Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 5
5 r LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Fréttir í Steinunn Sigurðardóttir, forseti bæjarstjómar Akraness, um launahækkun bæjarfulltrúa: Má deila um tímasetninguna „Viö sáum ekki ástæðu til þess að sitja á okkur. Okkur hefur lengi þótt launin of lág. Því ákváðum við á síðasta fundi að breyta um við- miðun og hækka launin. Þetta er hátt í próentum en ekki í krónum. Laun bæjarfulltrúa á Akranesi hafa í gegnum tíðina verið miklu lægri heldur en í svipuðum bæjar- félögum. Það má hins vegar alltaf deila um tímasetninguna," segir Steinunn Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar á Akranesi. DV greindi frá því í gær að bæjar- stjórnin hefði hækkað laun bæjar- fulltrúa um allt að 41 prósent en í vor hækkuðu laun þeirra um 1,7 prósent í takt við almennar launa- hækkanir í landinu. Steinunn hækkar um 35 prósent og fær nú um 69 þúsund krónur á mánuði fyrir setu sína í bæjarstjóm og bæjarráði. Samþykkt bæjarstjómar felur í sér að í framtíðinni verða laun bæjarfulltrúa ákveðið hiutfall af þingfararkaupi en fram til þessa hafa þeir tekið laun samkvæmt kjarasamningi bæjarstarfsmanna. Að sögn Steinunnar er hækkunin í raun minni en hún lítur út fyrir að vera. Ekki sé rétt að reikna inn í launin aksturspeninga upp á tæp- ar 6 þúsund krónur á mánuði. Um sé að ræða kostnað sem bæjarfull- trúar fái bættan. Aðspurð segir hún hins vegar ljóst að hækkunin sé mun meiri en aðrir hópar þjóöfé- lagsins hafi fengið. Vegna þessara orða Steinunnar er rétt að taka fram að í útreikning- um DV á hækkun bæjarfulltrú- anna voru aksturspeningar með- taldir bæði fyrir og eftir hækkun. Staðhæfmg hennar um að hækk- unin sé minni en DV hefur greint frá stenst ekki, samkvæmt upplýs- ingum sem blaðið hefur aflað sér á bæjarskrifstofu Akraness. -kaa Jón Gíslason: » Dauðadómur fyrir sauð- fjárbændur Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „Það er alveg ljóst að þessar að- gerðir eru dauðadómur fyrir marga sauðfjárbændur. Skerðingin er svo gífurleg ofan í allt það sem á undan er gengið,“ sagði Jón Gíslason á Stóra-Búrfelli, formaður Búnaðar- sambands Austur-Húnvetninga. Gífurlegur niðurskurður blasir við sauðfjárbændum um allt land, ekki síst á Norðurlandi vestra. Við blasir slík skerðing að um 20 vísitölubú leggjast af í haust á hverju svæðanna þriggja: í Skagafirði, Austur-Húna- vatnssýslu og Vestur-Húnavatns- I sýslu. Á síðasta hausti var einnig um mikla skerðingu að ræða. Formönnum búnaðarsamband- * anna ber saman um að ástandið sé ekki síst alvarlegt fyrir þær sakir að vegna atvinnuástands hafi fólk ekki í aöra vinnu aö hverfa. „Ég fékk landbúnaðarhagfræðing til að reikna út með mér þá skerð- ingu sem orðið hefði á launalið bónd- ans undanfarið ár. Útkoman var 65% sem þýðir að mánaðarlaun bónda samkvæmt grundvellinum duga nú aðeins í sjö mánuði," sagði Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu, formað- ur Búnaðarsambands Vestur-Hún- vetninga. Útlit er fyrir að hinn flati niður- skurður í haust, sem nemur um 20%, verði 8500 ærgildi í Skagafirði, 7650 í Austur-Húnavatnssýslu og 6800 í vestursýslunni. Kvikmyndasjóður íslands: Bryndís fram- kvæmdastjóri - fékkþijúatkvæðiaffimm Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra hefur ákveðið að skipa Bryndísi Schram i starf fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ís- lands. Stöðuveitingin er til eins árs, frá og með næstu mánaðamótum. Áður hafði meirihluti sjóðsstjórnar lagt til að hún yrði ráðin til starfsins. I stöðu framkvæmdastjóra var áð- ur Þorsteinn Jónsson. Hann sagði henni hins vegar upp þegar ljóst varö að hann gæti ekki fengið ársleyfi frá störfum. Hann mun í vetur vinna að kvikmynd eftir skáldsögu sem hann hefur sjálfur skrifað. I samtali við DV í gær kvaðst hann óska Bryndísi gæfu og gengis í stöðunni. Alls sóttu 10 manns um starfið. Auk Bryndísar sóttu þau Laufey Guðjónsdóttir, Björn Bjömsson og Sigmundur Örn Arngrímsson um stöðuna. Aðrir óskuðu nafnleyndar. í atkvæðagreiðslu innan sjóðsstjórn- ar fékk Bryndís þrjú atkvæði en Laufey tvö. Alls eiga fimm manns sæti í stjórn- inni, þau Edda Þórarinsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson, Ragnar Arnalds, Friðbert Pálsson og Láras Ýmir Ósk- arsson. -kaa : | Skólobrú vcítingastaður þar sem hjartað slær Nú liggur leiðin á veítinga- staðinn Skólabrú til að njóta fyrsta flokks þjónustu og þess besta í matreiðslu undir stjórn Skúla Hansen matreiðslu- meistara. Skúli er í hópi okkar bestu malreíðslumanna og geta matargestir Skólabrúar því gengið að framúrskarandi matreiðslu vísri. Á efri híeðinní er vístleg sétustofa með bar fyrir matar- esti og aðra. Rómantík gamla tímans leikur um húsið sem var byggt skömmu eftir aldamót og mínna flestír munír innan- stokks á þá tíma. Eins og nafnið gefur til kynna stendur veitingastaðurínn nálægt þehn stað þar sem áður var brú yfír lækinn í Lækjargötu og skóla- piltar gengu um á leið sinní í Latínuskólann (nú Mennta- skólann í Reykjavík). Veríð velkomin á Skólabrú, nýjan og glæsí- legan veítingastað í míð- bænum, mítt á milli Dóm kirkjunnar og Mennta- skólans í Reykjavík. Frá 1. september er opið frá kl.18 alla daga víkunnar. SkóMrrú - gestrísni og góður inatur! sími 62 44 55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.