Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992.
Nærmyndin
Af hverjum er
svipmyndin?
„Guð minn góður! Það getur ekki
verið satt! Þú getur ekki gifst hon-
um! Hann á sér enga framtíð!"
Fjölskyldan var í uppnámi.
Hvorki móðirin né faðirinn töldu
þann sem hér er lýst vera rétta
mannsefnið fyrir dóttur þeirra.
Hún var vel gefin, lagleg og kom
frá góðu heimili.
Sá sem svipmyndin er af kom úr
ólíku umhverfi. Hann ólst upp með
móður sinni og systkinum viö
kröpp kjör. Þegar á unga aldri
neyddist hann til að vinna og leggja
fé til heimilisins. Vann hann þá
meðal annars við að bursta skó og
sendast.
Einhvem veginn tókst honum að
komast í menntaskóla. En námiö
reyndist honum ofviða og því gekk
hann í flotann.
í flotanum var hann í fjögur ár.
Hann fékk tækifæri til að læra
sjúkraþjálfun og gegndi herþjón-
ustu í Kanada, Argentínu og á
Kúbu.
Hann var líka góður íþróttamaö-
ur. Honum fannst léttir að komast
í háskóla eftir að herþjónustunni
lauk. Besta grein hans var hástökk.
En hann var líka góður í grinda-
hlaupi, þrístökki, kúluvarpi,
knnglukasti og spjótkasti.
í háskólanum fór á sömu leið með
námið og áður. En sá sem hér er
lýst hafði til að bera hæfileika sem
hann langaði til að þróa. Draumur
hans var að verða leikari.
Og nú hafði hann hitt drauma-
stúlkuna. Hún var nitján ára og
lagði stund á sálfræði við háskól-
ann í Maryland. Sjálfur var hann
tuttugu og sex ára.
Góður vinur hans hafði komið á
stefnumóti þeirra í keiluspilshöll
án þess að þau hefðu nokkm sinni
sést áður. Þegar sá sem svipmynd-
in er af sá stúlkuna tók hann þá
ákvörðun að kvænast henni.
Hún fór sér hægar. Vissulega var
ungi maöurinn bæði myndarlegur
og rólegur. En framtíðarhorfur
hans vora mjög óvissar. Nýverið
hafði hann hætt námi til þess að
reyna að koma undir sig fótunum
í skemmtanaiðnaðnum þar sem
samkeppnin var afar hörð.
Foreldrar hennar vom enn van-
trúaöri en hún um ágæti kunnings-
skapar unga fólksins. Þeir vildu
ekki að hún væri með listamanni.
Hún var þvi send til ættingja svo
að hún gæti gleymt unga mannin-
um.
En ástin sigraöi að lokum. Þann
25. janúar 1964 kvæntist hann lag-
legu stúlkunni sem hann hafði
kynnst í keiluspilshöllinni.
Brúðkaupsnóttin var ekki alveg
það sem brúðurin hafði vænst. Sá
sem hér er lýst hafði nefnilega ver-
ið búinn að ráða sig til að koma
fram í New York um kvöldið og
neyddist til að vera á sviðinu langt
fram eftir nóttu. Alla hveitibrauðs-
dagana gekk þetta til á svipaðan
hátt. Og eiginmaðurinn hefur alltaf
haft mikið aö gera síðan.
Hjónabandið varð hins vegar
hamingjusamt. Unga eiginkonan
vissi aö maöur hennar var indæll.
Hún var líka sannfærð um að hann
myndi ná langt í skemmtanaiönað-
inum.
Og hún hafði rétt fyrir sér. Fyrsta
stóra tækifærið kom þegar hann
fékk tilboð um að leika Alexander
Scott í sjónvarpsþáttaröðinni „Ég,
njósnarinn". Þættinum var sjón-
varpað á um tvö hundruö stöðvar
í Bandaríkjunum í lok sjöunda ára-
tugarins og um þrjátíu milljónir
áhorfenda fylgdust með honum.
Síðasta árið sem hann gekk fékk
sá sem svipmyndin er af jafnvirði
um fimmtíu milljóna króna fyrir
að leika í honum. Þá varð þátturinn
til að auka sölu á plötum hans.
Sá sem hér er lýst var orðinn rík-
ur. Peningamir streymdu til hans.
Fyrir aö koma fram í viku fékk
hann jafnvirði tólf hundmð þús-
und króna. Tengdaforeldramir
þurftu ekki lengur að hafa áhyggj-
ur af því að hann gæti ekki séð
fyrir dóttur þeirra.
Næst tók hann sér fyrir hendur
aö skapa teiknimyndapersónuna
Feita Albert sem varð vinsæll í
bamasjónvarpi.
Honum mistókst hins vegar sem
kvikmyndaframleiðanda.
Kúrekamyndin „Faðir og sonur“
gekk ekki. Gagnrýnendur sögðu
hana of efnisgranna og langdregna.
Myndin er um svertingjafjölskyldu
og horfinn hest. Sá sem svipmynd-
in er af lék sjálfur aöalhlutverkið.
Næsta kvikmyrid, „Higgy og
Biggs“, gekk ekki heldur vel.
Það var fyrst árið 1984 að vel fór
að ganga á ný í þáttagerð. Þá
hleypti sá sem hér er lýst af stokk-
unum annarri sjónvarpsþáttaröð.
NBC leist vel á hugmyndina og
pantaði sjö þætti. Þeir urðu miklu
fleiri og milljónir manna um allan
heim hafa séð þá.
Á því leikur enginn vafi að sá sem
svipmyndin er af leikur aö miklu
leyti sjálfan sig í hlutverki læknis-
ins Heathcliffs Huxtable og að fjöl-
skylda hans er fyrirmyndin sem
byggt er á.
Hver er hann?
Svarið er á bls. 56
Matgæðingur vikunnar
Jógúrtbökuð
smálúða
Oddsteinn Gíslason, matreiöslu-
maður og veitingamaður á Feita
dvergnum, býður lesendum DV
upp á jógúrtbakaða smálúðu, rétt
sem ætlaður er fjórum. „Þetta er
afar einfaldur réttur en um leið er
hann mjög ljúffengur," segir hann.
Oddsteinn hefur verið mat-
reiðslumaður 1 sjö ár. Hann var
yfirkokkur á Café Óperu í tvö ár
og síðan á Rauða sófanum í tæp tvö
ár. Síðastliðin misseri hefur Odd-
steinn unnið í mötuneyti íslenskra
aðalverktaka. í dag er hann hins
vegar veitingamaður á kránni
Feita dvergnum við Höfðabakka.
Einföld uppskrift
Það ætti ekki að vera flókið mál
að elda jógúrtbakaða smálúðu. Það
sem þarf er:
6-800 g smálúðuflök
1 dós hrein jógúrt
2 tsk. salvía (gróf)
2 tsk. pikanta grænmetissalt
Smálúðuflökin em skorin í hæfi-
lega stór stykki, snyrt og raðað í
smurt eldfast fat eða ofnskúffu.
Oddsteinn Gíslason.
Sárið er látið snúa upp (roðið nið-
ur). Kryddinu er bætt út í jógúrtina
og öllu hrært vel saman. Blöndunni
er síðan smurt yfir fiskstykkin og
þeim stungið inn í 180 gráða heitan
ofn og látin bakast í 8-10 mínútur.
Með þessum einfalda rétti er gott
að hafa ferskt salat, nýjar kartöflur
og sítrónu í sneiðum.
Oddsteinn segir mjög gott að nota
silungsflök í þennan rétt. Eins má
leggja smurð smálúðuflökin sam-
an, vefja þeim inn í álpappír og
setja á griúið.
Oddsteinn skorar á Brynju Sig-
urðardóttur sölumann að vera
matgæðingur næstu viku.
-hlh
Hinhliöin
Langar að hitta
Hannibal Lecter
- segir Kristín Helgadóttir sjónvarpsþula
Kristín Helgadóttir ætti að vera
áhorfendum Sjónvarpsins að góðu
kunn en hún hóf að kynna dag-
skrána þar á bæ í október í fyrra.
Hún starfar einnig sem kennari 11
ára bama við Hamraskóla í Grafar-
vogi og sem dagskrárgerðarmaður
á Rás 1. Kristín segir að sér líki
þularstarfið vel en það sé erfitt að
losna við senuskrekkinn.
„Maður er alveg einn í heiminum
í kynningum, inni í Utlum klefa.
Ef eitthvað fer úrskeiðis verður
maður aö biðjast afsökunar og
manni finnst maður því hálfpart-
inn bera ábyrgð á öllum mistökum
sem gerð em. Ég var mjög spennt
eftir fyrsta skipti í útsendingu og
var næstum farin að skeUa hurðum
og bölva og ragna af æsingi. En
mér tókst þó að stappa í mig stáUnu
og halda áfram. Það fólst í þessu
ögran fyrir mig. Ég hugsaði að ef
aðrir gætu þetta gæti ég líka. Síðan
hefur þularstarfið gengið stórsly-
salaust.“
Það er Kristín sem sýnir á sér
hina hUðina aö þessu sinni
Fullt nafn: Kristín Helgadóttir.
Fæðingardagur og ár: 14. apríl 1955.
Maki: Enginn.
Böm Tveir strákar, 17 og 9 ára.
Bifreið: Mitsubishi Lancer 1991.
Starf: Kennari, dagskrárgerðar-
maður á rás 1 og sjónvarpsþula.
Laun: Sæmileg en er maður nokk-
um tíma ánægður?
Áhugamál: Bömin mín em númer
1, 2 og 3. Annars hef ég áhuga á
kvikmyndum, göngum, stanga-
veiði og að rækta garöinn minn.
Svo stefrii ég aö því aö sýkjast af
golfdeUu.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Þrjár en ég lifi í
voninni.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
Kristín Helgadóttir.
gera? Aö vera með strákunum mín-
um og vera innan um skemmtfiegt
fólk.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Standa í biðröð en allir hljóta
að vera sammála um að biðraða-
menningin hér á landi er óþolandi.
Svo finnst mér leiðinlegt að vera
innan um leiðinlegt fólk, alveg
hundleiðinlegt.
Uppáhaldsmatur: Ég get ekki bent
á eitthvað eitt sérstakt. Ég fæ ann-
ars aldrei nóg af ávöxtum.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Ragnheiður
Runólfsdóttir sundkona.
Uppáhaldstímarit: Ég slefa oft yfir
Gestgjafanum og dáist að frábærri
myndatöku í National Geographic.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð? Dýrið gengur laust!
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Þessi er erfið. Ég er meðmælt
mörgu sem hún hefur gert en sumt
er Uka alveg út í hött.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Hannibal Lecter og
Patrick Suskind, höfund bókarinn-
ar Umsins - sögu af moröingja.
Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson.
Uppáhaldsleikkona: MicheUe Pfeif-
fer.
Uppáhaldssöngvari: Ég. . . í
sturtu.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Garfield (Grettir). Hann finnst mér
alveg stórkostlegur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Þættir
þar sem stjómmálamenn em tekn-
ir á beinið í beinni útsendingu.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varn-
arUðsins hér á landi? Andvíg.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ríkisútvarpið eins og það
leggur sig . . . nema hvað?
Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán
Jón Hafstein.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Það er misjafnt, fer eft-
ir dagskránni. Ég vel það bitastæð-
asta úr henni.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Dave
AUen.
Uppáhaldsskemmtistaður: Heima
erbest . . . undir sæng með popp-
kom við höndina og góða mynd í
myndbandstækinu.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert
en ég nefni auðvitað Fjölni, mitt
hverfisfélag.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Aö láta draumana
rætast.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Naut
þess að vera í fríi og gera nákvæm-
lega það sem ég vUdi og þegar mér
hentaði. Ég fór meöal annars tíl
Færeyja og fékk mér „kaffikopp"
með íþróttafélaginu Fíölni.
-hlh