Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Gestapó nútímans Ísraelsríki hefur valtað yfir friðargæzlulið Samein- uðu þjóðanna í Líbanon alveg eins og það valtaði yfir Davíð Oddsson forsætisráðherra í opinberri kurteisis- heimsókn hans. Ráðamenn ísraels láta sig litlu varða um lög og hefðir í alþjóðlegum samskiptum. Fátítt er, að friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna verði fyrir árásum. Enda er slíkt ekki falhð til að auka möguleika á notkun slíkra sveita á viðkvæmum svæð- um, sem nóg er til af í heiminum. Fordæmi ísraels spih- ir fyrir möguleikum Sameinuðu þjóðanna í friðargæzlu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á aldarfjórðungi. Gamlir hryðjuverkamenn hafa tekið völdin í ísrael og njóta til þess almannastuðnings. Ríkið hefur á þessum tíma breytzt úr lýðræðisríki í hálfgert skrímsh, sem er th sífehdra vandræða í einstefnu eiginhagsmuna. Ísraelsríki stundar dagleg hermdarverk á hernumdu svæðunum í Palestínu. Herflokkar fara um og drepa fólk, hneppa í varðhald og pynda það til dauða. Þeir aka jarðýtum yfir heimhi fólks og ávaxtagarðana, sem eru hfibrauð þess. Þetta eru gestapó-sveitir nútímans. Ógeðfeht er, að íslenzkur forsætisráðherra skuh hafa farið í opinbera heimsókn til þessara hryðjuverka- manna. Það er þó nokkur huggun, að hann skuh hafa fengið makleg málagjöld, af því að gestgjafar hans kunna ekki einföldustu reglur um hlutverk gestgjafa. Á sama tíma og ísrael krefst þess, að eltir séu uppi menn, sem grunaðir eru um hermdarverk fyrir hálfri öld, krefst ríkið þess í þágu hagsmuna sinna að fá að stunda hermdarverk í nútímanum. Það fordæmir 50 ára gamalt gestapó, en rekur sjálft daglegt gestapó. Sjálfsagt er að reyna að koma lögum yfir einstakl- inga, sem drýgðu fáheyrð fólskuverk fyrir hálfri öld. Hins vegar er fáránlegt af íslenzkum forsætisráðherra að taka við slíkum kröfum frá ríki, sem þverbrýtur al- þjóðalög um meðferð fólks á hemumdum svæðum. ísrael er orðið að æxli í Miðausturlöndum. Það kem- ur í veg fyrir, að unnt sé að koma á vitrænni sambúð mhli hins vestræna heims kristninnar og hins austræna heims íslams. Þetta hefur gerzt, af því að ísrael hefur of lengi notið bhnds stuðnings af hálfu Vesturlanda. Ábyrgðin á breytingu ísraels í eitt stórt og hamslaust ég-ég-ég hvhir fyrst og fremst á Bandaríkjunum. Þaðan hafa runnið peningamir, sem hafa gert Israel kleift að gera að vhd innrásir í nágrannaríkin og sem hafa gert Israel kleift að stunda landnám á hernumdum svæðum. Með eindregnum stuðningi við vígvæðingu og út- þenslu ísraels hafa Bandaríkin valdið Vesturlöndum óbætanlegum vandræðum, sem eiga enn eftir að aukast í náinni framtíð. Bandaríkin hafa vakið upp hryðju- verkadraug, sem erfitt verður að kveða niður. Ráðamönnum Vesturlanda ber af vaxandi þunga að gera ráðamönnum Bandaríkjanna grein fyrir, að stuðn- ingur þeirra við ísrael í dehum Miðausturlanda skaðar hagsmuni og hugsjónir Vesturlanda. ísrael á að vera parh á borð við Serbíu, írak, Haiti og Burma. Engar horfur eru á, að ísraelsmenn hverfi til betri siða. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn þar í landi hefur nú skipt um leiðtoga. í stað tiltölulega friðsams Peresar er kominn thtölulega herskár Rabin. Þannig er þjóðfélag ísraels smám saman að verða herskárra. Okkur íslendingum ætti raunar ekki að bera nein skylda til að halda stjórnmálasambandi við ríki, sem ekki er húsum hæft í fjölþjóðlegum samskiptum. Jónas Kristjánsson Þjarmað að Bush frá báðum hliðum Fyrsta almenna kjör fulltrúa á flokksþing stóru stjórnmálaflokk- anna í Bandaríkjunum á þessu kosningaári staðfesti það sem menn var farið að gruna: George Bush á undir högg að sækja í bar- áttu sinni fyrir endurkjöri í forseta- embætti. Patrick Buchanan, íhaldssinnaður orðhákur af írsk- um ættum, sem aldrei hefur verið kjörinn né skipaður í opinbert embætti og er þó kominn á sextugs- aldur, náði yfir 40 af hundraði fylgi meöal repúblikana í New Hamps- hire. Bush varð að láta sér nægja 58 af hundraði en í kosningabarátt- unni höfðu kosningastjórar hans sagt að allt innan við .65% væri ósigur. Það gerir stöðu Bush enn verri að ljóst er að fylgi Buchanans bygg- ist ekki fyrst og fremst á stuðningi við sjónarmið hans, heldur andúð á framkomu og gjörðum forsetans og löngun til að ná.sér niðri á hon- um með sem áhrifaríkustu móti. Fréttamenn komust að raun um að hartnær helmingur þeirra sem sögðust við komu úr kjörklefa hafa geitt Buchanan atkvæði sitt, kvaðst frekar myndi kjósa frambjóðanda demókrata, hver svo sem hann yrði, en Bush til endurkjörs í kosn- ingunum í nóvember. New Hampshire-búar hafa orð á sér fyrir að vera íhaldssamir og fylkið hefur um langan aldur verið eitt af höfuövígjum repúblikana. Samdráttarskeiðið, sem nú ríkir í bandarísku atvinnulífi, hefur kom- ið þar sérstaklega hart niöur. Meg- inástæða þess hversu samdráttur- inn reynist þrálátur og erfiður við- ureignar með venjulegum hag- stjómarúrræðum er glannaleg og ábyrgðarlaus fjármálastjórn, bæði í ríkisfjármálum og af hendi f]ár- málastofnana í einkaeign, á stjóm- arárum Ronalds Reagan þegar Ge- orge Bush var varaforseti. Timburmennimir eftir gróða- brasksfylliríiö undanfarinn áratug koma því maklega niður þar sem forsetinn á í hlut en þar með er ekki sagt að þorri óbreyttra kjós- enda geri sér ljóst samhengi fjár- málasukksins, tvöfoldunar ríkis- skulda á ferli eins forseta, hruns sparisjóðakerfisins eftir að brask- arar fengu að leika þar lausum hala, hervirkja skranverðbréfa- framboðsins á fjármagnsmarkaði og í rekstri fyrirtækja, og vaxta atvinnuleysis, þverrandi aðgangs aö heilbrigðisþjónustu með viðráð- anlegum kostnaði og versnandi fjárhagsstöðu bandarísku meðal- fjölskyldunnar. Einn úr hópi þeirra fimm sem sækjast eftir tilnefningu í forseta- framboð af hálfu demókrata hefur Erlend tíðindi MagnúsTorfi Ólafsson boðskap á þessu sviði að megin- uppistöðu í kosningabaráttu sinni. Sá er Paul Tsongas, grískættaður atvinnurekandi og síöar öldunga- deildarmaður frá Massachusetts, en varð að draga sig í hlé um miðj- an síðasta áratug vegna baráttu við krabbamein. Hann varð hlutskarp- astur þeirra fimmmenninga í New Hamsphire, náði 34 af hundraði atkvæða. Næstur meöal demókrata kom Bill Clinton, fylkisstjóri í Arkans- as, einu suðurfylkjanna. Honum þótti veita betur framan af kosn- ingabaráttunni en lenti í fjölmiðla- uppsteit út af kvennamálum og hvemig hann slapp við herþjón- ustu á tímum stríðsins í Víetnam og beið af nokkurn hnekki. Þegar allt kemiu* til alls þykir gott hjá honum að ná 26 hundraðshlutum því Tsongas hafði það með sér að vera úr nágrannafylki og þekktur fyrir í New Hampshire. Frambjóöendum demókrata er fundið það til foráttu að vera allir á svipuðum aldri, keimlíkir i mál- flutningi og lítt kunnir fyrir á landsmælikvarða. Áhrifamenn í flokknum hafa lengi lagt að Mario Cuomo, fylkisstjóra í New York, að gefa kost á sér. Hann er mælsku- maður sem sópar að og reyndur í harðri kosningabaráttu. Cuomo hefur ekki þóst eiga heimangengt meðan hann á í eijum við fylkis- þingið um setningu fjárlaga. Stuðn- ingsmenn hans í New Hamsphire efndu til herferðar tii að fá kjósend- ur til að rita nafn Cuomo á kjörseö- ihnn og settu sér það mark að ná 15% fylgi sínum manni til handa. Reyndin varð að Cuomo marði 2%, og er útséö um að hann fari í keppnina um flokksþingsfulltrúa úr þessu. Enda er svo liðiö á undirbúning útilokaðir. Næsta rimma sem um munar verður 10. mars í 11 fylkjum um Bandaríkin sunnanverð. Þar verða þeir báðir á heimavelli Bush og Clinton og hafa auk þess úr ríf- legustum kosningasjóðum að moöa. En Buchanan og hans menn telja sig hafa þarna möguleika meðal íhaldssams kjósendahóps þar sem glósur Buchanans með skírskotun til andúðar á svertingj- um og gyðingum gætu fundið betri jarðveg en víðast annars staðar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafréttamönnum ber saman um að Buchanan geri sér ekki von um að fella Bush í for- setavali. Markmið hans sé að móta hreyfingu íhaldsmanna í sinni mynd til að geta látið skríða til skarar um yfiráðin í Repúblíkana- flokknum í aðdraganda forseta- kosninganna 1996. íhaldsfylkingin, sem átti mestan þátt í að hefja Ronald Reagan til valda, telur Bush hafa svikið sig og hinn sanna málstað. Syndafallið var að þeirra dómi þegar hann gekk á bak orða sinna úr kosninga- baráttunni 1988 og féllst á nokkrar skattahækkanir í samkomulagi við þingmeirihluta demókrata um ráð- stafanir til aö hefta vöxt fjárlaga- hallans á yfirstandandi áratug. í sama knérunn var höggvið þegar forsetinn heyktist á að beita neit- unarvaldi gegn lagasetningu ann- ars vegar um að hnekkja hömlum sem hæstiréttur hefur á síðustu árum lagt á framkvæmd eldri laga um ráðstafanir til að tryggja jafn- rétti kynþátta og kynja og hins veg- ar um að auka rétt fólks til atvinnu- leysisbóta. Þótt New Hamsphire sé meðal fámennustu fylkja Bandaríkjanna hefur forkosningin þar mikla tákn- ræna þýðingu fyrir það sem á eftir fer í keppni forsetaefna. Frá 1952 hefur enginn hlotið forsetakjör án þess aö hafa áður sigrað í New Hamsphire. Og á sama tímabili hefur enginn forseti náð endur- kjöri, nema hann næði fylgi tveggja þriðju kjósenda síns flokks í fylk- inu. Úrshtin nú eru í samræmi við niðurstöðú nýlegrar skoðanakönn- unar um land allt, sem Washington Post og ABC-news stóðu fyrir. Þar kom í ljós að 57% telja efnahags- ástandið helsta vandamál þjóðar- innar og hafði fjölgaö úr 42% í okt- óber. Mesta áhyggjuefni fólks reyndist atvinnuleysi sem 26% til- tóku og er nær þrefóldun frá 9% í október. Loks telja 49% á móti 38% demókrata betur fallna til að fást við efnahagsvandann. Fyrir tveim árum var hlutfallið 52% á móti 33% repúblíkönum í vil. gert upplýsingar og áminningar- forkosninga að nýir menn eru víöa Magnús T. Ólafsson Bill Clinton, forsetaefni demókrata, þrýstir Hillary, konu sinni, að sér eftir að kosningaúrslit í New Hamp- shire urðu kunn. Símamynd Reuler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.