Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Side 23
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 23 Menning Deborah Davis á útopnu Bandaríska söngkonan Deborah Davis söng fyrir Reykvíkinga um síö- ustu helgi og kom fram á Ömmu Lú, veitingahúsinu Jazzi og á Púisinum. Á sunnudagskvöldið var hún á síð- astnefnda staðnum ásamt íslenskum fylgdarmönnum úr Jazzcombói Sig- urðar Flosasonar, þeim Þóri Bald- urssyni, Pétri Grétarssyni, Tómasi R. Einarssyni og nátturlega hljóm- sveitarsljóranum. En eiginlega var það nú söngkonan sem stjómaði þessu mest sjálf, að minnsta kosti á sviðinu, og virkaði vel sviðsvön. Þarna vora fluttar ýmsar djassperlur og öðra hvoru skaut upp góðum blús- lögum. Deborah Davis hlýtur að eiga fram- tíðina fyrir sér sem djasssöngkona enda skilst mér að hún hafi þegar Djass Ingvi Þór Kormáksson sungiö með Art Blakey heitnum og píanistanum Benny Green, og nú hefur hún meira að segja sungið með stjörnusaxófónleikara okkar íslend- inga, Sigurði Flosasyni. Það var sama hvort hún söng lat- ínsk lög eins og „One note samba“ og „Call me“ eða ballöður eins og „My old flame“ og „It might as well be spring" öll voru lögin túlkuð af mikilli tilfinningu og öryggi. Hún virtist óhrædd við að reyna á þanþol raddarinnar sem er falleg og þrótt- mikil. Margar bandarískar söngkon- ur með raddir af svipuðum styrk- leika finnast í bandarískri dægur- músík og ekki síst í gospeltónlist. Lesendur kannast kannski við þess- ar kvenraddir sem rífa sig upp úr öllu valdi í kirkjukórum blökku- manna. Deborah er með svoleiðis rödd. Sérstaklega vel naut hún sín í blúslögunum og söng á útopnu mest- allan tímann. Hið margleikna „Route 66“ varð t.d. eins og nýtt í meðforam söngkonu og hljómsveitar. Undir- leikurinn var kannski ekki alveg hnökralaus í hveiju einasta lagi og ekki víst að spilararnir hafi verið alveg hæstánægðir með allt sem þeir gerðu, en þeir mega vera ánægðir með að hafa gefið ríkulega af sér í dúndrandi sveiflu þegar það átti við. Einmitt um þessar mundir virðist sem í Bandaríkjunum séu að koma fram í dagsljósið margar ungar söng- konur sem syngja djass. Það var óvænt ánægja að fá að heyra í einni slíkri, svona líka lifandi og skemmti- legri. Enda fer nú að vanta nýjar Sörur og aðrar Ellur. = HÉÐINN = GARÐASHTÁL STÓRÁSI 6 SÍMI 91 - 652000 PÓSTHÓLF15 210 GARÐABÆ = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 » GARÐABÆ • SÍMI 652000 • FAX 652570 Hönnun • smíöi • viögeröir* þjónusta ger« ! 1 NOKKUR DÆMI: Krókhálsi 1-3, Reykjavík, sími 686633 og 676833 í notuðum bílum Tegund Árgerð Staðg. verð Afsl.verð Subaru Sedan 1988 750.000,- 690.000,- Nissan March GL 1987 370.000,- 320.000,- Suzuki Fox 410 1988 630.000,- 530.000,- Mazda 626 GLX 2,0 1985 450.000,- 390.000,- MMC Lancer ST 1986 400.000,- 290.000,- BMW316 1986 650.000,- 530.000,- Ford Escord XR3I 1984 490.000,- 410.000,- Fíat Uno 45 1987 250.000,- 190.000,- Peugot 205 GR 1987 390.000,- 320.000,- Lada Safir 1987 150.000,- 95.000,- Lada Sport 1987 330.000,- 270.000,- OPIÐ: Fimmtudaginn 28. maí kl. 13-17, Virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 13-17 ENGIN ÚTBORGUN RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ18 MÁNAÐA SKULDABRÉF TIL ALLT AÐ 24 MÁNAÐA Bílaumboðið hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.