Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. 25 Bergur Hallgrímsson, síldarverkandi á Fáskrúðsfirði: Hippamir fúlsuðu við íslenskri síld - keyrir vikulega til Reykjavíkur og selur síld í Kolaportinu „Ég byrjaði í síldinni 1963 og er ennþá að. Núna eru nánast allir komnir á hausinn. Annars er nú viðkvæðið hjá fólki þannig að gangi einhverjum vel er viðkomandi sagður þjófur. Gangi honum hins vegar illa er hann sagður vitlaus. Það er stutt í öfund og illmælgi þegar vel gengur og því hef ég ætíð verið á hausnum. Af tvennu illu er betra að vera vitlaus en þjófur," segir Bergur Hallgrímsson, útgerð- armaður og fiskverkandi á Fá- skrúðsflröi. Bergur hefur reynt ýmislegt fyrir sér á undaníomum árum við fisk- verkun og útgerð og man tímana tvenna í síldinni. Á árum áður var hann sannkallaður sfldarkóngur með fleiri tugi manna í vinnu. Núna liggur nánast öll vinna niðri í fyrirtækinu hans, Pólarsfld. Áður gerði hann út þrjá báta en nú er einungis einn eftir. Þorskkvótinn er löngu búinn og sfldin ekki í sjón- máli. Þessa dagana gerir hann á keilu en það gefur lítið af sér, segir athafnamaðurinn. Til að klóra í bakkann keyrir Bergur um hverja helgi til Reykja- víkur til að selja niðurlagða síld í neytendapakkningum í Kolaport- inu. Viðtökurnar segir hann góðar og viðskiptin aukast með hverri vikunni. „Keyrslan til Reykjavíkur er fyr- irhafnarinnar virði og það er mikil upplifun að stunda verslun í port- inu. Mannlífið er flölskrúðugt og viðskiptavinirnir margir, jafnt þingmenn og annað fyrirfólk sem aðrir. Þeir sem kaupa síldina einu sinni koma aftur og aftur. Það markmið okkar að halda uppi at- vinnu og kynna íslenska, unna sfld virðist ætla að tákast. Það vdrðist vera vakning hjá unga fólkinu fyrir síldinni. Það veit á gott þvd hippa- kynslóðin fúlsaði vdð henni.“ Sfldin, sem Bergur selur í Kola- portinu, er öll marineruð en lögð í mismunandi pækil. Afls em teg- undirnar flórar. Til að byrja með seldi Bergur einnig rúgbrauð með síldinni þannig að fólk kynntist þvd hvernig best væri að neyta hennar. Því hefur hann hins vegar hætt enda vdðtökurnar verið betri en hann bjóst vdð. Bergur segir rómantíkina, sem einkenndi síldarsöltun á árum áð- ur, nú vera hðna tíð. Verkunin sé nú orðin að leiðinlegri verksmiðju- vdnnu. Megniö af þvd sem veiðist fari beint í gúanó enda htið annað en smásfld að fá úr sjónum. „Mér hst ástandið á sfldarstofnin- um ekki björgulegt. Það hafa átt sér stað breytingar í sjónum og stóra síldin hefur dýpkaö sig. Menn hreiniega gera út á stid tfl bræðslu. Það má ekki gleymast að sjórinn verður engin auðhnd þegar búið er að þurrausa hann. Verði svo þorskkvótinn skertur enn frekar hiýtur þetta að enda með ósköpum. Fiskvdnnsluhús úti um ailt land eru að tæmast og í kjölfarið fer fólkið. Þetta er alveg agalegt og ég veit ekki mitt ijúkandi ráð,“ segir Berg- ur. -kaa Bergur Hallgrímsson man timana tvenna i sildinni. Til að halda uppi atvinnu á heimaslóðum og kynna höfuðborgarbúum íslenska, unna síld selur hann marineraða síld i neytendapakkningum um hverja helgi í Kolaportinu. Bergur er ánægður með viðtökurnar þar og segir vakningu vera meðal ungs fólks fyrir gómsætinu. DV-mynd GVA ATVINNUHÚSNÆÐI Rauðarárstígur (Egils Vilhjálmssonar hús- inu) - verslunarhúsnæði Til leigu stórglæsilegt verslunarhúsnæði, 580 mz, með góðum innkeyrsludyrum baka til og 8 bílastæð- um. Hentar vel fyrir alls konar verslun, tölvu-, skrif- stofu- eða veitingastarfsemi. - Langtímaleiga. - Laust strax. Upplýsingar í síma 91-42248 frá kl. 19-21 á kvöldin og síma 17719 frá kl. 10-12 á daginn. n ívolí LYSTIGARÐUR OPIÐ DAGLEGA Hveraportið, markaðstorg, opið alla sunnudaga. Ný og spennandi vélknúin leiktæki. Tívolíj Hveragerði Lekur bílskúrsþakið? Svalirnar? - útveggirnir? AQUAFIN-2Ker níðsterkt, sveigjanlegt sementsefni, sem (Dolir að togna og bogna. Þetta er efni sem andar, en er jafnframt örugg vatnsþétting á steypta fleti. Efninu er kústað á í tveim umferðum. AQUAFIN-2K var kynnt hérlendis 1991, en það á margra ára sigurgöngu að baki erlendis. 5 ára ábyrgð. Framleiðandinn, Schomburg Chemiebaustoffe GmbH, sem er elsta fyrirtækið í Þýskalandi á sviði bæti- og þéttiefna fyrir steinsteypu, fullyrðir að AQUAFIN-2K endist langt umfram venjulega steinsteypu. Og þessu til áréttingar, veitir verksmiðjan 5 ára ábyrgð á efninu. Fagleg aðstoð vlð ásetningu. Gerum bindandi tilboð. Oft gagnast AQUAFIN-2K! stað vatnsklæðningar og kostnaður þá aðeins brot af kostnaði klæðningar. Auðvelt - ódýrt - öruggt. Kynningarverð aðeins kr. 990.-/m2, miðað við tvær umterðir. Bjóðum einnig mjög vandaða vatnsvörn úr asfaltefnum. Enn- fremur veðrunarvöm á asbestveggi og þök.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.