Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 13 Hluti kvikmyndarinnar Svo á jörðu sem á himni, sem frumsýnd verður í dag, var tekinn upp á jörðinni Homi í Austur-Skaftafellssýslu og í fjör- unni neðan við bæinn. Var það mál manna, sem að kvikmyndinni standa, að val á tökustað væri viðeigandí þar eð margar franskar skútur höföu ferist á þessum slóðum með manni og mús. Þannig eiga hátt í þtjátiu skútur að hafe ferist á einum og sama sólarhringnum i miklu óveðri á síðustu öld, Allt það ár rak lik og líkamsleifer af frönskum sjómönnum á land og voru likin sett í ómerkta dys sem örfáir vita hvar er. Nokkru áður en tökur hófust þar eystra var leikmyndadeildin send austur á Hom til að reisa leikmynd og undirbúa jaröveginn iyrir komu tökuliðsins seinna um sumarið. Var tekið til á jörðinni, reist 14. aldar stafakirkja, járnsmiðja, verbúðir á ströndinni og gamli bærinn lagfæröur og sett í hann gler. Þegar leikmyndadeildin og tökuliðið kom aftur að Horni, rétt áður en tökur hófúst, fóru aö gerast undarlegir hlutir. Þor- kell Sigurður Harðarson leikmunavörður hefúr tekiö saman frásagnir af furðulegum uppákomum sem bæði hann sjálfúr og aðrir upplifðu að Homi. Aðstandendur kvikmyndarinnar segja þessa atburði hafa tætt taugar starfsfólksins austur á Homi og virtist sem Straumijarðar-Halla stýrði þar fræknum her framliðinna franskra sjómanna að handan og gerði hvað eina sem til þurfti svo myndin tefðist eða eitthvaö þaðan af verra henti. Hurðarhúnn snúinn sundur Menn höfðu ekki verið lengi á Homi þegar bera fór á óútskýranlegum hlutum. Jón Steinar Ragnarsson smiður segir að þegar austur var komið hafi hurð, sem smíðuð var í bænum, verið sett í húsið þar eystra og síð- an settur á hana gamaldags hurðarhúnn með tréhöldum. Eftir það verk fóra allir út að sinna öðrum verkum og kom engrnn að húsinu á meðan. Þegar menn komu að húsinu aðeins seinna var búið aö snúa hurðarhún- inn i sundur og lágu brotin á víð og dreif i forstofunni. Við nánari skoð- un þótti sýnt aö til þess að snúa húninn sundur hefði þurft mikið afl þar sem hann var alveg nýr. Skildu menn ekkert í þessu en settu þennan atburð síðan i samhengi við aðra svipaða sem áttu eftir að gerast síöar. Stólláloft Jón Steinar segir einnig frá atburði er gerðist stuttu eftir að tökuliöið kom austur. Þann dag var verið að taka upp stórt og mikiö veisluatriði þar sem meöal annars komu við sögu tveir stórir tréstólar. Skömmu fyr- ir upptökur uppgötvaöist að eftir var aö mála stólana, setja áferð á þá Jón ákvað að gera það í húsinu þar sem leikmyndadeildin hafði hreiðrað um sig. Hann er langt kominn með annan stólinn þegar hann segist heyra að bankað er á hurðina. „Ég stend upp og opna en fyrir utan er þá eng- inn. Þetta gerist í þrígang og var ég hættur að sinna þessu. Þá gerist það aö það er bankað enn aftur og það hálfú kröftugar en áöur. Ég lít upp og f sama mund tekst stóllinn á loft og þeytist þvert yfir herbergið og skellur f veggnum hinum megin. Hann hefur örugglega farið hátt í þrjá metra í loftinu áður en hann kðm i vegginn,“ segir Jón Steinar. Jón fór út fyrir til að gá hvort nokkur væri að leika á sig en þá er hurðinni skellt rosalega á hæla honum svo að allt nötraði. Fótatak og Ijóshæró vera ÞorkeE segist hafa heyrt fótatak einu sinni þegar menn vora í kafB í gamla húsinu. Virtist hljóðið koma frá efri hæðinni. Aðrir heyrðu ekk- ert Landeigandinn, sem ólst upp á jörðinni, kom í heimsókn skömmu siðar og fór aö spjalla. Sagði hann frá draug er kallaður var Ófeigur. Hann á að hafa drukknað einhvern tímann í fyrndinni og misst þá annað stígvéhö sitt, Síðan á hann að hafa gengið aftur og alltaf verið að leita að stígvélinu. Á Ófeigur að hafe haltrað um i gamla húsinu á kvöldin. Guðrún Sigríöur Haraldsdóttir leikmyndateiknari segist hafe verið aö fara yfir vinnuáætlanir sínar í gamla húsinu í ró og næöi einn daginn þegar hún fékk skyndilega ótrúlega langvarandi hnerrakast. Var kastið þvílíkt að hún þurfti að ieggjast í gólfiö. Þegar bráði af henni heyrði hún afer illgirnislegan hæðnishlátur rétt viö eyraö á sér. Var hún ekki 1 nokkr- -hlh Lík eins sjómannsins borið upp í fjöru. í bakgrunninum eru Álfrún H. örnólfsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. að baki þeim. Hvað skyldi Kristínu vera minnisstæðast? „Það er hægt að nefna margt. Það var til dæmis mjög mikið átak að gera sjóslysasenuna. Hún var tekin uppi í Gufunesi við bryggjuna þar. Var mikið umstang í kringum atrið- ið. Við urðum að vinna að nætur- lagi, sem er alltaf erfitt og þurfti gíf- urlega mikinn ljósakost og ég veit ekki hvað margar brunaslöngur til aö búa til óveðursrigninguna. Vind- vélar leigðum við frá útlöndum en það þurfti að búa til 10 vindstig. Það er mikið verk að búa til brotsjó og til þess nutum við aðstoðar er- lendra sérfræðinga. Aðferðin, sem notuð var, hefur oftast verið viðhöfð við gerð sjóslysamynda. Hellt var úr 6-3 tonna sílóum niður rennibrautir og á palla undir þeim þannig að vatn- ið skall á þessum pöllum og skvettist svo upp. Þetta var mjög áhrifaríkt og satt best að segja var ég hrædd um fólkið sem stóð undir sex tonna bunum en þetta vora þjálfaðir dreng- ir og þeir þoldu þetta. Ég er mjög ánægð með árangurinn og þau viðbrögð sem við höfum feng- ið frá þeim sem séð hafa era á einn veg; að atriðin séu mjög eðlileg og hvergi hægt að sjá blöffið en auðvitað byggist þetta allt á brellum." Svo á jörðu sem á himni var fyrst sýnd á kvikmyndahátíðinni í Can- nes. Hún var sýnd innan ramma hátíðarinnar er nefnist Fokus en þar er tekið fyrir visst menningarsvæði á hveiju ári. Núna urðu Norðurlönd- in fyrir valinu. „Viðtökurnar í Cannes vora það góðar að ég varð hálffeimin. Sérstak- lega var anægjulegt að fá hrós frá þeim aðilum sem maður virðir í kvikmyndaheiminum. Svo á jörðu sem á himni var síðan sýnd á kvik- myndamarkaðinum í Cannes og þar voru viötökurnar einnig góöar og í framhaldi hefur okkur verið boðið á ýmsar hátíðir úti um allan heim. Eins og kemur fram í byrjun greinar- inar verður Svo á jörðu sem á himni frumsýnd í dag en það er samt ekki fyrsta sýning myndarinnar hér á landi: „Ein sýning á myndinni var á Ól- afsfirði. Það kom til vegna þess aö við höfðum fengið upplýsingar um tímamörk til að eiga möguleika á útnefningu til Felix-verðlaunanna. Þessum tímamörkum var síöan breytt. Það fengum við ekki að vita fyrr en í júní og þá höfðum við að- eins viku til stefnu til að sýna mynd- ina opinberlega sem er skilyrði fyrir að geta verið með í keppninni. Gjör- samlega útilokað var að hafa frum- sýningu þannig að ég fékk þessa snilldarhugmynd, að mér fannst, aö fara til Ólafsfjarðar, en þaðan er ég ættuð, og sýna bæjarbúum myndina. Ég sagði Ólafsfirðingum að það gæti vel verið að ég hefði gert þessa mynd vegna þess að ég hefði verið þarna sem barn og heyrt sagt frá sjósköð- um. Það gladdi mig síðan mikið hversu Ólafsfirðingar tóku mynd- inni vel og létu hrifningu sína óspart í ljós.“ Margra ára hugverk er að baki og senn líður að framsýningu. Er Krist- ín Jóhannesdóttir sátt við útkom- una? „Ég er mjög sátt við myndina eins og hún er. Auðvitað eiga sér alltaf stað breytingar á leiðinni, oftast til hins betra. Til dæmis koma hug- myndir frá leikuram sem eru vel þegnar. Það er nú einu sinni svo að þegar farið er að holdgera persónu, sem maður er búinn að vera með í huganum lengi, kemur upp á yfir- borðið margbreytileiki manneskj- unnar. Ég tel mig hafa verið heppna með allt starfshðið, er til að mynda með afburðaleikara í öllum hlut- verkum, leikara sem sýna glæsilega framnústöðu. Þar er ekki síst hin unga Álfrún H. Ömólfsdóttir en hún er aðeins 10 ára gömul. Sagan öll er upplifuð í gegnum hugarheim henn- ar. Það er hún sem sviðsetur fjórt- ándu öldina, setur fjölskyldu sína í hlutverk persónanna. Það er einnig hún sem skynjar á einhvern ákveð- inn hátt að eitthvaö skelfilegt er yfir- vofandi." Svo á jörðu sem á himni er norræn samvinna og verður myndin sýnd annars staðar á Norðurlöndum. Enn er ekki búið að ákveða hvenær það verður, það gæti orðið um sameigin- legan frumsýningardag að ræða. Sýningar heíjast aftur á móti hér á landi í dag í Háskólabíói og er sann- arlega um merkisatburð að ræða. Svo á jörðu sem á himni er stórmynd í orðsins bestu merkingu, gerð af miklum metnaði af Kristínu Jóhann- esdóttur og samstarfsmönnum henn- ar um atburði sem tengjast sögu okk- ar og arfleifð og á myndin erindi til okkar allra. -HK „ Hittumst í grillinu! “ Libby’s tómatsósur, tvenns konar flöskur- tvenns konar bragð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.