Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992. 45 Trimm Ishestar leggja til allt sem þarf og eru þá skjólfatnaður og hjálmur ekki undanskilin. DV-myndir Brynjar Gauti Knáir knapar i upphafi reiðtúrs í dæmigerðu islensku vetrarveðri. Frá vinstri: Hjördis Einars- dóttir, Guðmundur Jóhannesson, Ólafía Einarsdóttir (á bak við Guðmund), Kristín Helga Markús- dóttir, blaðamaður DV og Sigrún Ingólfsdóttir. í heimsókn hjá íshestum: Hestamennskan sam- einar alla fjölskylduna „Á vetuma erum við með tvenns konar ferðir. Annars vegar fyrir óvant fólk og þá em ailtaf tveir van- ir hestamenn sem fara með ef ske kynni að eitthvað óvænt kæmi upp á. Slíkar byrjendaferðir taka um klukkutíma og farið er mjög rólega. Síöan bjóðum við upp á reiðklúbb fyrir þá sem em vanir og treysta sér tíl að fara einir. Við forum með með- hmum reiðklúbbsins í 2-3 skiptí á meðan verið er að finna sér rétta hesta. Félagar í þessum klúbbi geta haft ákveðinn tíma í hverri viku og ahtaf gengið að þeim hesti sem þeim hkar best,“ sagði Sigrún Ingólfsdótt- ir, einn forsvarsmanna íshesta, í samtali við DV. Á svæði Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi, ofan við „nýju“ Reykjanesbrautina, eru íshestar til húsa. Þar gefst landsmönnum nú tækifæri til að bregða sér á bak og kynnast hestaíþróttinni af eigin raun. Þessi möguleiki er tiltölulega nýlega kominn til sögunnar en Is- hestar hafa um nokkurt skeið gert útíendingum, sem hingað koma, kleift að komast á bak. En nú stendur þetta öhum til boða og aðsóknin hef- ur verið góð og sýnt fram á að fuh þörf er fyrir þessa þjónustu. Ekki má heldur gleyma að íshestar hafa rekið sambærilega þjónustu á Laug- arvatni yfir sumarmánuðina og víst er að útreiðartúr í því umhverfi svík- ur engan. „Smitaðist" af manninum „Við byijuðum héma á þessu svæði í kringum 1984 en þá var þetta bara fyrir fjölskylduna. Útleigan byijaði hér síðan fyrir alvömí fyrra- vetur og þá aðahega fyrir útlend- inga,“ segir Sigrún um leið og hún skenkir blaðamanni te í bollann. „í fyrra fóm að koma íslendingar. Þar var á ferð hópur sem ákvað að fara saman í hestaferð og þau „æfðu“ sig hjá okkur. Þau fóm að tala um af hverju við byðum ekki upp á þessa þjónustu fyrir landann. Margir hefðu jú ekki tíma til að sinna hesta- mennskunni af fullri alvöm og því væri útleiga hepphegt form fyrir mjög marga. í framhaldinu fórum við af stað og þetta hefur gengið mjög vel. Ágætlega er bókað fram í tímann - segir Sigrun Ingolfsdóttir hestakona og það em margir sem ætla að byija með hækkandi sól.“ íshestar em með 24 hesta og er úrvalið „fjölbreytt". Þ.e. bæði hestar fyrir byijendur og þá sem lengra em komnir. Stakur tími kostar 1500 kr. en sé gengið í reiðklúbbinn er hægt að kaupa tíu tíma kort á 12000 krón- ur. Einn reiðtúr miðast við klukku- tíma en tvo slíka ef viðkomandi er í reiðklúbbnum. íshestar leggja til aht sem þarf og em þá hjálmur og skjól- fatnaður ekki undanskihn. Sigrún byrjaði sjálf ekki að stunda hestamennskuna fyrr en um tvítugt en hafði áður verið í öðmm íþróttum og varð m.a. íslandsmeistari með Val í handknattleik og síðar Norður- landameistari í sömu grein. Maður- inn hennar, Einar Bohason, hafði hins vegar verið í sveit og kynnst hestamennskunni þar og síðar „smit- að“ hana af bakteríunni. Fyrir þá sem ekki vita að þá var Einar ekki síður snjall íþróttamaður í annarri grein, eða körfuknattleik, og er í dag með fróðari mönnum um jafnt ís- lenskan sem erlendan körfuknatt- leik. En þaö er önnur saga. Sérstöktengsli við náttúruna Hestamennskan kemur mönnum misjafnt fyrir sjónir og þeir sem þekkja ekki tíl hennar eiga stundum erfitt með að skhja hvað það er sem heihar. Blaðasnápurinn er ekki leng- ur í þeim hópi eíitir kynnisreiðtúr hjá íshestum en Sigrún er auðvitað rétta manneskjan th að svara slíkum spumingum. „Þaö er svo margt sem heillar. Þetta er líkamleg hreyfing og útivera og bara það að fara upp í hesthús að moka skítinn gefur mér heilmikið. Maður tekur á, er innan um skepnur og losnar við aht stress. Það er ótal margt, en annars er hesta- mennskan þannig að maður er ahtaf að læra eitthvað nýtt. Tilfinningin er reyndar svohtið misjöfn eftír því hvar ég er stödd en hálendisferðir eru mér t.d. ofarlega í huga. Annars er frekar erfitt að lýsa þessum tengsl- um viö náttúmna því þau em svo sérstök." Sigrún og Einar era ekki einu fjöl- skyldumeðlimimir sem eru í hesta- mennskunni. Dætur þeirra þrjár em á kafi í þessu líka og því eítítí erfitt I hesthúsinu er maður laus við allt stress, segir Sigrún. Hraðinn og spennan er það skemmtilegasta við þetta, segja Ól- afía Einarsdóttir, t.v., og Kristín Helga Markúsdóttir. að ímynda sér hvað sé oft umfjöhun- arefnið á því heimih. En Sigrún læt- ur sér ekki bara nægja að tala við hina fjölskyldumeðlimina. Hún við- urkennir fúslega að hún tah oft við hestana sína en ekki segist hún samt láta þá vita um sín dýpstu leyndar- mál. Og í framhaldi fræðir hún blaðamann á því að hestamir séu æöi misjafnir á geðinu, svona rétt eins og mannfólkið. En slæmir séu þeir ekki. Þ.e.a.s. hestamir. Félagslega hliðin er stórþáttur Samsph manns og hests er marg- brotíð en aldrei má fara á milli mála að það er sá fyrmefndi sem ræður ferðinni. Það getur auðvitað stund- um viljað ganga brösuglega og Sig- rún rifjaði upp fyrstu hesta þeirra Einars. Þá var búið að ákveða hver fengi hvaða hest en þegar th kom htu þeir ekki við eigendum sínum. Hest- ur Sigrúnar hlýddi bara Einari og hans hestur hlýddi bara Sigrúnu og á endanum „skiptu" þau um hesta. Þrátt fyrir að engum dyljist að hestamennskan sé skemmtheg íþrótt, sem gefi margt af sér, þá verð- ur ekki htíð framhjá þeim kostnaði sem óhjákvæmhega fylgir þessari iðju. „Það er talað um að það kostí jafnmikiö að fóðra einn hest á ári eins og reykja einn sígarettupakka í jafnlangan tíma. Það hefur oft verið notað sem viðmiðun. Annað sem fylgir þessu er misdýrt. Hnakkar eru misdýrir og hestarnir sjálfir auðvitað hka. Góðan hest má fá á tvö hundmð þúsund og svo líka minna. En það er líka hægt að fá keppnishesta á mihjón." En hestamennskan snýst ekki bara um hestana. Stór þáttur í þessu öhu saman er félagslega hhðin í starfi hestamanna. Félagamir í Gustí halda t.d. ýmis mót og samkomur en það besta við þetta allt saman aö mati Sigrúnar er að fiölskyldan getur verið saman við þessa iðju. Kyn- slóðabihð sé ekki til staðar og hesta- mennskan sameini því alla fiölskyld- una. „Hrikalega hressandi og skemmtilegt" Þrátt fyrir að hestamennskan henti öhum aldurshópum af báðum kynj- um er ekki þar með sagt að hún eigi algjörlega við aha. „Hestamennska höfðar ekki til allra. Þú þarft að hafa gaman af smáspennu og útiveru og því að taka stundum á,“ segir Sigrún og bætir við að blaðamaður sé efni í góðan hestamann! Hvort það er sagt til að koma þessari bakteríu á undir- ritaöan skal ósagt látið en hitt er víst að þessi íþrótt er mjög gefandi og skemmtileg og sú tilfinning að „þeysa" um á hestbaki er ólýsanleg. Niðurstaða þessara heimsóknar er alla vega sú að tilvahð sé að kynna sér hestamennskuna af eigin raun og ekki síst í ljósi þess að hér getur fiölskyldan sinnt sameiginlegri íþrótt. Á meðan DV-menn stöldruðu við komu m.a. tvær ungar stúlkur aö kynna sér þjónustuna, þær Kristín Helga Markúsdóttir, nemi í HÍ, og Ólafía Einarsdóttir, nemi í FB og íþróttanuddari, og það var þvi við hæfi að fá hlutlaust mat þeirra á hestamennskunni eftir einn reiðtúr. „Við erum nú ekki dauðar eftir þetta,“ sögðu þær og hlógu ógurlega en bættu jafnharðan við í alvarlegri tón að þetta væri „alveg hrikalega hressandi og skemmtílegt". Þær hefðu reyndar kosið að fara aðeins hraðar yfir og skrifast töfin alfarið á blaðamann sem var mesti nýgræð- ingurinn í reiðtúmum og sá til þess að engin hraðamet vom sett. En hvað fannst þeim skemmtilegast við þetta? „Hraðinn og spennan og það að vita hvort hesturinn hlýddi okkur," sögðu þær í kór og bættu við að þetta væru ekki þeirra síðustu spor í hestamennskunni. -GRS S U Z U K I Skráningarstaðir: * Reykjavik: Suzuki bílar hf., Gym 80, Stúdió Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alheimskraftur Hafnarfjörður: Hress Keflavik: Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa, Æfingastúdíó og Perlan Akureyri: Dansstúdíó Alice ísafjörður: Studio Dan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.