Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 15 DV-mynd RaSi Vinnureglur óskast umbun en aðeins peninga. Maður spyr sig og tekur sem dæmi; hvað fær tálbeitumaðurinn í sinn hlut fyrir ómak sitt í kókaínmálinu? Oft hefur komið til tals að upplýs- ingaaðilum, sem gerst hafa brotleg- ir eða eiga inni ódæmd mál, hafi verið lofað vægari meðferð gegn því að hjálpa lögreglunni. Inn í þessi mál hafa háttsettir embættis- menn blandast, meðal annars ráð- herrar. Mörg mál eru borðleggj- andi í þessu sambandi. Það er ekki langt síðan DV sýndi fram á það með tölum og öðrum upplýsingum að margir afbrotamenn í fíkniefna- málum hafa á síðustu árum losnað úr fangelsi eftir helming afþlánun- ar sinnar, þar á meðal eitt stórt nafn í fíkniefnaheiminum. Þrátt,fyrir þetta hefur yfirlýst stefna fullnustumatsnefndar verið að brotamenn í fíkniefnamálum fái fyrst að sleppa út á reynslulausn eftir y3 af afþlánun sinni. í framan- greindum tilfellum var örugglega ekki um það að ræða að fullnustu- matsnefnd, sem ákveður reynslu- lausnir fanga, hafi gleymt hvemig vinnureglur hennar voru. Er almenningur sáttmr við að verslað sé með refsingar brota- manna? Örugglega ekki. Umbun sem þessi, þó í þágu réttvísinnar sé, er nokkuð sem hinn almenni borgari nýtur ekki. Afbrotamenn eiga því ekki að njóta forréttinda gagnvart refsingum. Ef slíkt gerist eru menn komnir alvarlega út af réttarfarsbrautinni. Greiðslur eða önnur heilbrigð og sanngjöm fyrirgreiðsla gengur - ekki verslun með refsingar. En til þess þarf skýrar verklagsreglur, svo og um önnur vinnubrögð fíkni- efnalögreglu. Óttar Sveinsson Það eru blikur á lofti í heimi fíkniefnamála á íslandi, ekki síst hvað varðar hlið lögreglunnar í þeim efnum. í ljósi síðustu atburða, þar sem rannsókn eins umfangs- mesta eiturlyfjamáls á íslandi er færð úr höndum fíkniefnalögregl- unnar yfir til annarrar stofnunar, Rannsóknarlögreglu ríkisins, er ljóst að tímamót eru runnin upp. Vinnubrögð fíkniefnaiögreglunnar eru nú komin undir smásjána á meðan efnisleg umljöllun um eig- anda eða eigendur stærstu hald- lögðu kókaínsendingar á landinu fyrr og síðar hggur nánast á milli hluta. Hvað er að gerast? Yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar hefur margsinnis lýst því yfir að skýrar vinnureglur og heildarstefnu skorti í þessum málaflokki, afbrotaflokki sem æ meir er til umfíöhunar í fíölmiðlum og á meðal fólks í þjóðfélaginu. Umfíöllunin hefur aukist samfara auknum fíölda neytenda fíkniefna, innflyfíenda, seijenda og tegunda á markaðnum. Löggan á gráu svæði Það er ekkert nýtt að fíkniefna- lögreglan hafi verið á gráum svæð- um við rannsóknir mála í gegnum árin. Þannig hefur lögregla og síðar ákæruvaldið, málssækjandinn, ýmist rétt sloppið með að fá menn sakfellda fyrir dómstólum eða að sakborningar hafa verið sýknaðir að hluta af brotum sínum vegna þess að vinnubrögð lögreglunnar voru ekki viðurkennd fyrir dómi. Dæmi um þetta er þegar lögregla leggur hald á peninga sem aflað var fyrir fíkniefnasölu. Hæstiréttur hefur oftar en einu sinni hafnað kröfu ákæruvaldsins um að slíkir fiármunir dópsala skuh gerðir upp- tækir til ríkissjóðs. Meðal annars vegna þessa hefur lögreglan kvart- að yfir að reglur um verklag skorti. Tálbeituaðferð er greinilega oft á tíðum á gráu svæði, svo og rann- sóknaraðferðir við hlerun og aðra hlustun - aðferðir sem tæknin ger- ir lögreglu kleift að nota auðveld- lega. Það að lögregla beiti tálbeitu- aðferð við að koma lögum yfir brotamenn, eins og nú hefur gerst, er ekkert nýtt í hinum alþjóðlega fíkniefnaheimi. Þetta er hins vegár nýlegt hér á landi og nú lítur út fyrir að lögreglan sé komin í hálf- gerðar ógöngur. Mátti leggja tál- beitu í Mosfellsbæjarmáhnu eða mátti það ekki? Mátti „sviðsetja" sölu, mátti leigja bíl undir kókaín- manninn eða voru þessi atriði svo kolólögleg að máiið verður að miklu leyti ónýtt þegar það kemur loks tíl kasta dómstóla vegna þess að lögreglan beitti aðferðum á gráa svæðinu? Hvað segja lögin og hvar eru vinnureglurnar? Boltinn er hjá ríkissaksóknara Sennhega verður það fyrst núna sem menn fara að skoða þessi at- riði - hvemig má og hvernig á að koma lögum yfir fíkniefnaskúrk- ana. Loksins núna - þegar skaðinn er skeður, eins og í svo mörgum öðrum stórum málum, th dæmis í þyrlumálinu og málefhum réttar- geðdehdar. í þeim málum var árum saman aðeins talað en ekkert að- hafst. En nú er boltinn í höndum ríkissaksóknara. Ef lögreglan hefur farið út fyrir óskýrar reglur um verklag, eða jafnvel brotið lög getur hún ekki afsakað sig með að þetta hafi bara verið sfíómvöldum eða löggjafar- valdinu að kenna. Lög og reglur á að viröa. Hins vegar breytir hugs- anlegt klúður því ekki að endur- skoðunar er þörf í málefnum fikni- efnadehdar. Nú er komið að hlut- verki ákæruvaldsins, sem er eins konar verkstjóri fíknefnadehdar- innar og RLR. Það er jú ríkissak- sóknari sem höfðar opinber saka- mál á hendur skjólstæðingum fíknó og RLR. Nú er að sjá hvort málefni deildarinnar verða rekin með svipuðum hætti og þyrlumáhð Laugardagspistill Óttar Sveinsson eða réttargeðdehdin - hvort ákæravaldið og sfíómvöld sjá sóma sinni í að sefía vinnureglur strax fyrir þessa mikhvægu dehd lögreglunnar. Dehdin hefur einnig kvartað yfir því að fá ekki að sinna sínu starfi vegna kvóta á yfirvinnu. Dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir í viðtali við DV að verði ráðist í að rétta af hag fíkniefnalögregl- unnar þurfi að sneiða af á öðram stöðum í kerfinu. Ráðherra hefur á hinn bóginn ekkert sagt um að- gerðir í þessu sambandi. Blaðamenn DV, sem rætt hafa við aðha í löggæslu og dómskerfinu síðustu daga, hafa komist á snoðir um aö kerfismenn hafa hver um annan þveran verið að skeggræða hvað séu löglegar aðgerðir lögreglu og hvað ekki. Menn virðast hrein- lega ekki vita hvað snýr upp og hvað niður í þessum efnum. Slíkt er ekki furða á meðan forskrift vantar og enginn leiðir hjörðina. Þessar staöreyndir styðja kröfu fíkniefnadehdarinnar um umbeðn- ar reglur um verkiag við rannsókn- ir þessa málaflokks. Greiðslureru réttlætanlegar Á störfum RLR og fíkniefnadehd- arinnar er einn reginmunur. Mál sem RLR fæst við eru langoftast kærð - líkamsárásir, fíársvik, kyn- ferðisafbrot og fleira. En fíknó verður oftast að sækja sín mál sjálf - út á götu, inn í hús og svo fram- vegis. Þar kærir enginn. Þess vegna eru upplýsingaaðhar í þeim efnum afar miidlvægir. í fréttmn vikunn- ar viðurkenndi lögreglustjóri að embættið hefði reitt fram fé vegna „mútugreiðslna“. Reyndar var það fréttamaður sjónvarpsins sem komst þannig að oröi en mútur í þessu sambandi er rangt. Þóknun eða greiðsla fyrir ómak af ein- hverju tagi á við hér. Upplýsingar um fíkniefnamál eru mjög mikh- vægar og þó greiddar séu t.d. 20-30 þúsund krónur fyrir „leka“ er slíkt aðeins örlítið brot af öllum þeim kostnaði sem ríkið hefði annars þurft að leggja út th að ná sömu upplýsingum á eigin spýtur. Þessar greiðslur eiga fuhan rétt á sér. Þetta eru staðreyndir nútímans. Verslað með refsingar? Spumir hafa borist af því að upp- lýsingaaðhar lögreglunnar fái aðra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.