Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 18
Veiðivon Fluguhnýtingar eru vinsælar hjá veiðimönnum nú og það er hnýtt á mörg- um stöðum þessa dagana. DV-mynd G.Bender Hafnarfjörður: Veiðibúð Lalla opnuð Það þótti nokkrum tíöindum sæta þegar veiðibúð var opnuð í Hafnar- firði fyrir fáum dögum. En veiðibúð hefur ekki verið til í Hafnarfirði mjög lengi. En Valdimar Long seldi veiði- vörur á sínum tíma fyrir mörgum árum og eitthvað hafa kaupmenn haft þetta sínum búðum. En engin sérbúð með veiðivörur hefur verið í Hafnarfirði í fjölda ára. Það var Veiðibúð Lalla sem var opnuð fyrir fáum dögum í Hafnar- firði og er eigandi Lárus S. Guðjóns- son. Búðin var opnuð með pomp og prakt að viðstöddu fjölmenni. Tilraunin að opna veiðibúð í Hafn- arfirði er góð og einhver sagði að tími hefði verið til kominn. „Mér líst vel á þetta og ég held að það sé þörf fyrir svona búð héma í Hafnarfirði," sagði Lárus S. Guðjóns- son í vikunni. „Ég er tveggja ára veiðidellumaður, fékk delluna fyrir tveimur árum. Þá gaf konan mér flugustöng og þá fóru hjóhn að snú- ast fyrir alvöru," sagði Lárus enn- fremur. -G.Bender LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. Veðurfarið gerir dorgveiðimönn- um lífið leitt Ótrúlega gott veðurfar síðustu þrjá vetur er að gera dorgveiðimenn grá- hærða. Vetur eftir vetur er tíðarfarið þannig að ekki er hægt að dorga. Um síðustu helgi átti að halda dorg- veiðikeppni í Hvammsvík í Kjós en það var ekki hægt. ísinn var alls ekki nógu traustur fyrir veiðimenn- ina. Ekki er búið að ákveða hvenær keppnin í Hvammsvík verður haldin. Það þýðir ekkert að ákveða dorg- veiðikeppni fyrirfram, veðurfarið sér um það. Við fréttum af einum dorgara sem ekki hefur getað dorgað í þrjá vetur. Þó hefur hann reynt að fara fimmtán sinnum að dorga en ekkert gengið ennþá. Litla-Flugan með góða sendingu Litla-Flugan sendi frá sér flugu- hnýtingahandbók og pöntunarlista fyrir skömmu. Liggur mikil vinna í henni og listinn er mjög vel gerður. Þar má fmna allt milh himins og jarðar sem maður þarf að nota í fluguhnýtingum. En Kristján Krist- jánsson segir meðal annars um fluguveiðina. „Á undangengnum árum hefur áhugi á stangaveiðum vaxið gifur- lega, og í kjölfarið hafa fleiri og fleiri veiöimenn uppgötvaö þá skemmtun, sem fluguveiði er. En hversu skemmtilegt sem það er að ráða yfir tækni tfi að kasta flugu fyrir fisk, þá er þaö ekki nema hálf ánægjan. Það að hnýta sínar eigin flugur og veiða á þær lokar þeim töfrahring sem lax- og silungsveiði er. Þar opnast ný veröld í stangaveiðinni, með enda- lausa möguleika og reynir enn frekar á útsjónarsemi veiðimannsins.“ Þetta er hveiju orði sannara hjá Kristjáni og lýsir máhnu vel. Þjóðar- spaug DV Heiðra skaltu í prófi í kristnum fræðuin i bekk einum í Reykjavík voru nemendurnir beðnir um aö skrifa upp boðorðin tíu. Fiestir gátu það nú en þó vafðist eitt þeirra greini- lega fyrir einum nemandanum, þvi á prófblaðinu hans stóð í stað hins eiginlega boðorðs. „Hciöra skaltu eiginkonu ná- unga þíns.“ Púkarnir Bjarni Benediktsson, sem þá var ráðherra, kvaddi sér lújóðs á þingfundi i ársbyrjun 1961. Hann vildi leiðrétta ýmsar prentvillur sem slæðst höfðu inn í þingsá- lyktunartillögu ríkisstjórnarinn- ar um lausn landhelgisdeilunnar. Halldór Ásgrímsson, afi Halldórs, þingmanns Framsóknarflokks- ins, greip þá fram 1 fyrir Bjarna og sagði: „Prentvillupúkinn virðist vera eitthvað mótfallinn tillögura ykk- ar.“ Bjami svaraði þá um hæl: „Já, eins og fleiri púkar.“ Það var kvöld eitt á tímum heimsstyrjaldarinnar siðari, að gamall sjómaður gekk niður á Ægisgarð. Sá hann þar sitja á garðbrúninni tvær ástandsstelp- ur sem voru að reykja og þvaðra einhvetja „rúm-ensku“ sín á milli. Karlinn býður þeim gott kvöld og spyr hvað þær séu að gera. Stelpumar fóru að skellihlægja og svömðu glettnislega: „Viö emm að fiska, gamli skröggur.“ „Jáhá, og sitjið á beítunni," svaraði karl þá og gekk í burtu. -G.Bender T Þeir voru margir sem mættu þegar Veiðibúð Lalla var opnuð í Hafnarfirði fyrir fáum dögum. DV-mynd Rög/Guð Finnur þú íimm breytingai? 143 Pabbi og mamma eru þvi miður ekki heima. Nafn:......... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 143 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fertugustu og fyrstu getraun reyndust vera: 1. SigurðurG.Árnason Króki, Ásahreppi, 851 Hella. 2. Málfríður Jónsdóttir Stekkholti, Biskupstungum, 801 Selfoss. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.