Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Fréttir Breytingar 1 aðsigi á gosdrykkjamarkaðinum: Sameining Olgerðar og Gosan á döf inni - búist við niðurstöðu viðræðnanna fljótlega eftir helgina „Það hafa verið viðræður í gangi, ég segi þér ekkert meira,“ sagði Jóhannes Tómasson, forstjóri Hf. Ölgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar, þegar hann var spurður hvort fyrirtæki hans og Gosan hf. væru aö sameinast. Heimildir DV herma að sameiningarviðræður séu langt komnar. Jóhannes varðist frekari frétta en þegar á hann var gengið sagði hann: „Ef eitthvað gerist skal ég hafa samband við þig en í augna- blikinu no comment." Viðræður hafa átt sér stað um sameiningu fyrirtækjanna síðustu vikur. Samkvæmt heimildum DV er búist við formlegri tilkynningu um hvort af sameiningunni verður frá fyrirtækjunum fljótlega eftir helgina. Þrátt fyrir að Jóhaunes Tómas- son staðfesti viðræðurnar og aðrar heimildir DV hermi að samkomu- lag um sameininguna sé að nást neita Wemer Rasmusson og Sindri Sindrason hjá Gosan því að fyrir- tækin séu að sameinast. Gífurleg samkeppni hefur verið á gosdrykkjamarkaðinum síðustu ár og ljóst að of margar verksmiðjur eru í framleiðslunni. Mikið hefur verið um undirboð. Sannkallað gosstríð hefur geisað í sumar þar sem verksmiðjumar hafa boðið drykki á tveggja lítra flöskum und- ir kostnaðarverði. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Gosan komið illa út í samkeppninni við Vífilfell í sumar en Olgerðin er sterkt fyrirtæki eignalega séð. Hugmyndir um samvinnu og sameiningu hafa oft komið upp áður, bæði meðan Sanitas var og hét og síðar eftir að Gosan kom til. Meðal annars vom tvisvar viðræð- ur við Sól hf., fyrst 1990 og síðan í lok árs 1991, og einnig við Ölgerð- ina. Ein ástæðan fyrir því að samein- ing er á dagskrá nú er talin sú að Gosan mun missa lóðina áKöllun- arklettsvegi þar sem núverandi starfsemi er og því sé lögð áhersla á sameiningu nú. -Ari Steinþór Skúlason: Sláturhúsin eru of mörg „Ég get veriö sammála því að slát- ur- og heildsölukostnaður sé of hár hér á landi. Aðstæður sauðfjárbænda kalla á að menn leiti leiða tii að gera betur. Það er hægt,“ segii' Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suð- urlands. Á aðalfundi Samtaka sauðfjár- bænda kom fram að gífurlegur verð- munur er á slátrunar- og heiidsölu- kostnaði í sauðfjárrækt á íslandi og í Skotlandi. Á hvert kíló falla tæplega 147 krónur á íslandi í þennan kostn- að en i Skotiandi einungis 38 krónur. Munurinn er 286 prósent. Að sögn Steinþórs liggja margar orsakir fyrir þessum sláandi mun á slátrunar- og heildsölukostnaði. Slát- urhúsin séu of mörg, eða vel á þriðja tug talsins, sláturtíminn stuttur og skortur á faglærðum slátrurum. „Menn þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja gera þær breytingar sem þarf til að ná kostnaðinum nið- ur. Það vita það aliir að það er vem- leg umframafkastageta í sauðfjár- slátmn hér á landi. Fækkun slátur- húsa hefði hins vegar þær afleiðingar að sláturtíðin lengdist og það yrði lengra fyrir bændur aö fara með fé í slátrun. Þá er óleyst hvemig standa eigi að fækkim húsanna." Steinþór segir brýnt að til komi aðgerðir sem geri kleift að úrelda sláturhús. í tengslum við nýjan bú- vömsamning leggist úreldingarsjóð- ur til þessa verks af, en fyrir hans tilstilli hafi verið hægt að fækka slát- urhúsumverulega. -kaa Þessa dagana er verið að sandblása að innan alla hitaveitugeymana I öskjuhlið og á Grafarholti en þeir hafa ryðgað af mikilli notkun. Einn sandblásaranna er Lárus Einarsson Sandtaksmaður sem hér sést líta út úr einum hitaveitugeyminum á Grafarholti til að anda að sér fersku lofti. DV-mynd GVA Edda Sigrún Ólafsdóttir lögmaður: Akærð fyrir að svindla á 28 sKjólstæðingum gerð krafa um að hún verði svipt lögmannsréttindum Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæm á hendur Eddu Sigrúnu Ólafs- dóttur lögmanni. Samkvæmt ákær- unni dró hún sér fé frá 28 skjólstæð- ingum sínum. Edda Sigrún hefur sér- hæft sig í innheimtu slysabóta. Það mun vera um fimm milljónir króna sem hún tók sér af bótum þeirra 28 skjólstæðinga sem getið er um í ákærunni. Ákæran er í átta liðum. Edda Sig- rún er einnig ákærð fyrir brot á bók- haldslögum, skattalögiun og fleira. Ríkissaksóknari krefst þess að hún verði svipt lögmannsréttindum. Það var á árinu 1990 sem upp um svikin komst. Fyrsta málið upplýstist af tilviljun. Ung kona, sem Edda Sig- nin hafði unnið fyrir, þurfti óvænt aö skoða hluta þeirra gagna sem fylgdu máli hennar. Þegar hún sá gögnin fijá því tryggingafélagi, sem hafði greitt tjónið, sá hún að talsverð- ur munur var á þeirri upphæð sem Edda Sigrún hafði móttekið og þeirri upphæð sem Edda Sigrún hafði skil- að af sér. Starfsmenn tryggingafé- lagsins bentu lögreglu á þetta atriði. Þá sá ríkissaksóknari ekki ástæðu til að ákæra. Skömmu síðar kærði einn af skjólstæðingum Eddu Sigrúnar hana til rannsóknarlögreglu ríkisins. Nú, tveimur árum síðar, hefur hún verið ákærð. Máliö er til meðferðar hjá Héraðs- dómiReykjavíkur. -sme og ef góður staður fæst ekki er kannski ekki ástæða til aö opna. Ég er ekki búinn að sælga um annan stað en þennan og stað- setningin skiptir lykilmáli," segir Kjartan Örn Kjartansson en hann hefur verið að skoða mögu- leika á að setja upp McÐonalds- veitingastað í Reykjavík. Að sögn Kjartans hefur ekki verið tekin endanlega ákvörðun um hvort McDonalds-veitingastaöur verð- ur opnaður. Kjartan sótti um lóðina að Of- anleiti 2 en hún er ein sú verð- mætasta i höfuðborginni. Borgar- ráð ályktaöi um það að réttast væri að bjóða lóðina í opnu út- boöi. Ákvörðun um útboðið var hins vegar frestað í síðustu viku vegna þess að Verslunarskóli ís- lands hefur óskað eftir lóðinni. Kjartan vildi ekkert segja um það hvort hann myndi bjóða í lóðina. -Ari Jarðboranirhf.: 55 milljónir Búið er aö selja hlutabréf í Jarð- borunum hf. fyrir 55 milljónir króna en salan hefur staðiö yfir rúma viku. Jarðboranir voru i eigu rikisins og Reykjavíkur- borgar. Stefnt er að sölu 60% bréfanna í fyrirtækinu en heild- arsöluverðið yrði þá 264 milljónir króna. Gengi bréfanna er 1,87. Guðmundur Hauksson hjá Kaupþingi er ánægður með við- tökurnar og býst við að salan eigi enn eftir aö aukast eftir mánaða- mótin. Þá eigi fyrirtæki eftir að fiárfesta í meira mæh en fram að þessu hafa einstaklingar verið helstukaupendumir. -Ari Ný kj ördæmissamtök: Hvammstangi fékkflest atkvæðanna Þárh. Asnumdsscm. DV, Sauöárkr.: Hvammstanga. Þetta erí siöasta sinn sem þingið er haldið þar sem núverandi fjórðungssambandi verður shtið á þinginu og i staö þess stofnuð tvö kjördæmissam- tök, sitt fyrir hvort kjördæmið á Noröurlandi. Stofnfundir hinna nýju kjör- dæmissamtaka voru settir í gær- morgun og var Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, kjörinn formaður kjördæmissamtaka Norðurlands eystraog Bjöm Sig- urbjörnsson, formaöur bæjar- ráðs Sauðárkróks, formaður fyrir Norðurland vestra. Nokkur ágreiningur var uppi um aösetur kjördæmissamtak- ánna fyrir Norðurland vestra. Kosið var í tvígang ogleikar fóru þannig að lokura að Blönduó: 18 og mun _________ samtakanna því í framtíðinni sitja á Hvammstanga. Meginstarf kjördæmissamtak- anna verður að standa vörð um kjördæminu og er þá helst litið til mála elns og sameiningar -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.