Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Page 12
12 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Vigdís Másdóttir, Ford-sigurvegarinn 1992: „Ég hef aldrei komið til Los Ang- eles þannig að ég hlakka til að koma þangað. Auðvitað er ég líka spennt fyrir keppninni," segir Vig- dis Másdóttir, Ford-sigurvegarinn í ár, sem á þriðjudag fer til Los Angeles í Bandaríkjunum og tekur þátt í keppninni Supermodel of the World. Þar sem Vigdís er aðeins íjórtán ára gömul hefur DV boðið móður hennar, Guðrúnu Einars- dóttur, að fara með henni til stór- borgarinnar. Vigdís segist lítið hafa spáö í . þessa miklu keppni sem hún verð- ur þátttakandi í á næstunni. „Það er best að hugsa sem minnst um þetta,“ segir hún. Vigdís hefur í sumar starfað við barnfóstrustörf en einnig unnið við ræstingar hjá fyrirtækinu Nesskip. Tekið verður á móti Vigdísi í Los Angeles á miðvikudag og hún mun þar slást í hóp tæplega fjörutíu stúlkna sem koma víðs vegar að úr heiminum. Fyrstu dagarnir fara í myndatökur en færustu ljós- myndarar munu mynda allar stúlkur. Dómarar keppninnar koma til LA þann 12. júlí en keppn- in sjálf fer fram 16. júlí. Keppninni sjónvarpað Þess ber að geta að Supermodel- keppninni er sjónvarpað víðs vegar um Bandalíkin en einnig til Ítalíu og Frakklands. Vegna þessarar beinu útsendingar fer allnokkur tími í æfingar á sviði fyrir framan sjónvarpsvélar. Allar stúlkumar þurfa að kunna sitt fag þegar út- sending hefst. Áhorfendur verða í salnum en þeir verða einnig að taka tillit til þess að um sjónvarpssendingu er að ræða. Keppnin Supermodel of the World var fyrst haldin í Sporting Club í Monte Carlo í september 1980. Þær stúlkur sem hafa sigrað í keppninni hafa allar orðið eftir- sóttar fyrirsætur og þénað milljón- ir. Sigurvegarinn fær í verðlaun 15 milljóna króna samning við Ford Models skrifstofuna í New York. Sú yngsta áforsíðuVogue Aldursmörk í keppnina eru 14- 24ra ára. Stúlkumar mega helst ekki hafa starfaö sem fyrirsætur áöur. Einu sinni hefur 14 ára stúlka Vigdís Másdóttir verður meðal tæplega fjörutiu stúlkna í næstu viku í Los Angeles þar sem keppnin Supermodel of the World fer fram. DV-myndir JAK unnið í keppninni. Það var Monika Schnarre sem stuttu síðar prýddi forsíðu heimsblaðsins Vogue og var jafnframt sú yngsta sem þar hefur birst. í fyrra sigraði fimmtán ára stúlka frá Santiago í Chile, Daniela Bena- venta. Hún sagðist hafa tekið þátt í keppninni til að láta draum sinn um að vera heimsmódel rætast. Sjálfsagt hefur sá draumur ræst núna. Þegar Vigdís var spurð hvað hún myndi gera ef hún ynni í þessari keppni yppti hún öxlum og sagðist þá mundu takast á viö það. „Ég geri mér engar vonir en ég gæti vel hugsað mér að flytja til Eileen Ford og gerast fyrirsæta," segir þessi unga stúlka sem er tæpir 180 sm á hæð. Margir urðu hissa þegar Anne Corrisson, sem hingað kom frá Ford Models, valdi svo unga stúlku til að fara utan. Þá var talsvert gert grín að valinu opinberlega. Vigdís segist aðeins hafa haft gam- an að gríninu og síður en svo tekið þaö alvarlega. Skólafélagar hennar samfognuðu henni og hún varð aldrei fyrir aðkasti af þeirra hálfu. „Ég ætla bara að standa mig vel og hafa gaman af ferðalaginu," seg- ir Vigdís sem á mikla ævintýradaga framundan. Búaá glæsilegu hóteli Þátttakendur munu búa á einu glæsilegasta hóteli í Los Angeles. Þeir munu skoða kvikmyndaver, ævintýragarð og frægustu tísku- hús borgarinnar. Væntanlega mun Vigdís rekast á einhverja fræga kvikmyndaleikara. Kynnir Su- permodel-keppninnar undanfarin ár hefur verið Joe Penney sem ís- lendingum er að góðu kunnur sem lögreglumaður í þáttunum Sam- herjar sem Sjónvarpið sýnir á fostudagskvöldum. Meðkynnir hans hefur verið súperfyrirsætan Rachel Hunter sem nýlega giftist söngvaranum Rod Stewart og eign- aðist með honum dóttur. Þess má að lokum geta að þær stúlkur sem sigra í keppninni búa hjá og eru undir verndarvæng Eile- en Ford. Hún telur að stúlkur þurfi að mennta sig jafnframt sem þær sinna fyrirsætustörfum og því kostar hún nám þeirra í einkaskóla meðan þær starfa hjá henni. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.