Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. Frumsýning á Svo á jörðu sem á himni í dag: Mikil vinna við erfið skilyrði en ævintýra- lega skemmtileg - segir Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar „Svo á jöröu sem á himni var lengi aö þróast meö mér. Fyrst fæddist hugmynd þegar ég var að vinna at- riöi í Á hjara veraldar, atriði þegar mávur dettur ofan af himnum. A ein- hvem hátt truflaði þetta mig og mér fannst ég þurfa að koma mávinum á flug aftur. Það tók eitthvað til starfa sem erfitt er að átta sig á og um leið rifjaðist upp sagan af slysinu þegar franska vísindaskipið Pourquoi pas? strandaði á Mýrum. Ég hafði fyrst heyrt sagt frá slysinu sem barn og í þeirri frásögn var sagt að dr. Charcot hefði látið það vera sitt síðasta verk þegar skipiö fór niður að sækja fugl undir þiljur og sleppa honum. Síðan þróaðist sagan og áöur en ég vissi af var ég komin með mikið af efni. Það er svo ekki fyrr en ég fer á sjálf- an slysstaðinn að ég uppgötva hinn helminginn af málinu, sögu staðar- ins og þá örlagaríku atburði sem áttu sér stað þama á fjórtándu öld.“ Það er Kristín Jóhannesdóttir, leik- stjóri og handritshöfundur Svo á jörðu sem á himni, sem rifjar upp hvernig efni myndarinnar þróaðist með henni í mörg ár en í dag, laugar- dag, verður myndin frumsýnd í Há- skólabíói. Áður hafði hún verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fengið þar lofsamlegar viðtökur þeirra sem hana sáu. „Ég lá með handritiö ámm saman og skrifaði það aftur og aftur og það tók miklum breytingum. Eins og gengur og gerist með hugmyndir verða sumar alltof dýrar í fram- kvæmd. Þá verður að höggva en um leið og skorið er kviknar kannski eitthvað nýtt þannig að handritið fór í gegnum mörg stig.“ Svo á jörðu sem á himni er dýr kvikmynd á íslenskan mælikvarða. Kostnaðurinn er rúmar 130 milljónir en á erlendan mælikvarða em það ekki mikhr peningar og þegar á heildina er litið verður kostnaður við myndina að teljast mjög hóflegur, sérstaklega þegar hafðar eru í huga stórfenglegar sviðsmyndir. Hafa er- lendir aðilar undrast að það skyldi vera hægt að gera slíka mynd fyrir þessa upphæð. „Það gaf augaleið að þegar ég var komin með þriggja mastra skútu með heilli áhöfn inn í dæmið þá sá maður fyrir sér gjaldmælinn á fullu og ég varð að beita mig aga og finna lausn- ir en það er mikilvægt að finna ein- faldar lausnir sem alltaf eru til þegar að er gáð. Á endanum var myndin komin niður í þann kostnað sem þurfti til aö endar næðu saman. Þegar við svo vorum með myndina í Cannes trúði enginn hvað hún var gerð fyrir lítinn pening. Til dæmis sögðu Frakkarnir að þeir hefðu ekki gert þessa mynd fyrir minna en 300 milljónir króna. Staðreyndin er að ég hafði tíma fii að íhuga handritið með tilliti til kostnaðar en það tók nokkur ár að fjármagna verkið. Ég leitaði fyrir mér á mörgum stööum erlendis en rakst ávallt á fyrirstöðu. Það er ekki einfalt að finna aðila sem tilbúnir eru að setja fjármagn í erlenda kvik- mynd, það er augljóslega mikil áhætta. Annaðhvort þarf einhveija stórstjömu, sem leiðir eitthvert pen- ingabatterí með sér, eða þá að viö- komandi aðili vill fá forræði yfir myndinni og ég var alls ekki tilbúin að afsala mér því. Hin unga Álfrún H. Örnólfsdóttir leikur stærsta hlutverkið í Svo á jörðu sem á himni. Kristin Jóhannesdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, er hér á skrifstofu kvikmyndafyrirtækis sins, Tíu-Tíu. Standandi eru Sigurður Pálsson, framleið- andi Svo á jörðu sem á himni, og Hilmar örn Hilmarsson, sem samdi tón- listina við myndina. Síðan gerist það að stofnað er til sameiginlegra norrænna verkefna í kvikmyndagerð með þátttöku allra Norðurlandanna. í fyrstu var ég að hugsa um að vera ekki með í sam- keppninni, enda orðin vonlítil um að þessi mynd yrði að veruleika. En ég lét slag standa og þessi fjármögnun kom eins og himnasending. í fram- haldi var sótt um fjármagn í Evrópu- sjóðinn en það er aðeins hægt ef þrjú lönd standa saman að framleiðsl- unni. Þaö er skemmst frá því aö segja að allar áætlanir stóðust í tökum, við- bótarkostnaður var í eftirvinnu vegna hraðari vinnslu. Og þegar allt var komið í fullan gang gekk alveg ótrúlega vel að halda áætlun. Ég verð að segja eins og er að ég var hrædd vegna þess að áhættuþættirnir voru miklir. Við áætluðum tólf vikur í kvikmyndina og það stóöst en það var erfitt. Myndatakan var gríðarleg vinna við erfið skilyrði en ævintýra- lega skemmtileg þegar ég lít til baka.“ Táknræntheiti myndarinnar Eins og sjálfsagt flestir vita er nafn myndarinnar, Svo á jörðu sem á himni, tekið úr þekktustu bæn guðs- trúarinnar, Faðirvorinu. „Ég fann þennan titil ekki alveg strax en um leið og mér datt hann í hug fannst mér hann alveg kjörinn vegna þess að um er að ræða örlög og afdrif manna og spurt er afhverju. Mitt mat er aö titillinn sé táknrænn og sterkur, sérstaklega þar sem und- anskilið er „verði þinn vilji". Atburði á borð við slysið þekkjum við öll. Allar íslenskar fjölskyldur hafa misst einhvern tengdan sem farið hefur í sjóinn. Þegar slíkt gerist höfum við ekkert annaö en okkar guðstrú til að sætta okkur við harm- inn. Svo á jörðu sem á himni er bæði saga þeirra sem eru í landi og bíða eftir þeim sem eru á sjónum og þeirra sem eru á sjónum og bíða þess að komast heim.“ Skipið Pourquoi pas? gegnir mikil- vægu hlutverki í myndinni. Hvar skyldi Kristín hafa fundið þetta myndarlega seglskip sem er stað- gengill franska vísindaskipsins? „Skútuna fann ég á endanum í Bristol á Englandi, eftir að hafa leitað víða um Evrópu, og er þetta seglskip „þekktur kvikmyndaleikari", hefur verið í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Við þekkjum það til dæmis úr þáttaröðinni um One- din-skipafélagið og nú er skútan skip Kólumbusar í nýrri mynd Ridleys Scott. Það sem olli því að að ég valdi þetta skip var að það er upphaflega smíðað í Danmörku fyrir Norður-íshafsferö- ir og öll smíði og hönnun er mjög traust og trúverðug en Pourquoi pas? var einmitt smíðað fyrir rannsóknir í norðurhöfum." Viðtökur í Cannesjákvæðar Mörg atriði í myndinni eru stór- fengleg á að líta og liggur mikil vinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.