Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992.
59
Mikill áhugi á Ford-keppninni:
Sjötíu stúlkur
sendu inn
myndir
- úrslitin verða kynnt 19. mars á Hótel Sögu
Tæplega sjötíu stúlkur hafa sent
myndir af sér í Ford-keppnina sem
sýnir aö áhugi á fyrirsætustörfum
meðal íslenskra stúlkna er gríðar-
lega mikiil. Myndirnar verða nú
sendar til Ford Models í New York
þar sem valdar verða stúlkur til að
taka þátt í úrslitakeppninni. Ekki
er ljóst hversu margar stúlkur
verða í úrshtum. Þaö ræðst hjá
Ford Models. Vonandi verður hægt
aö tilkynna þátttakendur í úrsht-
um í næsta helgarblaði DV.
Sjálft úrslitakvöldið verður
fimmtudaginn 19. mars. Þá verður
Ford-stúlka ársins 1992 valin með
pompi og prakt. Sú stúlka sem hlýt-
ur þann titil mun fara til Los Ange-
les í júlí og taka þátt í keppninni
Supermodel of the World. Sigur í
þeirri keppni gefur tæplega fimmt-
án milljón króna samning við Ford
Models auk glæsilegra gjafa.
Hugsanlegt er að íleiri stúlkur en
sigurvegarinn fái tilboð frá Ford
Models en skrifstofan er starfrækt
í New York, París og Japan. Auk
þess eru umboðsaðilar Ford Mod-
els í London, á Ítalíu, í Þýskalandi
og víðar. Í fyrra áttu þrjár stúlkur
kost á að fara í prufumyndatökur
hjá Ford Models en þær höfnuðu
boðinu. Slíkt þykir undarlegt þegar
litíö er til þess að mörg hundruð
stúlkur óska eftir slíkum mynda-
tökum dag hvem hjá Ford Models
skrifstofunni. Færri komast að en
vilja.
fVrirsætustarfið er erfitt og
heimurinn harður á þeim vett-
vangi. Engu að síður virðist starfið
heillandi í fjarlægð hjá mörgum.
Þegar að alvömnni kemur er
stundum sem áhuginn þverri eða
stúlkurnar treysti sér ekki til að
leggja land undir fót og hefja bar-
áttuna.
Mörgum íslenskum stúlkum hef-
ur vegnað vel í fyrirsætustörfum á
erlendri grundu. Aðrar hafa reynt
fyrir sér en síðan snúiö heim aftur.
Það er sennilega með þetta starf
eins og mörg önnur - það á ekki
við alla. Hins vegar em miklir pen-
ingar í boði hjá eftírsóttum fyrir-
sætum og ferðalög viða um heim.
Það verður gaman að vita hvaða
stúlkur lenda í úrslitum Ford-
keppninnar að þessu sinni og jafn-
framt verður forvitnilegt að vita
Þessi stúlka, Vendela, er norsk/sænsk og er ein eftirsóttasta fyrirsæta
heims. Eileen Ford uppgötvaöi hana er hún var á feröalagi um Noröur-
lönd. Vendela er orðin þekkt sem andlit Elisabet Arden snyrtivara. Hún
er orðin margmilljóneri á fyrirsætustörfum.
hvort einhverrar þeirrk bíður
heimsfrægð. Úrslitín munu fara
fram á Hótel Sögu þar sem boðið
verður upp á fjölbreytt skemmtíat-
riði. Áður en að þeirri stund kemur
verða stúlkurnar kynntar í helgar-
blaði DV. Áður en stígið verður á
svið munu stúlkurnar fá námskeið
hjá Unni Arngrímsdóttur og Mód-
elsamtökunum.
-ELA
dv_____________________Merming
Laugarásbíó - Hundaheppni: ★ lA
Slysast
milli staða
Martín Short hefur aldrei náð að slá í gegn í bíómyndum eftir umtals-
verðar vinsældir í sjónvarpi vestra. Sennilegasta ástæðan er sú að hann
hefur verið frekar óheppinn í myndavali, yfirleitt lent í slöppum gaman-
myndum sem leyfa honum ekki að njóta sín. Nýjasta mynd hans er eng-
in undantekning. Short leikur Eugene Proctor, óheppnasta mann heims,
sem getur ekki forðast skakkafóll, ef það er á annaö borð mögulegt að
hann verði fyrir þeim. Forríkur yfirmaður hans ræður hann til þess aö
finna dóttur sína, sem hvarf sporlaust í Mexíkó, en hún er líka svona
stjamfræðilega óheppin og sálfræðingur fyrirtækisins fékk þá hugmynd
að Eugene gæti bókstaflega slysast á að finna hana. Með honum til Mex-
íkó fer einkaspæjari, Campanella, leikinn af Danny Glover, en hann hafði
áður leitað stúlkunnar án árangurs. Campanella trúir tæplega á óheppni
Eugene, en þeir eru ekki lengi að komast á slóð hennar.
Pure Luck er endurgerö tíu ára gamallar franskrar myndar, „La
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Chevre“ eða Geitin, og er það fimmta mynd franska leikstjórans Francis
Veber sem fær sömu meðferð (hinar eru: The Toy, Buddy, Buddy, Man
with One Red Shoe og Three Fugitives). Eitthvaö af fyndniimi hefur skol-
ast í burt því það er ekki nærri því nógu mikið eftír tíl þess að halda
uppi mynd í fvdlri lengd.
Hugmyndin á bak við Eugene Proctor er býsna góð og það eru nokkur
frábær atriði með honum en inn á milli þeirra kemur í ljós hve næfur-
þunnt handritíð er og samsþil Glovers og Shorts nær ekki að bæta það
upp (Gerard Depardieu og Pierre Richard léku í frummyndinni). Myndin
dettur allt of mfitíð niður á milli hrakfallanna og þegar lengra líður á fer
einhæfnin að verða þreytandi. Ég er viss um að Frakkamir kunnu betur
að fara með þetta efni.
Pure Luck (Band. 1991), 96 mln.
Handril: Herschel Wingrod, Timothy Harris (Trading Places, My Stepmother Is an
Alien) eftir kvlkmynd Francis Veber, „La Chevre".
Lelkarar: Martin Short (Three Fugitives), Danny Glover (Predator 2), Sheila Kelley
(Some Girls, Soapdlsh).
FLUOLEIDIR
Aðalfundur
Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 1992
í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar
í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrif-
stofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á 2. hæð, frá og
með 12. mars kl. 14.00. Dagana 13. til 18. mars verða gögn afgreidd
frá kl. 9.00 til 17.00 og á fundardag til kl. 12.00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl.
12.00 á fundardegi.
Stjórn Flugleiða hf.
I