Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 25 Sumarmyndasamkeppni DV og Hans Petersen: Valið verður æ erflðara - segir formaður dómnefndar Myndir í sumarmyndasam- keppnina streyma inn og valið verður alltaf erfiðara og erfiðara. Að sögn Gunnars V. Andréssonar, formanns dónmefndar, eru margar myndirnar mjög góöar út frá ljós- myndalegu mati. „Þær myndir sem bera af hafa margt til síns ágætis. SamspO ljóss og skugga er gott og fókus er rétt- ur. Það vill stundum gleymast að öll þessi atriði þurfa að vera í góðu lagi. Mótív eru mörg hver bráð- smellin og sumar hugmyndir skemmtilegar. Og ekki skemmir þegar gleði og kátína skila sér á filmuna," segir Gunnar. Eins og áður hefur komið fram eru verðlaunin vegleg og til mikils að vinna fyrir áhugafólk um góða ljósmyndun. Á hveijum laugardegi birtist úrval mynda og hafa þær sjálfkrafa komist í úrslit. Munið að skilafrestur rennur út þann 30. september. Myndimar verður að merkja vel og látið fylgja með umslag sem er merkt sendanda svo að auðveldara sé að skila myndunum ykkar aftur. Það má gjaman koma fram af hvaða tilefni myndin er tekin, hverjir eru á henni og hvar hún er tekin. Myndirnar mega hafa heiti. Utanáskriftin er: Skemmtilegasta sumarmyndin, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. -JJ Urskurður Kjaradóms ræddur. Höf: I. Gunnarsdóttir, Hverfisgötu 57, Hafnarfirði. Hann beit á. Sendandi er Ingibjörg Jóhannsdóttir, Áifhólsvegi 38. Nótt á sjónum. Sendandi er Gunnar Árnason, Brunngötu 10 á Isafirði. Útitónleikar heitir þessi gamansama mynd. Hljóðfæraleikarinn er Björg- vin Atli Snorrason, 2ja ára, syngur Bubbalög alla daga. Níu ára systir hans smiðaði gitarinn og faðirinn, Snorri Steindórsson, tók myndina. Barnavögnum þarf að halda hrelnum og þvi fóru barnapíurnar á bílaþvottaplan. Sendandi er Stein- grímur Guðjónsson, Laugarbraut 12 á Akranesi. Þessa mynd sendi Pétur Steingrimsson, Kirkjuvegi 31 i Vestmannaeyjum. Fýlsunginn er búinn að gera lítið gat á skurnina og gægist út. Það glittir aöeins i gogginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.