Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Síða 13
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. 13 Uppgangur hjá Lárunum á Seyðisfirði: Island stal hjarta mínu - segir Louise Heite, nýráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins „Eg er búin að læra og læra og fá allar þær viöurkenningar í lífinu sem ég sækist eftir. Nú er kominn tími til að skemmta sér og það ætla ég mér að gera á Seyðisfirði," segir Louise Heite, bandarísk veflistar- kona, sem nýtekin er við fram- kvæmdastjóm hjá Lárunum á Seyðisfirði. Lárumar eru verslun, verkstæði og kafiihús á Seyðisfirði sem komið var á fót af austfirskum konum árið 1988 í þeim tilgangi að efla at- vinnutækifæri þeirra. í verslun- inni era seldir handunnir munir, gripir og klæðnaður sem vakið hef- ur athygh þeirra sem leið hafa átt um Seyöisfjörð. Að sögn Þórdísar Bergsdóttur stjómarformanns hefur rekstur verslunarinnar gengið vel frá því hún var stofnuð. Fram til þessa hefur öll vinna verið í sjálfboða- vinnu en nú sé svo komið að það sé fullt starf að sjá um reksturinn. Louise fluttist hingað til lands með Katrínu dóttur sinni fyrir þremur árum. Hún er menntuð veflistarkona og hefur mikið starf- að við listgrein sína. Þá rekur hún umfangsmikla póstverslun í Bandaríkjunum með uil og ullar- vörur. íslensku ullina segir hún bera af og vera mjög eftirsótta í heimalandi sínu og víðar um heim. „Eg hef mikinn áhuga á að kom- ast í samband við sem flest hag- leiksfólk úti um allt land og fá hjá því handunnar vörar til endursölu. Markaðurinn er svo sannarlega fyrir hendi erlendis. Og við hér hjá Láranum eram ekki sú tegund kvenréttindakvenna að við útilok- um karla. Við geram ekki upp á milli kynjanna í þessum rekstri heldur reynum að vinna að jafn- rétti. Markmiöið er að gefa konum til sveita kost á að vinna og fram- leiða og brjóta um leið upp hið hefð- bundna kvennahlutverk." Louise segist ennfremur hafa hug á að koma upp listaverkstæði á Seyðisfirði þar sem listamenn alls staöar að geti unnið að sköpun í fógru umhverfi og vinsamiegu and- rúmslofti. Sjálf segist hún una hag sínum vel á Seyðisfirði. Sposk seg- ist hún jafnvel stunda lítils háttar landbúnað því nú fáist hún við til- raunir með baunarækt í sólríkum firðinum. „Upphaflega kom ég til íslands til að kenna. Ég var eiginlega að flýja hitaim í Baltimore. Hér hefur okk- ur mæðgunum verið mjög vel tekið og fólkið er alia vega sérstaklega alúðlegt og skemmtilegt. Það má því segja að ísland hafi stohð hjarta mínu,“ segir Louise Heite. -kaa Louise Heite ásamt Þórdisi Bergsdóttur, stjórnarformanni hjá Lárunum á Seyðisfirði. Veflistarkonan Louise Heite rekur umfangsmikla póstverslun í Bandaríkjunum, auk þess sem hún er Iram- kvæmdastjóri hjá Lárunum á Seyðisfirði. Hún segir handunnar vörur eftirsóttar i Bandaríkjunum og vill þvi komast í kynni við sem flest handverksfólk á landinu. Hún er glöð og ánægð með tilveruna á Seyðisfirði og sama er að segja um Katrinu dóttur hennar. DV-myndir kaa Eigum alltsem prýtt getur garðinn Pelargóníur á aðeins 240 kr. Garðrósir frá kr. 395r- Tre og runnar afsláttur Einnig gott verð á ýmsum pottablómum Aldrei meira úrval Plast- og leir- útiker Einnig svalaker vegg- og hengipottar GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð sími 40500 Opið alla daga 9-22 í NÆSTU VIKU KOLSTAKKUR eftir Brian Moore Kvikmynd gerð eftir bókinni var sýnd í Regnboganum í vor. Bókin er jafnvel enn meira spennandi og inniheldur alla þá þætti sem einkenna spennusögu: átök og afbrot, trúnað og undirferli, ást og af- brýði, spurningar sem varpað er fram og geta átt ótal svör en verður ekki svarað fyrr en á síðustu síðum bókarinnar. Þeir sem unna góðum og spennandi sögum munu ekki leggja þessa bók frá sér fyrr en fulllesna. Á næsta sölustað, þriðjudag 7. júlí, og kostar aðeins kr 790,- /Q | \ yj ftH - ennþa minna 1 askritt. \71) UJ Át / UU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.