Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Útlönd Áfram barist í Suður-Líbanon: Ísraelsríki hef ur eyðilagt líf mitt Þessi gamla kona stendur við rústir heimilis sins sem eyðilagðist í bardög- um israelskra hersveita og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Simamynd Reuter Austur-þýska öryggislögreglan: Skipulagði valdarán í Vestur-Berlín Skæruliðar Hizbollah-hreyfmgar- innar héldu aftur tO Suður-Líbanons í gær um leið og ísraelsmenn höfðu flutt hersveitir sínar á brott frá tveimur þorpum sem þær höfðu her- tekið og skutu fjórtán Katyusha- eldflaugum í átt að ísrael. Flestar eldflauganna lentu á öryggissvæði ísraels í suðurhluta Líbanons. Ein þeirra lenti þó í húsagarði í Granot Hagalil í Vestur-Galíleu og varð fimm ára stúlku, Avivu Elizada, að bana og særði aðra þrjá úr fjölskyldu hennar. Þetta eru fyrstu mannskaðamir í ísrael í árásum Hizbollah til að hefna fyrir leiðtoga sinn, sheik Abbas Musawi, sem lést í fyrirsát ísraelskra hermanna á sunnudag. ísraelskar stórskotaliðssveitir svöruðu árásinni með því að skjóta að skæruliðum Hizbollah sem hafa sent um eitt hundrað Katyusha- flaugar á ísrael í vikunni. Stjórnvöld í ísrael sögðu að sólar- hringsinnrás þeirra í Líbanon hefði tekist vel og aðstoðarmaður Shamirs forsætisráðherra sagöi að áfram yrði haldið að ráðast á skæruhðana. Innrás ísraelska hersins hefur ver- iö mótmælt á alþjóðavettvangi og Bandaríkjamenn hvöttu deiluaöila til að sýna stillingu. íbúar þorpanna, sem ísraelsmenn hertóku, voru í öngum sínum yfir eyðileggingunni á heimilum sínum og sögðu að þeir hefðu ekki bolmagn til að hindra Hizbollah í að koma þar upp bækistöðvum. „Megi guð afmá Ísraelsríki. Það hefur eyðilagt líf mitt,“ sagði Mousa Hamdan, 80 ára, sem missti hús sitt íbardögunum. Reuter „Ríki“ Færey- inga loksins samþykkt Jens Dalsgaard, DV, Eæreyjum; Lögþing Færeyja hefúr sam- þykkt frumvarp til iaga um stoöi- un áfengisútsölu. með góðum meirihluta. Að visu á enn eftir aö afgreiða frumvarpið endan- lega við þriðju umræðu en þing- menn eru sammála um að hefta ekki framgöngu þess. Skipulag áfengissölunnar verð- ur með svipuð hætti og hjá ÁTVR á íslandi. Komið verður á fót sjö áfengisútsölum og hótel og veit- ingahús geta selt áfengi sem ekki hefur verið til þessa. Taliö er aö nokkur tími líði þar til lögin koma að fullu til frara- kvæmda. Fyrst fá hótelin vínveit- ingaleyfL Allar tegundir áfengis veröa seldar aö því undanskildu aö sterkasti bjórinn veröur bann- aður. Geimverum fagnaðmeð heitubaði Geimverum verður tekið með kostum og kynjum í sérstöku sendiráði sem sérviskulegur franskur trúarhópur áformar aö byggja nærri Jerúsalem. f'yrst á að drífa þær í heitt bað, siðan fá þær góöan mat og loks verða þær háttaöar ofan í þægileg rúm. Hópurinn hefur þegar náð sam- bandi viö geiraverur sem þelr kalla „Heióíma“. Upphafsmaður safnaðarins er fyrrverandi blaöa- maöur. Reuter Stasi, öryggislögregla austur- þýsku kommúnistastjómarinnar, hafði uppi nákvæmar áætlanir um að taka völdin í Vestur-Berlín og bjó til lista yfir þá sem átti að handtaka. Þetta kom fram í gögnum frá Stasi sem vora gerð opinber í gær. Þýska stjómarstofnunin, sem hef- ur umsjón með skjölum Stasi, skýrði frá því að árið 1985 hefði öryggislög- reglan stofnað sérstaka deild sem átti aö skipuleggja handtöku „óvina- sveita" í vesturhluta Berlínar. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdasfjórnar Evrópubandalags- ins, sagði í gær að George Bush Bandaríkjaforseti yrði að gera til- slakanir fil að koma GATT-viðræð- unum um heimsverslun úr þeim ógöngum sem þær eru nú í. „Við höfum lagt okkur fram og við ætlumst til aö Bush sjálfur leggi sitt af mörkum þar sem samningamönn- um hans verður ekki þokað,“ sagði Delors eftir fund með Francois Mit- terrand Frakklandsforseta. Delors sagöi aö hann hefði ekki rætt við Mitterrand um GATT- samninginn sem strandar aðallega á kröfu Bandaríkjasljómar um að EB Á hsta Stasi voru nöfn háttsettra stjórnmálamanna, lögregluþjóna, embættismanna, vísindamanna og blaðamanna sem átti að hneppa í varðhald. Áætlunin gerði ráð fyrir því að eitt helsta hlutverk Stasi yrði að ná á sitt vald stöðum eins og herbúöum vesturveldanna þriggja, Frakklands, Bandaríkjanna og Bretlands, sem fóru meö yfirstjóm Vestur-Berlínar, svo og ráðhúsi borgarinnar, útvarps- stöðvumogorkuverum. Reuter dragi úr niðurgreiðslum á landbún- aðarvörum. Frakkar eru mest allra á móti tilslökunum í þeim efnum, enda stærsti matvælaútflytjandinn innan EB. Mitterrand og Helmut Kohl, kansl- ari Þýskalands, ræddu þrátefhð í GATT-viðræðunum í síðustu viku og í gær sagði Júrgen Möhemann, efna- hagsmálaráðherra Þýskalands, aö kanslarinn ætlaði að hringja í Bush og Mitterrand í næstu viku til að reyna að koma viðræðunum aftur í gang. Arthur Dunkel, framkvæmdastjóri GATT, hefur gefið frest til 15. apríl tilaðljúkaviöræðunum. Reuter Delors um GATT: Bandaríkin verða að gera tilslakanir Poppari blandar sérífóstur- eyðingardeilu írska rokksöngkonan Sinead O’Connor ruddist inn í þinghúsið í Dubhn í fyrrakvöld og neitaði að fara fyrr en hún fengi að tala við Albert Reynolds, forsætisráð- herra írlands, um mál fjórtán ára stúlku sem varð barnshafandi eftir nauðgun og fær ekki fóstur- eyðingu. O’Connor hefur sjálf látið eyða fóstri tvisvar. Saksóknari írlands bannaði stúlkunni á dögunum að fara til Englands til að fá fóstureyðingu. Hæstiréttur landsins tilkynnti svo í gær að hann mundi leyfa stúlkunni að áfrýja banninu á mánudag eða þriðjudag. Mál þetta hefur vakiö miklar dehur á írlandi þar sem stjórnar- skrá landsins leggur blátt bann viðfóstureyðingum. Reuter Danskar kartöf I- urá14 þúsund krónurkílóið Grænmetismarkaðurinn i Kaupmannahöfn seldi í gær- morgun dýrustu dönsku kartöfl- umar sem nokkru sinni hafa komið á markað. Khóið fór á hvorki meira né minna en um fjórtán þúsund íslenskar krónur. Framboðið á þessari fyrstu upp- skeru ársins var aðeins tvö khó og kaupandinn var grænmetis- salinn Steen Rosengaard. Hann gerir ráð fyrir að selja þær til veitingahúss í Köben. Upphaflega var búist viö að kílóið færi á tæpar þúsund krón- ur en þá var líka reiknað með um tíu khóa uppskeru. Kartöflurnar voru ræktaöar í gróðurhúsi við Hróarskeldu og eigandi þess sigr- aði því í hinni óopinberu keppni um hver væri fyrstur með kart- öflursinarámarkað. Rítzau Peninganiarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ Sparisjóðsbækur óbundnar 1,25-2 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaöa uppsögn 1,25-4 Sparisjóðirnir 6 mánaöa uppsögn 2,25-5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar. almennir 1 Landsbanki Sértékkareikningar 1,25-2 Landsbanki VISITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaöa uppsögn 2,75-3 Allir nema Landsb. 1 5-24 mánaða 6,75-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb. Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 9 Allir ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb. Óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,0 Landsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantlmabíls) Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb., Islb. Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki óverötryggð kjör 7,25-9 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Islandsbanki Sterlingspund 8,25-9,0 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,1 Sparisjóðirnir Danskar krónur 8,0-8,5 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OtlAn óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 12,5-14,75 Búnaðarbanki Viöskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 13,25-1 5,25 Allir nema Landsb Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 15-17 Islb. OtlAn verðtryggð Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaöarbanki afurðalAn Islenskar krónur 1 2,5-1 3,0 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Landsbanki Sterlinfcjspund 11.7-12,75 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11,3-11,5 Sparisjóðirnir Húsnœðlslán 4 9 Ufoyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf janúar 16,2 Verötryggð lán janúar 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala febrúar 31 98 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavísitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvlsitala janúar 160,2 stig Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar VERÐBRÉFASJÓDIR HLUTABRÉF Sölugengl bréfa veröbréfasjóöa Einingabréf 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 Skammtímabréf Kjarabréf Markbróf Tekjubréf Skyndibréf Sjóösbréf 1 Sjóðsbréf 2 Sjóösbréf 3 Sjóðsbréf 4 Sjóösbréf 5 Vaxtarbréf Valbréf Islandsbréf Fjóröungsbréf Þingbréf öndvegisbréf Sýslubréf Reiöubréf Launabréf Heimsbréf Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA 6,110 HÆST LÆGST 3,247 Sjóvá-Almennar hf. . 5,65 L 4,015 Ármannsfell hf. . 2.40 V 2,034 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S 5,746 Flugleiöir 1,85 K 2,05 K 3,088 Hampiöjan 1,50 K 1,84 K,S 2,133 Haraldur Böövarsson 2,00 K 3,10 K 1,781 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V 2,936 Hlutabréfasjóðurinn . 1,73 V 1,953 Islandsbanki hf. _ 1,73 F 2,027 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K 1,733 Eignfél. Iðnaöarb. 1,85 K 2,22 K 1,220 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K 2,0687 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S 1,9391 Ollufélagið hf. 4.50 K 5,00 V 1,286 Olís 2,10 L 2,18 F 1,147 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K 1,282 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 1,261 Sæplast 6,80 K 7,20 K 1,306 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L 1,239 Útgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L 1,020 Fjárfestingarfélagiö 1,18 F 1,35 F 1,1 59 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,15 F,S Auölindarbréf 1,04 K1.09 K.S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Slldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi. K = Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum. .fWei mí/fyðEíinp.rnteeV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.