Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. 23 Vísnaþáttur Ef tek ég glasið titra fingur Því hefur verið haldið fram að á móti hveijum einum sem deyi úr þorsta komi þúsundir sem drekki sig í hel. Líklega er það ekki fjarri lagi. Og þeir sem ganga undir ok Bakkusar hafa flestir lent í ógöngum líkum þeim sem banda- ríski rithöfundurinn og teiknarinn James Thurber lýsir svo: „Einn sjúss er í lagi, tveir of mikið, þrír ekki nærri nóg.“ Þetta vita að sjálf- sögðu flestir þeirra sem neytt hafa áfengis að ráði og þekkja eflaust gamla máltækið: „Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta.“ En hve margir gæta hófs? Árni Pálsson prófessor, sem orti undir áhrifum skoska ljóöskálds- ins Robert Burns um „hin gömlu kynni (sem) gleymast ei, enn glóir vín á skál“, kvað einnig svo: Oft um marga ögurstund á andann fellur héla, en hitt er rart, hve hýrnar lund, er heyrist gutla á pela. Það er eins og leysist lönd úr læðing margra ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára. Þessu svaraði Theódóra Thor- oddsen þannig: Bakkus kóngur kann það lag, ef köld og myrk er lundin, aö breyta nótt í bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Bjart er skúraskinið þá, skjólin mjúk og fogur, en skelfing vill hann skella á, þá skroppinn er uppi lögur. Augun gerast vot og veik, vitinu sumir farga. Svona eftir sælan leik svíkur hann Bakkus marga. Jón (Kristófer) Sigurðsson „kad- ett“ orti svo um einn kunningja sinn: Aldrei sést hann einn á ferð, er það mjög að vonum, því að timburmannamergð mikil fylgir honum. Ingunn Hallgrímsdóttir, móðir Baldvins Skagfirðingaskálds og amma Baldwins Baldwinssonar, sem var ráðherra í Manitoba, var vel hagmælt engu síður en sonur hennar sem þó er kunnari. Hún skildi við mann sinn, sem ekki var venjulegt á þeim tíma, en líklegt að til þess hafi verið nokkrar ástæður. Þegar hann dó orti hún um hann þessi eftirmæli: Lengur sá ei mæðast má af mótgangs þráviðrinu. Hann er dáinn héðan frá heimsins gjálífinu. Sjálf mun hún ekki hafa verið hamingjusöm eftir skilnaðinn, eins og þessi vísa ber vitni um: Blundi hrindir hugraun hver - harmar lyndisgrónir -. Stundir yndis eru mér orðnar skyndisjónir. Vísnaþáttur Hún orti svo um brennivínið sem hefur sennilega átt drjúgan þátt í erfiðleikum hennar: Vínið hrindir mennskri mynd, magnar lyndi skitið, gerir yndi allt að synd og steinblindar vitið. Baldvin sonur hennar orti og þessa visu um vínið (fékk að laun- um þriggja pela flösku af brenni- víni): Heiður týnist, heilsa dvín, hugarpína bítur. Þegar svínin sötra vín sest á trýnin skítur. Ókunnir höfundar: Bakkus geyst fær bruggað tál, bugað hreysti sanna; hann úr neista býr til bál böls og freistinganna. Drekka illa áfengt vín öllum spillir friði. Það er villa mesta mín að missa hylli og veröa svín. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi gerir upp við sjálfan sig drykkju- skap liðinna ára: Nú velkist ég á vonarbárum, vínið hlær í opnum sárum, nú rita ég mað rauðum tárum raunasögu drykkjumanns. Hrapaðu lengra, hikaðu meira, hljóma í minu dofna eyra. En það eru árar andskotans. Ég er að verða vesalingur, vínhneigð skepna, umrenn- ingur, á sjoppuborði glasaglingur glepur mína innri sýn. Þetta eru örlög þín og mín. Ef tek ég glasið titra fingur, í taugaslitrum nárödd syngur. Það heföi enginn íslendingur átt að drekka brennivín. Og undir þaö ætti hver sá sem þekkir afleiðingar ofdrykkjunnar að taka. Torfi Jónsson ERT ÞU ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUDI í ÁSKRIFTARGETRAUN pnny ...stóri smábíllinn sem hœfir öllum 3 og 5 dyra hlaðbakur • 4 dyra stallbakur • 72 og 84 hestafla vél • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Hvarfakútur Verð frá: 694.000,- kr. • Aukabúnaður (t.d.): Topplúga: 38.000,- kr. og álfelgur: 29.000,- kr. SSSSÍ sSss sSÍ ■■■'■■■ : • . . • . . ■ 1 ■ ■ ’ . W íSs síS x-ssiíSíi-W >m sss jms&ffiP ssss Æ íSs ...til framtíðar BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Armúla 13 • Símí: 68 12 00 Bein lína: 3 12 36 . . . OG SÍMINN ER 63 27 OO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.