Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
Sérstæð sakamál
Hugarórar
Ben Fogelberg var afar stoltur
þegar hann fékk að heyra hjá konu
sinni, Maríu, að hún ætti von á
barni. Og þegar hún fæddi dóttur
' varð gleði hans enn meiri. Hann
var svo hreykinn af henni að hann
lagði til við konu sína að dóttirin
fengi nafniö Bena, sem er kvenút-
gáfan af hans nafni, Ben.
Maríu fannst það í góðu lagi. Hún
var ástfangin af manni sínum og
stolt af afrekum hans á viðskipta-
sviðinu en hann var fasteignasali.
Og á þeim dögum var ekki annað
að sjá en hann væri bæði í góðu jafn-
vægi og traustur. Þá var fjárhagur-
inn ágætur og þau hjón bjuggu í fall-
egu húsi í góðu hverfl í Denver í
Colorado í Bandaríkjunum.
Og næstu árin benti fátt til þess
að Fogelbergshjónin og dóttir
þeirra, Bena, yrðu ekki hamingju-
söm til frambúöar. En skjótt skip-
ast veður í lofti.
Ráðríki
María og Ben urðu með árunum
dæmigerð fyrir þá sem telja sig vita
hvað bami þeirra er fyrir bestu.
Og eins og nærri má geta kom það
fram í samskiptum þeirra við
Benu. Þau fylltust metorðagirnd
fyrir hennar hönd þegar hún fór í
skóla og fylgdust náið með námsár-
angri hennar. Bena leit málið hins
vegar nokkuð-öðrum augum en
foreldramir. Þeir vildu að hún yrði
framúrskarandi nemandi en Bena
taldi nóg að ná þokkalegum náms-
árangri. Af þessu leiddi spennu í
samskiptum hennar við foreldr-
ana, einkum þó föðurinn.
í hvert sinn sem árangur af prófi
lá fyrir fékk Bena að heyra álit for-
eldra sinna og reyndust einkunn-
irnar í lægra lagi fékk hún skamm-
ir.
Það var þó ekki fyrr en Bena var
orðin táningur að vandamálið fór
að verða alvarlegt. Sífelld afskipti
og ráðríki, einkum fóðurins, gerðu
hana óstyrka. Hún missti smám
saman einbeitingarhæfileikann og
einkunnirnar urðu stöðugt lcikari.
Og þegar hún var orðin átján ára
og féll á mikilvægu prófi treysti
hún sér ekki til að skýra foreldrun-
um frá því og ákvað að strjúka að
heiman.
Ekkert lífsmark
Bena skrifaði bréf og lét þaö á
stofuborðið þar sem foreldrar
hennar sæju það. Skelfmgu lostnir
lásu þeir það sem í því stóð. Móðir-
in, María, fékk móðursýkiskast,
hágrét og féll loks saman. Ben yarð
aftur á móti fyrir vonbrigðum
fyrst. Síðan fylltist hann reiði og
lýsti yfir þvi að hann vildi ekki fá
dóttur sína heim aftur fyrr en hún
hefði beðið afsökunar á hegðun
sinni og lofað að taka sig á í námi.
En Bena sneri ekki heim. Dag-
amir urðu að vikum og vikumar
að mánuðum. Ekkert heyrðist frá
Benu.
Nokkm fyrir jól fengu foreldr-
amir hins vegar bréf frá henni. Þar
lýsti hún yfir því að hún hefði þaö
ágætt og óskaði þeim gleðilegra
jóla. Hún skýrði hins vegar ekki frá
því hvar hún væri og tók fram að
hún vildi ekki koma heim.
Foreldramir fengu sömuleiðis
bréf fyrir afmælisdaga sína og því
vissu þau Ben og María að dóttir
þeirra var á lífi en smám saman
dró úr vonum þeira um aö dóttirin
sneri heim. Loks hafði Bena verið
að heiman í fjögur ár.
Sinnaskipti
Dag einn hringdi Bena loks heim.
Ben Fogelberg.
Bena.
María var ein heima því Ben var
enn í vinnunni. í fyrstu áttaði Mar-
ía sig ekki á hver var í símanum
en varö himinlifandi þegar henni
varð ljóst aö það var dóttirin.
Bena sagði henni að hún hefði
það ágætt en nú vildi hún koma
heim á ný. Hún vildi hins vegar
ganga úr skugga um það að hún
væri velkomin. Þar að auki sagðist
hún vera í vandræöum. Hún væri
í Miami á Flórída, í um fjögur þús-
und kílómetra fjarlægð, og því sem
næst félaus.
„Það er ekkert vandamál," sagði
móöir henar. „Ég skal senda þér
ávísun. Þú ert hjartanlega velkom-
in. Við elskum þig, bæði pabbi þinn
og ég.“
María fék nú uppgefið heimils-
fang Benu. Síöan skrifaði hún ávís-
un á tvö hundruð dali og lagði meö
henni í umslagið bréf þar sem hún
bað dótturina um að hringja til sín
þegar hún kæmi á umferðarmið-
stöðina í Denver þvi þá yrði hún
sótt.
Marfa.
„Hvílíkur hamingjudagur!"
hugsaði Maria. Hún gekk syngj-
andi um húsið og beið eftir því að
maður hennar kæmi heim, en liðið
var á dag.
Hugdettan
Meðan María beið eftir manni
sínum fékk hún allt í einu þá hug-
mynd að best myndi að segja hon-
um ekki frá því að María væri að
koma heim. Best væri að segja hon-
um þaö alls ekki og láta þaö koma
honum á óvart þegar hún stæði
loks fyrir framan hann.
Þegar Ben kom heim nokkru síð-
ar tók hann eftir því að framkoma
Maríu var öðruvísi en venjulega.
Hún gekk um sönglandi og var afar
létt í spori. Ben, sem var mjög af-
brýðisamur að eðlisfari, fór þegar
að gruna konu sína um ótryggð.
Var María búin að fá sér elskhuga?
hugsaði hann. En Ben gætti þess
að láta ekki bera á grunsemdum
sínum.
Eftir því sem dagarnir liðu jukust
grunsemdimar. I hvert sinn sem
síminn hringdi flýtti María sér að
svara og í eitt sinn ýtti hún Ben til
hliðar til að geta komist í símann
á undan honum. Grunsemdir hans
fóru því dagvaxandi og þar kom að
honum fannst rétt aö skoða ávís-
anaheftið hennar.
Að vísu var Ben ekki sú mann-
gerð sem skiptir sér mikið af fjár-
málum konunnar en í þetta sinn
leit hann svo á að í ávísanaheftinu
kynni að vera að finna staðfestingu
á þeirri ótryggð sem hann grunaði
konu sína um.
Fimm skot
Ben hafði ekki flett lengi þegar
hann sá að út úr heftinu hafði ver-
ið skrifuð ávísun á tvö hundmð
dali án þess að hægt væri að greina
til hvers féð hefði runniö. Nú var
sönnunin fengin! María hafði gefið
unga elskhuganum sínum peninga.
Hann þagöi þó enn.
Nokkru eftir hádegi næsta laug-
ardag hringdi síminn heima hjá
Fogelbergshjónunum. Það var
Bena sem hringdi. Hún sagði móð-
ur sinni að hún hefði fengið ávísun-
ina og legði af stað heim næsta
dag. María ætlaði að spyrja hana
hvenær hún yrði komin til Denver
en einmitt á því augnabliki kom
Ben inn í húsið. María, sem vildi
sem fyrr ekkert segja manni sínum
svo Bena gæti komið honum á
óvart, lagði í skyndi á.
„Hver hringdi?" spurði Ben.
„Þaö var enginn sérstakur,"
svaraði María, „bara... bara vin-
kona.“
Ben var ekki í neinum vafa um
að elskhugi konunnar hefði hringt
og þar eð hann hefði komið óvænt
heim hefði hún orðið að slíta sím-
talinu. Hann leit hvasst á konu sína
og gekk upp á efri hæðina.
María varpaði öndinni léttar. Ben
hafði ekki spurt nánar um símtalið.
Hún gekk því fram í eldhús því hún
var ekki farin að taka til hádegis-
matinn.
Nokkrum sekúndum síðar kom
Ben niður stigann með skamm-
byssu í hendinni. Áður en María
gat komið upp nokkru orði skaut
hann hana fimm skotum.
María lést samstundis.
Ben taldi sig nú hafa komið fram
hefndum fyrir ótryggð konu sinn-
ar.
Sannleikurinn
skelfilegi
Meðan þetta var að gerast bjó
Bena sig undir heimferðina.
Nokkru áður en hún lagði af stað
hringdi hún þrívegis heim en eng-
inn svaraði. Henni fannst það ein-
kennilegt en ímyndaði sér að móðir
hennar væri líklega úti í bæ að
kaupa inn eða í öðrum erindagjörð-
um.
Þegar Bena kom á umferðarmið-
stööina í Denver hringdi hún aftur
heim en enginn svaraði frekar en
fyrr. Þá beið hennar heldur enginn.
Hún tók því leigubíl heim en á leið-
inni sóttu að henni efasemdir um
að hún væri eins velkomin og móð-
ir hennar hafði sagt í símann.
Er Bena kom aö húsinu var það
mannlaust. Nágranni sá til hennar
og bar á hana kennsl. Hann lagði
hönd á öxl hennar, bauð henni inn
til sín og sagði henni frá þvi að fað-
ir hennar hefði skotið móður henn-
ar til bana.
Bena fór að hágráta en spurði
síðan nágrannann hvort hann vildi
vera svo góður að aka henni á lög-
reglustöðina svo að hún gæti rætt
við foður sinn.
Þegar hún kom þangað fékk fað-
irinn skýringu á símtölunum sem
vakiö höfðu grunsemdir hans og
því hver fengið hefði tvö hundruð
dala áyísunina. „Ungur elskhugi"
var afsprengi ímyndunarafls af-
brýðisemi hans, manns sem hafði
ekki getað tjáð sig við konu sína
um grunsemdir sínar eða leitað
sannleikans á annan hátt.
Bena var komin heim eftir fjög-
urra ára fjarveru sem var afleiðing
ráöríkis og ofstjómar. En móðirin
var látin og faðirinn kominn í varð-
hald þar sem hann beið dóms fyrir
morð.
Bena býr í dag ein í húsi foreldra
sinna og neitar að ræða málið.
Fréttamenn, sem leitað hafa eftir
viötölum við hana, hafa orðið aö
snúa sér til lögfræðings hennar
sem segir að hún líti svo á að hún
hafi engu við það að bæta sem þeg-
ar liggur fyrir.