Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 7 Fréttir Skagafjörður: Auknar veiði- heimildir á inn- fjarðarrækju Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Sjávarútvegsráðuneytiö hefur gef- ið út heimildir til veiða á innfjarðar- rækju. Samkvæmt þeim er heimiluð 50% aukning á rækjuveiðum á Skagafirði, 600 tonn í stað 400 tonna á síöustu vertíð. Á Húnaflóasvæðinu er hins vegar um sama magn að ræða og á síðustu vertíð, 2000 tonn. Þessi aukning á Skagafirði þýðir að veiðiheimildir bátanna fjögurra, sem stunda veiðarnar, aukast úr 100 í 150 tonn. Að sögn Þórðar Eyþórs- sonar í sjávarútvegsráðuneytinu mæltist Hafrannsóknastofnun til þess að veiðiheimildir yrðu auknar á Skagafirði vegna góðs ástands rækjustofnsins í firðinum. Rann- sóknarskipiö Dröfn mun engu að síð- ur kanna rækjuveiðisvæðin áöur en veiðitímabilið hefst þann 1. október næstkomandi, ekki síst með tilliti til þorskseiða á grunnslóð. Erlendir feröalangar: Sigla inn á Berufjörð Már Karlsson, DV, Djúpavogi: í dag, laugardaginn 29. ágúst, mun skemmtiferðaskipið Kólumbus Caravelle varpa ankerum á innri skipalegunni í Gleiðvík á Berufirði og um 100 farþegar verða fluttir í land á Ðjúpavogi á tveimur skipsbát- um. Ferð þessara erlendu feröalanga er heitið til Hafnar í Hornafirði. Komið verður við á Fláajökli og farið í báts- ferð um Jökulsárlón og mætt aftur samdægurs til Djúpavogs. Það er ferðaskrifstofan Atlantik í Reykjavík sem skipuleggur þessa ferð. Á Höfn munu bætast í ferðina söluaðilar ferðaskrifstofu í Bandaríkjunum sem hafa dvalið þar á vegum Jökla- ferða. Kólumbus Caravelle siglir síðan frá Djúpavogi til Reykjavíkur. Von- andi verða veðurguðirnir hliðhollir ferðafólkinu svo það fái að njóta hinnar stórbrotnu náttúrufegurðar hér á suöausturhominu. Nú geta Djúpavogsbúar því farið út á Bóndavörðu og horft eftir skipi úr hafi eins og gert var í gamla daga þegar siglingar voru til gamla versl- unarstaðarins við Berufjörð. Mikið hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á Sauðárkrókskirkju á undanförnum misserum og hefur kirkjan verið tekin í gegn frá grunni til turns að utan og innan. Á dögun- um var turninn málaður og sáu málararnir Jón Svavarsson og Kristján Þór Hansen um það. DV-mynd Þórhallur NISSAIM Feðgar sem voru sviptir veiðileyfmn án sönnunar á svindli: Fara í mál við ríkið ÞórhaJlur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Feðgarnir Uni Pétursson og Þor- grímur Unason á Hofsósi hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkisvaldinu en þeir feðgar voru sviptir veiðileyfum frá 23. júlí - 1. september á síðasta ári vegna ásakana og kæru um meint kvóta- svindl. Ekki tókst að sanna kvóta- svindlið að mati saksóknara sem vísaði máhnu heim í hérað til fram- haldsrannsóknar. Skaðabótakröf- ur feðganna á Hofsósi nema um fjórum milljónum króna. „Við settum um þijár milljónir á stóra bátinn og eina á þann minni og miðum við fiskiríið eins og það var í júlí í sumar og fram í þennan mánuð, enda áttum við nægan kvóta eftir á Berghildi þegar leyfin voru tekin af okkur í fyrra," sagði Uni Pétursson. Eins og menn muna var hann ásakaður um að færa fisk úr snurveiðibát sínum, Berghildi, yfir í krókaleyfisbát sonar síns, Ómars, Svöluna. Steingrímur Þormóðsson, hæsta- réttarlögmaöur frá Blönduósi, lög- fræðingur feðganna, telur vinnu- brögð ráðuneytis fáránleg varð- andi leyfissviptinguna á sínum tíma. „Okkur finnst mjög gagnrýnis- vert að taka af okkur leyfið og hefja síðan rannsókn málsins. Þetta var algjörlega öfugsnúið við dómskerf- ið í landinu. Með þessu var í raun búið að dæma okkur,“ sagði Uni. Kraftmikil 2 I. en spe neytin bensínvél, , 5 gíra, vökva- n og veltistýri verð kr 1.076.000,- : VSK. bíll ■m-'.v.íxs.k i'!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.