérstök og öðruvísi, hún saman- stendur af móður, tveimur krökk- um hennar, sem eru hinir mestu ólátabelgir og prakkarar, og frænku sem ekki lætur sitt eftir liggja þegar prakkarastrik eru ann- ars vegar. Móðirin, sem er eina manneskjan á heimihnu sem hefur einhvem snefil af ábyrgðartilfinningu, hefur lítinn tíma fyrir kærasta sinn, sem finnst hann vera útundan, ef hún á að geta haldið fjölskyldunni sam- an. Breyting verður á högum þeirra þegar móðirin erfir veitingastað í sveit. Fjölskyldan tekur sig upp og fer í sveitina en vonbrigðin veröa mikil þegar þau komast að því að staöurinn er í mikilli niðurníðslu. Ekki er samt gefist upp heldur reynt aö lappa upp á hlutina en viðskiptin em róleg þar til frænkan og krakkamir, í prakkaraskap gagnvart nágrannananum, verða þess valdandi að nágranninn frels- ast og segir öllum að María mey hafi birst sér. Það er ekki að sökum að spyrja: Fjöldi fólks kemur á staðinn þar sem hann þóttist sjá hina helgu mey og viðskiptin fara að blómstra... Shirley MacLaine leikur frænk- una göróttu sem áöur fyrr var stjama í sirkus og er óhætt að segja að hún haldi myndinni gangandi, enda persónan hin skemmtileg- asta. Annars er Waiting for the Light í heild hin besta skemmtun. Myndin gerist í byrjun sjöunda áratugarins og kemur Kúbudeilan nokkuð viö sögu á skondin hátt. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.