Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Kvikmyndir Jodie Foster í nýiu hlutverki A næstunni mun Háskólabíó taka til-sýningar myndina Little Man Tate. Þetta er engin stórmynd heldur frumraun leikkonunnar Jodie Foster í leikstjórastólnum. Jodie Foster er leikkona sem leynir á sér, eins og bersýnilega kom fram í myndinni The Silence of the Lambs þar sem hún fór með annað aðalhlutverkið á eftirminnilegan máta á móti Anthony Hopkins. í Little Man Tate ættu aðdáendur Jodie að fá eitthvaö fyrir sinn snúð því auk þess að leikstýra myndinni leikur hún eitt aðalhlutverkið. Little Man Tate fjallar annars um 7 ára gamlan hráðgáfaðan dreng, sem á við vanheilsu að stríöa. Hann er með magasár og er einmana vegna þess að móðir hans, leikin af Jodie Foster, hefur takmarkaðan tíma til að sinna honum þótt hún sjái ekki sólina fyrir baminu. Hún er ekki viss hvemig hún eigi að ala drenginn upp því hann hefur meira gaman af að leysa eðlisfræðiþrautir og semja lög en leika við jafnaldra sína. Móðirin er ósköp venjuleg stúlka sem lenti í því að eiga dreng- inn aðeins 17 ára að aldri. Vandinn er sá að drengurinn er allt að því snillingur og móðirin veit ekki hvemig hún á að ala hann upp. Hún hefur reynt að ala hann upp sem hvert annað barn en það geng- ur ekki upp. Æskuminningar Jodie Foster var sjálf sögð vera einstaklega vel gefin sem bam og því má líta á þessa mynd að hluta til sem sjálfsævisögu. Hún var ahn upp af móður sinni sem tók flestar ákvarðanir fyrir hana í æsku. Hún tók m.a. þá ákvörðun að leyfa dótt- urinni að leika í Taxi Driver, þar sem Jodie sló í gegn sem leikkona. Þar lék hún 12 ára gamla stúlku sem stundaði vændi við Times Torgið í New York og hlaut ósk- arstilnefningu fyrir leik sinn. „Við gerðum samkomulag“, hefur verið haft eftir Jodie, „vegna þess að mamma hélt að Martin Scorsese væri virtur kvikmyndagerðarmað- ur“. Mamma hennar fylgdist síðast með Jodie eins og sjáaldri auga síns meðan á myndatökunni stóð. „Ég lít á samband drengsins við móður sína í myndinni ekki ólíkt og sam- band okkar mömmu var. Mæður gefa svo margt upp á' bátinn og fóma svo miklu fyrir börnin sín. Mamma sá um aö taka allar ákvarðanir og stjómaði lífi mínu á þessum árum enda hvaða vit hefur 12 ára gamall krakki til að gera það sjálfur?" segir Jodie. „Hún vildi að ég liföi hamingjusömu lífi. Þetta fyrirkomulag var miklu betra fyrir mig en að hafa einhvem umboðs- mann sem var á eftir þeim pening- um sem ég ynni fyrir og gæti síöan stungiö af tíl Paraguy." Góður kvik- myndatökumaður Jodie minnist einnig sterkra til- finninglegra banda við móður sína á þessum árum. „Þaö er annað til- finningasamband milh einstæðs foreldris og bams en ef báðir for- eldramir byggju saman,“ eins og hún komst aö orði í nýlegu viðtah. Þessu er m.a. lýst í myndinni í áhrifaríku atriði þegar drengurinn dansar við móður sína. „Þau em Atriði úr Silence of the Lambs. ekki bara vinir heldur einnig félag- ar.“ Little Man Tate er framleidd af Orion fyrirtækinu. Það hefur verið í miklum fjárhagslegum kröggum sem hefur gert það að verkum að myndin hefur ekki hlotið viðeig- andi kynningu. Handritið er skrif- að af Scott Frank en framleiðandi er Scott Rubin. Jodie áttaði sig á því að sem byijandi í leikstjórn yrði hún að vera mjög vandfýsin viö val á kvikmyndatökumanni. Það er mjög auðvelt fyrir leikstjóra sem er ekki of ömggur með sjálfan sig að velja kvikmyndatökumann sem „keyrir" kvikmyndatökuna í gegn. Miklar kröfur Kvikmyndatökumaður með sterkan persónulegan stíl gerir miklar kröfur til leikstjórans sem verður að móta þann ramma sem kvikmyndagerðarmaðurinn á að vinna innan og síðast en ekki síst aö sjá til þess að hann geri það. Hér er í raun verið að tengja saman ímynd og yfirsýn kvikmyndatöku- mannsins við hugmyndir leikstjór- ans um myndina. Leikstjórinn veröur að beita kvikmyndatöku- manninum á þann máta að heildar yfirbragð myndarinnar sé ekki bara kvikmyndatökumannsins heldur verk leikstjórans þar sem kvikmyndatökumaðurinn er einn þáttur í heildarmyndinni. Þegar þetta tekst vel myndast oft fræg tvígengi eins og Storaro og Copp- ola, Wilhs og Woody Ahen og Zsigmond and Spielberg. Jodie Foster langaði th aö gera eitthvað meira úr handriti Scott en fjöl- skyldumynd um uppeldisvanda- mál og valdi því sem kvikmynda- tökumann Bretann Mike Southon. Þótt hann sé ekki eins þekktur og Wihis eða Storaro hefur hann getið Atriði úr Little Man Tate. Umsjón Baldur Hjaltason sér gott orð. Hann vakti fyrst veru- lega athygh þegar hann kvikmynd- aði myndina Paperhouse. Síðan vakti hann óskipta athygli í Banda- ríkjunum þegar hann settist fyrir aftan kvikmyndatökuvéhna í tryh- inum A Kiss Before Dying sem leik- stýrt var af James Dearden. Sam- vinna þeirra Jodie Foster virðist hafa tekist vel og því verður gaman aö sjá útkomuna þegar myndin verður sýnd hérlendis. Fómarlamb Það er forvitnhegt að velta fyrir sér hvaða ímynd Jodie Foster hefur í huga okkar. Þótt hún hafi birst á fleiri forsíöum tímarita en Juha Roberts og Cindy Crawford er hún ekkert kyntákn. Hún er þó fuhtrúi einhvers sem höfðar th okkar. Hún er mikh baráttumanneskja og leik- ur yfirleitt hlutverk fómarlambs- ins sem oftast stendur þó uppi í lokin sem sigurvegari. Þetta á við hlutverk hennar í The Silence of the Lambs auk þess að hún þurfti að berjast fyrir því að fá að leika hlutverkið. Einnig má nefna hlut- verk hennar í The Accused þar sem hún var hetjan sem gafst ekki upp og náði rétti sínum gagnvart nauðgurunum. Sama baráttan ein- kennir hlutverk hennar sem móðir htla drengsins í Little Man Tate. Reynsla Jodie sem leikkonu hef- ur auðsýnhega komið henni að góðum notuð við leikstjómina. Hún meðhöndlar efnið með nær- gætni og í hehd hefur myndin sterkt yfirbragð. Little Man Tate er ekkert hstaverk og heldur getur enginn ásakað hana fyrir að hafa reynt að færast of mikið í fang eins og oft vill verða með frumraun margra leikara sem leikstjóra. Forvitnilegur leikferill Raunar á Jodie Foster mjög skrautlegan ferh sem leikkona því mörg þeirra hlutverka sem hún hefur tekið að sér bjóða upp á all- sérkennhegi atriði. í The Hotel New Hampshire (1984) er henni hópnauðgaö, á ástarævintýri viö Nastassja Kisnki og stundar sifja- speh meö Robert Lowe. í myndinni Siesta (1987) sefur hún hjá dauðri konu og í Foxes (1980) lék hún vandræöaunghng ánetjaðan eitur- lyfium. í myndinni Five Comers (1988) er hún skotspónn ofbeldis- kenndrar þráhyggju Jon Turtur- ros. Það fór lítið fyrir þessum myndum og það er ekki fyrr en með The Accused og svo the Sil- ence of the Lambs að hún fór að verða verulega þekkt sem leik- kona. En hvers vegna velur Jodie Foster svona hlutverk? „Mér væri alveg sama þótt ég geröi gaman- myndir", var haft eftir Jodie í ný- legu blaðaviðatah. „Ég fæ bara ekki nógu mikið út úr þeim. Ég býst við að ég hafi gaman af að teygja svoht- ið á raunveruleikanum. Ég hef sér- staklega gaman af hlutverkum þar sem ég verð að takast á við hluti sem snerta sjálfa lífsbaráttuna oft upp á líf og dauða. Ég hef gaman af að skoða hluti sem flestir vhja ekki eða geta ekki séð.“ En þaö hefur líka sína ókosti að velja svona hlutverk. Það em nú ein 12 ár síðan John Hinckley skaut á þáverandi forseta Bandaríkjanna Ronald Reagan. Hinckley sagðist hafa gert þetta th að tjá aðdáun sína á Jodie Foster, uppáhaldsleik- konunni sinni. Hann fékk hug- myndina eftir að hafa horft á Ro- bert DeNiro í hlutverki Travis Bickle í myndinni Taxi Driver, sem framdi ekki ólíkan glæp þar. Jodie var einnig lögð í einelti af öðrum ádáenda, Michael Richárdsson, svo hún varð að leita á náðir lögregl- unnar. Það er kannski ekki að furða að Jodie Foster velji sérstæð hlutverk í myndum sínum eftir þessa upplifun. Jodie er sterkur persónuleiki og er líklegt að þessi upplifun eigi eftir að styrkja hana sem leikstjóra í náinni framtíð. Hún tekur ahtaf eitt skref í einu og því verður gaman að sjá hvað hún gerir næst. Helstu heimildir: American Film, Empire.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.