Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 28
40 Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Aðalstræti 9, þingl. eign Ferðaþjónustunnar hf., boðin upp að nýju og seld á nauðung- aruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. júní kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Björn Jónsson hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVlK Tilboð óskast í innanhússfrágang á jarðhæð og byggingu anddyr- is við heilsugæslustöðina á Akranesi. Gólfflötur hæðarinnar er um 570 m2 og anddyris um 50 m2. Verktími er til 1. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 2. júní til og með fimmtudeginum 11. júní 1992 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, Reykjavík, þriðjudaginn 16. júní 1992 kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFNUIM RÍKISIIMS BORGARTUNI 7 105 REVKJAVIK_ -----------------------\ Útboð Ólafsvíkurvegur um Hólsland og Kolviðarnesvegur 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu samtals 5,64 km kafla á ofangreindum vegum, Helstu magntölur: Fylling 36.000 m3, skeringar 2.100 m3 og neðra burðarlag 14.650 m3. Verkinu skal lokið 20. júní 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 3. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 15. júní 1992. Vegamálastjóri Nauðungaruppboð fer fram á eftirtöldum eignum á neðangreindum tíma: Bræðraborg v/Aðalstræti, Patreks- firði, þingl. eign Arons Magnússonar, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vest- firðinga fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 14,00 á skriístofu embættisins, Aðal- stræti 92, Patreksfirði. Verkstæðishús í landi Þinghóls, Tálknafirði, þingl. eign Gunnars Eg- ilssonar, fer fram eftir kröfu Stein- gríms Eiríkssonar hdl. fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 15.00 á skrifstofu emb- ættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Urðagata 2, Patreksfirði, þingl. eign Erlu Hafliðadóttur, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. fimmtu- daginn 4. júní 1992 ki. 16.30 á skrif- stofu embættisins, Aðafstræti 92, Pat> reksfirði. Tálknfirðingur BA-325, sk.nr. 1534, þingl. eign Hraðfrystihúss Tálkna- fjarðar hf., fer fram eftir kröfu Byggðastoftiunar föstudaginn 5. júní 1992 kl. 10.30 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. ~ SÝSLUMAÐURINN í BARÐASTRANDARSÝSLU Nauðungaruppboð annað og síðara fer fram á eftirtöldum eignum á neðangreindum tíma: Sigtún 45, Patreksfirði, þingl. eign Hörpu Pálsdóttur, fer fram eftir kröfu þrotabús Rabbakjörs, Patreksfirði, fímmtudaginn 4. júní 1992 kl. 15.30 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Túngata 15, efri hæð, Patreksfirði, þingl. eign Ásgeirs Hinriks Ingólfe- sonar, fer fram eftir kröfu Húsnæðis- stofiiunar ríkisins, Gunnars Sæ- mundssonar hrl., Lífeyrissjóðs Vest- firðinga og Patrekshrepps fimmtudag- inn 4. júní 1992 kl. 16.00 á skrifstofti embættisins, Aðalstræti 92, Patreks- firði. Móatún 25, Tálknafirði, þingl. eign Irisar Vilbergsdóttur, fer fram eftir kröfu íslandsbanka hf. fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 17.00 á skrifstofu emb- ættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Túngata 15, Tálknafirði, þingl. eign Luðvígs Th. Helgasonar og Ingibjarg- ar Michaelsen, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl. v/Eyra- sparisjóðs, Húsnæðisstoftiunar ríkis- ins, Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Elínar 5. Jónsdóttur hdl. og Einars S. Ingólfs- sonar hdl. fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 17.30 á skrifstofu embættisins, Að- alstræti 92, Patreksfirði. Túngata 22, Tálknafirði, tal. eign Sævars Ámasonar og Helenu Maríu Ágústsdóttur^ fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Skúla J. Pálma- sonar hrl., Húsnæðisstofhunar ríkis- ins, Sigríðar Thorlacius hdl. og Elínar S. Jónsdóttur hdl. fimmtudaginn 4. júm' 1992 kl. 18.00 á skrifstofu embætt- isins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Verslunarhús v/Strandveg, Tálkna- firði, þingl. eign Bjama Kjartansson- ar, fer fram eftir kröfti Skúla J. Pálma- sonar hrl., Ólafs Garðarssonar hdl. og Eyrasparisjóðs fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 18.30 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfírði. Borg, Tálknafirði, þingl. eign Hrað- ftystihúss Tálknaíjarðfu', fer fram eftir kröfu Ingólfs Friðjónssonar hdl. fimmtudaginn 4. júní 1992 kl. 18.45 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Aðalstræti 84a, Patreksfirði, þingl. eign Guðjóns Hannessonar, fer fram eftir kröfu Sigríðar Thorlacius hdl., Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, Jóns Ing- ólfssonar hrl. og Ólafs Gústafssonar hdl. föstudaginn 5. júní 1992 kl. 9.00 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra, þingl. eign dvalarneimilis Barmahlíð- ar, fer fram eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins föstudaginn 5. júní 1992 kl. 11.00 á skrifstofu embættisins, Aðal- stræti 92, Patreksfirði. SÝSLUMAÐURINN í BARÐASTRANDARSÝSLU LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Ýmsa sjúkdóma i taugakerfi má rekja til óhóflegrar drykkju. Heilafrumur geta bæði orðið fyrir skemmdum vegna eituráhrifa alkóhóls svo og af vítaminskorti, en þær þurfa sérstaklega á B-vítamíni að halda sér til uppbyggingar og viðhalds. Það var greinilegt að örn málari hafði skaðast af innilegum samskiptum sínum við Bakkus kóng. Heilaskemmd- ur, drykkfelldur málarameistari Örn H. var löngu fráskilinn, 48 ára, fyrrum húsamálari, sem kom til meðferðar á almennt sjúkrahús eftir nokkurra mánaða sídrykkju. Ástæða innlagnar var versnandi heilsufar og vaxandi áhyggjur ætt- ingja vegna heilsu málarans. Örn haföi tvisvar farið í afvötnun hjá SÁÁ en aldrei lokið fullri meðferð. „Skyldan kallar,“ var Öm vanur segja og heimta útskrift með kurt- eislegumæsingi. Nokkru síðar sáu kunnugir hann standa í sínum eigin heimi í mið- bænum miðj um og kneyfa veigar af stút. Öm hafði fyrir löngu misst allt annað húsaskjól en gistiheimili á vegum borgarinnar og útiskúra ogskúmaskot. „Hann er að drepa sig á þessum fjanda," sagði stundum ein systir hans sem rak bjórstofu. „ Af hveiju getur hann ekki bara drukkið eins ogmaður?" Við komu á sjúkrahúsið var hann rólegur og allsgáður. Bróðir hans var með í ferð og hélt því fram að húsamálarinn pensilglaði hefði ekki smakkað víndropa í 1-2 vikur. Hann hafði legið veikur og þurrbijósta á fleti hjá drykkfelldum ættingja sín- um án matar síðustu daga. Læknirinn sem skoðaði hann komst að raun um Örn var illa nærður að sjá, grannur og tálgaður og við læknisskoðun uppgötvaðist lömun á augnvöðva og mikill skjálfti. Gangurinn varbreiðspora og klunnalegur. Hann virtist mglaður og kallaöi lækninn nafni löngu látins frænda sem leitaö hafði áhanníæsku. Wemicke, Korsakoff og alkóhólsglöp Ýmsa sjúkdóma í taugakerfi má leiða til óhóflegrar drykkju. Heila- frumur geta bæði orðið fyrir skemmdum vegna eituráhrifa alkó- hóls svo og af vítamínskorti, en þær þurfa sérstaklega á B-vítamíni aö halda sér til uppbyggingar og viö- halds. Wemickes-sjúkdómur stafar af alvarlegum skorti á thiamíni eða B1 vítamíni og einkennist af augn- vöðvalömun, tvísýni og verulegum einkennum frá litla heila eins og jafnvægisleysi og grófum hreyfing- um. Hægt er að snúa þessari þróun við með thiamín-gjöf en oft viröast varanlegar skemmdir hafa orðið sem koma í veg fyrir fullan bata. Korsakoff sjúkdómur einkennist af minnisleysi og lélegri einbeitingu og er talið að hann stafi líka af víta- mínskorti. Skammtímaminni slíkra sjúklinga er lélegt og hæfni þeirra til aö nema og læra nýja hluti mjög lítil. Sumir þeirra eru illa áttaðir: muna löngu liðna atburði en hafa litla hugmynd um atvik líðandi stundar. Sjúklingurinn reynir að Á læknavaktiimi seipja skýringar eða búa til sögur inn í minniseyðurnar og geta sam- ræður oft orðið mjög einkennilegar. Þegar grunur leikur á að alkóhólisti hafi einhver þessara einkenna ber brýna nauðsyn til að gefa thiamin í stórum skömmtum. Stundum er talað um alkóhól-glöp. Slíkur einstaklingur getur verið á besta aldri en er með einkenni eins og rugl, minnistruflanir og hrömun allrar æðri heilastarfsemi sem minna mjög á alvarlega kölkun eða elliglöp hjá eldra fólki. Persónuleiki sjúklings breytist mikið, hann verð- ur fullur af ótta og ofsóknarhug- myndum, meyr, grátgjam og jafnvel ofbeldissinnaður. Ef alkóhólisti nær því að hætta drykkjuskap og einkennin em ekki mikil getur fullur bati náðst en oft gengur erfiðlega að fá þessa ein- staklinga til að losa takið á flösk- unni og ástandið heldur áfram að versna. Einstakir hlutar heilans geta orðið fyrir varanlegum skemmdum eins og litli heflinn sem leiðir til alvarlegra gangtruflana og jafnvægisleysis. Hvað varð um Öm? Öm var settur á stóra skammta af vítamínum, söltum og bætiefnum og virtist jafna sig nokkuð vel. Inn- an einnar viku gekk Örn eðlilega og augnvöðvinn hafði endurheimt sinn forna kraft. Hjúkrunarfólki leist hann ekki j afn ruglaður og áð- ur og hann rataði á salemi og í sjoppuna án teljandi vandræða. En minnið virtist verulega skert. Öm mundi afmælisdaga og síma- númer allra systkina sinna en gat ekki tilgreint hverjir hefðu verið forsetar íslands. Honum var fyrir- munað að nema nýjar upplýsingar. Læknir nokkur sýndi honum 3 hluti úr eigu sinni: ódýrt japanskt Rólex- úr, skítuga greiðu og giftingarhring frá fyrra hjónabandi og gat hann ekki munað eftir þeim tveimur mín- útum síðar. Þetta virtist þó ekki valda honum neinum áhyggjum. Þegar Öm var spurður hvort hann myndi hvað læknirinn héti sagði hann svo vera: Þú heitir Steingrím- ur. Við hittumst fyrst í brúarvinnu á Eskifirði fyrir nokkrum ámm. Síðan sagði hann langa, tortryggi- lega sögu um þennan fyrsta fund sinnvið Steingrím. Það var greinilegt að Öm hafði skaðast af innflegum samskiptum símrni við Bakkus kóng. Hann hefur htlum framförum tekið þrátt fyrir mikið vítamínát og dvelst nú á hæli fyrir drykkjumenn. Einstaka sinn- um fer Öm í helgarleyfi fullur eftir- væntingar, með örorkuna sína í brjóstvasanum og skilar aumnum aftur til ríkisins í einhverri áfengis- verslun. Síðan liggur hann afvelta á Hlemmi um stund í svart-hvítum heimi og ræðir innvirðulega við heimamenn um æsku sína í fortíð, nútiðogframtíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.