Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Myndbönd Rán í millahverfi THE TAKING OF BEVERLY HILLS Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Aóalhlutverk: Ken Wahl, Matt Frewer, Harley Jane Kozak og Robert Davi. Bandarisk, 1991 -sýningartími 92 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. The Taking of Beverly Hills er, eins og nafnið bendir til, um rán í þessu fræga millahverfi í Hollywood. Það er best að hafa sem fæst orð um söguþráðinn enda þvílík vitleysa aö sagan á best heima í teikni- myndasögu. En það sem heldur áhorfandanum föstum í sæti sínu eru stórfenglegar bílasenur og alls konar „hasarblaðasenur" sem eru vel gerðar og hafa örugglega kostað sitt, en sjón er sögu ríkari. Aðalhlutverkið leikur vöðva- búntið Ken Wahl og hann ásamt lögregluþjóni einum, sem Matt Frewer leikur, tekst á við stóran bófaflokk sem hreinsar heldur bet- ur til hjá öllum millunum í þessu fræga hverfi og að sjálfsögðu fara þeir með sigur af hólmi. Aðdáendur hasarmynda fá dágóða skemmtun í The Taking of Beverly Hills en öðrum fer sjálfsagt að leiðast fljót- lega. Vafasamurelskhugi LONELY HEARTS Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Andrew Lane. Aóalhlutverk: Eric Roberts, Beverly d'Angelo og Joanna Cassidy. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 90 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. í Lonely Hearts leikur Beverly d’Angelo Ölmu, unga stúlku sem hefur gengið í gegnum þá martröð að létta sig um fjöldamörg kíló. Nú finnst henni vanta fyllingu í líf sitt og auglýsir í einkamáladálki eftir kynnum við karlmann. Til sögunn- ar kemur Frank (Eric Roberts), myndarlegur fasteignasali sem er ekki lengi að heilla hina saklausu stúlku. Það á líka eftir aö fara svo að hún óskar þess að hún hefði aldrei hitt hann. Lonely Hearts er byggð á þekktu þema sem margoft hefur veriö nýtt í kvikmyndum, enda er lítið um frumlegheit í myndinni og i raun veit maður ávaUt hvað kemur næst. Eric Roberts hefur áður feng- ist við hlutverk sem þetta og er leikur hans nokkuð vélrænn og svo er eiginlega um leik flesta annarra. Úr nútíð inn í framtíð What about Bob? Freejack Split Second Kuffs Stonecold Frankie & Johnnie Taking of Beverly Hills Curiy Sue Another You Dead Again Fourth Story Oscar Thelma and louise Double Impact And the Sea Will Tell FREEJACK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Geoff Murphy. Aðaihlutverk: Emilio Estevez, Mick Jagger, Anthony Hopkins og Rene Russo. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 105 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. í Freejack leikur Emilio Estevez kappaksturshetjuna Alex Furlong sem er að leggja í sína hinstu för. í stað þess að drepast þegar bíll hans lendir í loftköstum á brú einni þeytist hann átján ár fram í tímann og vaknar upp í sjúkrabíl en í sjúkrabílnum á að fara aö stöðva aila starfsemi í líkama hans. Við árekstur kemst Furlong undan og leggur á flótta í ókunnri borg sem hann þó kannast aðeins við. Við nánari athugun kemst Fur- long að því að hann er svokallaður frelsingi en með háþróaðri tækni er hægt að framkalla líkama lið- inna persóna á dauðastund úr nú- tíð inn í framtíðina þar sem líkam- amir eru seldir hæstbjóðanda og Furlong er því mikils viröi fyrir kaupandann, sem er sterkríkur eins óg síðar kemur í ljós, en sá mun deyja fái hann ekki nýjan lík- ama. Hefst nú æsilegur eltingar- leikur um stræti stórborgar þar sem Furlong er bráðin sem verður að nást lifandi. Söguþráðurinn er íjarstæðu- kenndur þegar haft er í huga að myndin á að gerast að átján árum liðnum. Nær hefði verið að láta myndina gerast eftir hundrað ár. DV-myndbandalistinn Ki) 2 (-) 3(5) 4(2) 5 (■) 6(4) 7(7) 8(3) 9(8) 10 (-) 11 (■) 12 (9) 13 (6) 14 (10) 15 (-) Flakkarar BRIGHT ANGEL Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Michael Fields. Aöalhlutverk: Dermot Mulroney, Lili Taylor, Burt Young og Sam Shepard. Bandarisk, 1991 - sýningatimi 90 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára.- Þegar Georg Russell (Dermot Mulroney) verður vitni að miklum átökum milli foreldra sinna, sem enda með því að móðir hans fer að heiman með elskhuga sínum, ákveður hann að fara einnig að heiman. Hann hittir fyrir unga stúlku, Lucy (Lili Taylor), sem hef- ur verið á flakki allt sitt líf og ákveður Georg að fara með henni til Montana þar sem bróðir hennar situr í fangelsi. Russell á einnig erindi þangaö en þar býr móður- systir hans og vonast hann til að fá skýringar á hegðun foreldra sinna. Það kemur í ljós aö Lucy á pen- inga sem hún ætlar að borga glæpamönnum til að bjarga bróður sínum úr fangelsi en Russell hefur illan bifur á þeirri ætlun hennar og kemur seinna í ljós aö þar hafði hann rétt fyrir sér. Þegar á áfanga- stað kemur hittir harm móöursyst- ur sína sem á sjálf við mikil per- sónuleg vandamála að stríða og getur htla hjálp veitt. Bright Angel er vel gerð vega- mynd en hæg. Dermot Mulroney og Lili Taylor eru sérlega góð í hlut- verkum unga fólksins sem á sér varla viðreisnar von. Einnig er vel skipað í aukahlutverkin. Má þar nefna Sam Shepard, sem leikur fóð- ur George, og Burt Young sem leik- ur ófyrirleitinn krimma. -HK Nokkrar hraeringar eru á listanum þessa vikuna enda hefur útgáfa á vinsælum myndum verið nokkur að undanförnu. Meðal þeirra nýju mynda sem koma inn á listann er spennumyndin Stonecofd en aðalleikarinn í þeirri mynd er ný stjarna, Brian Bosworth, sem sést hér á mótorhjólinu. ★★ er staðið. Betur er skipað í minni hlutverkin. Má þar nefna Anthony Hopkins og Amöndu Plummer sem leikur blótandi nunnu. -HK Morð í indíánabyggð DARK WIND Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjórl: Errol Morrls. Aðalhlutverk: Lou Diamond Phlllips, Fred Ward og Gary Farmer. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 105 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Tony Hillerman er meðal vinsæl- ustu sakamálasagnahöfunda í Bandaríkjunum. Flestar bækur hans fjalla að einhveiju leyti um indíána og gerast á heimaslóðum þeirra og notfærir hann sér þá dul- úö sem gömul trúarbrögð indíána búa yfir. Engin undantekning frá þessu er ein þekktasta saga Hiller- mans, Dark Wind, sem samnefnd kvikmynd er gerð eftir. Lou Diamond Philiips leikur ung- an lögreglumann, Jim Chee, sem nýkominn er til starfa á vemdar- svæði Navajo-indíána en hann er sjálfur af ætt þeirra. Hefur hann mikinn áhuga á að læra aht sem tengist indíána- og galdratrú. Þegar mdíáni fmnst myrtur fær hann mikinn áhuga á að rannsaka máhö sjálfur og ekki verður áhugi hans minni þegar hann verður vitni að því þegar htil einkaflugvél hrapar og það kemur í Ijós aö þeir sem voru innanborös hafa verið myrtir. Yfirmaður Chee varar hann við að vera að skipta sér of mikið af þessu máli enda er FBI búið að taka aö sér rannsóknina þar sem grunur leikur á að mikið kókaínmagn hafi veriö í flugvéhnni en kókaínið er horfið. Chee á samt bágt með aö hætta rannsókninni enda telur hann víst að svartigaldur indíán- anna tengist máhnu. Dark Wind er ágætlega gerö en þó finnst mér vanta þá spennu sem myndast í bókum Hillermans. Myndin fer rólega á stað en tekur svo vel við sér en það er eins og leikstjórinn hafi ekki almennilega gert sér grein fyrir því hvemig hann ætti að meðhöndla það yfir- náttúrulega, því verður flest það sem snýr að að indíánunum hálf- gert klúður. Dark Wind er þó samt í heild ágæt sakamálamynd. -HK Emilio Estevez og Mick Jagger leika andstæðinga i Freejack. Emiho Estevez er ekki leikari sem getur borið uppi heha mynd. Hlut- verk hans krefst mun sterkari kar- akters og þegar handritið er veikt er fátt annað til skemmtunar en að fylgjast með góðum sviðsetning- um og ágætum tæknibrellum. Mick Jagger er htlu skárri en Estevez. Hapn leikur skúrk sem reynist ekki svo slæmur þegar upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.