Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. 21 Trimm L Reykj aví kur - maraþon 1992 Reykjavíkur maraþon 1992 er nú að baki eins og flestum ætti að vera kunnugt. Hlaupið fór vel fram og aldrei áður hafa verið jafn margir þátttakendur en 2.600 manns luku hlaupinu sem fram fór við ágætar aðstæður og í 18 stiga hita. DV birti sérstaka æfingaáætlun fyrir hlaupið sem Jakob Bragi Hannesson hafði umsjón með og er vonandi að hún hafi komið sem flestum að notum en trimmsíðan vill jafnframt nota þetta tækifæri og hvetja þá sem nú eru komnir af stað til áframhaldandi þátttöku. Ljósmyndari DV var að sjálf- sögðu viðstaddur Reykjavíkur maraþon eins og lesendur hafa tek- ið eftir og í dag birtast enn fleiri myndir frá þessum skemmtilega viðburði. -GRS Nýtt met var sett í Reykjavíkur maraþoni í ár en um 2.600 manns luku hlaupinu. DV-myndlr JAK Hún er létt á fæti þessi unga kona sem lætur sig ekki muna um að ýta barninu sínu á undan sér alla vegalengdina. Þátttakendur voru á öllum aldri en fáir voru jafn einbeittir og þessi ungi maður sem hér nálgast endamarkið. Ekki voru alveg allir sem náðu að komast frá hlaupinu áfallalaust en starfsmenn voru fljótir til og aðstoðuðu þá sem þess þurftu. Rúmgóður, lipur, snarpur og þægilegur Fallegur bíll með miklum aukabúnaði RENAULT ferákostum Bflaumboðið hf. Einkaumboð fyrir Renault bíla á Islandi Krókhálsi 1 Reykjavik Sími 686633 RENAULTClio Frábær fólksbíll á fínu verði Tryggðu þér efan - fyrir hækkun! Clio RT - 80 hestöfl Clio RN - 60 hestöfl Verð með ryðvörn og skráningu: 5 dyra, sjálfskiptur kr. 964.000,- 5 dyra, beinskiptur kr. 899.000,- Verð með ryðvörn og skráningu: 3ja dyra, beinskiptur kr. 769.000,- 5 dyra, beinskiptur kr. 799.000,- Athugið! Næsta sending verður bum hvarfakut og mun I því hækka vcrulega í verði. 8 ARA RYÐVARNmR ÁBYRGÐ 3 ARA VERKSMÐJU ÁBYRGÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.