Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Page 9
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
9
Rafkaup
ÁRMÚLA 24 • S: 68 15 18-
Danir halda upp á 25 ára afmæli klámsins:
Færri kynferðis-
glæpir eftir að
klámið var leyft
hefet í Jöfri
25 ár eru siðan Danir leyfðu birtingu kláms. Á þeim tima hefur kynferðis-
afbrotum fækkað verulega. Afbrotasérfræðingar segja þá þróun vera
einstæða í afbrotasögunni.
PEUCEOT
Peugeot 106 er nýjasta lista-
hönnun meistarasmiða Peugeot,
sérlega rúmgóður og mjög
sparneytinn. Peugeot 106
er snar í snúningum og lipur
í borgarumferðinni, kraftmikill
og rásfastur úti á vegum.
Þetta er bíll sem allir hrífast af
þegar þeir reyna hann. Þetta
vitum við hjá Jöfri og viljum þess
vegna hvetja fólk til að nota tæki-
færið og koma í Jöfur í júlí og
reynsluaka Peugeot 106. Þeir
sem það gera eru sjálfkrafa
þátttakendur í skemmtilegu
ferðahappdrætti og geta átt
von á því að vinna sér inn
ferð til Parísar með
Flugleiðum. Peugeot 106 kostar
aðeins frá 672.500 krónum.
JÖFUR
Gizur Helgason, DV, Kaupmannahö£n;
Nú eru 25 ár síðan Danir leyfðu
birtingu kláms, nánar tiltekið 2.
júní. Sama dag gengu Danir að
kjörborðinu til að greiða atkvæði
um aukna þátttöku innan Efna-
hagsbandalagsins. Allir aðrir at-
burðir hurfu gjörsamlega í skugg-
ann og þannig varð það líka með
aldarfjórðungs afmæli klámsins í
Danmöku.
Ekki er svo að skilja að Danir
hafi ekki uppbfaö klám fyrir 2. júní
1967 en þann dag varð Danmörk
fyrsta land veraldar til að leyfa
birtingu kláms í rituöu máli. 1969
máttu Danir svo horfa á klám-
myndir svo mikið þá lysti því það
ár var afnumin öll rit- og mynd-
skoðun á klámi.
Allt þetta átti sér auðvitað sína
forsögu og miklar og heitar um-
ræður um málið höfðu át sér stað
í rúman áratug. Þau sem vildu
leyfa klámið fullyrtu að kynferðis-
glæpum myndi fækka ef fólk fengi
fullnægingu í lestri og' skoðun
klámrita (þetta hefur reynst rétt).
Kynferðisglæpum
fækkaði
um helming
Á árunum 1966 til 1987 fækkaði
kynferðisaíbrotum verulega. Af-
brotasérfræðingurinn Berl Kubc-
hinsky frá Kriminalistisk Institut
segir fækkunina vera einstæða í
afbrotasögunni. Á fyrstu þremur
til fjórum árunum eftir að klámið
var gefið fijálst fækkaði kynferöis-
glæpum um helming. Áriö 1966
voru framdir 85 kynferðislglæpir á
hverja 100.000 íbúa í Danmörku og
sú tala hafði haldist stöðug allt frá
1947. Allt í einu lækkaöi talan niður
í 40 afbrot á hverja 100.000 íbúa og
sá fjöldi hefur haldist síöan, segir
Kubclúnsky.
„Hér er um að ræða skyndilega
og athyglisveröa fækkun. Frá mín-
um bæjardyrum séð er þetta ein-
göngu rit og myndfrelsinu að
þakka,“ segir afbrotasérfræðinur-
inn. „Hugsanlegt er þó að frelsið
sem varö á kynferðissviðinu á sjö-
unda áratugnum hafi haft þaö í för
með sér að færri og færri tilkynntu
um þá afbrigðilegu tilhneigð sumra
manna að sýna sig nakta.“
Ljóti maðurinn
með nammipokann
Það gleöilegasta við þetta allt
saman var þó hin mikla fækkun á
grófum kynferöisglæpum gagnvart
börnum. Frá árunum 1966 til 1973
varð fækkunin 85 prósent, sem er
einstakt. Fyrir 25 árum voru barn-
atælendur sífellt á sveimi og allt
að því daglegur viðburður. Svo að
segja hvern einasta dag urðu börn
í Kaupmanna höfn fyrir þessum
óhugnanlegu öfuguggum. I dag er
„ljóti maðurinn með sælgætispok-
ann“ orðinn fáséður.
„Hér gætir áhrifa klámsins veru-
lega. Flestir barnatælendur höfðu
reyndar engan sérstakan áhuga á
börnum en þetta var fólk sem átti
í erfiðleikum með að komast í eðh-
legt kynferðissamband við full-
orðna. Nú geta þessir einstaklingar
leitaö fróunar í klámblöðum," segir
Kubchinsky.
Sömu söguna er að segja með
gluggagægja. Þeir gufuðu hrein-
lega upp við afnám mynd- og rit-
skoöunarinnar. í gamla daga voru
að meðaltali sendar tvær ákærur
inn til lögreglunnar í Kaupmanna-
höfn þar sem gluggagægjar voru á
ferðinni. En allt í einu varð Dan-
mörk að paradís gluggagægjanna.
Nú gátu þeir staðið tímunum sam-
an án þess að þurfa að óttast lög-
regluna og skoðað klámblöð, farið
í pornóklúbba, og horft á stúlkur á
ströndinni bijóstahaldaralausar.
Nauðgað sem fyrr
Aðeins á einu sviði virðist kyn-
ferðisglæpum ekki hafa fækkað og
það eru nauðganir. Þess ber þó að
geta að engin aukning hefur heldur
orðið á því sviði, eins og andstæð-
ingar klámsins höfðu fullyrt.
Feröin
tilParísará
Peugeot 106
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600