Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Page 33
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. 45 Það er rétt vika frá þvi að Kjara- dómur kunngerði hvaö helstu emb- ættismönnum ríkis og kirkju bæri að hafa í laun. Á þessari einu viku hafa mörg orð faÚið og ekki hefur farið á milli mála að mikil reiöi hefur gripið um sig hjá þeim fjöl- mörgu sem fengu aðeins 1,7 prósent kauphækkun en ekki allt að 97 pró- sent eins og Salome Þorkelsdóttir fékk en hún hækkaði meira en nokkur annar. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, er einn þeirra sem vildu að sett yrðu bráðabirgða- lög á úrskurð Kjaradóms. í samtali við DV sagði Ásmundur að hingað tíl héfði ekki staðið í stjómvöldum að setja bráöabirgðalög á laun, það er þeirra sem hefðu lægstu launin. Ásmundur sagöi að það hefði reyndar ekki reynst erfitt að setja bráðabirgðalög á BHMR en svo væri það ekki hægt þegar helstu embættismenn ættu í hlut. Það hefur sem sagt verið krafa Alþýðu- sambandsins að bráðabirgðalög yrðu sett til að tryggja að þær hækkanir, sem Kjaradómur úr- skurðaði um, kæmu ekki til fram- kvæmda. Utifundurinn á Lækjartorgi. Fjölmenni kom saman og það sannar enn frekar að fólk er ekki sátt við að úrskurður Kjaradóms komi til framkvæmda. DV-mynd BG Kj aradómur gerði allt kolvitlaust Hver er þessi Kjaradómur? Það hafa margir spurt sig, hver er þessi Kjaradómur? Til aö byrja með skal þess getið að Kjaradómur er skipaður flmm körlum, þrír eru valdir af Hæstarétti, einn af félags- málaráðherra og einn af fjármála- ráðherra. Hæstaréttarmennirnir eru Jón Finnsson, sem er formaður Kjaradóms. Jón er hæstaréttarlög- maður og hefur starfaö mikið fyrir Sambandið. Hann var meðal ann- ars verjandi Erlends Einarssonar, þáverandi forstjóra Sambandsins, í kaffibaunamálinu. Hinir hæsta- réttarfulltrúamir eru Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmað- ur og Ólafur Nilsson endurskoð- andi. Frá fjármálaráðuneytinu kemur Brynjólfur Sigurðsson pró- fessor og fulltrúi félagsmálaráðu- neytisins er Jón Þorsteinsson lög- fraeðingur. Eins og allir vita skilaði Jón sér- áliti þar sem hann var ósammála hinum fjórum. Það er að Jón taldi ekki stætt á að hækka launin svo mikið, taldi að einn þriðji af hækk- uninni ætti að duga. Eitt er nokkuð merkilegt en það er það að Jón Þorsteinsson, sá sem vildi ekki svona miklar hækkanir, er eini dómendanna sem hafði beinna hagsmuna að gæta en það er vegna þess að Jón er fyrrverandi alþingismaður og því hefur ákvörð- un Kjaradóms áhrif á eftirlaun Jóns. Menn fá það semþeirhafa „Þetta er staðfesting á þeim laun- um sem við höfum. Það verður þess vegna engin breyting hjá mér.“ Þetta sagði einn þeirra emb- ættismanna sem fékk talsverða hækkun. Embættismaðurinn vildi ekki tala undir nafni, sagðist leiöur á að launin sín væru svo mikið í umræðunni. En þetta á víða við. Það er að Kjaradómur var að færa laun margra embættismanna að þeim launum sem þeir hafa, það er aö fella yfirvinnuna inn í fóstu launin. Þetta sættir ekki né kætir aðra Davíð Oddsson. Hann gaf vonir um að hækkanirnar kæmu ekki til framkvæmda en nú hafa launin hans hækkað um 100 þúsund krónur. Salome Þorkelsdóttir. Hún hækk- aði mest allra, eða um 97 pró- sent. Þegar DV spurði hana hvort hún ætlaði að taka við hækkuninni sagðist hún ekki hafa efni á öðru og auk þess deildi hún aldrei við dómarann. Ásmundur Stefánsson. Hann vildi bráðabirgðalög. Launin hans eru meðal þeirra sem Kjaradómur notaði þegar laun embættismanna voru ákveðin. launþega. Hvaö varðar ráðherrana þá hefur það verið svo að undirmenn þeirra, svo sem ráðuneytisstjórar, skrif- stofustjórar ráðuneytanna og jafn- vel fleiri, hafa verið á betri launum en ráðherramir sjálfir þar sem all- ir aðrir en ráðherramir hafa fengið yfirvinnuna greidda. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í samtali við blaðamann DV að þegar hann heföi verið fjármálaráðherra hefði hann aldrei skrifað upp á eða undir yfirvinnutíma undirmanna sinna. „Það getur verið rétt hjá honum,“ sagði Jón Finnsson, for- maöur Kjaradóms, en bætti við að ábyrgð Ólafs Ragnars væri eigi að síður jafnmikil þar sem hann hefði verið æðsti embættismaður ráðu- neytisins. l,8prósenthefðu gertalltvitlaust „Ég er þeirrar skoðunar að þó við hefðum aðeins hækkað launin um 1,8 prósent hefðu viðbrögð orðið svipuð," sagði Jón Finnsson, for- maður Kjaradóms. Það er einmitt þetta sem margir segja. Þar sem almennir launþegar hefðu ekki fengið nema 1,7 prósent hækkun hefði allt umfram það vakið reiði annarra. Þetta em náttúrlega bara ágisk- anir þar sem enginn getur sagt hver viðbrögðin hefðu oröið hefðu hækkanimar orðið einhverjar aUt aðrar en þær uröu. Fjölmenni á útifundinum, umræðumar í heitu pottunum, kaffistofunum, sauma- klúbbunum og bömnum sýna að Kjaradómur mggaði skútunni. Ummæli forseta Alþingis, Salome Þorkelsdóttur, sem hún lét falla í viðtali við DV fóm sem eldur í sinu um allt land. Eins og allir muna sagðist Salome ekki hafa efni á að þiggja ekki hækkunina og bætti við aö hún deildi aldrei við dómarann. Þetta er slys Davíð Oddsson lét þannig fyrst eftir aö máliö var kunngert að hann ætlaöi að koma í veg fyrir að úr- skurðurinn gengi eftir. Hann sagði þetta slys og þaðan af verra. Niðurstaða ríkisstjórnarfundar- ins á þriðjudag varð því mörgum vonbrigði, það er að láta hækkan- imar koma til framkvæmda og sjá svo til í ágúst hvenær þessu yrði breytt og þá meö þeirri aðferð að breyta lögum um Kjaradóm þannig að honum verði gert skylt að taka mið af því sem er að gerast á al- mennum vinnumarkaði. Verði þannig lög sett verður Kjaradómur væntanlega að taka málið upp að nýju og það fer svo eftir úrskurði dómsins þá hvort þessar hækkanir verða dregnar til baka eða ekki og ef Kjaradómur breytir afstöðu sinni er ekki þar með sagt að allir þeir embættismenn, sem Kjara- dómur ákvarðar laun fyrir, fái að- eins 1,7 prósent. Með öllu er óljóst hvenær ný nið- urstaða Kjaradóms liggur fyrir þar sem Alþingi kemur ekki saman fyrr en 17. ágúst og það verður væntanlega fljótlega eftir það sem frumvarpið um breytingar á Kjara- dómi verður lagt fyrir þingið. Verði það samþykkt þar með hraöi á Kjaradómur eftir að taka málið upp að nýju. Enginn veit á þessari stundu hvenær Alþingi afgreiðir ný lög og enginn veit hvenær Kjaradómur verður tilbúinn meö sínar niðurstöður og enginn veit heldur hver niðurstaða Kjaradóms verður. -sme PÍ Q+ H Rafkaup ÁRMÚLA 24 • S: 68 15 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.