Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 3
 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 3 Fréttir Konum frá Filippseyjum og Tælandi flölgar á íslandi: Ástin er aðalástæðan „Konum frá Filippseyjum og Tæ- landi hefur fjölgað mjög hér. Sumar hafa komið hingað til lands með venjulegt atvinnuleyfi og hafið störf hér og sumar eru að heimsækja syst- ur sínar og frænkur sem þegar eru búsettar hér á landi. Astamálin standa hins vegar upp úr sem algeng- asta ástæðan fyrir komu þessara kvenna til íslands," segir Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingaeftirlit- inu. Samkvæmt tölum frá Hagstofu ís- lands komu alls 28 Fihppseyingar til íslands árið 1988, j)ar af voru 25 kon- ur og 3 karlar. Arið 1991 komu 42, 36 konur og 6 karlar, frá Fihppseyj- - segir Jóhann Jóhannsson hjá Útlendingaeftirlitinu um hingað til lands. Tölur fyrir að- flutta Tælendinga segja svipaða sögu. Árið 1988 komu til landsins 18 konur frá Tælandi en enginn karl- maður. Árið 1991 hafði talan hækkað í 39 manns, 35 konur og 4 karla. „Ég veit um margar fihppeyskar konur sem koma hingað til lands í gegnum pennavinalista. íslenskir karlmenn skrifast þá á við konuna í 6-8 mánuði áður en þeir fara tíl FiUppseyja til að ná í hana,“ segir PriscUla Zanoria, formaður FUip- peyska-íslenska félagsins. Hún segir FUippseyingum almennt líka vel á íslandi og það sé ekki erf- itt fyrir þá að aðlagast íslenskum sið- FiHppseyjar Alls: 139 1988198919901991 Tæland Alls: 105 I I Karlar □ Konur 19881989 19901991 um þó það taki langan tíma að læra tungumáUð. Hún segist ekki hafa orðið vör við mikla fordóma í garð FUippseyinganna en alltaf séu þess þó einhver dæmi. „Það er oft erfitt fyrir konuna í upphafi. Nú erum við hins vegar orð- in svo mörg að enginn þarf að vera einmana. Við höfum samband okkar á miUi og hittumst tU dæmis og eld- um mat saman,“ segir PrisciUa. Að sögn Priscillu hefur það komið fyrir að konumar lendi í vandræðum með eiginmenn sína og hún veit um tvær konur sem hafa þurft að leita til Kvennaathvarfsins. -ból ) ^ Mikill og góður hey- fengur í Fljótum Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Ljóst er að heyfengur í Fljótum er með aUra mesta móti og verkun ætti að vera í góðu meðallagi. Sífellt fær- ist í vöxt að hey sé bundið í svokall- aða rúllubagga og nokkrir bændur nota eingöngu þá heyverkunarað- k ferð. Þykir þannig heyskapur mun " fljótlegri en sá hefðbundni auk þess sem hann eru minna háöur veðri. Þá þykja gæði heysins ekki síðri úr rúlluböggum. Grasspretta hefur verið með aUra besta móti í sumar og skemmdir í túnum nær engar. Þannig virðast tún, sem voru talsvert kalin eftir veturna 1989 og 1990, hafa jafnað sig tvö síðustu sumur og fæst af þeim meira hey en verið hefur um árabil. Þrátt fyrir mikinn heyfeng horfa bændur í Fljótum áhyggjufulUr mót komandi tíð þar sem skerðing á framleiðslurétti sauðfjár og mjólkur- afurða á næstu árum virðist óumflýj- anleg. Sigmundur Jónsson bóndi á Vestara Hóli í Fljótum er einn þeirra sem snúið hafa sér eingöngu að rúllubaggahey- skap. DV-mynd Örn ENGINN VENJULEGUR KLÚBBUR!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.